Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 Klæðlitlar gínur Fólk skundar nú áfram í Kringlunni og á fleiri stöðum þar sem hinar svokölluðu janúarútsölur eru farnar af stað, í von um að ná sér í flík eða annað á góðu verði. Hari Áramótaávarp António Guterres, aðalframkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna: Kæru íbúar heimsins. Ég óska ykkur öll- um gæfuríks, frið- sæls og happasæls nýs árs. Um síðustu ára- mót gaf ég út alvarlega viðvörun og þær hættur sem ég nefndi eru enn til staðar. Við lifum á tímum þegar margir fyllast angist og heimurinn okkar undirgengst nú álagspróf. Loftslagsbreytingar færast í aukana og við höldum ekki í við þær. Gjá hefur myndast í heims- málum, og örðugara er að leysa deilur. Sífellt fleiri taka sig upp í leit að öryggi og vernd. Ójöfn- uður fer vaxandi. Og fólk spyr sig hvernig það megi vera að örfáir einstaklingar eigi jafn mik- ið og helmingur mannkyns. Um- burðarleysi eykst. Traust minnk- ar. En það er líka vonarglæta. Friðarviðræður í Jemen hafa greitt götu friðar. Samkomulag sem Eþíópía og Erítrea undirrit- uðu í Riyadh í september batt enda á langvinna spennu og boð- ar betri tíma í heilum heims- hluta. Og samkomulag á milli deilenda í Suður-Súdan hefur aukið líkur á friði. Þar hafa orðið meiri framfarir á fjórum mán- uðum en á undanförnum fjórum árum. Sameinuðu þjóðunum tókst að fylkja ríkjum í Katowice sem samþykktu vinnuáætlun um að hrinda Parísarsamningnum um loftslagsbreytingar í fram- kvæmd. Nú er brýnt að herða róðurinn til þess að vinna bug á þessari ógn við tilvist okkar. Það er kominn tími til að nýta síð- asta besta tækifæri okkar. Það er kom- inn tími til að stöðva stjórnlausa hringiðu loftslagsbreytinga. Á undanförnum vikum hafa Samein- uðu þjóðirnar haft umsjón með tíma- mótasamningum um málefni farenda og flóttamanna, sem munu bjarga mannslífum og eyða skaðlegum flökkusögum. Og hvarvetna mun fólk sameinast að baki Heims- markmiðunum um sjálfbæra þró- un – vegvísi fyrir frið, réttlæti og velmegun á heilbrigðri plánetu. Þegar alþjóðleg samvinna virkar, er það vatn á myllu alls heimsins. Sameinuðu þjóðirnar munu halda áfram árið 2019 að sam- eina fólk í því skyni að byggja brýr og hlúa að lausnum. Við munum halda áfram að beita þrýstingi. Og við munum ekki gefast upp. Nú þegar nýtt ár er í sjónmáli, skulum við heita því að standa gegn hættum, verja mannlega reisn og byggja upp betri fram- tíð – í sameiningu. Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar friðar og góðrar heilsu á nýju ári. Eftir António Guterres » Það er kominn tími til að nýta síðasta besta tækifæri okkar. Það er kominn tími til að stöðva stjórnlausa hringiðu loftslags- breytinga. António Guterres Höfundur er aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna. Brýnt að herða róðurinn gegn lofts- lagsbreytingumÁ fyrri hluta árs 2014 heimsótti ég Diyarbakir í suðaustanverðu Tyrk- landi, borg sem almennt er litið á sem höfuðborg tyrkneska Kúrdistan og er hún kölluð Amed á kúrdísku. Til skamms tíma var hvorugt þó til, hvorki Kúrdistan né tungumál Kúrda, sam- kvæmt skilningi yfir- valda í Tyrklandi. Svo er enn hvað landfræðiheitið Kúrdistan áhrærir en hvað tungumálið snertir þá eru menn ekki lengur fang- elsaðir fyrir að tala kúrdísku en örfá ár eru liðin frá því að málið var við- urkennt þótt ekki njóti það jafnræðis á við tyrknesku og mönnum leyfist alls ekki að tala málið á tyrkneska þinginu. Þíðuskeið 2013-15 Takmarkaðri viðurkenningu á tungumálinu fylgdi tveggja og hálfs árs tilraun til sátta á milli tyrkneskra stjórnvalda og baráttusveita Kúrda á árunum 2013 til 2015. Þetta þíðuskeið í samskiptum leiddi til þess að pólitísk barátta Kúrda fékk á sig friðsamlega mynd sem leiddi til kosningasigra þeirra en þá jafnframt ósigurs fylgis- manna Erdogans, forseta landsins. Kúrdar fengu 13,12% í þingkosningum í júní árið 2015 en forsætisráðherrann missti þá meirihluta sinn. Í borgum og bæjum var framgangur lýðræðisfylk- ingar Kúrda, HDP-flokksins, mikill og komst flokkurinn til valda í fjölda borga og bæja í suðausturhluta Tyrk- lands, og vel að merkja, trúir stefnu sinni um jafnrétti kynjanna voru borg- arstjórarnir þar sem flokkurinn réð alltaf tveir, karl og kona. Svo hófst ofbeldið fyrir alvöru Við svo búið sleit Erdogan friðar- ferlinu og hóf að nýju vopnaða baráttu gegn Kúrdum. Við það vænkaðist hans hagur á nýjan leik. Harðlínuöflum á báða bóga óx þá fiskur um hrygg. Í marsmánuði árið 2014, þegar ég kom til Diyarbakir, hafði blasað við mér falleg borg, einkum hinn sögu- frægi hluti borgarinnar, Sur, sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu mælt fyrir um að skyldi vera verndað minjasvæði. Þegar ég hins vegar kom á sama stað í febrúar 2017 gat að líta aðra og óhugnanlegri mynd. Gamli borgarhlutinn hafði nú verið jafnaður við jörðu í orðsins fyllstu merkingu. Með jarðýtum hafði verið séð til þess að engar minj- ar um sögufræga fortíð voru lengur til staðar. Fólkið sem verið hafði fullt bjartsýni þremur ár- um áður var nú dapurt og beygt en þó ekki bugað. Í för með mannréttindafólki Að þessu sinni kom ég til Diyarbakir í óþökk tyrkneskra stjórnvalda. Ég var þá í alþjóðlegri sendinefnd stjórnmálamanna, blaðamanna, rithöf- unda og mannréttindabaráttufólks og vorum við að kynna okkur stöðu mann- réttinda á þessum slóðum. Við vorum vöruð við því að við gætum komist í hættu og vestræn tryggingafélög neit- uðu að tryggja okkur. Einu skiptin sem við urðum vör við einhverja ógn var frá hendi tyrkneska hersins og vopnaðara sveita á hans vegum! Í þessari ferð hittum við fjöldann all- an af fólki sem greindi frá grimmileg- um mannréttindabrotum, drápum, limlestingum og nauðgunum og rímaði það vel við það sem við áður höfðum lesið í skýrslum mannréttindasamtaka á borð við Amnesty International svo og í skýrslum Evrópuráðsins sem á þessum tíma sýndu fram á að hálf milljón manna væri á faraldsfæti á flótta undan ofbeldi hersins og víga- sveita á hans vegum. Parísardómstóllinn Í mars á síðasta ári sótti ég síðan þinghald mannréttindadómstólsins í París sem starfað hefur frá sjöunda áratug síðustu aldar og hefur verið kenndur við heimspekingana Bertrand Russel og Jean-Paul Sartre. Þessi mannréttindadómstóll, sem stendur utan hins alþjóðlega stofnanakerfis, er engu að síður rekinn á strangfaglegum forsendum með vitnaleiðslum og síðan dómurum úr fremstu röð. Að þessu sinni var dómstólnum ætlað að rann- saka hvort fyrir því væru óyggjandi sannanir að tyrknesk stjórnvöld hefðu gerst sek um stríðsglæpi og mannrétt- indabrot gagnvart Kúrdum. Það var áhrifaríkt að fylgjast með vitnaleiðslunum og síðar sjálfri dóms- uppkvaðningunni í þingsal Evrópu- sambandsins í Brussel tveimur mán- uðum síðar þar sem enginn vafi þótti leika á að sök væri sönnuð með óyggj- andi hætti. Segja frá reynslu sinni Ég hét sjálfum mér því að fá einhver vitnanna til þess að koma til Íslands og segja sína sögu. Úr hefur orðið að Leyla Imret, sem hrakin var úr emb- ætti bæjarstjóra vegna andófs gegn ríkisstjórn Erdogans og flúði síðan land í kjölfar ofbeldis og fangelsana, og Faysal Sariyildiz, blaðamaður og þing- maður, sem sat árum saman í fangelsi og hefur kynnst hrikalegum mannrétt- indabrotum af eigin raun, koma til landsins í vikunni og munu segja frá sinni reynslu í máli og myndum í Safnahúsinu að Hverfisgötu klukkan tólf næstkomandi laugardag. Þarna verður einnig til svara Fayik Yagizay, einn helsti talsmaður Kúrda í Evrópu. Fundurinn stendur í aðeins hálfan annan tíma að hámarki. Eina sem þetta fólk biður um er að við hlustum á hvað þau hafa að segja og eru allir vel- komnir. Ein óværan tekur við af annarri Spenna ríkir nú í Kúrdabyggðum Tyrklands en þó meira sunnan tyrk- nesku landamæranna að Sýrlandi. Í Kúrdabyggðum Sýrlands er nú óttast að tyrkneskur innrásarher muni enn láta sverfa að Kúrdum sem nú eru í þann veginn að hrekja ISIS-óværuna af höndum sér. Í febrúar hertóku Tyrkir Afrin í norðvestri með tilheyrandi ofbeldi og manndrápum. Reynslan af Tyrkjaher í ofbeldis- ham er ekki góð. Í Safnahúsinu á laugardag verður það sýnt í máli og myndum. Eftir Ögmund Jónasson » Fólkið sem verið hafði fullt bjartsýni þrem- ur árum áður var nú dap- urt og beygt en þó ekki bugað. Ögmundur Jónasson Höfundur er fyrrverandi dómsmála- og mannréttindaráðherra. Kúrdarnir koma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.