Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 46
Marta María
mm@mbl.is
Hringlaga speglar
Það var enginn maður með
mönnum nema eiga hringlaga
spegil. Helst átti spegillinn að vera
reyklitaður, bronslitaður eða bleik-
ur. Í Módern er hægt að fá hring-
laga spegla í nokkrum útgáfum en
það er líka hægt að láta sérpanta
þá í fyrirtækjum eins og Glerborg.
Bastið með kombakk
Bast þótti mjög töff á áttunda og
níunda áratugnum. Fólk keypti sér
baststóla með risabaki, hillur og
bastborð. Lengi vel var ekki hægt
að nálgast slík húsgögn nema
heppnin væri með fólki á nytja-
mörkuðum eða antiksölum. Árið
2018 breyttist þetta. Bastið hélt
innreið sína og birtist í alls konar
myndum. Baststólar, bastljós,
basthillur og allt þar á milli naut
vinsælda. Basthúsgögn hafa marga
góða kosti. Þau eru til dæmis um-
hverfisvæn í framleiðslu því efni-
viðurinn þarf ekki mikla vökvun.
Þeir, sem er annt um umhverfið,
velja bastið fram yfir annan efni-
við.
Flauel
Flauel er mjög seventís-legt en
árið 2018 varð það mun eftirsótt-
ara en oft áður. Bláir flauelssófar
fóru að seljast betur. Einnig hafa
flauelspullur verið áberandi og
flauelspúðar. Sannleikurinn er
samt sá að þótt flauelið hafi verið
áberandi 2018 mokaðist það ekkert
út úr verslunum. Praktíska fólkið
kaupir sér nefnilega ekki flauel
heldur fer í ullarefni eða leður.
Plöntur
2018 var árið þar sem annar
hver maður fékk græna fingur.
Plöntur úti um allt gera heimilið
hlýlegt og auka líka loftgæðin á
heimilinu. Það þarf bara að muna
að vökva og hugsa um hverja
plöntu eins og afkvæmi. Þá
blómstar plönturæktin sem aldrei
fyrr.
Klassísk hönnun
Þótt margt nýtt hafi komið fram
þá toppar ekkert klassíska hönnun
Arnes Jacobsens, Louis Poulsens,
Børges Mogensens, Vitra og Min-
otti. Vönduð og góð hönnun er góð
fjárfesting því hún heldur verðgildi
sínu og hana er hægt að selja aftur
ef í harðbakkann slær. Fólk virtist
vera nokkuð meðvitað um þetta
2018. Þeir sem áttu peninga fjár-
festu í klassík.
Plaköt viku fyrir alvörulist
Fyrir nokkrum árum var mikil
plakatatíska á heimilum lands-
manna. Þessi tískustraumur fjar-
aði út 2018 en þá kaus fólk frekar
að eyða peningum í verk eftir alvö-
rulistamenn, ekki fjöldaframleidd
plaköt. Þetta sýndi sig best á Ás-
mundarsafni fyrir jólin þar sem
verkin runnu niður af veggjunum
jafnóðum og þau voru hengd upp.
Marmari gerði allt vitlaust
Marmarinn hefur sjaldan verið
vinsælli en hann var 2018 og mun
hann halda áfram að vera vinsæll.
Lengi vel var það bara ljós marm-
ari sem átti upp á pallborð hjá
fólki en árið 2018 sást meira af
gráum, grænum og svörtum
marmara í bland við arabískan
marmara sem er brúnleitur. Ef
fólk splæsti ekki í marmaraborð-
plötu festi það kaup á skrautmun-
um úr marmara eins og brettum,
bökkum og kertastjökum.
Veggir í lit
2018 var enginn maður með
mönnum nema mála heimilið í hlý-
legum lit. Fyrir nokkrum árum
byrjaði þetta í gráum tónum en
svo fóru litirnir að fara út í vín-
rauðan, brúnbleikan, svartan,
millibláan, grágrænan og allt þar á
milli. Rut Káradóttir sýndi ferska
aðferð til að mála á Smartlandi á
dögunum þar sem hún málaði loft-
in svört og mött.
Svona vildi fólk hafa inni hjá sér 2018
Árið 2018 var gott heimilisár. Fólk kepptist við að
fegra híbýli sín eins og enginn væri morgundagur-
inn. Auðvitað er smekkurinn misjafn en hér eru
nokkur atriði sem gerðu allt vitlaust 2018.
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Morgunblaðið/Valli Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Marmari Hanna Stína
innanhússarkitekt
hannaði þetta eldhús.
Flauel og brass HAF Studio
hannaði Skelfiskmarkaðinn.
Flauel, gólfteppi, brass,
marmari og speglar setja
svip á staðinn.
Svört loft Rut Káradóttir
málaði loftin heima hjá sér
svört og mött.
Plöntur Allir vildu eitthvað grænt
inn á heimilið. Þessar plöntur eru úr
IKEA.
Alvörulistaverk Plakatatískan
minnkaði mikið 2018. Fólk fjárfesti
frekar í verkum listamanna.
Morgunblaðið/Hari
Bastið gerði
allt vitlaust
Bastið var mjög
áberandi 2018.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———