Morgunblaðið - 14.01.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda
Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem
eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn.
8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu.
Einnig mikið úrval aukabúnaða.
Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400
Austurvegur 69 - 800 Selfoss
Lónsbakk i - 601 Akureyr i
Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
maxipodium 500
Hestakerrur frá Fautras
maxipodium 500
Veður víða um heim 13.1., kl. 18.00
Reykjavík -3 skýjað
Hólar í Dýrafirði -5 alskýjað
Akureyri -5 snjókoma
Egilsstaðir -7 skýjað
Vatnsskarðshólar -2 heiðskírt
Nuuk -8 léttskýjað
Þórshöfn 0 léttskýjað
Ósló -3 heiðskírt
Kaupmannahöfn 6 þoka
Stokkhólmur -2 snjókoma
Helsinki -1 snjókoma
Lúxemborg 7 rigning
Brussel 9 rigning
Dublin 9 skúrir
Glasgow 7 rigning
London 10 súld
París 10 alskýjað
Amsterdam 9 skúrir
Hamborg 7 skúrir
Berlín 8 súld
Vín 5 rigning
Moskva -4 snjókoma
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 11 heiðskírt
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 14 léttskýjað
Róm 10 heiðskírt
Aþena 7 skýjað
Winnipeg -7 alskýjað
Montreal -14 snjókoma
New York -2 léttskýjað
Chicago -1 skýjað
Orlando 22 heiðskírt
14. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:58 16:17
ÍSAFJÖRÐUR 11:30 15:54
SIGLUFJÖRÐUR 11:15 15:36
DJÚPIVOGUR 10:34 15:39
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á þriðjudag Austan og norðaustan 10-18 m/s og
víða snjókoma eða él. Dregur úr vindi og ofankomu
um kvöldið, fyrst norðantil. Frost 0 til 9 stig, mildast
syðst.
Gengur í austan 10-18 m/s með snjókomu, fyrst suðvestantil. Dregur úr frosti, slydda eða rign-
ing syðra síðdegis. Snýst í suðvestan 8-13 með skúrum eða éljum suðvestantil í kvöld.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Árna B. Stefánssyni, augnlækni og
hellakönnuði, voru nýlega afhent þrjú
dropsteinabrot sem tekin voru úr
Surtshelli/Stefánshelli líklega í kring-
um 1920, fyrir um 100 árum. Drop-
steinunum var skilað í kjölfar viðtals
við Árna í Morgunblaðinu 10. nóv-
ember sl. þar sem fólk var hvatt til að
skila dropsteinum og dropstráum úr
íslenskum hraunhellum.
Árni sagði að dropsteinar hefðu ver-
ið friðlýstir árið 1958 og hraunhellar
séu friðlýstir samkvæmt nátt-
úruverndarlögum. Það hafi ekki komið
í veg fyrir að dropsteinamyndanir
væru fjarlægðar. Hann sagði mikil-
vægt að þeim væri ekki fargað heldur
skilað. Árni varðveitir dropsteina fyrir
Náttúrufræðistofnun Íslands og hefur
gert afsteypur af nokkuð mörgum.
Einnig hefur hann gert við dropsteina
og endurskreytt hella að hluta. Hann
lagfærði t.d. stóran dropstein í Vatns-
helli, lagaði tvo aðra og setti upp 37 af-
steypur í Bárðarstofu í minningu
dropsteina sem voru fjarlægðir hand-
an keðju í botni Borgarhellis á árunum
1957-2007. Tilgangur friðlýsingar
Náttúruverndarráðs á dropsteins-
myndunum var einmitt að verja drop-
steinsmyndanir Borgarhellis, sem nú
hafa nánast allar verið fjarlægðar.
„Nokkrir dropsteinar sem ég lag-
færði í Leiðarenda 2008 hafa verið
fjarlægðir,“ sagði Árni. „Það er engin
leið að varðveita þessar viðkvæmu
myndanir nema stýra umferð fólks, af-
marka gönguleiðir og gera fólki ljóst
hvað það má og má ekki.“
Árni og Gunnhildur Stefánsdóttir,
eiginkona hans, töldu brotstaði rúm-
lega 2.000 dropsteina í nokkrum
hraunhellum á árunum 2009-2015 og
komust að þeirri niðurstöðu að 2⁄3 hlut-
ar þá þekktra dropsteina hefðu verið
fjarlægðir. (Náttúrufræðingurinn 86
(3-4) bls. 112-126, 2016).
„Vandinn er tregða ráðamanna að
gera eitthvað í þessu og verja það sem
eftir er,“ sagði Árni. „Það er engin
önnur leið að verja þær gersemar sem
sumir hellanna eru, en að loka þeim.
Eftir það má ákveða aðgengis-
takmarkanir, hve margir og á hvaða
forsendum þeir fá að heimsækja hell-
inn.“
Tveggja milljarða tekjur á ári
Árni áætlar að brúttótekjur af ferð-
um í hraunhella hafi slagað hátt í tvo
milljarða í fyrra. Í því sambandi nefndi
hann Raufarhólshelli, Vatnshelli, Leið-
arenda, Þríhnúkagíg, Víðgelmi og
Silfru sem er sprunguhellir. „Það eru
allir tilbúnir að hafa tekjur af þessum
mikilfenglegu myndunum en hvorki
rekstraraðilar eða opinberir aðilar
leggja neitt til hellanna í formi vernd-
araðgerða, aðgengisstýringar, rann-
sókna eða fræðistarfa að 3H Travel
undanskildu,“ sagði Árni. Honum er
spurn hvar skyldur samfélagsins
gagnvart hraunhellunum og viðkvæm-
ustu náttúrumyndunum Íslands, drop-
steinsmyndunum, liggi.
Morgunblaðið/Hari
Dropsteinar Brotin voru líklega tekin úr Surtshelli/Stefánshelli. Þau gengu í arf á milli ættliða í sömu fjölskyldu.
Skilað Árni fékk brotin eftir að grein um brottnám dropsteina birtist.
Þremur dropsteinabrotum skilað
Líklega tekin fyrir um 100 árum
Mikilvægt að varðveita dropsteina
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Vel á annað þúsund Íslendingar leit-
uðu sér læknismeðferðar erlendis
árið 2018 og fengu kostnaðinn nið-
urgreiddan af Sjúkratryggingum Ís-
lands. Sókn Íslendinga í læknismeð-
ferðir ytra hefur aukist mjög milli
ára, til að mynda vegna tannlækn-
inga.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sjúkratryggingum Íslands sóttu alls
1.268 Íslendingar sér læknismeðferð
ytra í fyrra, samanborið við 781 árið
2017. Mestur fjöldi var vegna svo-
kallaðra tilskipunarmála, en sam-
kvæmt tilskipun Evrópusambands-
ins (ESB) um heilbrigðisþjónustu
yfir landamæri, svokallaðri landa-
mæratilskipun sem tók gildi 1. júní
2016, á fólk innan aðildarríkja EES
rétt á að sækja sér heilbrigðisþjón-
ustu til annarra aðildarríkja og fá
endurgreiddan útlagðan kostnað
sem samsvarar því að þjónusta hefði
verið veitt í heimalandi þess. Árið
2018 sóttu 816 einstaklingar um
samkvæmt þeirri tilskipun og fengu
greiddan meðferðarkostnað eins og
hann væri á Íslandi. Námu útgjöld
SÍ vegna þessa um 55 milljónum
króna. Árið áður sóttu 243 um sam-
kvæmt tilskipuninni og greiddar
voru út um 28 milljónir. Halla Björk
Erlendsdóttir, deildarstjóri í al-
þjóðadeild Sjúkratrygginga Íslands,
upplýsti að þessi mikla aukning væri
fyrst og fremst til komin vegna tann-
lækninga. Eins og fjallað hefur verið
um í Morgunblaðinu sækja sífellt
fleiri sér tannlækningar til landa á
borð við Ungverjaland.
Milljarður í kostnað
Af þessum 816 umsóknum falla
114 undir svokölluð biðtímamál þar
sem greiddur er uppihalds- og ferða-
kostnaður, alls 44 milljónir króna í
fyrra. Í því tilviki er um að ræða
þjónustu sem er í boði á Íslandi en
fólk kýs að fá hana erlendis, oft
vegna langra biðlista. Læknismeð-
ferðir eru greiddar að fullu af SÍ ef
beðið hefur verið lengur en í 90 daga
eftir aðgerð hér heima og einstakl-
ingurinn velur að bíða ekki lengur og
sækja sér læknisþjónustuna erlend-
is. Liðskiptaaðgerðir hafa verið al-
gengastar í þessum flokki síðustu ár,
en umsóknum fjölgaði mjög milli
ára. Árið 2017 voru þær 49 svo um-
sækjendur voru meira en tvöfalt
fleiri í fyrra. Kostnaðurinn það ár
nam 26 milljónum króna. Árið 2016
fóru einungis fimm einstaklingar í
slíkar biðtímaaðgerðir erlendis.
Enn liggja ekki fyrir endanlegar
tölur um mál sem falla undir svokall-
aða siglinganefnd, en það er þegar
sótt er um vegna meðferðar sem er
nauðsynleg en er ekki í boði á Ís-
landi, ekki er hægt að veita þessa
þjónustu á Íslandi og hún verður að
vera gagnreynd, þ.e verður að vera
viðurkennd meðferð en ekki til-
raunameðferð. Fram til 1. október í
fyrra höfðu 338 sótt um slíka með-
ferð en þá er greiddur uppihalds- og
ferðakostnaður. Allt árið 2017 komu
489 slík mál inn á borð SÍ og heildar-
greiðslur námu tæpum 1,5 milljörð-
um. Fram til 1. október hafði tæpur
milljarður verið greiddur út í þess-
um flokki.
Sífellt fleiri leita lækninga ytra
Mikil ásókn í tannlækningar skýrir hluta aukningar 1.268 á faraldsfæti vegna læknismeðferða
Mikil aukning
» Alls sóttu 1.268 Íslendingar
sér læknismeðferð ytra í fyrra
en 781 árið 2017.
» 816 sóttu um samkvæmt
svokallaðri tilskipun og fengu
greiddan meðferðarkostnað
eins og hann væri á Íslandi. Árið
áður voru 243 slíkar umsóknir.
„Dropasteinarnir komu líklega
frá Kristínu Þorkelsdóttur
ömmusystur minni á Kols-
stöðum í Hvítársíðu,“ sagði Þór-
dís Kristjánsdóttir. „Þórdís
amma mín í Skógsnesi í Flóa-
hreppi fékk steinana. Hún flutti
frá Skógsnesi að Gaulverjabæ
og tók steinana með sér. Móðir
mín, Guðný Magnúsdóttir
Öfjörð, fékk steinana úr búi
ömmu og afa og fór með þá aft-
ur að Skógsnesi. Ég var með
steinana og sá greinina í Morg-
unblaðinu og ákvað að færa
Árna þá.“
Þrjár
kynslóðir
ÆTTARGRIPIR