Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
✝ Erla SigrúnViggosdóttir
fæddist í Reykjavík
30. maí 1970. Hún
lést eftir snarpa
baráttu við krabba-
mein á Landspítal-
anum við Hring-
braut 20. desember
2018.
Foreldrar henn-
ar eru Viggo Mort-
ensen, f. 23. mars
1943, og Bergþóra Þórðardóttir,
f. 12. mars 1945. Systkini Erlu
eru Gerða Jenný, f. 26. október
1963, og Magni Þór, f. 1. ágúst
1974.
Erla Sigrún giftist 26. júní
1993 Braga Valgeirssyni, f. 5.
október 1966. Börn þeirra eru
Brynhildur Íris og Sandra Björk,
f. 6. júní 1999. Áður
átti Bragi dótturina
Önnu Eir, f. 14.
nóvember 1987.
Erla ólst upp í
Reykjavík, lauk
námi í hárgreiðslu
frá Iðnskólanum í
Reykjavík og námi
sem hómópati. Erla
starfaði sem gjald-
keri hjá Landsbank-
anum, hárgreiðslu-
kona, við skjalagerð á fast-
eignasölu, ræstingar, hómópati
og síðustu ár starfaði hún hjá
ÍTR sem sundlaugavörður, verk-
efnastjóri og forstöðukona sund-
laugarinnar í Árbæ.
Útför Erlu Sigrúnar fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 3.
janúar 2018, klukkan 13.
Nú legg ég augun aftur
ó Guð þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka,
þinn engil svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Elsku Erlan okkar.
Við stöndum öll sorgmædd eft-
ir þessi erfiðu veikindi þín, þar
sem margt var reynt, en allt án
árangurs. Þú þessi duglega, dug-
lega kona, sem vílaðir ekkert fyr-
ir þér og fórst í hvert námið á eft-
ir öðru, með góðum árangri. Þú
vannst í banka, lærðir hár-
greiðslu, varst ritari á fasteigna-
sölu, lærðir hómópatíu og síðast
vannstu hjá ÍTR, byrjaðir í af-
greiðslunni og vannst þig upp í að
verða í forsvari, en þá komu veik-
indin. Þú kvartaðir aldrei og sem
betur fer fylgdi ekki mikill sárs-
auki. Þú varst bjargvætturinn
okkar allra og alltaf svo gott að
leita til þín.
Vertu kært kvödd, elskan mín,
og við biðjum góðan Guð að varð-
veita eiginmann þinn, dæturnar
og kærastana.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joh.)
Guð geymi þig.
Mamma og pabbi.
Elsku Erla, þú kvaddir okkur í
mesta skammdegi ársins þann
20. desember. En daginn sem þú
kvaddir var bjart og fallegt eins
og í kveðjuskyni. Eftir að krabba-
meinið greindist í haust var allan
tímann á brattann að sækja og
því miður tapaðist sú barátta.
Elsku Erla, þú varst síðust til
að kvarta. Þú kunnir líka að njóta
lífsins og þess einfalda; kaffibolli
og samvera, þannig eru ótal
minningar. Jarðbundin og
raunsæ en með húmorinn í lagi.
Þú miklaðir hlutina ekki fyrir þér
og varst flink við svo margt; hár-
greiðsla, handavinna, matargerð,
saumaskapur, tölvuvinna. Allt
lék í höndunum á þér. Þegar við
Magni giftum okkur fyrir tíu ár-
um var leitað til þín með hár-
greiðslu og förðun, þið mæðgur
og systur sáuð um kransakökuna
af listfengi. Hjá þér var allt leyst
af yfirvegun og öryggi. Þú áttir
ekki langt að sækja fima fingur í
hárgreiðslunni enda unnið þið
mæðgur saman í því og í seinni
tíð var oft opið á „stofunni“ í
Viðarrima, klippt og litað og kaffi
og góðgæti með.
Strákunum mínum fannst allt-
af gaman að fara til Erlu, Braga
og stelpnanna og fá að prófa allt
dótið sem var sótt niður í
geymslu og ekki klikkaði súkku-
laðikakan sem var til með
kaffinu.
Þið Bragi voruð samhent og
samtaka í að takast á við verkefni
lífsins og daglegt amstur. Og
komuð dætrum ykkar glæsilega
til manns, svo duglegar og ykkur
til sóma í því sem þær taka sér
fyrir hendur. Bragi stóð sem
klettur við hlið þína í þessum
veikindum og annaðist þig af um-
hyggju allt til síðustu stundar.
Til ykkar sem hafið misst ást-
kæra eiginkonu, móður, dóttur,
systur, frænku – Guð veiti ykkur
styrk.
„Hönd þín snerti sálu okkar.
Fótspor þín liggja um líf okkar allt.“
Erla, þín verður alltaf saknað.
Hrefna, Magni bróðir,
Baldur Örn og Kári Hrafn.
Erla mín, sérstaka dýrmæta
perla!
Hvað getur maður sagt, hvað
getur maður gert.
Í gegnum lífið höfum við leitt
hvor aðra, mismikið eins og geng-
ur, en sterk var taugin á milli
okkar. Hjá þér var alltaf til stað-
ar væntumþykjan, áhuginn,
stuðningurinn og hlýjan. Alltaf
tilbúin til að gefa góð ráð og hlýj-
an faðm.
Ég á þér svo margt að þakka
og það er svo margs að sakna.
Nærandi samvera við djúpar
samræður, lausnamiðaðar álykt-
anir í leit að niðurstöðu. Glens og
gaman, mikill hlátur og stundum
grátur. Við áttum svo góða tíma
saman, hópurinn okkar, fimmd-
immalimm, útlönd, bústaðir og
bara heima hver hjá annarri.
Á svo miklum hraða og á svo
óvæginn hátt réðst krabbamein á
hana Erlu. Elsku stelpan tókst á
við veikindi sín á svo ótrúlega
yfirvegaðan hátt. Hún kvartaði
aldrei, hún var aldrei hrædd.
Æðrulaus hélt hún bara áfram,
að vera umhugað um aðra.
Ég er svo þakklát fyrir allar
samverustundirnar okkar í veik-
indastríðinu, stundum við tvær
en oftar en ekki var Drífa líka. Þó
þú værir svo mikið veik gátum
við legið saman og spjallað, fíflast
og hlegið. Aldrei kom annað til
greina en að sigra þennan vágest
og standa aftur keik.
Síðustu dagarnir þínir í þess-
ari jarðvist voru svo erfiðir en á
sama tíma svo fallegir. Að fá að
koma hvenær sem er og knúsa
þig, að sitja með fólkinu þínu og
finna kærleikann sem umvafði
þig alla er mér ómetanlegt og ég
þakka það.
Elsku Bragi, hún Erla var
sannarlega vel gift, með aðdáun
hef ég fylgst með þér leita svara
og lausna við veikindum Erlu og
skipti þá engu hvort svara var
leitað hér á landi eða í Bandaríkj-
unum. Ég bið Guð að styrkja þig í
þinni djúpu sorg. Elskurnar mín-
ar, Brynhildur og Sandra, þið er-
uð svo heilar og duglegar, það er
svo mikil Erla í ykkur báðum.
Guð leiði ykkur í gegnum þennan
mikla missi og leiði ykkur áfram
veginn. Bergþóra, Viggo, Gerða,
Magni og þið öll, megi góðar
vættir vaka yfir ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Elsku Erla okkar, eftirfarandi
ljóðlínur eru kveðja frá okkur
fimm, alltaf fimmdimmalimm.
Með söknuði biðjum við, Ásta
Pála, Drífa, Elín og Maja, algóð-
an Guð að taka vel á móti þér inn í
ljósið.
Í hjörtum okkar þú alltaf átt
stað.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku Perlan mín, ég er svo
þakklát fyrir að hafa fengið að
vera hjá þér og halda í hönd þína
við þinn síðasta andardrátt. Guð
blessi minningu dásamlegrar
konu.
Farðu í friði vina mín kær, í
hjarta mínu minningu þína
geymi.
Þín vinkona alltaf,
Ásta Pála.
Yndislega Erla mín.
Í dag fylgi ég þér síðasta spöl-
inn. Ég mun ávallt geyma allar
stundirnar sem við áttum saman
og fallegu minninguna um þig í
hjarta mínu. Ég sakna þín svo
mikið.
Elsku Bragi minn, Sandra,
Brynhildur og aðrir aðstandend-
ur Erlu, ég bið góðan Guð að vera
með ykkur og gefa ykkur styrk.
Minning um löngu liðna daga
lifir í huga mér.
Þótt heimurinn væri helmingi stærri,
skyldi hugur minn fylgja þér.
Ég finn þegar okkar fundum lýkur
verða fátækleg orðin mín.
Fólgin í nokkrum fallandi tárum
verður fegursta kveðjan til þín.
Þín
Linda.
Nú er sá árstími sem margir
staldra við, líta til baka, rifja upp
skemmtilega tíma, góðar minn-
ingar, horfa fram á veginn og
hugsa hvað framtíðin ber í skauti
sér með nánustu ættingjum og
vinum. En svo grípa örlögin inn í,
einn úr hópnum fellur frá. Eftir
standa fjölskylda og vinir harmi
slegin, ekkert er sjálfgefið í þessu
lífi. Fátt virðist geta huggað en
góðar minningar verða ekki tekn-
ar af okkur og það er dýrmætt að
ylja sér við þær á slíkum stund-
um.
Ég var svo lánsöm að hafa
fengið að kynnast Erlu og starfað
með henni í nokkur ár en hún var
starfandi vaktstjóri í Grafarvogs-
laug þegar ég tók við starfi for-
stöðumanns þar. Í kjölfar skipu-
lagsbreytinga sem gerðar voru á
stjórnun sundlauga ÍTR var
ákveðið að ráða verkefnastjóra
sem kæmi til með að sinna ýms-
um miðlægum verkefnum fyrir
sundlaugarnar og var Erla ráðin í
það starf. Í störfum sínum var
Erla með eindæmum ósérhlífin
og gekk í þau verk sem vinna
þurfti og þar skipti starfslýsing
ekki öllu máli. Hvort sem um var
að ræða uppgjör, umsýslu S-
korta, stundatöflugerð, umsjón
með fatamálum, lagfæringu á
klórdælu, skrúfa saman húsgögn
eða tiltekt í kjallara var ekkert
henni óviðkomandi.
Hún var hrein og bein, hafði
ákveðnar skoðanir og var fylgin
sér. Þú komst aldrei að tómum
kofunum ef leita þurfti til hennar
enda ákaflega lausnamiðuð. Eftir
að hún tók við verkefnastjóra-
starfinu var hún með aðsetur í
Breiðholtslaug og þar deildum
við skrifstofu hluta úr viku þar
sem ég veitti þeirri laug einnig
forstöðu. Það var góður tími, við
kynntumst vel og unnum ákaf-
lega vel saman. Starfsmenn í
Breiðholtslaug fundu fljótt að
það var gott að leita til hennar og
hún var fljót að setja sig inn í
hlutina enda með eindæmum
fróðleiksfús. Hún var ákaflega
bóngóð og því þurfti að passa að
setja ekki of mörg verkefni á
hana því hún sagði alltaf „já, ekk-
ert mál“. Við vorum duglegar að
heyrast eftir að hún færði starfs-
stöðina sína í Árbæjarlaug þar
sem hún tók síðar við starfi for-
stöðumanns en náði ekki að sinna
nema í stuttan tíma sökum veik-
inda sem lögðust á hana af fullum
krafti.
Í byrjun ágúst fórum við í eina
af þremur utanlandsferðum okk-
ar saman en þá var okkur boðið í
brúðkaup í Serbíu og fórum við
þangað ásamt mökum en þá voru
veikindin farin að segja til sín en
engin greining komin. Það var
yndisleg ferð og þá fékk ég enn
betur að kynnast Braga en það
duldist engum sem umgengst
þau hversu ástfangin þau voru og
gott teymi. Ég var vör við það
þegar við unnum saman hversu
oft þau töluðu saman og einnig
leituðu stelpurnar hennar, Bryn-
hildur og Sandra, mikið til henn-
ar en þær eiga ekki langt að
sækja það hversu heilsteyptar og
duglegar þær eru. Erla var klett-
urinn og alltaf með lausnirnar.
Elsku Bragi, Brynhildur Íris,
Sandra Björg, Anna Eir, foreldr-
ar, systkini og aðrir ástvinir.
Missir ykkar er mikill, þið eruð
sterk saman og ég veit þið hjálpið
hvert öðru á þessum erfiðu tím-
um. Megi minningarnar um frá-
bæra konu lifa.
Sólveig Valgeirsdóttir.
Erla Viggosdóttir er fallin frá
eftir stutta en snarpa sjúkdóms-
legu. Fyrstu fundum okkar bar
saman þegar ég kenndi við Ís-
landsdeild College of Practical
Homeopathy. Hún var þar nem-
andi: sat stundum með prjónana
sína og hlustaði, lagði svo prjón-
ana frá sér og spurði kennarann
vel ígrundaðrar spurningar –
sem ekki var alltaf einfalt að
svara. Svo tók hún prjónana upp
aftur þegar hún var orðin ánægð
með svarið.
Ég held að á engan sé hallað
þó ég segi Erlu eiga metið þegar
kemur að félagsstörfum hómó-
pata. Enginn hómópati hefur
unnið jafn lengi og ötullega fyrir
Organon, fagfélag hómópata.
Hún sat í stjórn nær óslitið í 13
ár, frá árinu 2005. Hún byrjaði
sem nemendafulltrúi og í fram-
haldi af því var hún ýmist vara-
maður, gjaldkeri, varaformaður
eða formaður, þar til síðasta vor
að henni þótti loks nóg komið.
Einnig sat hún sem fulltrúi Org-
anon í stjórn Bandalags íslenskra
græðara árin 2010-2012. Eitt er
að telja árin, annað að meta gildi
starfa Erlu. Í stjórnartíð hennar
komu í tvígang heimsþekktir
hómópatar til landsins á vegum
félagsins, stórskemmtilegar af-
mælishátíðir haldnar og ötullega
unnið að fagmálum á mjög breiðu
sviði. Framlag Erlu vó þar þungt,
ekki síst vegna margra þátta í
skapgerð hennar sem gerðu hana
mjög hæfa til félagsstarfa. Þessir
sömu eiginleikar prýða reyndar
einnig góða hómópata, þannig að
segja má að í tilviki Erlu hafi ver-
ið slegnar tvær flugur í einu
höggi.
Þetta lá ljóst fyrir þar sem
leiðir okkar sköruðust ítrekað í
félagsstarfi hómópata, en það var
ekki fyrr en við vorum með
skömmum fyrirvara báðar kall-
aðar til starfa í stjórninni, eftir að
hafa setið sem varamenn, að ég
kynntist Erlu náið. Þá varð mér
fyllilega ljóst hve mikið var í hana
spunnið. Hún var rökföst og
fylgin sér. Hún vissi hvað henni
fannst og var óhrædd við að segja
sína skoðun en gat gert það á fag-
legan hátt. Hún skirrðist ekki við
að kafa undir yfirborðið, vopnuð
gagnrýni í annarri hendinni og
húmor í hinni. Erla gat tekið á
málum af skynsemi og yfirvegun
og þó aðrir væru henni ekki alltaf
sammála erfði hún það ekki við
fólk. Hún hafði hæfileika til að
taka kergjulaust á málum og
leysa hnúta, án þess að básúna
það á torgum. Hún var minnug
og það mátti fletta upp í henni
eins og gagnabanka þegar vant-
aði upplýsingar um starfsemi fé-
lagsins eða sögu þess. Ég man
ennþá svipinn á henni þegar hún
lýsti því hve gaman henni þætti
að fást við bókhald félagsins –
hún og excel voru nefnilega dús.
Erla var ekki bara klár, heldur
líka fyndin, skemmtileg og sann-
ur vinur. Hún sendi mér gjarnan
fundarboð í tölvupósti þar sem
hún boðaði sjálfa sig og fleiri til
þings heima hjá mér þegar henni
– og auðvitað einnig hinum –
hentaði. Þegar hún mætti spilaði
hún kankvís fram súkkulaði og
jarðarberjum og gaf þannig tón-
inn fyrir vinafund sem gjarnan
stóð fram á rauða nótt. Stórt
skarð er nú höggvið í raðir okkar.
Missir fjölskyldunnar er þó
mestur og ég votta aðstandend-
um mína dýpstu samúð og þakka
þeim fyrir að hafa af rausn sinni
deilt þessari dásamlegu perlu
með okkur öllum.
Birna Imsland.
Fallin er frá langt fyrir aldur
fram Erla Sigrún Viggósdóttir,
starfsmaður Íþrótta- og tóm-
stundasviðs Reykjavíkurborgar
til margra ára.
Erla Sigrún kom til starfa hjá
ÍTR árið 2011, fyrst sem starfs-
maður í Grafarvogslaug, síðar
vaktstjóri og verkefnastjóri
sundlauganna.
Það var fljótt ljóst að Erla
hafði mikið til brunns að bera og
ávann sér fljótt virðingu fyrir
störf sín hjá ÍTR. Hún hafði ekki
starfað lengi þegar henni voru
falin ýmis miðlæg verkefni jafnt
hjá ÍTR sem og verkefni á vegum
Reykjavíkurborgar. Erla var í
allnokkurn tíma fulltrúi ÍTR í
Stafsmannafélagi Reykjavíkur-
borgar.
Í ágúst síðastliðnum tók Erla
við sem forstöðumaður í Ár-
bæjarlaug og hafði gríðarlegar
væntingar til að takast á við það
verkefni, en hafði aðeins starfað í
skamman tíma þegar veikindin
herjuðu á hana.
Hvar sem Erla kom vann hún
sér fljótt trúnað og traust starfs-
manna sinna, samstarfsmanna og
yfirmanna. Hag ÍTR og borgar-
innar hafði hún einnig alla tíð að
leiðarljósi í sínum störfum.
Fyrir hönd samstarfsmanna
og vina þökkum við frábær kynni.
Minning um góða vinkonu og
samstarfsfélaga mun lifa meðal
okkar.
Fjölskyldu Erlu færum við
innilegar samúðarkveðjur.
Steinþór Einarsson,
Ómar Einarsson.
Með þakklæti í hjarta kveðjum
við kæra bekkjarsystur.
Hvern hefði grunað að
skemmtilegi hittingurinn í vor
væri okkar síðasti í bili.
Elsku Erla.
Megi eilífðar sól á þig skína.
Kærleikur umlykja.
Og þitt innra ljós þér lýsa.
Áfram þinn veg.
Við vottum ástvinum öllum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd 9. ÁG, Fellaskóla,
Íris Eiríksdóttir.
Erla Sigrún
Viggosdóttir
Systir mín,
SIGRÍÐUR INGIBJÖRG
ÞORGEIRSDÓTTIR,
kennari,
Hæringsstöðum, Árborg,
lést 28. desember á Ljósheimum, Selfossi.
Fyrir hönd vandamanna,
Sólveig Antonía Þorgeirsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
THEODÓRA STEFFENSEN,
Dídó,
andaðist á heimili sínu fimmtudaginn
27. desember.
Björn Finnbjörnsson Sigríður Aradóttir
Finnbjörn Finnbjörnsson Kathia Rovelli
Þorvaldur Finnbjörnsson Anna Árnadóttir
Sigríður Finnbjörnsdóttir Halldór G. Hilmarsson
Gunnar Þór Finnbjörnsson Eyrún Magnúsdóttir
Halldóra Svala Finnbjörnsd.
Úlfar Finnbjörnsson Sigrún Hafsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ELÍAS HÓLMGEIR GUÐMUNDSSON,
Bolungarvík,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Bergi
1. janúar.
Útför hans verður frá Hólskirkju laugardaginn 12. janúar klukkan
14.
Árný Elíasdóttir
Hafliði Elíasson Jóna Magnúsdóttir
Hólmfríður Elíasdóttir
Kristinn Elíasson Vilborg Andrésdóttir
barnabörn og barnabarnabörn