Morgunblaðið - 03.01.2019, Page 26

Morgunblaðið - 03.01.2019, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hafnarbylgjan (tsunami) sem skall á ströndum Jövu og Súmötru í Indónesíu að kvöldi 22. desember dró yfir 400 manns til dauða og enn fleiri slösuðust. Á þriðja tug manna er saknað. Rekja má upp- haf flóðbylgjunnar til eldgoss í eynni Anak Krakatá, eða Barni Krakatár, sem olli því að hluti eld- fjallsins hrundi í sjó fram. Mjög virkt eldfjallasvæði Indónesía er á „eldhringnum“ svonefnda sem liggur umhverfis Kyrrahafið. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, hefur rann- sakað eldfjallasvæði Indónesíu og verið fastur gestur á þeim slóðum síðan árið 1987. Hann rannsakaði m.a. eldfjallið mikla Tambora og tók Krakatá með í leiðinni. Har- aldur fór þangað með nemendur sína til rannsóknarstarfa auk koll- ega úr hópi jarðvísindamanna. Í Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er deild helguð eldgosunum í Tam- bora og Krakatá. Hann sagði að flekann undir Indlandshafi ræki til norðurs þar sem hann ýtist undir Asíuflekann. Flekarnir ganga saman sem nem- ur um átta sentimetrum á ári sem er fjórfalt meira en flekarekið á Íslandi þar sem Ameríku- og Evr- ópuflekarnir fjarlægjast hvor ann- an sem nemur um tveimur senti- metrum á ári. Þar sem flekinn undir Indlands- hafi ýtist niður myndast eldvirkni. Flekaskilin ná frá vestasta hluta Súmötru og alla leið austur til Nýju Gíneu. Indónesía er á fleka- skilunum. Á þessu svæði eru nú um 150 virkar eldstöðvar og er þar mesta eldfjallasvæði heimsins. Til samanburðar má nefna að á Ís- landi eru virkar eldstöðvar 32 tals- ins, að sögn Haraldar. Risastór eldgos Tambora er stærsta eldstöðin á svæðinu. Hún gaus 1815 og var það stærsta eldgos sem orðið hef- ur á sögulegum tíma. Þá komu upp um 100 km3 af kviku og eigin- lega allt á einum degi. Haraldur sagði að í Tambora gosinu hefðu Á virkasta eldfjallasvæði heimsins  Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, rannsakaði eldfjallið Anak Krakatá sem olli mannskæðri flóðbylgju um jólin  Morgunblaðsmenn fylgdust með eldfjallarannsóknum í Indónesíu árið 1990 Eldgos 2018 Enn eitt gosið hófst í Anak Krakatá 22. desember sl. Gosum í eynni svipar til Surtseyjargosa. Morgunblaðið/RAX Vísindastörf Dr. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, mundaði hakann og tók jarðvegssýni á tindi eyjarinnar Anak Krakatár í Indónesíu 1990. Á þeim slóðum hafa orðið risastór eldgos. AFP Nýtt Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ERT ÞÚ MEÐ HÁLSBÓLGU? Bólgueyðandi og verkjastillandi munnúði við særindum í hálsi Eldgosið á Anak Krakatá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.