Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < DEKKJASALA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum og
varahlutum fyrir ameríska bíla.
Almennar bílaviðgerðir
fyrir ALLAR tegundir bíla
BÍLAVERKSTÆÐI
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Það er vel að nú sé búið að gera við
legstein Jóns Magnússonar ráðherra
í Hólavallakirkjugarði. Betra seint en
aldrei. Ég hygg líka að það séu ekki
margir lifandi enn sem á eftir að jarð-
setja í þeim garði svo að mér finnst
sjálfsagt að alfriða hann til þess að
forða honum í tíma frá sömu örlögum
og Víkurgarður hefur sætt illu heilli
og einhverjir kúltúrsnauðir kump-
ánar og fjárplógsspekúlantar fari
ekki að taka hann undir sig til bygg-
inga og svífast einskis í þeim efnum.
Það var svo sem auðvitað að jóla-
sveinaliðið í ráðhúsinu vildi ekki ansa
neinu um friðun Vík-
urgarðs og mótmæli
því hástöfum. Hrokinn
í tilsvörum borgarlög-
manns er æpandi og
ríður ekki við ein-
teyming. Ég bjóst al-
veg við þessu. Og nú
skal fara að þinglýsa
meira en hundrað ára
gömlu plaggi undirrit-
uðu af Hannesi Haf-
stein til þess að undir-
strika vald borgar-
innar yfir þessum reit
og til að eyðileggja
Víkurgarð alveg. Það er grátbroslegt,
svo ekki sé meira sagt. Eitt vantar þó
upp á þetta og það er
spurningin um yfirráð
kirkjunnar yfir garð-
inum. Hafi Hannes ekki
fengið þáverandi biskup
til að undirrita þetta
plagg og staðfesta með
því, að Víkurgarður komi
kirkjunni ekkert við, þá
stendur það eftir óhagg-
að, að kirkjan ræður yfir
honum eins og öðrum
kirkjugörðum. Hvað sem
landsyfirvöldum við-
kemur þá hefur þjóð-
kirkjan samt aldrei mér vitanlega
sleppt hendi sinni af Víkurgarði frek-
ar en öðrum kirkjugörðum í borginni
eða á landinu, þó að illa hafi verið far-
ið með hann gegnum aldirnar og það
stendur þá eftir. Það sýnir best fá-
kænsku jólasveinanna í ráðhúsinu að
þau skilja þetta ekki né gera sér
grein fyrir þessu og fara svo að æpa á
aðskilnað ríkis og kirkju í þessu sam-
bandi, svo sem fleiri gera, án þess að
gera sér nokkra grein fyrir hvernig
þau mál hafa þróast og kirkjan að
sínu leyti tiltölulega sjálfstæð stofn-
un, ef út í það er farið.
Á sama tíma og þetta jólasveinalið í
ráðhúsinu heldur sig einrátt um Vík-
urgarð eins og þjóðkirkjan sé ekki til
sem sjálfstæð stofnun og þurfi ekki
undirskrift biskups til afsals á þeim
yfirráðum hvorki fyrr né síðar og
kirkjan hafi réttilega þess vegna aldr-
ei afsalað sér þessum yfirráðum, hvað
sem plaggi Hannesar Hafstein líður,
þá er greinilegt, að Dagur og kó ætla
að vaða yfir þann yfirráðarétt og
sölsa hann undir sig án þess að spyrja
kóng eða prest, þó að það gangi eng-
an veginn, og noti það jafnvel sem af-
sökun, að það sé þegar búið að vinna
svo miklar skemmdir á honum, að
hann sé ekki lengur friðarins virði.
Mér finnst líka of seint í rassinn grip-
ið í örvæntingu sinni yfir að missa
Víkurgarð úr greipum sér og hætta
verði á frekari skemmdarverkum í
garðinum og þessari fáránlegu hót-
elbyggingu þar, að fara með rúmlega
110 ára gamalt, sögulegt plagg til
sýslumanns til að láta þinglýsa því.
Þá er því næst að spyrja, hvort það sé
hægt? Ég leyfi mér að efast um það,
en það er gripið til allra hálmstráa,
sem hægt er að finna, til að sölsa und-
ir sig yfirráðin, hversu vitlaus og úr-
elt sem þau eru. Örlög Víkurgarðs í
dag eru líka orðin svo ömurleg og slík
hörmung, að ég veigra mér orðið við
að ganga þar framhjá á leið minni um
bæinn, og forðast að koma nokkurs
staðar nálægt honum.
Ég vona svo sannarlega að ráð-
herra láti ekki hrokann og þessa
þinglýsingartilraun á sig fá, heldur
friði báða kirkjugarðana, sem hér
hafa verið nefndir, og sýni þar með
hrokagikkjunum í ráðhúsinu jafnt
sem öðrum að Alþingi og ríkis-
stjórnin eru borgaryfirvöldum æðri,
og fari sínu fram í þessu efni, hvað
sem plaggi Hannesar Hafstein líður.
Kirkjan hefur líka sinn rétt gagnvart
Víkurgarði og hefur hvorki fyrr né
síðar afsalað sér þeim rétti, sem áður
segir, svo að ég vona, að ráðherra
friðlýsi báða kirkjugarðana sem fyrst
og forði þeim þar með frá algerri
eyðileggingu. Það er meira en komið
nóg af frekjunni, hrokanum, yfir-
ganginum og vitleysunni, sem úr ráð-
húsinu kemur. Mælirinn er orðinn
meira en barmafullur. Hingað og
ekki lengra.
Eftir Guðbjörgu
Snót Jónsdóttur
Guðbjörg Snót
Jónsdóttir
» Örlög Víkurgarðs í
dag eru líka orðin
svo ömurleg og slík
hörmung, að ég veigra
mér orðið við að ganga
þar framhjá.
Höfundur er guðfræðingur
og fræðimaður.
Friðum kirkjugarðana
Ekki er ég nú vanur
að setja mér einhver
ákveðin markmið við
áramót eða að strengja
formleg áramótaheit
önnur en þau að reyna
jafnvel að verða ögn
skárri maður en í
fyrra. Ég bið þess
gjarnan einnig við ára-
mót líkt og daglega að
mér auðnist að fá að
vera farvegur kærleika Guðs, náðar
hans og miskunnar, fyrirgefningar,
friðar, fagnaðarerindis og vonar.
En um þessi áramót er ein stutt
útgáfa af bæn minni að gefnu tilefni
eitthvað á þessa leið þar sem mér
tekst oft eitthvað svo skelfing illa að
lifa lífinu og fylgja hugsjónum mín-
um og köllun eftir. Því allt of oft geri
ég ekki hið góða sem ég vildi hafa
gert og framkvæmi frekar og segi
eitthvað miður sem ég hefði alls ekki
viljað gera eða segja.
Þeir taki undir bæn mína sem
finna sig í því.
Almáttugi eilífi Guð, höfundur lífs-
ins, kærleikans, friðarins og von-
arinnar. Þú sem sendir okkur son
þinn Jesú Krist til að
hughreysta okkur,
minna okkur á, hvetja
okkur til góðra verka
og til að standa með
okkur í tímans straumi,
miskunna þú mér er ég
hrópa á þig af öllum
mætti en veikburða
rómi, í hálfum hljóðum,
vertu mér syndugum
náðugur og líknsamur.
Hjálpaðu mér nú
Guð minn til að líta að-
eins inn á við og hugsa
minn gang. Hjálpaðu mér að koma
fram við samferðamenn mína af
virðingu og tillitssemi. Baktala ekki
og segja ekkert um einhvern sem ég
get ekki sagt við viðkomandi.
Minntu mig á að hrokast ekki upp,
vera ekki að töffarast eitthvað áfram
og leika eitthvað annað en ég er.
Veittu mér heldur náð þína til þess
að lifa og umgangast fólk og verkefni
af auðmýkt og í kærleika. Með því að
sjá og hlusta með hjartanu. Sýna
skilning á stöðu náungans og um-
hverfi og reyna að verða að liði eins
og mér frekast er unnt hverju sinni.
Þú sem elskar mig og vilt mér allt
hið besta, viltu gefa mér heilsu,
styrk og þrek til að takast á við dag-
ana og verkefni þeirra. Gef að ég
geti orðið þér til dýrðar, fólki til
blessunar og þannig sjálfum mér til
heilla. Blessaðu öll þau sem hallað er
á með einum eða öðrum hætti. Vitj-
aðu þeirra með þinni líknandi, lækn-
andi og lífgefandi umvefjandi kær-
leiksríku hendi og tak okkur öll þér í
faðm og berðu okkur yfir erfiðu
hjallana, skaflana og torfærurnar
þegar við virðumst ekki geta meir
sem er hreinlega svo oft og iðulega.
Blessaðu þau sem mér eru kær-
ust, eiginkonu, börn, tengdabörn og
barnabörn. Vilt þú vaka yfir lífi
þeirra og velferð. Vilt þú umvefja
þau hlýju þinni og nálægð og fylgja
þeim eftir hvert fótmál. Gefðu að líf
okkar allt mætti verða samfelld bæn
til þín í lofgjörð og þakklæti. Hvert
æðarslag, hver andardráttur, hugs-
un og skref.
Hjálpaðu okkur öllum að gangast
við mistökum okkar. Vera fús til að
biðjast fyrirgefningar á verkum okk-
ar, orðum og athöfnum. Hjálpaðu
okkur einnig að vera ekki langrækin.
Heldur tilbúin til sátta og vera
reiðubúin að leggja okkar af mörk-
um í þeim efnum. Fylltu okkur af
fyrirgefandi hugarfari og því að vilja
leitast við að vilja standa saman,
leggja okkar af mörkum og eiga
frumkvæði í því að leitast við að vilja
lifa í kærleika, í friði og sátt við alla
menn.
Já, takk Jesús fyrir lífið. Það ert
þú sem gerir það þess virði að vilja
halda í það. Þú sem ert fullkomnari
lífsins. Þú sem tókst syndir okkar
mannanna, brot heimsins og mis-
gjörðir á þig og dóst í okkar stað.
Reist síðan upp frá dauðum, lifir í
dag og tileinkaðir okkur veikum og
smáum sigurinn með þér svo við
fengjum lifað um eilífð í himneskri
dýrð kærleikans þegar líf okkar
verður um síðir leyst undan veik-
indum, hrörnandi líkama og meng-
aðri og sýktri veröld.
Minntu okkur daglega á það, lif-
andi frelsari. Í Jesú nafni. Amen.
Já, dýrð sé Guði föður og syni og
heilögum anda svo sem var, er og
verður um aldir og að eilífu.
Með kærleiks- og friðarkveðju.
Lifi lífið!
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson »Hjálpaðu mér að
koma fram við sam-
ferðamenn mína af virð-
ingu og tillitssemi. Bak-
tala ekki og segja
ekkert um einhvern sem
ég get ekki sagt við
hann.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Bæn við upphaf nýs árs