Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 34
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Fréttirnar voru óljósar í fyrstu en
urðu smám saman skýrari: tvær
ungar stúlkur á ferðalagi í Mar-
okkó höfðu verið myrtar á hrotta-
fenginn hátt. Ekki leið á löngu þar
til upptökur af glæpnum tóku að
birtast á samfélagsmiðlum. Morð-
ingjarnir höfðu nefnilega myndað
verknaðinn og dreift á netinu.
Viðbrögðin voru misjöfn og net-
heimar skiptust í tvær fylkingar:
annars vegar voru þeir sem töldu
mikilvægt að deila efninu og sýna
heiminn eins og hann er, sykur-
húða ekki hlutina og vekja athygli
sem flestra á skelfilegum glæp.
Öðrum þótti í hæsta máta óviðeig-
andi að dreifa upptökum morðingj-
anna sem vildu jú einmitt að flestir
sæju glæp þeirra.
Atvikið í Marokkó er ekki það
fyrsta og alls ekki það síðasta af
þessari sort og ekki seinna vænna
að reyna að finna svar við spurn-
ingunni: á að deila svona efni eða
ekki?
Hvaða tilgangi þjónar birtingin?
Valgerður Jóhannsdóttir, að-
júnkt í blaða- og fréttamennsku
við stjórnmálafræðideild HÍ, segir
samfélagsmiðla hafa breytt því
hvernig myndum og upptökum er
dreift. Áður hafi hefðbundnir fjöl-
miðlar stýrt því hvað væri sýnt og
hvað ekki, og kannski gagnlegt að
almenningur setji sig í spor rit-
stjórnar þegar vega þarf og meta
hvort ýta megi á „deila“-takkann.
„Því er ekki alltaf auðsvarað
hvort rétt sé að sýna eitthvað sem
er andstyggilegt. Blaðamaður
myndi hugsa sem svo að það megi
ekki fegra raunveruleikann og
leyna því ef eitthvað er ljótt eða
rangt, en það verður líka að huga
að hagsmunum fórnarlambanna og
aðstandendum þeirra, og hvort
myndbirtingin sé líkleg til að hafa
einhver áhrif til góðs.“
Í tilviki árásarinnar í Marokkó á
Valgerður erfitt með að sjá að
dreifing upptökunnar hafi nokkur
jákvæð áhrif. Öðru máli gegndi
hins vegar um myndina af litla
piltinum Alan Kurdi sem drukkn-
aði ásamt öðrum flótamönnum á
leið sinni yfir Miðjarðarhafið og
fannst látinn í flæðarmálinu hjá
borginni Bodrum í Tyrklandi. „Sú
mynd sýndi hörmungar flóttafólks,
hreyfði við allri heimsbyggðinni og
hvatti stjórnvöld til aðgerða. Aftur
á móti er erfitt að sjá að það
breyti nokkru að dreifa myndum
og upptökum af morði stúlknanna í
Marokkó og virðist slík myndbirt-
ing aðallega svala einhverri for-
vitni mannskepnunnar eða þörf
sumra fyrir að láta ganga fram af
sér.“
Valgerður minnir líka á að not-
endur samfélagsmiðla eru á marg-
an hátt í erfiðari stöðu en blaða-
menn og ritstjórar sem geta leitað
ráða og stuðnings hjá kollegum
sínum, og fá ráðrúm til að vega og
meta hvað á erindi við almenning.
„Það sem við sjáum á samfélags-
miðlum getur jafnvel komið okkur
í mikið uppnám svo að okkur líður
eins og við verðum að bregðast við
þar og þá og deila sem víðast á
meðan nánari skoðun gæti leitt
okkur að þeirri niðurstöðu að
betra væri að láta kyrrt liggja.“
Ofbeldismenn sem
sækjast eftir sýnileika
Halldóra Þorsteinsdóttir tekur í
megindráttum í sama streng og
Valgerður. Halldóra er lektor við
lagadeild HR og sérfræðingur í
fjölmiðlarétti. „Tilgangurinn helg-
ar meðalið: ef myndbirting getur
varðað almenning miklu með því
að koma í veg fyrir frekari brot af
þessum toga má færa fyrir því rök
að birting og dreifing sé réttlætan-
leg. Í tilviki morðanna í Marokkó
virðist hins vegar um afmarkað at-
vik að ræða, búið að handsama
meinta gerendur, og myndbirting
virðist aðallega til þess fallin að
svala forvitni almennings.“
Mætti jafnvel ganga svo langt
að segja að netverjar væru að ger-
ast samverkamenn ofbeldisfólks
með því að dreifa upptökum af
árásum eins og þeim sem stúlk-
urnar urðu fyrir í Marokkó. „Ger-
endurnir tóku morðin upp af
ásetningi og vildu að sem flestir
sæju. Þeir sem deila upptökunni
eru því orðnir einn lítill hlekkur í
keðju sem misindismenn komu
viljandi af stað,“ segir Halldóra og
minnir á að í mörgum tilvikum sé
það einmitt helsti tilgangur fólks
sem fremur hörmulega glæpi að
öðlast einhverja frægð fyrir verkn-
aðinn. „Þetta á við um sum hryðju-
verk og fjöldamorð; að gerend-
urnir ganga alls ekki heilir til
skógar og vilja miklu frekar fá at-
hygli og verða alræmdir fyrir
fólskuverk sín en vera óþekktir og
ósýnilegir.“
Ekki aðeins getur myndbirting
veitt illvirkjum þá frægð sem þeir
sækjast eftir heldur aukið á skað-
ann af verknaðinum. Segir Hall-
dóra að fólk verði að muna að sýna
aðstandendum nærgætni og fórna
ekki reisn fórnarlambsins. „Sem
samfélag hljótum við að vilja
reyna að draga úr þeim harmi og
miska sem svona atvik valda, og
hluti af því er að sýna ekki verkn-
aðinn ef hjá því verður komist. Ég
hugsa að við myndum flest taka
undir það að ef við yrðum fórnar-
lömb skelfilegs glæps myndum við
ekki vilja að upptaka af því væri
sýnd um allan heim, nema hugsan-
lega ef það gæti komið í veg fyrir
fleiri slík tilvik.“
Má lýsa án þess að sýna
Þar með er ekki sagt að fólk eigi
að þegja og minnir Halldóra á að
hægt sé að ræða hlutina og lýsa
þeim án þess að þurfa að draga
fram innsta kjarna brotsins. Gott
dæmi um þetta er morðið á blaða-
maninum Jamal Khashogghi í
sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl
snemma í október. Þar nægðu lýs-
ingar á morðinu til að engum dyld-
ist hver konar voðaverk var þar
framið. „Við þurfum ekki endilega
að sjá upptöku af morðinu eiga sér
stað til þess að gera okkur grein
fyrir alvöru málsins og eftir atvik-
um hvetja til aðgerða. Ég held
jafnvel að ef við einmitt horfum
ekki á verknaðinn getum við ein-
beitt okkur betur að því að rýna í
glæpinn og gefið okkur betra ráð-
rúm til að bregðast skynsamlega
við í stað þess að dvelja of mikið
við upptöku eða dreifingu hennar.“
Loks bendir Halldóra á að fólk
sem dreifir efni sem sýnir árásir
eða slys gæti verið að brjóta lög
og þeir sem t.d. aka fram á
umferðarslys ættu að hugsa sig
tvisvar um áður en þeir láta mynd-
ir af slysstað út á netið. „Að segja
frá slysi getur varðað almanna-
hagsmuni en það verður þá að
gera það af virðingu og tillitssemi.
Að sýna t.d. alvarlega slasaðan eða
jafnvel látinn einstakling gæti
varðað við lög um persónuvernd
enda er verið að birta myndir af
einkamálefni sem sá slasaði á rétt
á að verði ekki birt,“ segir hún.
„Jafnvel þótt slysið sem slíkt telj-
ist fréttaefni er ekki þar með sagt
að megi birta hvað sem er í frétt-
um eða á samfélagsmiðlum. Hér
erum við síðan komin á svið nýrra
áskorana og vandamála eftir til-
komu samfélagsmiðla. Slys sem
fyrir nokkrum árum hefði ekki
ratað á borð almennings nema
vegna fjölmiðla, og þá eftir mat
blaðamanns og ritstjórnar á því
hvort birta ætti efnið, er núna
mögulega sýnilegt öllum nokkrum
mínútum eftir að slysið varð, af því
að einstaklingur með síma kom á
vettvang.“
Hvort á að deila eða ekki deila?
Á tímum samfélagsmiðla er mikilvægt að fara varlega þegar kemur að því að dreifa myndum af
slysum, ofbeldi og hryðjuverkum Sýnileikinn er iðulega það sem hryðjuverkamenn sækjast eftir
AFP
Halldóra
Þorsteinsdóttir
Valgerður
Jóhannsdóttir
Samúð Ungur mað-
ur krýpur við blóm-
vendi og kerti fyrir
utan danska sendi-
ráðið í Rabat. Voða-
verk var framið í
Marokkó og berg-
málaði um sam-
félagsmiðla.
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-��,�rKu�,
æli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
K
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir