Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
Mín fyrstu kynni
af Sæmundi voru
þegar hann kom
með dóttur sína,
Örnu, í barnapössun til móður
minnar á Öldugötu, en þar bjugg-
um við þröngt, ásamt barngóðri
ömmu minni, heitinni, Halldóru
Gunnarsdóttur. Hann kom í lög-
reglubúningi og ég varð ofsa-
hræddur, enda ekki nema fjög-
urra vetra. Sæmundur var með
glæsilegustu löggæslumönnum
sem starfað hafa í Reykjavík. Há-
vaxinn og myndarlegur á velli,
einsog heimskvikmyndastjarna.
Þær eru góðar vinkonur, Dögg,
kona Sæmundar og móðir mín,
Nóna, síðan þær voru saman í
hjúkrunarfræðinámi. Æskuminn-
ingar mínar frá jóla- og heimboð-
um til þeirra hjóna, Daggar og
Sæmundar, mynda perluminn-
ingaband af gleðilegum stundum.
Svignandi veisluborð, jóla- og
aðrir æskuleikir. Það kom oft fyr-
ir að ég og móðir mín sváfum eina
jóla- eða áramótanótt á heimili
þeirra hjóna, einkum í Glæsibæ,
Árbæjarhverfi.
Sæmundur kom oftast á Þor-
láksmessu til okkar mæðgina með
jólapakka – alltaf meðan hann var
skipstjóri og einnig í nokkur ár
þar á eftir. Það fylgdi honum ætíð
birta vináttu – hlý hafgola.
Þegar ég meiddist illa í íþrótt-
um á háskólaárum bauð Sæ-
mundur, skipstjóri, mér í heilsu-
Sæmundur Örn
Sveinsson
✝ Sæmundur ÖrnSveinsson
fæddist 3. júlí 1932.
Hann lést 29. nóv-
ember 2018.
Útför Sæmundar
fór fram 10. desem-
ber 2018.
bótarferð með
farmskipi því er
hann stýrði. Það er
gimsteinn æviminn-
inga minna að sigla
með honum „vestur
um haf innan“ eins-
og víkingar nefndu í
miðaldasiglinga-
fræðum. Hlaut ég af
millilandasiglingu
mikinn bata.
Mín síðasta minn-
ing um Sæmund er þegar ég og
móðir mín komum í heimsókn í
Fossvoginn. Dögg fór þá eina
dagstund til öflugrar líkamsrækt-
ar, en Sæmundur fræddi okkur
um bókmenntir og listasögu
þeirra fögru málverka og bóka
sem prýða veggi eins hlýjasta
fjölskylduheimilis Íslands. Hann
var bókmennta- og listafróðleiks-
brunnur.
Það gleymist oft á tíðum að Ís-
land er íshafseyja. Og að það eru
ekki bara fiskimenn sem eru
hetjur hafsins heldur einnig far-
menn á kaupskipum sem hlýða
brýningu Fjölnismannsins Jónas-
ar Hallgrímssonar. Þegar farm-
skipið í víkingaferð okkar forðum
sigraði himinháar öldur í stórsjó
og úthafsstormi stóð Sæmundur
sterkur við stýrið í brúnni.
Sæmundur er einn af þessum
miklu sægörpum í framtíðar-
draumi „Listaskáldsins góða“:
„Ísland! farsældafrón og hagsælda
hrímhvíta móðir.
Þá riðu hetjur um héröð og skrautbúin
skip fyrir landi
flutu með fríðasta lið, færandi varning-
inn heim.“
(Jónas Hallgrímsson)
Halldór Eiríkur Sigur-
björnsson Jónhildarson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar
og amma,
RAGNHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR,
Steinholtsvegi 7, Eskifirði,
sem lést föstudaginn 21. desember, verður
jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn
4. janúar klukkan 14.
Árni Halldórsson
Kristín Árnadóttir
Halldór Árnason
Björn Árnason
Sigrún Árnadóttir
Guðmundur Árnason
Auður Sigrúnardóttir
EVA ÖRNÓLFSDÓTTIR
framhaldsskólakennari,
Lundi 92, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans, Hringbraut,
að morgni jóladags, 25. desember.
Útför hennar verður frá Áskirkju
föstudaginn 11. janúar klukkan 15.
Ragnar Jónasson
Jónas Ingi og Guðný
Sigrún og Björn Lúðvík
Stefa og Rúnar
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
LILJA ARADÓTTIR,
Víkurbraut 32, Höfn í Hornafirði,
sem lést laugardaginn 22. desember,
verður jarðsungin frá Hafnarkirkju
laugardaginn 5. janúar klukkan 14.
Börn, tengdabörn
barnabörn og fjölskyldur
Kæru ættingjar og vinir.
Okkar bestu þakkir fyrir allan stuðning og
hlýhug vegna andláts eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
ÞORSTEINS JÓNSSONAR,
Gerði, Álftanesi.
Innilegar kveðjur,
Elfa Andrésdóttir
synir, tengdadætur og barnabörn
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
MAGNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR,
andaðist aðfaranótt 23. desember.
Útförin fer fram frá Hjallakirkju
fimmtudaginn 10. janúar klukkan 13.
Sérstakar þakkir eru til hjúkrunarheimilisins
Eirar fyrir einstaka umönnun.
Íris Björk Sigurðardóttir Fróði Hjaltason
Elfa Kristín Sigurðardóttir Björgvin Kristjánsson
Dóra Berglind Sigurðardóttir Óskar Bragason
Alexander Fróðason Tone Dalheim
Ýmir Kalman Fróðason
Jón Styrmir Fróðason
Ólöf Tara Smáradóttir Ólafur Örn Jónsson
Þuríður Nótt Björgvinsdóttir Bjarki Fannarsson
Daníel Björn Óskarsson
Nikulás Óskarsson
Alfreð Alexandersson
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
ANNA PÁLA GUÐMUNDSDÓTTIR,
sem lést að morgni 24. desember, verður
jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 5. janúar klukkan 14.
Leifur Ragnarsson
Páll Ragnarsson Margrét Steingrímsdóttir
Árni Ragnarsson Ásdís Hermannsdóttir
Hólmfríður Ragnarsdóttir
Ólöf Sigríður Ragnarsdóttir Pétur Heimisson
Örn Ragnarsson Margrét Aðalsteinsdóttir
Úlfar Ragnarsson Auðbjörg Friðgeirsdóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÁSGRÍMUR ÞÓRHALLSSON,
Hafralæk,
sem lést að morgni aðfangadags, verður
jarðsunginn frá Neskirkju í Aðaldal
laugardaginn 5. janúar klukkan 14.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Skógarbrekku á
Húsavík njóta þess.
Fyrir hönd fjölskyldu og vina,
Guðrún, Þórhallur, Steingrímur,
Jónas og Kristinn Ásgrímsbörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
PÁLMI STEINAR SIGURBJÖRNSSON,
stýrimaður,
Sléttuvegi 31,
sem lést sunnudaginn 23. desember,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. janúar
klukkan 13.
Ólafía Guðlaug Þórhallsdóttir
Halla Bergþóra Pálmadóttir
Björn Steinar Pálmason Johanna E. Van Schalkwyk
Ariadne Líf, Embla Elizabeth
og Harpa Emilía Shelagh
Móðir okkar og tengdamóðir,
SIGURBJÖRG GEIRSDÓTTIR,
Stóru-Reykjum,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju
föstudaginn 4. janúar klukkan 13:30.
María I. Hauksdóttir Ólafur Kristjánsson
Margrét Hauksdóttir Guðni Ágústsson
Gerður Hauksdóttir
Gísli Hauksson Jónína Einarsdóttir
Vigdís Hauksdóttir
Hróðný Hanna Hauksdóttir Hróbjartur Eyjólfsson
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON,
fyrrverandi slökkviliðsmaður,
Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
19. desember. Útför hans fer fram frá
Seltjarnarneskirkju föstudaginn 4. janúar klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á
Barnaspítala Hringsins.
Kristín Kristjánsdóttir Ívar Guðmundsson
Guðmundur Kristjánsson Sonja B. Jónsdóttir
Sveinbjörn Kristjánsson Kristín Leifsdóttir
Björgvin Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Fyrir hönd fjölskyldunnar þakka ég samúð
og vinarhug við andlát og útför konu
minnar,
KRISTRÚNAR EYMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færi ég Jóni Eyjólfi
Jónssyni lækni, starfsfólki Fríðuhúss og
starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Grund.
Halldór Blöndal
✝ Erling ÞórÞorsteinsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 2.
nóvember 1940.
Hann lést 4. nóv-
ember 2018 á
heimili sínu,
Breiðuvík 31,
Reykjavík.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn
Gíslason, f. á
Akranesi 8. apríl 1914, d. 25.
apríl 1975, og Marta Sonja
Magnúsdóttir, f. í Vest-
mannaeyjum 19. nóvember
1914, d. 13. október 2010.
Systkini Erlings eru: Oddgeir
Magnús, d. 29. ágúst 2001,
Gísli Einarsson, búsettur í
Reykjavík, systir, f. 1942, látin
sama ár, Þorsteinn, búsettur í
Svíþjóð, Halldór og Sonja, bú-
sett í Reykjavík.
Fyrri kona Erlings var Jó-
hanna Sigurðardóttir, saman
eignuðust þau dótturina Þór-
dísi, hún er búsett í Reykja-
nesbæ. Eigin-
maður hennar er
Jón Valgeirsson.
Þau eignuðust
fjóra syni: Agnar
Mar, sem lést að-
eins þriggja ára,
Hersi Mar, Alex-
ander Örn, hann
lést aðeins fimm
ára, og Ívar Örn.
Seinni kona Er-
lings var Ragn-
heiður Tómasdóttir, f. 10.
febrúar 1947, d. 15. september
1998. Dætur þeirra eru: Elísa-
bet Dröfn, búsett á Laugar-
vatni. Börn hennar og Jóns H.
Ragnarssonar eru Hafsteinn
Eyvar, Ragnheiður Olga og
Ísabella Eir. Konný Sif, búsett
í Reykjavík. Sambýlismaður
hennar er Davíð Gunnarsson.
Saman eiga þau dótturina
Kristu Marín.
Útför Erlings Þórs var gerð
frá Grafarvogskirkju 12. nóv-
ember 2018. Jarðsett var í
Grafarvogskirkjugarði.
Elskulegur bróðir minn hef-
ur kvatt þessa jarðvist.
Erling lést aðfaranótt 4. nóv-
ember síðastliðins. Kallið kom
svo óvænt.
Enginn vissi neitt annað en
hann væri bara hress, nýbúinn
að eiga afmæli, 78 ára. Ekki
kvartaði hann og gegndi störf-
um sínum fram á síðasta dag af
sama áhuga og vandvirkni og
vanalega. Alltaf svo vel til fara
og snyrtilegur.
Hægur, svo rólegur og æðru-
laus og alltaf svo kíminn. Aldrei
gleymi ég brosinu hans. Mörg
undanfarin ár hef ég notið þess
að fá mér kaffi og spjall með
Erling í kaffistofu á Höfðanum.
Fyrir það vil ég þakka hér.
Alltaf var svo gott að leita til
Erlings, t.d. ef það vantaði ein-
hverja aðstoð. Erling var ein-
staklega laghentur og greiðvik-
inn.
Í ár eru liðin 20 ár frá því að
Ragnheiður kona Erlings lést,
langt fyrir aldur fram.
Frá því að Konný dóttir
þeirra flutti að heiman og hóf
sinn búskap bjó Erling einn í
Breiðuvík 31 Reykjavík. Það
var að morgni 4. nóvember síð-
astliðins að Konný hringdi til
pabba síns en fékk ekkert svar.
Erling hafði látist um nóttina.
Enginn var undir það búinn
að komið væri að kveðjustund
svo alltof fljótt. En svona hafði
Erling einmitt vonast til að fá
að deyja, honum varð að ósk
sinni.
Elsku bróðir, nú hefur þú
sameinast þeim sem á undan
voru farnir til Sumarlandsins.
Guð blessi þig.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Þín systir,
Sonja.
Erling Þór
Þorsteinsson
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar