Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 30
FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Allt að fimm ára bið getur orðið á því að ráðist verði í gerð síðasta hluta Arnarnesvegar. Um er að ræða 1,5 kílómetra kafla frá Rjúpnadal í Kópavogi að Breiðholtsbraut. Kostnaður við þennan kafla er áætl- aður 1.500 milljónir króna. Frum- hönnun vegarkaflans liggur fyrir en ekki er búið að verkhanna veginn þannig að hann sé tilbúinn til útboðs. Umferðarspá fyrir árið 2030 gerir ráð fyrir 15.000 bílum á sólarhring á þessum vegi þannig að í upphafi má gera ráð fyrir að um hann fari um 10-12.000 bílar á dag. Þingmenn Suðvesturkjördæmis ræddu um þennan vegarkafla í sér- stökum umræðum á Alþingi fyrir jólin og lýstu yfir furðu á því að ekki yrði ráðist fyrr í þessa brýnu fram- kvæmd. Þar sem lokakaflinn er ókláraður þurfa ökumenn sem aka Arnarnes- veg að fara krókaleiðir, ætli þeir sér að komast frá Rjúpnadal inn á Breiðholtsbraut. Nú er leiðin frá Arnarnesvegi að Breiðholtsbraut eftir Rjúpnavegi, Vatnsendavegi og Vatnsendahvarfi, samtals um 3 kíló- metrar. Samsvarandi leið eftir Arn- arnesvegi og að sama stað á Breið- holtsbraut ætti að verða um 1,5 kílómetrar eftir að nýi vegurinn kemur. Stytting leiðarinnar t.d. úr Salahverfi og yfir í Árbæ ætti því að verða umtalsverð. Fyrsti kaflinn tilbúinn 2004 Þegar Arnarnesvegurinn verður fullbyggður mun hann liggja frá Hafnarfjarðarvegi að Breiðholts- braut. Fyrsti hluti vegarins, þ.e. frá Hafnarfjarðarvegi að Reykjanes- braut, var tekinn í notkun árið 2004. Næsti kafli Arnarnesvegar, á milli Reykjanesbrautar og Fífuhvamms- vegar, var tekinn í notkun árið 2016. Búið var að bjóða þennan kafla út snemma árs 2009, en hætt var við framkvæmdir í kjölfar efnahags- hrunsins, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Lokakaflinn, þ.e. á milli Rjúpna- vegar og Breiðholtsbrautar, var inni í samþykktri samgönguáætlun fyrir árin 2011-2022 á 3. tímabili þeirrar áætlunar, eða á árunum 2019-2022. Í tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2015-2026 var þessi kafli inni með 200 m.kr. á árunum 2019-2022, en 500 m.kr. á árunum 2023-2026. Þessi samgönguáætlun var lögð fram á Alþingi haustið 2016, en hlaut ekki umfjöllun. Í þeirri samgöngu- áætlun, sem nú liggur fyrir þinginu, er þessi kafli með 1.500 m.kr. á ár- unum 2024-2028. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, tók mál- efni Arnarnesvegar upp í sérstakri umræðu á Alþingi 10. desember sl. Spurði þingmaðurinn Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra um ástæður þess að framkvæmdir við Arnarnesveg hefðu dregist svo mjög sem raun ber vitni og hvort ráðherra teldi ásættanlegt að þær drægjust enn frekar. „Margoft hefur komið fram, og nú síðast í harðorðu bréfi sem bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, sendi okkur þing- mönnum Suðvesturkjördæmis í síð- asta mánuði, að þessi framkvæmd sé í orðsins fyllstu merkingu lífs- nauðsynleg þar sem viðbragðstími í efri byggðum Kópavogs stenst ekki þær kröfur sem eru gerðar um sjúkraflutninga og eldsvoða. Umferð í gegnum Vatnsendahverfið er orðin allt of mikil og gatnamót Breiðholts- brautar og Vatnsendavegar eru löngu sprungin, en þar fara um yfir 12.000 bílar á sólarhring með til- heyrandi töfum,“ sagði Guðmundur Andri. Og hann bætti við: „Hér á suð- vesturhorni landsins býr ansi margt fólk sem greiðir skatta og skyldur og kýs fulltrúa sína til setu á Alþingi en virðist eigi að síður stundum mæta einhvern veginn afgangi þegar kem- ur að útdeilingu fjár til vegafram- kvæmda eins og Hafnfirðingar hafa heldur ekki farið varhluta af.“ Sigurður Ingi Jóhannsson svaraði og sagði að Arnarnesvegurinn og áform þar um hefðu ekki dregist neitt meira en mörg önnur áform hringinn um landið. Það væri hins vegar ekki ásættanlegt að þau drægjust enn frekar. „Eins og háttvirtur þingmaður kom inn á er kaflinn frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut eftir, en þar hef- ur m.a. verið ágreiningur milli sveit- arfélaganna, Reykjavíkurborgar og Kópavogs, um nákvæma útfærslu á því hvort þarna eigi að vera mislæg gatnamót eða ekki. Það er eitt af því sem valdið hefur seinkunum á fram- kvæmdum,“ sagði ráðherra. Hann bætti því við að ef áform um veg- gjöld gengju eftir væri vonandi hægt að flýta framkvæmdum við þennan vegarkafla umtalsvert. Íbúar „gapandi hissa“ Una María Óskarsdóttir, þing- maður Miðflokksins, upplýsti að hún hefði nýlega verið á fundi með slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæð- isins. „Staðan er grafalvarleg, eins og áður hefur komið fram. Hún er óboðleg og hættuleg þar sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn komast ekki á milli staða á þeim tíma sem stofnunin hefur skilgreint sem ákvarðaðan viðbragðstíma. Kópavogsbúar og Garðbæingar eru auðvitað gapandi hissa á ákvörðun ráðherra,“ sagði þingmaðurinn. Enn bíður Arnarnesvegur  Þingmenn Suðvesturkjördæmis þrýsta á að lokið verði við veginn  Aðeins 1,5 kílómetra kafli að Breiðholtsbraut er ókláraður  Allt að fimm ára bið og á meðan þarf að aka eftir krókaleiðum Morgunblaðið/sisi Hér endar vegurinn Þessi sjón blasir við ökumönnum í Rjúpnadal. Héðan mun vegurinn liggja yfir Rjúpnahæðina og niður í gjá að Breiðholtsbraut. Lo ft m yn di r e hf . Lenging vegar 1,5 km Fyrirhuguð lenging Arnarnesvegar að Breiðholtsbraut Hvörf Kórar Salir Seljahverfi Vatnsenda- hæð KÓPAVOGUR REYKJAVÍK Fell Breiðholtsbraut Arnarnesvegur Vatnsendavegur Ar na rn es ve gu r Guðmundur Andri Thorsson Sigurður Ingi Jóhannsson 30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FYRIR BÍLINN HREINSAR MJÚKLEGA OG ÁHRIFARÍKT HENTAR Á LEÐUR OG LEÐURLÍKI ENDURHEIMTIR UPPBYGGINGU LEÐURSINS NÆRING FYRIR LEÐUR Í BÍLA INNRÉTTINGAR Áslaug Arna er formaður utan- ríkisnefndar Rangt var farið með nafn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns utanríkisnefndar Alþingis, í grein Gústafs Adolfs Skúlasonar, „Samið um útópíu sósíalismans“, í Morgun- blaðinu í gær, 2. janúar. Biðst hann velvirðingar á mistök- unum. LEIÐRÉTT Allt um sjávarútveg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.