Morgunblaðið - 03.01.2019, Page 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
Með „Harmleiknum umRíkharð þriðja“, eins ogverkið heitir í fyrstuprentunum, steig Willi-
am Shakespeare risaskref á þroska-
braut sinni sem leikskáld. Í fyrsta
sinn heppnast allt næstum fullkom-
lega, þó svo aldrei hafi hann teflt jafn
djarft þegar hér er komið sögu. Þó
óslitinn efnisþráður og stór hluti að-
alpersóna tengi það við þríleikinn um
Hinrik sjötta og Rósastríðin er him-
inn og haf milli formgerðar, efnistaka
og skáldskaparflugs. Örlög titilper-
sónunnar kallast á við og speglast í
ógæfu Englands og örlögum allra
sem á vegi Ríkharðs verða. Nútíma-
leg persónusköpun sækir aðferðir og
staðalmyndir í helgileiki miðalda.
Þetta er eitthvað alveg nýtt. Við vit-
um núna að sagnfræðin er hæpin, lit-
uð af málstað sigurvegaranna, Tud-
or-ættarinnar sem er krýnd í leiks-
lok. Það truflar engan nema hörð-
ustu kverúlanta. Og alls ekki les-
endur og áhorfendur utan heimahag-
anna, þar sem Ríkharður hefur, einn
söguleikjanna, numið lönd svo ein-
hverju nemi. Þökk sé hinu iðandi lífi
og myrkum kynþokka skrímslisins.
Það virðist vera kominn á friður í
ríki Englendinga í upphafi verksins,
eins og titilpersónan útmálar í frægri
upphafsræðu og fyrsta af mörgum
trúnaðarsamtölum við meinta banda-
menn sína í áhorfendasalnum. Víg-
fimi og miskunnarleysi Ríkharðs hef-
ur átt sinn þátt í að stríðsgæfan féll á
endanum með Jórvíkurmönnum og
bróðir hans er sestur í hásætið. En
Ríkharður er, eins og hann bendir
sjálfur á, enn sá sem hann var. Sá
sem stríðið, sem stóð allan hans upp-
vöxt, gerði úr honum. „Okkar tíkar-
sonur“ gætu Játvarður konungur,
Elísabet drottning og allt þeirra fólk
kallað hertogann af Glostri eins og
Roosevelt sagði um Somosa Níka-
ragvaforseta. Fyrst og fremst bara
tíkarsonur samt. Með sín eigin mark-
mið sem samræmast ekki lengur
áætlunum ættarinnar. Somosa er svo
sannarlega ekki eini nútímastjórn-
málamaðurinn sem kemur upp í hug-
ann meðan horft er á þennan fjögur-
hundruð ára gamla sálfræðitrylli.
Því eitt af því sem opinberast sem
aldrei fyrr, í einbeittri og úthugsaðri
túlkun og sviðsetningu Brynhildar
Guðjónsdóttur og hennar fólks í
Borgarleikhúsinu, er hve sorglega
brýn þessi gamla harmsaga er. Og
það án nokkurrar áreynslu við að
staðsetja söguna áþreifanlega í nú-
tímanum. Við erum ekki stödd í Sýr-
landi. Engir farsímar eða sjónvarps-
skjáir. Engar byssur. Bara fólk, texti
og yfirveguð og hugvitsamleg beiting
á viðteknum verkfærum leikhússins.
Minnst nútímalegt er kannski traust
leikstjórans á framlagi höfundarins,
augljós alúðin við orðin sem skilar
sér í afburðameðferð leikhópsins í
heild á textanum. Þá kemur líka í ljós
að skáldið er, ólíkt Ríkharði sköp-
unarverki sínu, traustsins vert og út-
koman áhrifaríkasta Shakespeare-
uppfærsla sem ég minnist á íslensku
sviði og þó víðar væri leitað.
Þar kemur margt til og eins gott
að byrja á þýðingunni. Einstigið er
þröngt milli skáldlegra mælsku-
tilþrifa frumtextans og skiljanleika í
rauntíma sviðsins, þar sem engin
yfirlega er möguleg. Leið Kristjáns
Þórðar Hrafnssonar í sinni fyrstu
ferð er óvenjuörugg. Eitt af mikil-
vægustu vopnum sýningarinnar.
Kjarnyrt, skýr og beitt.
Næst í keðjunni kemur aðlögunin;
styttingar og tilfæringar Brynhildar
og Hrafnhildar Hagalín dramatúrgs.
Aftur er skýrleiki og hnitmiðun
greinilega stefnan og einnig þar
heppnast allt. Persónum er róttækt
fækkað og góður slatti af textanum í
þessu fjórða lengsta leikriti Shake-
speares fær að fjúka, eins og nánast
undantekningalaust í óþolinmóðu nú-
tímaleikhúsinu. Megnið af því sem
endar hér á gólfinu er alsiða að
strika, annað er óvenjulegra að verða
af. Og svo hljóma kaflar í Borgarleik-
húsinu sem sjaldan eru hafðir með.
Þar kemur til róttækasta ákvörðun
aðlagaranna; að bæta persónu í gall-
eríið, Elísabetu af Jórvík, og ljá
henni línur sem skrifaðar voru fyrir
t.d. ættmenn drottningar, börn her-
togans af Klarens og sigurvegara
verksins, Hinrik Tudor. Þetta heppn-
ast ágætlega og verður lykilatriði í
þeirri meginstefnu túlkunarinnar að
horfa á atburðina frá sjónarhóli
kvennanna. Sólbjört Sigurðardóttir
fer eins og aðrir af öryggi með text-
ann en tjáir sig að mestu í dansi.
Glæsilega vitaskuld, en ég er ekki al-
veg sannfærður um beitingu dans-
listarinnar í sýningunni, finnst hún
stinga í stúf og ekki þjóna mark-
miðum sínum fyllilega, þó vel væri
gert.
Að öðru leyti þarf ekki miklar til-
færingar til að stilla fókusinn á
harma kvennanna í kringum Rík-
harð. Það nægir nánast að stilla sig
um að strika senurnar þeirra, svo
mjög sem safarík samskipti þeirra
við miskunnarlausan valdafíkilinn og
kröftugar raunatölur þeirra setja
svip sinn á verkið eins og höfundur
skildi við það. Flestar áminningar
um fortíð Margrétar ekkjudrottn-
ingar, sem var skörulegur stríðs-
garpur í undanfaraverkunum með
Ríkharðsleg voðaverk á afreka-
skránni, eru reyndar fjarlægðar en
að öðru leyti birtast atriði kvennanna
næsta óstytt í allri sinni umtalsverðu
dýrð. Fá líka heldur en ekki glæsta
meðferð hjá leikkonunum. Sigrún
Edda Björnsdóttir sýndi okkur Sess-
elju móður Ríkharðs sem konu sem
löngu er búin að brynja sig en auðvit-
að hlýtur sú skurn að rofna. Þórunn
Arna Kristjánsdóttir er Anna, ekkja
eins fórnarlamba Ríkharðs og síðan
skammlíf eiginkona eftir eina fræg-
ustu bónorðssenu bókmenntanna
sem var þrúgandi og sannfærandi
hér. Edda Björg Eyjólfsdóttir gerði
ferðalagi Elísabetar drottningar frá
krúnu til sorgarhyldýpis framúr-
skarandi skil. Og þó annað hefði mis-
tekist hefði heimsókn í Borgarleik-
húsið verið þess virði til að hlýða á
refsinornina Margréti af Anjou í
meistaralegum meðförum Krist-
bjargar Kjeld.
Karlarnir eru flottir líka, hvort
sem það er ísmeygilegur Bokking-
ham Vals Freys Einarssonar, inn-
gróinn en glórulaus kerfiskallinn
Hastings hjá Jóhanni Sigurðarsyni,
skoplega einfaldir konungur og bisk-
up Halldórs Gylfasonar, langþrúg-
aður Katsbý Hilmars Guðjónssonar,
lánlaus Rivers Davíðs Þórs Katrínar-
sonar eða samviskubugaður barna-
morðingi Arnars Dan Kristjáns-
sonar.
Þegar upp er staðið er þetta samt
verk titilpersónunnar. Túlkun og
frammistaða Hjartar Jóhanns Jóns-
sonar í hlutverki Ríkharðs er hennar
stærsti sigur, og er þá allnokkuð
sagt. Krafturinn, húmorinn, grimmd-
in, slægðin, ósvífnin og umkomuleys-
ið; allt er þetta þarna og skín í gegn-
um skelina til skiptis eins og kvika-
silfur. Það er heldur ekki hægt annað
en að nefna þá líkamlegu þrekraun
sem Hjörtur undirgengst hér og
stenst með glans. Sambandið við
áhorfendur í forgrunni eins og vera
ber, frábærlega útfært og viðhaldið.
Sérstaklega undir lokin þegar við
skynjum að Ríkharður veit að hann
hefur fyrirgert samúð okkar en held-
ur samt áfram að vinka og brosa.
Öll umgjörð er vel heppnuð og
stundum rúmlega það. Búningar Fil-
ippíu Elísdóttur gera allt sem þeir
eiga að gera, gervi Elínar S. Gísla-
dóttur fyrir Ríkharð er glæsilegt,
tengir hann í mínum huga við Alien-
myndirnar og snýr þannig veikleika
fötlunar upp í styrk hins ómennska.
Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur hár-
réttur vettvangur með fjölbreyttum
möguleikum og lýsing Björns Berg-
sveins Guðmundssonar náði mögn-
uðum áhrifum hvað eftir annað. Það
sama má segja um tónlist Daníels
Bjarnasonar. Skruðningar og ískur
hljóðmyndarinnar sköpuðu stemm-
inguna og sönglögin tvö frábær hug-
mynd og flottar smíðar. Sérstaklega
örvæntingararía Elísabetar drottn-
ingar sem lyfti þjáningu hennar og
sendi hana síðan út í heiminn þegar
kórinn tók við. Við verðum öll að vera
Anna, Margrét, Sesselja og Elísabet-
arnar. Bera harminum vitni, eigi
nokkur von að vera til þess að Rík-
harðar heimsins liggi í valnum og
ljósið fái möguleika til að blakta og
jafnvel skína líkt og í leikslok. Það
segir þessi fjögurhundruð ára texti
mesta skálds heimsins sem hér er
komið til skila af virðingu, krafti og
sannri list.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Borgarleikhúsið
Ríkharður III bbbbb
Eftir William Shakespeare. Íslensk þýð-
ing: Kristján Þórður Hrafnsson. Aðlög-
un: Brynhildur Guðjónsdóttir og Hrafn-
hildur Hagalín. Leikstjórn: Brynhildur
Guðjónsdóttir. Leikmynd: Ilmur Stef-
ánsdóttir. Búningar: Filippía I. Elísdóttir.
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmunds-
son. Tónlist: Daníel Bjarnason. Dansar:
Valgerður Rúnarsdóttir. Leikgervi: Elín
S. Gísladóttir. Leikarar: Arnar Dan Krist-
jánsson, Davíð Þór Katrínarson, Edda
Björg Eyjólfsdóttir, Halldór Gylfason,
Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann
Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Krist-
björg Kjeld, Sigrún Edda Björnsdóttir,
Sólbjört Sigurðardóttir, Valur Freyr Ein-
arsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir.
Frumsýning á stóra sviði Borgarleik-
hússins 29. desember 2018.
ÞORGEIR
TRYGGVASON
LEIKLIST
Okkar tíkarsonur
Kraftur „Þegar upp er staðið er
þetta samt verk titilpersónunnar.
Túlkun og frammistaða Hjartar
Jóhanns Jónssonar í hlutverki
Ríkharðs er hennar stærsti sigur,
og er þá allnokkuð sagt,“ skrifar
gagnrýnandi um Ríkharð III.
WWW.S IGN . I S
Fornubúðum 12 · Hafnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800
G
U
LL
O
G
D
EM
A
N
TA
R