Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 62
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Það er „Reif“, þetta er gamli fram-
burðurinn á þessu nafni,“ segir
enski leikarinn Ralph Fiennes þeg-
ar hann er spurður hvernig fornafn
hans sé borið fram. Þá er það komið
á hreint, ekki „Ralf“, sumsé, eins og
margir virðast halda. Fiennes er
umsetinn blaðamönnum í litlu
viðtalsherbergi virðulegs hótels í
Sevilla, nokkrum klukkustundum
fyrir afhendingu Evrópsku kvik-
myndaverðlaunanna þar í borg, 15.
desember síðastliðinn.
Blaðamaður Morgunblaðsins er
einn hinna fjölmörgu sem sóttust
eftir viðtali við þennan heimskunna
og hæfileikaríka leikara og leik-
stjóra, er í seinna hollinu þennan
dag en mætti Fiennes reyndar í
þungum þönkum á hraðferð nokkr-
um mínútum áður, stikandi eftir
fjölfarinni gangstétt í átt að hótel-
inu með augun á skónum. Myndar-
legt skegg felur andlitið heims-
kunna en þó tókst blaðamanni að
bera kennsl á stjörnuna sem virkar
eins og hver annar skeggjaður mið-
aldra karl þar sem hún situr af-
slöppuð í rauðum antíksófa og svar-
ar góðfúslega spurningum fjölmiðla-
manna. „Reif“ klórar sér ítrekað í
skegginu síða, greinilegt að margt
svarið er að finna þar við miserfið-
um spurningum viðstaddra. Ofan-
rituðum verður hugsað til hinnar
ágætu hljómplötu Reif í skeggið frá
árinu 1994. Væri það ekki fyrirtaks
fyrirsögn á viðtalið? Jú, svei mér
þá!
Shakespeare-aðdáandi
Fiennes hefur á ferli sínum leikið
bæði á sviði og í kvikmyndum og á
síðustu árum hefur hann reynt fyrir
sér sem kvikmyndaleikstjóri með
prýðilegum árangri. Nú síðast leik-
stýrði hann The White Crow, kvik-
mynd sem segir af flótta ballett-
dansarans Rudolfs Nureyevs frá
Sovétríkjunum til Vesturlanda árið
1961. Áður hafði Fiennes leikstýrt
The Invisible Woman og Coriolanus
en sú síðarnefnda er byggð á leikriti
Shakespeares og fór Fiennes með
titilhlutverk myndarinnar og einnig
eitt af aðalhlutverkum The White
Crow. Leiksigrar hans hafa verið
margir á hvíta tjaldinu og má geta
kvikmynda á borð við Schindler’s
List, The English Patient, Strange
Days, Quiz Show, Red Dragon, The
Constant Gardener og yngri kyn-
slóðir ættu að kannast við ómennið
Voldemort úr Harry Pott-
er-kvikmyndunum sem Fiennes lék
með miklum tilþrifum. Dálæti leik-
arans á Shakespeare er þekkt og
hefur hann leikið í verkum leik-
skáldsins bæði á sviði og á hvíta
tjaldinu en Fiennes vakti einmitt
fyrst athygli í sýningum konunglega
breska leikhússins, Royal National
Theatre, á verkum Shakespeares.
Skipuleggur sig vel
Fiennes er spurður hvernig hann
hafi tíma til að sinna sviðs- og kvik-
myndaleik og leikstjórn og segist
hann einfaldlega skipuleggja tíma
sinn vel. „Ég tók mér góðan tíma í
að leikstýra síðustu mynd og nú er
það búið og ég er aftur farinn að
leika á sviði og að skoða kvik-
myndahlutverk,“ segir hann, blátt
áfram.
Það tók verulega á að gera The
White Crow, segir Fiennes, en fyrir
þrýsting frá framleiðendum tók
hann að sér hlutverk Alexanders
Púskíns í myndinni því auðveldara
var að fjármagna myndina með
kvikmyndastjörnu innanborðs. Aðr-
ir leikarar myndarinnar eru hins
vegar lítt þekktir.
„Ég er ánægður með að vera
bara leikari núna,“ segir Fiennes og
er spurður hvort auðveldara sé að
vera leikari en leikstjóri. „Já, það
held ég. Það fylgir því mikil streita
og ábyrgð að vera leikstjóri. Ég nýt
leikstjórnarinnar sjálfrar og klipp-
ingarinnar en angistin sem fylgir
peningahliðinni, fjármögnuninni,
hefur valdið mér mestri streitu. Að
vinna með leikurum finnst mér þó
afar gefandi,“ svarar Fiennes.
Frábærir og ólíkir leikstjórar
Erlend blaðakona spyr hvort
Fiennes eigi sér eitthvert drauma-
hlutverk og svarar hann því neit-
andi. Hann meti hvert tilboð fyrir
sig og hafi nokkur atriði í huga þeg-
ar kemur að valinu, m.a. hver leik-
stýri myndinni, hvort handritið sé
vel skrifað og áhugavert og persón-
an vel mótuð. Miklu skipti að leik-
stjórinn sé frjór í hugsun og leitandi
í listsköpun sinni.
Fiennes er beðinn að nefna
nokkra leikstjóra sem hafi haft
áhrif á hann og segir hann þá
marga en nefnir sérstaklega
Anthony Minghella og István
Szabó. Leikstjórar hafi hver sína
aðferð; Szabó sé til að mynda
einkar laginn við að ná fram blæ-
brigðaríkri túlkun leikara en Steven
Spielberg sé aftur á móti miklu
beinskeyttari og tali umbúðalaust.
„Ef eitthvað var ekki í lagi sagði
hann að það væri ekki í lagi en þeg-
ar eitthvað var gott var hann dug-
legur að hrósa manni. Hann er
mjög blátt áfram og kraftmikill á
tökustað,“ segir Fiennes um Spiel-
berg sem leikstýrði honum í
Schindler’s List.
Shakespeare myndi gefast upp
á kvikmyndabransanum
Blaðamaður Morgunblaðsins
grípur tæifærið þegar Fiennes lýk-
ur svarinu og spyr hvort hann sjái
eftir að hafa hafnað einhverjum
hlutverkum sem honum hafi verið
boðin. Fiennes hugsar sig um vel og
lengi og viðstaddir búa sig undir
svar sem gæti ratað í fyrirsagnir.
„Nei, mér detta engin í hug þessa
stundina,“ segir Fiennes svo bros-
andi og biðst afsökunar á svarinu.
„Ekkert mál,“ svarar íslenski blaða-
maðurinn og veltir fyrir sér hvort
hin langa umhugsun hafi verið
stríðni af hálfu leikarans. Líklega
ekki, Fiennes virðist vera of kurteis
fyrir slík uppátæki.
Hann fær nú býsna frumlega
spurningu: Ef Shakespeare væri
uppi á okkar tímum, væri hann þá
handritshöfundur eða leikskáld?
„Ég held að hann myndi prófa hvort
tveggja og snúa sér svo alfarið að
leikhúsi eftir að hafa reynt fyrir sér
í kvikmyndum,“ segir Fiennes og
hlær. „Það væru alltof mörg Shake-
speare-handrit í þróun með athuga-
semdum framleiðenda og yfirmanna
og hann myndi segja þeim að fara
til fjandans og snúa svo aftur í leik-
húsið.“
Kvikmyndir eru áhrifamiklar
En hvernig leggst það í Fiennes
að hljóta heiðursverðlaun á borð við
þau sem hann hlaut í Sevilla? Hann
segir verðlaun í raun engu breyta
um framhaldið; listsköpunin sé allt-
af sama glíman. Auðvitað sé gott að
fá viðurkenningu en svo komi
Reif í skeggið
AFP
Sáttur Ralph Fiennes hlaut heiðursverðlaun Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 15. desember síðastliðinn. Hér er hann lukkulegur með verðlaunagripinn.
Ralph Fiennes var heiðraður fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar á Evrópsku kvikmyndaverð-
laununum í fyrra Gott að fá viðurkenningu en starfið eftir sem áður hið sama, segir Fiennes
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
2097/30
Króm / Brass
verð 199.000,-
Svart takmörkuð útgáfa
verð 265.000,-
Hönnuður Gino Sarfatti