Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 49
Hulda Bjarnadóttir hulda@k100.is Heimsmeistaramótinu í pílu lauk að kvöldi nýársdags og hefur keppn- in vakið athygli margra sem annars hafa ekki fylgst með íþróttinni. Sýnt var beint frá keppninni sem stóð í 16 daga og lýsandi var Páll Sævar Guð- jónsson.Hann er hvað þekktastur fyrir að vera þulur á landsleikjum Ís- lands í knattspyrnu en áhugi hans á pílukasti kviknaði um 1990 þegar hann „rambaði“ inn á eitt mótið. Sigurvegarinn fékk 74 milljónir Stemningin í keppnishöllinni var hreint ótrúleg og hafa vinsældir pílu- kastsins aldrei verið meiri en síðustu vikurnar. Heildarverðlaunafé á mótinu var 288 milljónir króna og skiptist eftir ákveðnum reglum á þá 96 þátttakendur á mótinu. Sigurveg- arinn fékk mest eða um tæpar 74 milljónir króna. Heimsmeistari að þessu sinni varð Hollendingurinn Michael van Gerwin, er hann vann sinn 3ja heimsmeistaratitil. Á þess- um 16 dögum sem keppnin stóð yfir í Alexandra Palace í London mættu um 60 þúsund áhorfendur. Allir geta stundað pílu Nokkur félög eru starfrækt hér- lendis segir Páll Sævar, sem jafn- framt er formaður Píluvinafélags KR. Hann segir Pílufélag Reykajvík- ur einna stærst og á heimasíðu fé- lagsins má sjá liðsnöfn svo sem Gyllta daman, Smarties, Álfar, Bergrisar, Tröll og Helgafell og einn- ig segir hann öfluga kastara á Suður- nesjunum. „Píluvinafélag KR hefur verið starfrækt frá árinu 1987. Stofnandi píluvinafélags KR var Heimir Guð- jónsson, fyrrverandi markmaður í knattspyrnuliði félagsins. Það eru haldin mót með reglulegu millibili yf- ir vetrartímann. Þar koma menn saman og kasta pílu, spjalla og njóta góðra veitinga. Fyrst eftir að félagið var stofnað voru hátt í 40 manns sem mættu á mótin. Eitthvað færra er að mæta í dag en búast má við því að fé- lögum fjölgi núna eftir að sjónvarps- útsendingar hófust frá heimsmeist- aramótinu,“ segir Páll Sævar sem bætir því við að áhuginn sé slíkur að allur búnaður til pílukastsiðkunar seldist upp hjá helstu söluaðilum á landinu. Hann segir að þetta sé íþrótt sem allir geti stundað og lík- amlegt atgervi manna og kvenna skipti ekki máli. Þetta snýst um að sýna ró, yfirvegun og að hafa gaman. „Það er alveg ljóst að HM í pílukast í sjónvarpi er komið til að vera.“ Pílubúnaður uppseldur í landinu AFP Heimsmeistaramótinu í pílu lauk að kvöldi ný- ársdags og hefur keppn- in vakið athygli margra sem annars hafa ekki fylgst með íþróttinni. Sýnt var beint frá keppninni sem stóð í 16 daga og lýsandi var Páll Sævar Guðjónsson. Þrenna Hollendingurinn Michael Van Gerwen vann heimsmeistaramótið í pílu- kasti í þriðja sinn. Feðgar Páll Sævar lýsti því sem fyrir augu bar og sonur hans Arnþór Ingi aðstoðaði við lýsingarnar. Einbeittur Páll Sævar hér í hljóðstofunni að lýsa HM í pílu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 NOKIAN stígvélabúðin | Mjóddinni | Reykjavík I Sími 527 1519 | Nokian Stígvélabúðin Opið virka daga kl. 10.00-18.00 Loðfóðruð barnastígvél fyrir veturinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.