Morgunblaðið - 14.01.2019, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
Bara svo því sé nú
haldið til haga þá tel ég
mig vera allnokkurn
bænamann. Fel Guði
reglulega og jafnvel oft
á dag mig og mína og
það sem ég fæst við
hverju sinni. Mér
finnst gott að biðja. Ég
finn fyrir friði og ör-
yggi sem ég get ekki
tekið mér sjálfur.
Ég tek það þó fram að ég kann
bara alls ekkert að biðja. Ég kann
engar formúlur í þeim efnum. Veit
ekkert hvað ég á að segja eða biðja
um. Hvernig ég á að snúa mér eða
láta, tala upphátt eða í hljóði eða í
hvaða stellingum ég á að vera. Hvort
ég á að biðja úti í náttúrunni, á
gönguferðum eða í bílnum, uppi í
rúmi, fyrir framan sjónvarpið, við
eldhúsborðið, í sturtunni, á klósett-
inu, í kirkju, fyrir framan altari eða
hvað.
Ég játa það því hér með að ég
kann hreinlega bara alls ekki að
biðja. Ég veit eiginlega heldur ekki
um neinn sem kann það og er bara
alveg með þetta.
Ég veit eiginlega ekki heldur ná-
kvæmlega hvað bænin er og hef
varla hugmynd um, þekkingu eða
skilning á því hvernig hún virkar. En
hitt veit ég fyrir víst af því að ég hef
svo margoft og iðulega upplifað það
sjálfur að mér finnst gott að hvíla í
bæninni og fá að meðtaka friðinn og
lausnina sem hún veitir mér.
Upplifað dásam-
legar bænheyrslur
Ég get þó upplýst
það að ég bið reglulega.
Og það iðulega með fá-
tæklegum orðum, lakri
einbeitingu og skertri
athygli en engu að síð-
ur í hjartans einlægni.
Í fyllsta trausti og
sannfæringu um að ég
verði bænheyrður og
að sjálfur höfundur og
fullkomnari lífsins
muni vel fyrir sjá, sama hvað, jafnvel
þótt um síðir verði.
Sjaldnast er ég þó bænheyrður
nákvæmlega með þeim hætti sem ég
bað um eða sá fyrir í fyrstu. En ég
upplifi reglulega svo fallegar bæn-
heyrslur og jafnvel kraftaverk með
algjörlega ófyrirséðum hætti sem ég
hefði ekki einu sinni svo mikið sem
getað gert mér vonir um eða haft
hugmyndaflug til að biðja um.
Blessanirnar eru allt í kringum
mig, jafnvel bara við hvert fótmál og
það furðulega er oft á tíðum einmitt í
sárustu vonbrigðunum. Ljósið í
myrkrinu.
Og iðulega verða bænheyrslurnar
mun mikilfenglegri og undursam-
legri en ég hefði nokkurn tíma getað
séð fyrir.
Bænin er ekki veruleikafirring
Bæn til Guðs er nefnilega ekki
einhver veruleikafirring. Bænin er
að koma hugðarefnum sínum,
áhyggjum, vanmætti út úr sjálfum
sér og leggja það sem á okkur hvílir
þá stundina á herðar Jesú Krists,
frelsara okkar samkvæmt hans boði.
Hans sem léttir byrðar og gefur frið
sem fæst hvorki keyptur né seldur
en er raunverulegur hjartafriður,
æðri öllum mannlegum skilningi.
Með bæninni gerum við okkur betur
grein fyrir ástandi okkar, komum
orðum á það og fáum sjálfan höfund
lífsins, kærleikans og friðarins í lið
með okkur. Hann sem elskar okkur
út af lífinu.
Þess vegna er svo gott að lifa í
bæn. Biðja þess að hvert okkar æð-
arslag, andardráttur, hugsun, skref
og verk séu í samfelldri bæn til hins
upprisna frelsara og eilífa lífgjafa.
Hans sem er stóra svarið við lífsgát-
unni sjálfri.
Dýrð sé Guði föður og syni og heil-
ögum anda sem býðst til að anda á
okkur hverja stund með mætti sín-
um og styrk, kærleika, friði og um-
vefjandi lífsins anda. Líka þegar við
sjálf getum ekki andað meir.
Með einlægri bæna-, kærleiks- og
friðarkveðju.
Lifi lífið!
Hver kann svo sem að biðja?
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson »Ég get þó upplýst að
ég bið reglulega. Og
það iðulega með fátæk-
legum orðum, skertri
athygli en engu að síður
í hjartans einlægni og
fyllsta trausti.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Skilgreining á því
hvað teljast nátt-
úruauðlindir var sett
fram í skýrslu auð-
lindastefnunefndar
2000 og endurtekin í
skýrslu auðlinda-
stefnunefndar 2012.
„Auðlind er þannig
þau gæði sem efna-
hagslegur hagur er af
að nýta þannig að nýt-
ing skili meiri arði (auði) en sem
nemur kostnaði við nýtinguna. Þau
náttúrugæði sem efnahagslega er
hagkvæmt að nýta teljast þá til
náttúruauðlinda.“ Nýrri skilgreining
á náttúruauðlindum er hins vegar sú
að þær séu einfaldlega: „Uppspretta
hverra þeirra aðfanga/gæða í nátt-
úrunni sem nýtist manninum (svo
sem timbur, orka, fiskur, hreint loft,
o.fl.).“
Þetta er nú frekar óljóst.
Gera þarf greinarmun annars veg-
ar á takmarkaðri auðlind þar sem
nýting hefur áhrif á endingu, t.d. ol-
íuvinnslu og fiskveiða, og hins vegar
á endurnýjanlegri auðlind þar sem
nýting hefur ekki áhrif á auðlindina,
t.d. vatns- og jarðvarmaorku. Vegna
gríðarlegrar stærðar jarðhitageymis
í iðrum jarðar er jarðvarmi jafnan
talinn endurnýjanleg auðlind.
Veiðigjöld útgerða, sem farið er að
praktísera hér á landi við blendnar
undirtektir, eru vísir að ráðstöfun
stjórnvalda til að innheimta auð-
lindagjöld, en fiskistofnar eru tak-
mörkuð auðlind. Veiðigjöldin ættu
því að geta haft þau áhrif að tak-
marka aðgang í fiskistofna og með
þannig inngripi er talið að þau gætu
orðið þáttur í að stjórna stærð fiski-
stofna.
Hér á eftir er fjallað um einstakar
orkuauðlindir og hugsanlega skatt-
lagningu þeirra í formi auðlinda-
gjalds.
Olíuvinnsla
Olía er takmörkuð auðlind. Ef
upptaka olíu minnkar þá endist bor-
hola lengur. Auðlindastýring gæti
farið fram í borholum.
Eftir upptöku á hráolíu úr borholu
er olían hreinsuð, síðan vistuð í olíu-
geymum til notkunar þegar þörf
krefur.
Auðlindagjald er lagt á olíu-
vinnslu, en gjaldið er fyrir óendur-
kræfa upptöku olíu og er á valdi
vinnsluaðila að ákveða nýtingartíma
hverrar borholu.
Í olíugeymum fer fram birgða-
stýring, en birgðastaðan ræður
miklu um olíuverð á hverjum tíma.
Vatnsorka
Við virkjun vatnsorku eru gerðar
veitur og vatnsmiðlanir, þaðan sem
vatn er sótt til virkjunar eftir því
sem þörf krefur.
Vatn er sjálfrennandi á upptöku-
stað en það hægir ekki á sér þótt
vatnstaka vegna virkjunar minnki.
Umframvatn rennur þá bara
framhjá. Við getum ekki skrúfað fyr-
ir vatn á upptökustað eins og hægt
er að gera við olíuvinnslu.
Í vatnsmiðlunum fer fram birgða-
stýring á vatni. Mikilvægasti þátt-
urinn er árstíðageymslan þar sem
sumarvatn er geymt til notkunar á
komandi vetri og fram á næsta vor
eða þar til sumarflóð hefjast að nýju.
Eins og fyrir olíuvinnslu ræður
staða miðlana mestu um vinnslu-
kostnað vatnsorku á hverjum tíma.
Á Íslandi hefur svonefnt vatns-
gildi verið notað til að verðmeta vatn
í miðlunum, en það er reiknistærð
sem er háð árstíma og stöðu miðl-
unar. Eining á vatnsgildi gæti verið
USD/MWh.
Auðlindagjald breytir engu um
rekstur vatnsaflvirkjana og er því
um að ræða hreina skattlagningu
óháð nýtingu auðlindarinnar. Auð-
lindagjald vegna vatnsaflsvirkjana
gæti meðal annars farið
í að greiða fyrir röskun
á náttúruverðmætum
vegna byggingar
veitna, miðlana og ann-
arra virkjunarmann-
virkja. Að öðru leyti
gæti auðlindagjaldi al-
veg eins verið fyrir
komið sem hluta af hinu
almenna tekjuskatts-
kerfi.
Nánast allar vatns-
aflsvirkjanir eru í eigu
ríkis og sveitarfélaga og með auð-
lindagjaldi eða öðrum skattalegum
ráðstöfunum væri hið opinbera að
skattleggja sig sjálft með milli-
færslum sem kannski væru óþarfar.
Viðamikil skattlagning á rekstri
vatnsorkuvera í einkaeigu kynni að
hindra nýliðun í greininni.
Í því sambandi má nefna nýfram-
komið frumvarp um þjóðarsjóð en
þar eru ákvæði um stórkostlega fjár-
magnsflutninga frá vatnsorkukerfi
Landsvirkjunar yfir í fjárfestingar-
sjóð í eigu ríkisins. Vandséð er
hvernig hægt verði að koma fyrir
bæði auðlindagjaldi á Landsvirkjun
og framlagsskyldu þeirra í þjóðar-
sjóð. Manni dettur í hug öfugmælið
að slá sömu fluguna með tveimur
höggum.
Um vatnsaflsvirkjanir gildir að
virkjunaraðili þarf, óháð auðlinda-
gjaldi, að ná samkomulagi við um-
ráðahafa vatnsréttinda á svæðinu
um endurgjald fyrir auðlindina.
Ósjaldan er virkjunarsvæði í eigu
virkjunaraðila.
Auðlindastýring á vatnsafli hefur
að undanförnu verið í umræðunni
um þriðja orkupakkann, en ekki er
ljóst hvað átt er við þegar því er
haldið fram að Landsvirkjun sé eini
aðilinn sem er fær um að annast þau
mál. Það er að mínu mati vafasöm
staðhæfing.
Jarðvarmi
Með virkjun á jarðvarma eru bor-
aðar djúpar háhitaholur, sem síðan
eru látnar blása áður en tengt er við
jarðvarmavirkjun.
Gufugeymir er ekki fyrir hendi á
leið háhita frá borholu til virkjunar
og ef vinnsla í virkjun er minnkuð
eða stöðvuð þá er holan oftast látin
blása framhjá á meðan, út í loftið.
Talið er æskilegt að breyta
vinnslu jarðvarmavirkjana sem
minnst og starfa þær að jafnaði allt
árið á þeim afköstum sem tiltækar
borholur bjóða upp á hverju sinni.
Auðlindagjald á jarðvarmavirkj-
anir breytir því engu um rekstur
þeirra og fengi þess vegna sama sess
og hjá vatnsaflsvirkjunum, sam-
anber það sem rætt er um hér að
framan.
Orkuvinnsla og
auðlindagjald
Eftir Skúla
Jóhannsson
Skúli Jóhannsson
» Greinarmunur er
gerður á takmark-
aðri auðlind þar sem
nýting hefur áhrif á
endingu og endurnýj-
anlegri auðlind þar sem
nýting hefur ekki áhrif.
Höfundur er verkfræðingur.
skuli@veldi.is
Það er engu líkara en
krónan sé eyðing-
arvopn sem öllu rústar í
íslensku samfélagi. Það
þurfi að koma henni
fyrir kattarnef með því
að ganga í ESB og taka
upp evruna.
Hér eru nokkur at-
riði sem vert er að hafa
í huga í sambandi við
upptöku evru.
Árið 2000 var Ísland með fjórðu
hæstu þjóðartekjur á mann, leið-
réttar með kaupmáttarkvarða, þ.e.
29.393 US$ og Noregur hæstu, 36.950
US$. Sautján árum seinna (2017) er
Ísland í þriðja sæti með 54.080 US$,
Noregur efstur með 61.576 US$ og
Bandaríkin í öðru sæti með 59.535
US$ , meðaltal ESB (2017, 28 þjóðir)
var 41.136 US$. Ekki svo slæmt.
Gini-stuðull á Íslandi er lægri en í
flestum löndum sem bendir til að hér
sé tekjujöfnuður meiri en víðast ann-
ars staðar. Í evrópskum samanburði
var Ísland með minnstan ójöfnuð árið
2016 með Gini-stuðul 24,1 en því næst
komu Slóvakía með 24,3, þá Slóvenía
24,4, Noregur 25 og Tékkland 25,1.
Ekki svo slæmt.
Atvinnuleysi er ein mesta ógæfa
manna og líklegra en flest annað til
að valda viðkomandi efnahags- og
andlegum bágindum. Í ágúst 2018
var atvinnuleysi í ESB (28 þjóðir)
6,7% en 2,9% á Íslandi. Í júní 2018
var atvinnuleysi 20,2% í Grikklandi,
15,2% á Spáni, 10,9% á Ítalíu, 9,2 í
Frakklandi, 8,2% á Kýpur, 9,2% í
ESB (28) og 3,1% á Íslandi. Ekki svo
slæmt. Erlend staða þjóðarbúsins var
neikvæð um 439.349 milljarða í árslok
2000, eða mínus 61,2% af vergri
landsframleiðslu, í árslok 2017 var er-
lend staða þjóðarbúsins jákvæð um
136.138 milljarða eða 5,2% af vergri
landsframleiðslu. Þessi hagstæða
þróun gerir það að verkum að þjóð-
arbúið er mun betur búið til að bregð-
ast við hvers konar ölduróti. Ekki svo
slæmt.
Á tímabilinu 2000 til 2017 óx verg
landsframleiðsla á föstu verðlag á Ís-
landi um 66%, á sama tíma fjölgaði
landsmönnum um
22,1% og á mann óx
landsframleiðslan um
36%. Ekki svo slæmt.
Þrátt fyrir að nefnd
atriði séu þeirrar gerð-
ar að fagna beri þeim er
það ekki þar með sagt
að ekki megi gera betur
við þá sem kröppust
hafa kjörin en um það
þarf að nást skyn-
samleg niðurstaða með
víðtækri samfélagslegri
sátt. Þjóðartekjur á
mann eru hér háar og lágur Gini-
stuðull ætti að gera það tiltölulega
létt verk að koma á launa- og tekju-
tilfærslukerfi til hagsbóta fyrir þá
verr settu. Hvort og hversu miklar
aðgerðir til aukins jafnaðar yrðu er
augljóslega álitamál og engin nið-
urstaða sannanlega sú eina rétta,
slíkur samfélagssáttmáli yrði óhjá-
kvæmilega málamiðlun milli ólíkra
sjónarmiða.
Vísitala launa hækkaði um 237%
frá júní 2000 til júní 2018, neysluvís-
talan hækkaði um 121%, á sama tíma
hækkaði verð á dollara um 36,2% og
verð á evru 69,2%. Af þessum tölum
er erfitt að draga þá ályktun að krón-
an (gengi hennar) hafi verið hinn
mikli skað- og hörmungavaldur í ís-
lensku efnahagslífi og alla samfélags-
lega óáran megi rekja til hennar.
Raunar er krónan ekki sjálfstætt afl í
samhengi hlutanna, eingöngu mælir.
Það liggur í augum uppi að séu
launahækkanir umfram framleiðni-
aukningu hérlendis, nema til komi er-
lend verðbólga til jafns við mismun-
inn á launahækkunum og framleiðni,
þá leiða þær til þess að samkeppn-
isstaða bæði útflutnings og inn-
lendrar starfsemi sem keppir við inn-
flutning versnar sem aftur þrýstir á
gengislækkun eigi að forðast sam-
drátt og atvinnuleysi.
Hefðum við búið við fast gengi
(segjum evru) nefnt tímabil er ljóst
að staða ýmissa fyrirtækja væri enn
verri en hún er í dag vegna þess að
ekki hefði verið hægt að lækka geng-
ið til eyða áhrifum of mikilla launa-
hækkana, í stað þess hefði þurft að
koma til innri gengisfelling, lækkun
launa og verðlags, til að halda upp
þolanlegu atvinnustigi og skaplegri
stöðu viðskiptajafnaðar. Hins vegar
er ekki gefið að slík innri gengisfell-
ing hefði gengið eftir og afleiðingin
orðið aukið atvinnuleysi og fjárhags-
legar þrengingar margra.
Ef við tökum tölvuþjónustufyr-
irtæki í útflutningi sem dæmi og gef-
um okkur að tekin hafi verið upp evra
árið 2000 en breyting launa og verð-
bólga hafi verið eins og vikið hefur
verið að hér að ofan að því viðbættu
að verðbólga í ESB á sama tímabili
hafi verið 40% (þ.e. 2% á ári Euro-
stat) kemur í ljós að í hinu dæmi-
gerða fyrirtæki hefði hagnaður farið
úr 10% af eigin fé í tap sem næmi
114% af eigin fé. Hagnaður hefði farið
úr 20 í tap upp á 106.
Dæmið hér að ofan, þar sem gert
er ráð fyrir að verðbólga erlendis
gæfi rúm til hækkunar útflutnings-
verðs um sömu prósentu, er vísbend-
ing um þær ógöngur sem við mögu-
lega lentum í við upptöku evru, vegna
þess að við höfum þrengt að þeim
hagstjórnarkostum sem tiltækir yrðu
til að tryggja fulla atvinnu og innra
og ytra jafnvægi.
Nú er það svo að þeir sem aðhyll-
ast upptöku evru verða að gera grein
fyrir því hvert eigi að vera skiptihlut-
fallið við upptöku evru. Hver er
ásættanleg staða útflutnings og inn-
lendrar starfsemi sem keppir við inn-
flutning við upphaf upptöku evru?
Við hvað miðast slík stöðutaka? Arð-
semi sem hlutfall af eigin fé skal vera
hver? Með hvaða hætti ætla talsmenn
niðurlagningar krónunnar að tryggja
að launahækkanir og verðbólga hér-
lendis verði ekki meira en erlendis?
Tryggja að hér haldist því sem næst
full atvinna? Takist það ekki er ver af
stað farið en heima setið.
Eftir Þorbjörn
Guðjónsson » Verði ekki gripið til
ráðstafana til að
minnka bilið milli þeirra
verr settu og hinna sem
hærri hafa launin munu
óánægjan og flokka-
drættir magnast.
Þorbjörn Guðjónsson
Höfundur er cand. oecon.
Krónan og hælbítar hennar
Allt um
sjávarútveg