Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 54

Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Hljóðfæri Gítarinn ehf. Stórhöfði 27 Sími 552 2125 www.gitarinn.is Gítarar í miklu úrvali     Kassagítara r á tilboði Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Verslun Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali Auk gullhringa eigum við m.a. titanium og tungstenpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerða- þjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is Fasteignir Nýbýlavegi 8 Kópavogi og Austurvegi 4 Selfossi - Sími 527 1717 Frítt verðmat! Þjónusta Byggingameistari getur bætt við sig verkefnum Viðhald og breytingar Traust og örugg þjónusta Áratuga reynsla Sími 6961803 Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bátar Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur, og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Til leigu í 101 Herbergi með húsgögnum, sjónvarpi og interneti við Lokastíg til leigu í 101 Reykjavík. Sameiginlegt WC og eldhús. Kr 90.000 á mánuði. Langtíma leiga sem þýðir 12 mánuðir eða lengur. Laust strax. Senda fyrirspurn til osbotn@gmail.com Til leigu Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Helgistund Seljakirkju kl. 10.30. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Brids og kanasta kl. 13. Garðabær Lokað er í Jónshúsi Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10.50 jóga, kl. 13 hreyfi- og jafnvægis- æfingar. Gullsmári Handavinna kl. 9. Jóga kl. 9.30. Jóga kl. 17. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, handavinnustofan er opin frá kl. 9-16, útvarpsleikfimi kl. 9.45, botsía með Elínu kl. 10, jóga með Ragnheiði kl. 11.10 og hádegismatur kl. 11.30. Jóga með Ragn- heiði kl. 12.05 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10 í dag í umsjón Sverris, allir velkomnir. Skákhópur Korpúlfa kl. 12.30 í dag í Borgum í umsjón Hlyns. Spilað botsía kl. 16 í Borgum. Megi nýja árið farnast okkur vel. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi kl. 9.45, bókabíllinn kl. 10.30-11, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-16, ganga með starfsmanni kl. 14. S. 4112760. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Félagsstarf eldri borgara ✝ Hrefna SvavaGuðmunds- dóttir fæddist í Hafnarfirði 27. maí 1925. Hún lést 17. desember 2018. Foreldrar henn- ar voru Elísabet Einarsdóttir, f. 3.11. 1898, d. 14.2. 1989, og Guð- mundur Ágúst Jónsson, f. 3.1. 1896, d. 27.2. 1982. Systkini Hrefnu voru Einar, f. 19.4. 1924, d. 20.12. 2005, Sigríður, f. 19.6. 1926, d. 25.9. 2015, Jó- hannes, f. 1.7. 1928, d. 6.12. 2002, Guðjón, f. 17.9. 1932, d. 2.12. 2018, og Birgir, f. 29.3. 1936. Fyrri eiginmaður Hrefnu var hans er Sesselja Auður Eyjólfs- dóttir, f. 22.8. 1958, og eiga þau tvö börn, 2) Ingibjörgu, f. 28.11. 1954, maður hennar er Hartwig Müller, f. 21.8. 1950, og eiga þau tvö börn, 3) Pétur, f. 3.11. 1956, kona hans er Dóra Kristín Björnsdóttir, f. 28.6. 1962, og eiga þau eina dóttur, 4) Guðrúnu, f. 20.2. 1961, á hún tvær dætur. Tvíburasystir Guð- rúnar fæddist andvana. Hrefna var fædd og uppalin á Linnetsstíg í Hafnarfirði, beint á móti Fríkirkjunni. Hún söng í Fríkirkjukórnum, gekk í Lækjarskóla, vann í saltfiski og við önnur tilfallandi störf. Seinna flutti Hrefna til Reykja- víkur og var hún heimavinn- andi, enda um stórt heimili að sjá. Hennar aðaláhugamál voru ýmiss konar hannyrðir. Hrefna ferðaðist mikið með manni sín- um, bæði innanlands og utan. Útför Hrefnu fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 3. janúar 2019, klukkan 15. Sveinn Sæmunds- son, f. 9.4. 1923, d. 26.3. 2017, og eign- uðust þau þrjú börn, 1) Guðmund Ágúst, f. 28.11. 1946, d. 22.9. 1947, 2) Kolbrúnu, f. 10.7. 1948, maður hennar Ævar Pálmi Eyjólfsson, f. 21.8. 1946, d. 27.9. 2017, eiga þau þrjú börn og 3) Erlu, f. 19.3 1950, maður hennar Pétur J. Eiríks- son, f. 5.5. 1950, eiga þau tvær dætur. Seinni eiginmaður Hrefnu var Pétur Pétursson, f. 21.8. 1921, d. 27.10. 1996, og eign- uðust þau fimm börn, 1) Guð- mund Ágúst, f. 25.4. 1953, kona Hrefna ólst upp á dæmigerðu íslensku alþýðuheimili í litlu en notalegu húsi við Linnetsstíg í Hafnarfirði. Systkinin voru sex, sem hvorki þótti margt né fátt á þeim tíma. Sjálfsagt ekki fjarri vísitölufjölskyldunni. Móðirin, Elísabet, var heima- vinnandi húsmóðir, en faðirinn, Guðmundur Ágúst, var vörubíl- stjóri. Tekjur heimilisins sveifl- uðust, voru ágætar þegar nóg var að gera í bænum en minni þegar lægði í atvinnulífinu. Eldri börnin, að minnsta kosti, fóru snemma að vinna við það sem bauðst, en í minningu Hrefnu stóð ofarlega breiðsla á saltfiski fyrir sólþurrkun á Hvaleyrarholtinu á fallegum sumardögum. Eins og þá var títt þótti sjálfsagt að bræðurnir byggju sig undir að verða fyr- irvinnur sinna framtíðarheimila með góðri starfsmenntun, á meðan systurnar tvær horfðu til síns hlutverks að annast sín heimili og börn. Þannig var það víðast hvar á Íslandi á þriðja áratugnum, enda sagt að nú- tíminn hafi ekki komið til Ís- lands fyrr en með seinni heims- styrjöldinni. Hrefna lagði metnað sinn í handavinnu og að mynda fjöl- skyldu og fallegt heimili með góðum bónda. Hún fæddi átta börn en sex komust á legg. Nú ráku margir upp stór augu enda komin ný viðmið og nýjar kröfur velferðarsamfélagsins. Hrefna leit hins vegar með stolti til síns hóps og síns hlut- verks að stýra fjölmennu heim- ili, hvað sem stefnum og straumum leið og það gerði hún vel. Ekki svo að skilja að henni væri neitt í nöp við nútímann, þvert á móti stóð hún þétt í bakvarðasveit þeirrar kynslóð- ar sem innleiddi nútímann á Ís- landi. Seinni maður Hrefnu var Pétur Pétursson, þingmaður Alþýðuflokksins og forstjóri ýmissa ríkisfyrirtækja svo sem Innkaupastofnunar ríkisins, Landsmiðjunnar og Álafoss. Mikil uppbygging var í atvinnu- lífi með vaxandi iðnaði og út- flutningi samhliða uppbyggingu velferðarkerfis. Alþjóðleg sam- skipti urðu víðtæk með tíðari komum erlendra stjórnmála- manna eða fólks í viðskiptum til Íslands. Þá þótti eðlilegt að bjóða útlendingum heim eða taka á annan hátt vel á móti þeim svo sem að sýna þeim landið. Þótt Hrefna væri til baka og lítið gefin fyrir að ber- ast á í margmenni stóð hún þessa vakt með prýði og opnaði heimilið og tók vel á móti gest- um. Og það var ekki í kot vísað. Heimilið var látlaust en fallegt og bar handavinnu Hrefnu fag- urt vitni. Hér voru allir vel- komnir. Þannig var það þegar ég fyrst hóf komur mínar í Stiga- hlíðina, sem væntanlegur tengdasonur. Ég var strax boð- inn velkominn, eins og allir vinir systkinanna. Hér var opið hús. Það vakti strax athygli mína það frjálslyndi sem ríkti á heim- ilinu og það var lítið verið að fetta fingur út í smáatriði. Ef einhver unglingurinn fór of geyst í skemmtanalífinu þótti betra að taka á móti honum með brosi, ristuðu brauði og spældu eggi en að fárast yfir orðnum hlut. Faðmur Hrefnu var stór og ávallt opinn. Hrefna var afar glæsileg kona, há og beinvaxin og gekk oftast með slegið dumbrautt hárið. Þessari reisn hélt hún allt fram undir andlátið. Pétur J. Eiríksson. Nú hefur þú fengið hvíldina, elsku amma mín. Söknuðurinn er virkilega sár en jafnframt gleðst ég yfir minningunum um allar yndislegu samverustund- irnar okkar. Það var svo gott að vera ömmustelpan þín, þú gafst af þér endalausa hlýju, ást og umhyggju, vinskapurinn okkar var svo góður og dýrmætur, við gátum talað um allt. Fyrstu sex árin mín var ég eina barnabarn- ið, svo liðu 13 ár þangað til næsta kom en það eru bræður mínir. Ég sótti mikið í ykkur afa Pétur og að fá að gista hjá ykkur sem ég og gerði þangað til ég var komin nánast á full- orðinsár. Ég man Stigahlíðina, þegar ég sofnaði í ykkar rúmi. Lyktin af damasksængurverun- um sem amma Olla hafði strauj- að, dúnsængurnar, myndirnar á veggjunum, þetta var best í heimi. Ég var bara lítil, því ég man hvað ég hræddist hljóðin úti og ekkert var eins gott og þegar þú varst búin að fara með Faðirvorið og aðrar bænir fyrir mig og breiða yfir mig. Elsku amma, allar gæða- stundirnar þegar ég kom að klippa þitt fallega rauða hár. Ég mátti aldrei taka mikið því þú sagðist vera að safna, enda vaktir þú allsstaðar athygli fyrir fegurð, glæsileika, unglegt útlit og þykka hárið. Þið afi Pétur voruð svo glæsileg hjón, ástin og virðingin skein úr augum hans þegar hann horfði á þig og talaði til þín. Það var þér mikið áfall að missa hann. Þú varst svo ung þegar þú kynntist sorginni, sorginni sem fylgdi þér alla tíð, því þú grést í hvert skipti sem við töluðum um litla drenginn þinn, frumburð- inn Guðmund sáluga sem þið afi Sveinn misstuð þegar hann var rétt tæplega 10 mánaða. Sama sólarhring misstu Einar bróðir þinn og Hanna 19 mánaða son sinn. Við vorum sammála því að það væri enginn tilgangur með svona miklum harmi fyrir unga foreldra. Þú sagðir mér oft frá því þegar hann dó, nunnurnar sendu þig heim til að hvíla þig, hann lést þá nótt. Ég vona svo innilega að þið séuð sameinuð á ný, þú og litli drengurinn þinn. Þegar ég kom síðast til þín, fjórum dögum fyrir andlát þitt hafði ég svo mikla þörf fyrir að knúsa þig, hvíla höfuð mitt á öxl þinni, strjúka hár þitt og hend- ur, kyssa þig á kinnina, hendur og halda utan um þig. Þú varst svo þreytt en reistir þig við til að við gætum tekið eina mynd af okkur saman sem við oft gerðum. Ég sneri við tvisvar í dyrunum til að koma og kveðja þig aftur, ég grét þegar ég fór. Ég hafði svo sterkan grun um að lífshlaupi þínu færi að ljúka, amma mín. Minningarnar eru dýrmætur fjársjóður. Ég minnist þín, elsku amma, með mikilli ást, söknuði og þakklæti fyrir það sem þú varst mér og einnig strákunum mínum þremur. Ég bið Guð og alla hans góðu engla að vefja þig örmum. Söknuður- inn er sár en minningin um bestu ömmu í heimi lifir að ei- lífu. Ég elska þig. Þín Solveig Pálmadóttir. Mig langar að kveðja Hrefnu móðursystur með fáeinum orð- um. Hún og mamma voru ekki bara systur, heldur beztu vin- konur. Á vináttu þeirra bar aldrei skugga og þær töluðust við nánast á hverjum degi svo lengi sem ég man. Þær fæddust með árs milli- bili í Hafnarfirði, Hrefna árinu eldri og í Hafnarfirði ólust þær upp í hópi sex systkina. Efnin á heimilinu voru ekki mikil, en það þurfti heldur ekki mikið til að vekja gleði og galsa í hópn- um. Nú er einungis einn bróðir eftir. Hrefna og mamma áttu ótrú- lega margt sameiginlegt. Báðar eignuðust mörg börn, Hrefna átta, mamma níu. Báðar hugs- uðu einstaklega vel um hópinn sinn, saumuðu á hann, elduðu ofan í hann og ólu hann upp með ást og alúð. Báðar komust í efni og þá ferðuðust þær sam- an með sínum mönnum og spilaklúbbnum þeirra. Báðar urðu ekkjur löngu fyrr en vit var í. Eftir það flökkuðu þær innanlands og utan með Einari, elsta bróður sínum og Hönnu konu hans, alltaf vinkonur sem nutu samverunnar. Hrefna frænka var mikil hannyrðakona og lopapeysurn- ar hennar voru hrein listaverk, sem og útsaumurinn og postu- lín sem hún málaði. Einhvern tíma sagði hún mér að það héldi heilanum við að telja út mynstrin. Hrefna var glæsileg kona og smekkvís. Ég mun þó ekki síst minnast hennar fyrir þá órofa tryggð sem hún sýndi mömmu þegar fór að halla undan fæti hjá henni. Þá var ég svo heppin að fá að fara með þær á bíltúraflakk stöku sinnum. Þá var ekki langt í hláturinn hjá Hafnarfjarðarsystrunum. Fyrir það og svo margt annað þakka ég Hrefnu frænku. Börn Hrefnu og fjölskyldur þeirra sjá á bak ættarstólpa. Ég sendi þeim samúðarkveðju. Nú gleðjast þær systur sam- an hinum megin og gantast við karlana sína. Júlía G. Ingvarsdóttir. Hrefna Svava Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.