Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 61
DÆGRADVÖL 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver þér nákominn á bágt með að skilja þig. Reyndu að útskýra málið. Ekki eyða púðri í fólk sem er ekkert nema neikvæðnin. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú leggur þitt svo sannarlega af mörk- um núna og hefur ákveðið að tjalda því sem til þarf. Ef þú leyfir þér þann munað að slaka á í dag, þarftu að vinna hratt á morgun. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér er umhugað um stöðu vissrar manneskju í lífi þínu. Fáðu einhvern til þess að fara í gegnum málin með þér því þá færðu betri yfirsýn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Atburðarásin mun taka öll völd úr höndum þér ef þú ekki stingur við fótum og nærð stjórn á hlutunum. Skipulag er númer eitt, tvö og þrjú hjá þér á næstunni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert gefinn fyrir það að taka áhættu og nú er eitthvað uppi á teningnum sem hefur heltekið þig svo ekkert fær þig stöðvað. Fé- lagsskapur vinnufélaga gerir vinnuna skemmtilegri. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Leyfðu fræi sem hefur verið sáð að vaxa í friði. Þér verður hælt á hvert reipi fyrir frammistöðu þína. Þú átt í vandræðum með aðdáanda sem eltir þig á röndum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að kanna alla málavöxtu vand- lega áður en þú myndar þér skoðun á vanda- sömu máli. Gefðu þér tíma til að njóta feg- urðar náttúrunnar með þínum nánustu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er mikilvægt að þú haldir áfram að einfalda hlutina í lífi þínu. Losaðu þig við óþarfa, taktu til og hleyptu góðu lofti inn. Vertu þolinmóð/ur, þannig kemst þú að því sanna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ferðaáætlanir þínar munu hugs- anlega mæta andstöðu í dag. Eyddu tíma með sjálfum/sjálfri þér í friði og ró. Einhver sem þú hélst að þú þekktir er tvöfaldur í roðinu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að einbeita þér betur að því sem þú ert að gera. Aðstæður eru góðar fyrir allt sem viðkemur skemmtunum. Ný manneskja kemur inn í líf þitt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú er kjörið að hugsa um á hvern máta þú getur bætt tengslin við fjölskylduna. Góður andi er í vinnunni og þú hlakkar til að mæta á hverjum degi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að fylgjast vel með heilsu þinni vegna þeirrar streitu sem þú býrð við. Leitaðu ráða hjá sérfræðingi um lagaleg at- riði. Ég hef verið að skoða skáldskap-inn síðustu viku liðins árs og er þar margt vel ort og skemmti- legt. Ég byrja á Leirnum á Ólafi Stefánssyni: Stefnir enn að áramótum enginn nær að spyrna fótum. Lífið rennur liðugt hjá. Veðuráttin versnar, batnar, veltist, hvað sem þenkja skatnar. Lengist vetur, lifnar þrá. Upp er skotið ærnu púðri, endar slíkt í mesta klúðri. Augnasviði og andnauð megn. Ósið þennan ætti að banna, ekki nóg að mæla og kanna. Þjóð á að vinna þessu gegn. Góðæri landið gengur yfir, í glæðum uppgangs ennþá lifir. Freyðivín skal á fjöldans borð. Þegar verða drukknar dreggjar, við dagris, sný ég mér til veggjar. Sofna og segi ekki orð. Jón H. Arnljótsson spyr hvort hægt sé að segja á trúverðugan hátt að þögn sé skynsamlegur kost- ur: Til þess að segja að trútt sé að þegja, taka þú verður til máls. Með þessu er rofin öll þögnin og lofin því eru komin til báls. Á Boðnarmiði orti Gunnar J. Straumland og sagði: „Þegar árið er að kveldi komið er gott að staldra við“: Óðagot mun ei til neins, er mitt ráð, því tíminn alltaf tifar eins og til var sáð. Eftir liggja ævispor sem ei við breytum. Framtíðin er frjósamt vor með fyrirheitum. Kötturinn Jósefína Meulengracht Dietrich veit hvað hún mjálmar: Á krossgötum kýs ég að sitja og kveðja er framhjá mér gengur álfur sem ætlar að flytja. Hann á varla heima hér lengur. Helgi Ingólfsson fléttaði hugs- anir sínar í limru: Hún Gróa í Ási er löguleg og ljúf stund með henni er möguleg. Þó finnst engum rætni að fara með gætni því ferilskrá hennar er söguleg. Helgi Ingólfsson kveður þessa fallegu áramótakveðju: Sem héla mitt hvítnaði hárið og heimskulegt oftast var párið. Þó farnist vel yður. Um framtíð sé friður og farsæld – með þökk fyrir árið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Undir árslok var vel ort BIRGIR MISSTI BYSSULEYFIÐ. „ég skil aldrei þaÐ sem læknirinn þinn skrifar. HvaÐa einkenni ertu meÐ? ” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera sama um hvað þú gerir svo lengi sem það er með henni. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER Í FRÍI SVO ÉG ER HELMINGI MINNA SÆTUR EN VENJULEGA ENN OF MIKIÐ ÞÚ VERÐUR AÐ LÁTA AF ÞESSARI SKEMMDARVERKASTARFSEMI ÞINNI! EN ILLGERÐUR! BARDAGAR OG RÁNSFERÐIR ERU VINNAN MÍN! ÉG ER AÐ TALA UM HVAÐ ÞÚ NAGAR MIKIÐ NEGLURNAR! Þá eru komin enn ein áramótin.Víkverji er dauðfeginn að sjá á bak 2018, sem var mjög erfitt fyrir hann persónulega. Svo leiðinlegt var árið að Víkverja verður helst hugsað til fleygra orða Elísabetar II. Eng- landsdrottningar, sem lýsti árinu þegar öll börnin hennar skildu og einn kastalinn brann sem „Annus Horribilis“. x x x Víkverji á reyndar ekki kastala,þannig að líklega var árið hans ekki svo hræðilegt miðað við þær raunir sem lagðar voru á drottn- inguna 1992. Engu að síður vonast Víkverji til þess að árið 2019 verði allavega að einhverju leyti gæfu- ríkara en árið 2018 var. Það lofar góðu enn sem komið er. x x x Víkverja skilst að flugeldasala hafiverið ögn minni í ár en í fyrra, enda var hún þá í hæstu hæðum. Það var allavega ekki að sjá á mið- nætti að einhver munur væri á sprengingum milli ára. Víkverja finnst þetta skemmtileg hefð og væri synd ef flugeldasala yrði alfar- ið bönnuð. x x x Í ár var einnig boðið upp á það að„skjóta rótum“. Víkverji veit um allavega einn sem gerði slíkt, því hann vildi styrkja björgunarsveit- irnar en er lítið um flugelda gefið. Þetta var því vel til fundið hjá björg- unarsveitunum. x x x Að lokum, áramótaskaupið. Áhverju ári eru skiptar skoðanir um það og jafnvel hávaðarifrildi á netinu. Víkverja fannst margt gott við skaupið í ár, þó að vissulega hafi verið óþægileg slagsíða á því, eins og svo oft áður. Stundum mættu höfundar skaupsins aðeins íhuga að það eru til önnur sjónarmið en þeirra, þótt aldrei verði öllum gert til geðs. Það var hins vegar verra að ófyndnu atriðin, sem voru nokkur, voru eiginlega skelfilega slæm. Þá virðist sem íslenskir grínistar haldi að því lengri sem atriði eru þeim mun betri verði þau. Því miður er sú trú byggð á sandi. vikverji@mbl.is Víkverji Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig mun frelsast og hann mun ganga inn og út og finna haga. (Jóh: 10.9) icewear.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.