Morgunblaðið - 14.01.2019, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
Fjarfestu
f heilsunni
meiri hreyfing
betri heiIsa
meiri ancEgja
Eitt mesta urval landsins af t<Ekjum til
lfkamsr<Ektar fyrir heimili, fyrirt<Eki, skip
og lfkamsr<Ektarstoovar
Synishorn af prekta:kjalfnunni 2018 - 2019
l>rekhj6I .&.
NordicTrack VR21 Recumbent
Vandao prekhj61 sem tengist snjallsfma
eoa spjaldtolvu meo Bluetooth.
Moguleiki a iFit tengingu.
Pulsm�lir handfongum..
Vero 179.990,-
Fjol�jalfi Proform 450 LE ►
Frab�r fjolpjalfi meo
mjukum hreyfingum
og miklum pyngdar
moguleikum.
Vero 139.990,-
◄ l>rekhj6I Proform 210CSX
Einfalt og vandao
prekhj61 sem hentar
vel til heimilisnota.
Vero 69.990,-
◄ Hlaupabraut
Proform 3001
Frab�r braut fyrir hlaup,
gongu og f heimanotkun,
samanbrj6tanleg.
Vero 149.990,-
... Hlaupabraut
Nordictrack T10.0
Mjog oflug braut sem hentar
f mikla notkun, hvort sem er heima
eoa a vinnustao, samanbrj6tanleg.
R6cJravel NordicTrack RX800 ►
Stillanleg loftm6tstaoa
20 �fingakerfi
Auovelt ao f�ra, a hj61um
Vero 129.990,-
Vero 299.990,-
Meiri hreyfing fyrir
al/a fjolskylduna
ORNINN,-
STOFNAD 1925
Faxafeni 8, Sfmi 588 9890
Gerum tilboa - Eingongu toppmerki - Cybex - Matrix - Nordic Track - Proform
Opi8 virka daga 10-18 - Laugard. 11-15 -Visa-og Eurora5g - Netgfr6 -www.orninn.is
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, sagði í viðtali í
kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi að
ríkið yrði að draga úr eignarhaldi
sínu á bönkunum. Það fæli í sér að
selja Íslandsbanka og halda eftir
35-40% hlut í Landsbankanum.
Bjarni gat þess að hann vonaðist
til þess að geta hafið söluferli á
bönkunum á þessu kjörtímabili.
Hann vill að ríkið verði áfram
stærsti eignaraðilinn í Landsbank-
anum en þó verði að lækka eignar-
hlutfall þess töluvert, niður í 35 til
45 prósent. Íslandsbanka, sem er nú
alfarið ríkiseign, á að selja með
öllu. Stjórnvöld voru hvött til þess
að losa um eignarhluti í fjármála-
fyrirtækjum í hvítbók um fjármála-
kerfið sem kynnt var í desember.
Bjarni segir það skipta máli að
söluferlið verði opið. „Við erum
skammt á veg komin með það,
næsta skref er að ræða um hvítbók-
ina,“ sagði hann.
Skiptir máli
að söluferl-
ið sé opið
Vill selja bankana
á kjörtímabilinu
Banki Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra vill ræða um hvítbókina.
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Stóraukin aðsókn er á Ljóðasetur
Íslands á Siglufirði, eftir að breska
ferðaskrifstofan Super Break hóf
að bjóða upp á beint flug frá Bret-
landi til Akureyrar á veturna. Fjöl-
margir hópar hafa pantað heim-
sókn á setrið fram í mars en aukin
ásókn ferðamanna hleypir nýju lífi í
vetrartímann að sögn Þórarins
Hannessonar, stofnanda og for-
stöðumanns Ljóðaseturs Íslands,
en áður var safnið einungis opið á
sumrin.
„Þetta hleypir nýju lífi í vetr-
artímann og er alveg ný vídd í
starfsemina, sem er mjög ánægju-
legt. Um leið og byrjað var að
áætla þessar flugferðir var rætt við
mig um hvort ég væri tilbúinn að
taka við hópum, þannig það er hátt
í ársundirbúningur að baki,“ segir
Þórarinn.
Áhugi á íslenskri menningu og
íslenskum bókmenntum er helsta
aðdráttarafl ferðamannanna. Á
Ljóðasetrinu hlýða ferðamennirnir
á fyrirlestur um íslenska ljóðlist og
mikilvægi hennar í íslenskri menn-
ingu.
„Ljóðlistin er einn af horn-
steinum okkar menningar. Kveð-
skapur eins og Eddukvæðin er okk-
ar framlag til heimsbókmenntanna.
Ferðamenn eru mjög áhugasamir
um þetta og íslenska menningu,“
segir Þórarinn og bætir við að hann
syngi og kveði fyrir ferðamennina
til að lífga upp á heimsóknirnar.
Aukin aðsókn á Ljóðasetrið
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Akureyrarflugvöllur Hópur breskra ferðamanna við komuna í síðustu viku.
Beint flug frá Bretlandi til Akureyrar orsökin
Pétur G. Markan
sagði starfi sínu
lausu sem sveit-
arstjóri Súðavík-
urhrepps á fundi
bæjarstjórnar
fyrir helgi. Pétur
hóf störf fyrir
Súðavíkurhrepp
árið 2014.
Þetta kemur
fram í fundargerð sveitarfélagsins.
Þar segir Pétur að tíminn hafi liðið
„á ljóshraða krefjandi verkefna,
ánægjulegra kynna, sigra og stund-
um erfiðra tímabila“.
„Fram undan eru breytingar hjá
fjölskyldunni sem kalla á þessar
breytingar á mínum störfum. Það er
von mín og vissa að bjart sé yfir
framtíð sveitarfélagsins. Mér er efst
í huga þakklæti til íbúa Súðavíkur-
hrepps fyrir að hafa fengið að stýra
sveitarfélaginu,“ segir í fundargerð-
inni. Pétur mun vinna þriggja mán-
aða uppsagnarfrest sinn.
Hættir sem
sveitarstjóri
á Súðavík
Pétur G. Markan