Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 49
Hulda Bjarnadóttir
hulda@k100.is
Heimsmeistaramótinu í pílu lauk
að kvöldi nýársdags og hefur keppn-
in vakið athygli margra sem annars
hafa ekki fylgst með íþróttinni. Sýnt
var beint frá keppninni sem stóð í 16
daga og lýsandi var Páll Sævar Guð-
jónsson.Hann er hvað þekktastur
fyrir að vera þulur á landsleikjum Ís-
lands í knattspyrnu en áhugi hans á
pílukasti kviknaði um 1990 þegar
hann „rambaði“ inn á eitt mótið.
Sigurvegarinn fékk 74 milljónir
Stemningin í keppnishöllinni var
hreint ótrúleg og hafa vinsældir pílu-
kastsins aldrei verið meiri en síðustu
vikurnar. Heildarverðlaunafé á
mótinu var 288 milljónir króna og
skiptist eftir ákveðnum reglum á þá
96 þátttakendur á mótinu. Sigurveg-
arinn fékk mest eða um tæpar 74
milljónir króna. Heimsmeistari að
þessu sinni varð Hollendingurinn
Michael van Gerwin, er hann vann
sinn 3ja heimsmeistaratitil. Á þess-
um 16 dögum sem keppnin stóð yfir í
Alexandra Palace í London mættu
um 60 þúsund áhorfendur.
Allir geta stundað pílu
Nokkur félög eru starfrækt hér-
lendis segir Páll Sævar, sem jafn-
framt er formaður Píluvinafélags
KR. Hann segir Pílufélag Reykajvík-
ur einna stærst og á heimasíðu fé-
lagsins má sjá liðsnöfn svo sem
Gyllta daman, Smarties, Álfar,
Bergrisar, Tröll og Helgafell og einn-
ig segir hann öfluga kastara á Suður-
nesjunum.
„Píluvinafélag KR hefur verið
starfrækt frá árinu 1987. Stofnandi
píluvinafélags KR var Heimir Guð-
jónsson, fyrrverandi markmaður í
knattspyrnuliði félagsins. Það eru
haldin mót með reglulegu millibili yf-
ir vetrartímann. Þar koma menn
saman og kasta pílu, spjalla og njóta
góðra veitinga. Fyrst eftir að félagið
var stofnað voru hátt í 40 manns sem
mættu á mótin. Eitthvað færra er að
mæta í dag en búast má við því að fé-
lögum fjölgi núna eftir að sjónvarps-
útsendingar hófust frá heimsmeist-
aramótinu,“ segir Páll Sævar sem
bætir því við að áhuginn sé slíkur að
allur búnaður til pílukastsiðkunar
seldist upp hjá helstu söluaðilum á
landinu. Hann segir að þetta sé
íþrótt sem allir geti stundað og lík-
amlegt atgervi manna og kvenna
skipti ekki máli. Þetta snýst um að
sýna ró, yfirvegun og að hafa gaman.
„Það er alveg ljóst að HM í pílukast í
sjónvarpi er komið til að vera.“
Pílubúnaður uppseldur í landinu
AFP
Heimsmeistaramótinu í
pílu lauk að kvöldi ný-
ársdags og hefur keppn-
in vakið athygli margra
sem annars hafa ekki
fylgst með íþróttinni.
Sýnt var beint frá
keppninni sem stóð í 16
daga og lýsandi var Páll
Sævar Guðjónsson.
Þrenna Hollendingurinn
Michael Van Gerwen vann
heimsmeistaramótið í pílu-
kasti í þriðja sinn.
Feðgar Páll Sævar lýsti því sem
fyrir augu bar og sonur hans
Arnþór Ingi aðstoðaði við lýsingarnar.
Einbeittur Páll Sævar
hér í hljóðstofunni að
lýsa HM í pílu.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
NOKIAN stígvélabúðin | Mjóddinni | Reykjavík I Sími 527 1519 | Nokian Stígvélabúðin
Opið virka daga kl. 10.00-18.00
Loðfóðruð barnastígvél
fyrir veturinn