Morgunblaðið - 14.01.2019, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
síðutogara. Hárlubbinn er þykk-
ur og úfinn, granstæðið grósku-
mikið og þétt. Maðurinn fer oft-
ast mikinn. Tungutakið er
kraftmikið og frjótt. Allt þarf að
kryfja til mergjar. Engin hálf-
velgja. Vinmargur. Póstkort,
bréf, símtöl, blóm, lítil mynd eða
heimsókn. Þetta skrifaði ég um
vin minn þegar við opnuðum
safnið fyrir austan. Hann er horf-
inn en minningarnar hvolfast yf-
ir. Við ræktuðum sambandið
lungann úr ævinni þótt oft væri
langt á milli. En ég fékk ævinlega
að vera vinur hans.
Það var gaman að fara inn í
Fannardal, setjast á móabarð og
skrafa um allt milli himins og
jarðar. Það var líka gaman að
fara út í Urðir og horfa á Rauðu-
björgin. Þér fannst Hellisfjarðar-
nesið og Múlinn hreinir gimstein-
ar séð úr Víkinni. Ívið lakari séð
úr Urðunum, en samt flott. Við
fórum í Mjóafjörð, þar var nú
margt að sjá. Anna á Hesteyri
fékk aðstoð við að bera fram
símanúmerið hjá vinkonu sinni í
Danmörku. Við hjálpuðum til við
að gera húsið í Firði flott og fínt.
Þar eldaðir þú fuglakjötssúpu.
Við keyrðum stundum upp í
Hjaltastaðaþinghá. Stoppuðum
hjá kofanum hans Kjarvals. Þú
varðst kátur þegar þú sást að
teikningin innan á kamarshurð-
inni var óskemmd. Við komum að
Hallfreðarstöðum í Tungunni og
stoppuðum við minningarstein-
inn um Pál Ólafsson. Þú fórst
gjarna með ástarljóð eða vísu-
korn eftir skáldið ljúfa og síðan
var steinninn laugaður koníaki.
Það mátti nú ekki minna vera.
Tryggva langaði út í Papey.
Dag einn í suðvestanblíðunni
hugðum við á Papeyjarferð og
keyrðum suður firði. Þegar við
komum í Berufjörðinn komstu
með góða hugmynd: Við ættum
að kíkja aðeins inn í Fossár-
dalinn, faðir minn átti ættir að
rekja þangað. Við fórum í Foss-
árdal og áttum þar tímalaust
kvöld í sumarblíðunni. Um kvöld-
ið fengum við að halla okkur í
gamla húsinu. Þú varst kominn
inn í söguna og nóttin fór vel með
okkur. Eftir hádegi lögðum við af
stað með ferjubátnum yfir Pap-
eyjarálana og báturinn tók land í
Selavoginum og þú varst fljótur
að stökkva frá borði. Það var eins
og þú værir kominn til fyrir-
heitna landsins. Við þvældumst
vítt um eyjuna, skoðuðum kirkj-
una og dáðumst að fuglalífinu.
Áttahringsvogurinn var fullur af
æðarfugli. Já, það var gaman.
Daginn eftir ætluðum við að
vakna af þessum draumi og fara í
land.
Það er gaman að hugsa til jóla-
föstunnar árið 2000. Þá höfðu
bréf gengið á milli okkar og við
vorum í símasambandi. Við ætl-
uðum að setja upp málverkasafn.
Það stóð mikið til.
Já, við spáðum og spekúleruð-
um og þegar þetta var farið að
gera sig fékk ég stundum símtal:
„Já, er þetta skipstjórinn sjálf-
ur? Þetta er í Köben, kunstmaler
Olafsson. – Magni, ég var að
gramsa úti í skúr og ég fann eina
eða tvær rúsínur sem ég held að
gætu gengið ef ég ynni svolítið
meira í þeim.“
Síðan fundum við víða „rúsín-
ur“. Þetta voru gleðitímar. Mér
er minnisstætt þegar þú bauðst
skólanum að koma á sýningu í
safninu. Þú skyldir sýna og út-
skýra, þú lagðir þig allan fram og
fékkst ólíklegustu spurningar.
„Er erfitt að vera málari?“ Þú
svaraðir öllu glaður í bragði.
Nú er mál að hætta að tína upp
úr minningaskjóðunni. Hún er
samt ennþá full.
Gerði, afkomendum og öðru
venslafólki vottum við dýpstu
samúð.
Magni og Sigríður (Sidda).
Gerði og niðjum og fjölskyld-
um þeirra Tryggva flyt ég sam-
úðarkveðjur okkar og þakkir með
þessum línum.
Þegar Tryggvi og Gerður
fluttu heim til Íslands voru þau
kvödd með viðhöfn í sundlaug-
inni. Þar voru fremstu djassleik-
arar Danmerkur undir forystu
Hugo Rasmussens. Þau hjón,
heiðursgestirnir, gistu að sjálf-
sögðu á Hótel D’Angleterre í
þjóðhöfðingjasvítunni. Minna
mátti það ekki vera. „Those were
the days“; einn góður útrásarvík-
ingur hafði keypt hótelið nýlega
og var aldeilis til í að hleypa þeim
Tryggva þar inn. Þetta var 27.
september 2008; stutt í hrun sem
var þó ekki alveg komið. Svo fóru
þau Gerður heim. Bjuggu vestur í
bæ í verkamannabústaðnum,
reyndar í eina húsinu sem ég tók
að skóflustungu á átta ára ráð-
herraferli. Ég var á móti skóflu-
stungum, sá seinna að auðvitað
hlaut ég að taka skóflustungu
fyrir húsi þar sem Tryggvi og
Gerður bjuggu. Örlögin?
Heimkominn fékk Tryggvi við-
urkenningu kennda við Jón Sig-
urðsson fyrir það sem hann hafði
lagt til samskipta Íslands og
Danmerkur. Það átti hann skilið;
og svo kom selveste Dannebrog.
Góðan daginn! Tryggvi varð aldr-
ei Dani þó að hann byggi þar í
fjóra áratugi rúma. Hann var að-
allega Norðfirðingur. Þá opnuð-
ust sögugáttirnar hjá mínum
manni þegar það var talað um
Neskaupstað; Bjarna, Lúðvík og
Jóhannes. Og ekki síður Óla
Magg föður Tryggva, sem var
einn af leiðtogum Alþýðuflokks-
ins eystra. Þær sögur dugðu í
nætur og daga, til dæmis heila
nótt í örherbergi á Hótel Absalon
að vísu með þriggja pela flösku af
koníaki sem lá dauð um morgun-
inn.
Íslendingar fara flestir í Tívolí
fyrst þegar þeir koma til Hafnar.
Ég fór til þeirra í Stampesgade.
Eftir það var farið að skoða um-
hverfið. Hvað er að frétta, Svavar
minn? spurningin opin og bjart-
sýn, andlitið oft með kankvíslegu
brosi. Þá töluðum við um pólitík.
Það sem ekki kláraðist í samtöl-
um birtist mér stundum á póst-
kortum ákaflega þéttskrifuðum.
Tryggvi var sósíalisti. Hann var
feikivel að sér um margt og
margt eins og til dæmis djass-
músík sem hann reyndi að miðla
tregum eins og hann gat. Þá var
setið á djassstöðum fram undir
morgun þegar menn fengu sér
brauðsneið á næturstað áður en
haldið var til funda klukkan átta
eða að mála.
Tryggvi var myndlistarmaður
númer eitt og hann tók hlutverk
sitt alvarlega. Hann lét aldrei
setja sig út af sporinu; fór á
vinnustofuna í Studiestræde eða
hvar það annars var sem hann
hafði trönur sínar og myndir,
hvað sem öðru leið.
Tryggvi Ólafsson varð einn
fremsti myndlistarmaður Ís-
lands. Myndirnar hans eru um
allt; höfðingi var hann alltaf, ekki
síst þegar myndlistarsafn
Tryggva Ólafssonar var opnað í
Neskaupstað. Á heimilum okkar
og krakkanna eru margar mynda
hans. Þær eru fallegar, bjartar
og glaðlegar, forvitnislegar.
Um ævi Tryggva er góð bók
eftir Helga Guðmundsson.
Við komum síðast til hans rétt
fyrir jólin. Hann lá fyrir með súr-
efnisgrímu. Samt blik í auga og
við hvísluðumst á kveðjuorðum.
Minningarnar kveðjum við aldrei
og myndirnar lifa okkur öll.
Svavar Gestsson.
Norðfirðingurinn Tryggvi
Ólafsson skildi eftir sig mikinn
arf með list sinni sem halda mun
nafni hans lengi á lofti. Hann var
við nám í Kaupmannahöfn þegar
við komum til Neskaupstaðar
haustið 1963 og í Khöfn bjó hann
lengst af ævinnar með fjölskyldu
sinni. Menningarlíf af margvís-
legum toga blómstraði í Nes-
kaupstað og það var því að vonum
að menn fylgdust af áhuga með
þessum unga og frumlega lista-
manni sem féll vel inn í andrúms-
loft sjöunda áratugarins. Ekki
kann ég að ársetja sýningar hans
í heimabyggð, en þær urðu marg-
ar og fjölsóttar áður lauk.
Drýgstan þátt í að styðja við
listamanninn Tryggva á heima-
slóð átti æskuvinur hans Magni
Kristjánsson skipstjóri og at-
hafnamaður. Magni safnaði verk-
um hans og lagði haustið 2001 til
stofninn að Málverkasafni
Tryggva Ólafssonar sem nú fyllir
sali á jarðhæð Safnahússins í
Neskaupstað. Önnur eins lita-
dýrð og þar blasir við er fágæt og
það var ógleymanleg stund þegar
safnið var opnað að viðstöddum
listamanninum. Litir og líf voru
samvaxnir ævistarfi Tryggva og
slokknuðu aldrei í ásýnd hans
þrátt fyrir erfið veikindi síðasta
spölinn.
Við Kristín og niðjar okkar er-
um svo heppin að hafa eignast
myndir eftir hann og njótum
þeirra daglega. Ég kynntist hon-
um fyrst og fremst í tengslum við
sýningarnar sem hann hélt syðra
og eystra. Tryggvi var einkar
glaðvær og viðfelldinn einstak-
lingur og mér hefur alltaf fundist
hann bera með sér það besta úr
andblæ Kaupmannahafnar.
Að leiðarlokum þökkum við
Kristín samfylgdina og hugsum
til fjölskyldu Tryggva á kveðju-
stund.
Hjörleifur Guttormsson.
Lengi hef ég vænst þess að hrafninn,
þessi náttsvarti vinur þinn að austan
kæmi og bæri þig á fornar heimaslóðir
að þú mættir kveðja öldur bernsku
þinnar
í síkviku fjöruborðinu.
En það var nokkuð seigt í þér,
Norðfjarðarstráknum,
þú áttir ólokið stöku mynd.
Og þegar ég las þér ástarljóð
úr nýútkominni ljóðabók
Skagafjarðarskáldsins á Álftanesi
kom glampi í augu þín;
rómantískt, fallegt, sagðir þú
og lygndir brosandi aftur augunum.
Það leyndi sér ekki
hverri hjarta þitt sló.
Fáeinum dögum síðar
settist þú á bak hrafnsins
sem bar þig styrkum vængjum
austur, mót rísandi sól.
Pjetur Hafstein Lárusson.
Hinn mikli sagnameistari hef-
ur kvatt. Kær vinur í marga ára-
tugi, þrátt fyrir langar fjarvistir.
Norðfjarðar-sósíalisti, atorku-
samur, stundum ögn hrjúfur en
umfram allt hlýr og trölltryggur.
Listmálarinn Tryggvi varð til
strax í bernsku þegar hann byrj-
aði að mála fjöllin, bátana og him-
ininn. Hann birtist sem gestur á
Kleifarvegi 3 fyrir tæpum sextíu
árum, þá sem vonbiðill elstu dótt-
ur hússins, og vann umsvifalaust
hug og hjarta alls heimilisfólks.
Þótt ekki yrði um formlegar
mægðir að ræða og Tryggvi héldi
síðar til Kaupmannahafnar, sem
varð heimili hans og Gerðar eig-
inkonu hans næstu fjörutíu árin,
var hann alltaf eins og einn af
fjölskyldunni. Það var alltaf til-
hlökkunarefni þegar von var á
Tryggva til landsins. Hann birtist
þá ævinlega með fangið fullt af
hvítum liljum til handa húsmóð-
urinni og í staðinn fékk hann
samkvæmt eigin ósk steiktan
steinbít en að hans sögn var
„steiktur steinbítur að hætti Guð-
rúnar Bjarnadóttur heimsins
besti matur“.
Hjá Tryggva kom aldrei annað
til greina en myndlistarnám og
-störf. Hans staðfasti ásetningur
og einbeittur vilji skiluðu honum
á skömmum tíma til þeirrar
stofnunar sem lengi var drjúgur
aflvaki íslenskrar myndlistar,
Listaháskólans í Kaupmanna-
höfn. Þar hitti hann fyrir þann
mann sem máske hafði mest áhrif
á hinn unga nemanda: prófessor
Søren Hjorth Nielsen. Tilvitnan-
ir og speki úr munni Hjorth Niel-
sen voru honum tiltækar til enda-
dags. Ef til vill kemur frá þessum
tíma hin mikla hrifning og að-
dáun sem Tryggvi hafði á meist-
urum endurreisnarinnar ítölsku
með fánaberann Piero della
Francesca fremstan, sem Ítalir
kalla jafnan Grande Piero og
Tryggvi taldi besta málara
veraldarsögunnar.
Tryggvi var víðförull og víðles-
inn, afburða fróður en einnig svo
stálminnugur að sumum vinum
hans þótti nóg um. Heimili hans
og Gerðar í Kaupmannahöfn var
opið öllum með látlausri rausn og
hjartahlýju.
Sagnalist Tryggva var með
þeim hætti að aldrei mun gleym-
ast. Fáeinum dögum fyrir andlát
hans hittum við hann á Droplaug-
arstöðum. Þótt röddin væri veik
var hugurinn skýr og hann töfr-
aði fram enn eitt snilldarverkið
úr minningasafni sínu, í þetta
skiptið af sér og Alfreð Flóka í
Kaupmannahöfn. Ennþá fékk
hann þennan glampa í augun sem
ævinlega fylgdi frásögnum hans.
Hlátrasköllin urðu svo hávær
að halla þurfti aftur hurðinni á
sjúkrastofunni.
Tryggvi sagði eitt sinn, þá ný-
kominn úr Ítalíuferð, að helst
vildi hann enda sína daga á
ítölsku „endurreisnartorgi“. Það
varð ekki. Í þess stað andaðist
hann umkringdur Gerði, börnum
sínum og öðrum ástvinum sem
við sendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Helga Hauksdóttir,
Kristján Jónsson.
Tryggvi Ólafsson er látinn og
hans verður sárt saknað. Það er
ekki einungis söknuður að list-
sköpun hans heldur hljóta allir
sem þekktu hann að sakna sam-
skiptanna við hann, þau voru
ætíð hressileg og eftirminnileg.
Tryggvi talaði ávallt skýrt og það
fór aldrei á milli mála hver skoð-
un hans var. Venjulega gengu
menn bæði brosandi og hugsandi
af fundi með Tryggva Ólafssyni.
Tryggvi var Norðfirðingur,
fæddur í Neskaupstað og ólst þar
upp til sextán ára aldurs. Honum
voru ávallt heimahagarnir afar
kærir og hann hélt góðum
tengslum við fólk eystra.
Tryggvi dvaldi í Reykjavík og
síðar í Kaupmannahöfn drýgstan
hluta ævinnar en þegar hann
kom á gömlu heimaslóðirnar á
Norðfirði var hann í essinu sínu.
Hann átti ótrúlega auðvelt með
að ræða við fólk og í hverri heim-
sókn endurnýjaði hann kynni sín
við gamla sveitunga.
Í hvert sinn sem Tryggvi tók á
móti viðurkenningum fyrir lífs-
starf sitt, hvort sem það var
fálkaorða, Dannebrogsorða eða
verðlaun af einhverju tagi, lét
hann vita af því að hann væri nú
bara strákur austan af Norðfirði.
Norðfirðingar voru stoltir af
Tryggva og þeim árangri sem
hann náði á listasviðinu. Efnt var
til sýninga á verkum Tryggva í
gamla heimabænum auk þess
sem hann var fenginn til að
skreyta þar byggingar. Margir
Norðfirðingar eignuðust verk
eftir listamanninn og eins festi
bæjarfélagið kaup á verkum eftir
hann.
Árið 2000 vaknaði sú hugmynd
hjá Magna Kristjánssyni að
koma á fót safni með verkum eft-
ir Tryggva í Neskaupstað. Magni
þekkti Tryggva frá æskuárum
þeirra en á fullorðinsaldri endur-
nýjuðu þeir kynnin og tókst með
þeim hinn besti vinskapur.
Tryggvi tók hugmyndinni að
safninu afar vel og þótti vænt um
að Norðfirðingar kynnu að meta
list sína. Það voru merk tímamót
þegar Málverkasafn Tryggva
Ólafssonar var opnað með form-
legum hætti í Neskaupstað hinn
29. september 2001 einungis
rúmlega einu og hálfu ári eftir að
hugmyndin um stofnun safnsins
hafði litið dagsins ljós. Á opnun-
arsýningunni voru níutíu og níu
málverk og klippimyndir og voru
þrjátíu verkanna í eigu hins nýja
safns.
Tryggvasafn í Neskaupstað
hefur eflst og dafnað frá þessum
tíma. Sjálfseignarstofnun um
safnið var komið á fót árið 2007
en þá voru myndverkin í eigu
safnsins á þriðja hundrað. Nú á
safnið á fjórða hundrað verk eftir
listamanninn og má segja að
myndaeignin gefi góða innsýn í
sögu listsköpunar Tryggva Ólafs-
sonar. Á hverju ári efnir safnið í
Neskaupstað til nýrrar sýningar
á verkum Tryggva í Safnahúsi
bæjarins og er það svo sannar-
lega menningarauki fyrir bæjar-
félagið að geta boðið upp á slíkar
sýningar.
Að leiðarlokum vill undirritað-
ur fyrir hönd stjórnar Tryggva-
safns þakka Tryggva öll sam-
skiptin á liðnum árum. Einnig vill
stjórnin votta Gerði, eftirlifandi
eiginkonu Tryggva, og öllum öðr-
um aðstandendum innilega sam-
úð vegna fráfalls hans. Minningin
um Tryggva mun lengi lifa og
listsköpun hans verða fólki til
ánægju og yndisauka um ókomna
tíð.
Smári Geirsson.
Þau voru spurul augun hans
Tryggva en úr andlitsdráttum
hans mátti vel greina ákveðni,
glettni og hlýju þegar ég hitti
hann fyrst á vinnustofu hans við
Valkendorfsgade hér í Kaup-
mannahöfn fyrir hartnær 35 ár-
um. Kannski fannst honum þá að
áhugi embættismannsins á hon-
um listamanninum og verkum
hans væri óráðin gáta en brátt las
hann hana rétt og urðu þau hin
fyrstu kynni fljótlega að traustri
vináttu sem ég fæ aldrei þakkað
nógsamlega fyrir.
Á þeim fyrsta fundi heillaðist
ég líka af leiftrandi frásagnar-
gáfu listamannsins. Tryggvi var
annálaður sagnameistari, sög-
urnar voru oft mergjaðar en ein-
att stórskemmtilegar. Í þeim eins
og í verkunum hans endurspegl-
uðust lífsreynsla hans og skoðan-
ir, rótgróin réttætiskennd, auð-
mýkt, umhyggja og virðing fyrir
umhverfi sínu. Skynja mátti að
uppruni þess umhverfis var
bundið við heimahagana, sjávar-
plássið við hinn fagra austfirska
fjörð, en síðar urðu hinn stóri
heimur og erlendir menningar-
straumar áhrifa- og þroskavaldar
í lífi hans og starfi.
Tryggvi Ólafsson steig á skips-
fjöl 21 árs gamall og hélt til
Kaupmannahafnar til náms við
Konunglegu listaakademíuna.
Áætluð nokkurra ára dvöl í hinni
gömlu höfuðborg Íslands varð 47
ára löng. Á þeim tíma markaði
Tryggvi djúp spor með list sinni
og mannkostum.
Enginn íslenskur listamaður
skilur eftir sig jafnmörg verk og
Tryggvi í opinberum söfnum og
einkasöfnum í Danmörku og eng-
inn íslenskur listamaður hefur
haldið þar jafnmargar sýningar.
Þá stóð sannkallað íslenskt
menningarheimili hans og Gerð-
ar eiginkonu hans í Kaupmanna-
höfn opið, gestir kvöddu inn-
blásnir af sögum húsbóndans og
þakklátir fyrir gestrisni þeirra
hjóna.
Vegna veikinda Tryggva fluttu
þau hjón til Íslands 2007. Þrátt
fyrir þverrandi styrk til handa
vann hann áfram að list sinni og
beitti til þess eðlislægu æðru-
leysi, góðum styrk í huga, njót-
andi mikillar umhyggju Gerðar
og barna sinna. Þessa varð ég
áskynja í reglulegum heimsókn-
um til þeirra hjóna á Öldugrand-
anum í Íslandsferðum á síðari ár-
um og sem fyrr kvaddi ég
þakklátur fyrir endalausar sögur,
sterkt og gott kaffi og grafík-
myndir.
Tryggva Ólafssyni hefur
hlotnast margvíslegur og verð-
skuldaður heiður fyrir störf sín.
Heiður minn og þakklæti er að
hafa eignast Tryggva að vini.
Þakklæti fyrir að hann gaf óspart
úr gnægtabrunni mannkosta
sinna, hvert samneyti við hann
sem reyndist mér dýrmætur lær-
dómur og veganesti, örlætið með
myndum sínum og sögum.
Þegar ég kvaddi Tryggva á
Droplaugarstöðum í október síð-
astliðnum fannst mér lífsblóm
hans fölnandi, líkt og blómin að
hausti, þannig var það líka í rödd
hans í símtali í desember, en hef-
ur nú líkt og gróðurinn lagst í
dvala og kvatt þessa jarðvist. Þar
með hefst nýtt upphaf fyrir hon-
um og blómið hans vaknar til
annars lífs.
Minningarnar um góðan dreng
og vin ylja mér og fjölskyldu
minni sem og myndirnar sem við
höfum fyrir augum á hverjum
degi, sögurnar hans gleymast
ekki.
Gerði og börnunum vottum við
dýpstu samúð og biðjum góðan
Guð að styrkja þau í sorg sinni og
varðveita minningu Tryggva
Ólafssonar.
Benedikt Jónsson.
Á degi sem þessum, þegar
kvaddur er kær vinur, er það
hugsvölun að horfa á myndirnar
hans og láta þær vekja minning-
ar.
Sú elsta er frá sumrinu 1959,
ári áður en við útskrifuðumst
stúdentar saman, máluð með
þekjulitum og sýnir söluskála við
þjóðveginn austur af Írafoss-
virkjun. Pensilförin eru express-
jónísk, forgrunnurinn mógulur
og himinninn fagurblár með hvít-
um skýjaslæðum, Búrfellið
dimmblátt og húsþökin rauð.
Kominn á miðjan aldur virti hann
myndina fyrir sér að nýju, í senn
íbygginn og ánægður, og trúði
mér fyrir því að þetta sumar
hefði hann verið hugfanginn af
„stelpunni sem afgreiddi í sjopp-
unni“.
Önnur er frá námsárum okkar
í Kaupmannahöfn, hluti af sýn-
ingunni Jern og tusch, biksvört
olíumynd með einni ljósgrárri
pensilstroku, láréttri. Hann
nefndi hana gjarnan felumyndina
og aftók með öllu að hún ætti
rætur í tilvistarstefnu Sartres en
lét gott heita, væri þess getið til
að í henni mætti skynja sterka
hrynjandi djassins, sem vitað var
að hann unni.
Frá svipuðum tíma, um það
leyti er Gígja fæddist, er lítil
tússmynd sem sýnir á hrífandi
hátt samspil ljóss og skugga. Of-
ar á veggnum trónir svarthvít
mynd af Ólafi Jóhanni Sigurðs-
syni rithöfundi sem við félagarnir
kunnum báðir vel að meta, drög
að olíumálverki.
Og loks myndin Vaka, máluð
1983, þegar hann hafði náð há-
punkti þroskaferils síns. Fyrir
miðju er umkomulaust korna-
barn í óvirkum lit, umlukt marg-
víslegum hlutum, lifandi og dauð-
um, sem dregnir eru fínlegum
dráttum á skærbláan grunn, og
eldrauð paprika neðst í öðru
horninu.
Tryggvi Ólafsson var alla tíð
vinnuhestur, þekkti ungur brauð-
strit og sjósókn, og undi sér
hvergi betur en framan við trön-
urnar. Það aftraði honum samt
ekki frá því að gleðjast með glöð-
um og var þá jafnan hrókur alls
fagnaðar. „Það þykir mér verst,
Steini, að geta ekki unnið leng-
ur,“ sagði hann við mig síðast
þegar ég sá hann núna á nýliðinni
aðventu, þá farinn að kröftum.
Og að skilnaði þetta: „Kysstu
kærustuna þína!“
Sárt er að vita hann horfinn,
hann sem í huga vina sinna var
salt jarðar. Megi það vera hugg-
un Gerði, Stíg, Gígju og Þrándi.
Farðu í friði, vinur.
Þorsteinn Gunnarsson og
Valgerður Dan Jónsdóttir.
Fallinn er frá góður vinur og
félagi eftir erfið veikindi. Ég
kynntist Tryggva og Gerði hinn
1. september 1968 sem leigjandi í
Stampesgade. Að kynnast
Tryggva, Gerði og börnum
þeirra, sem þá voru Stígur og
Gígja, er eftirminnilegt. Tryggvi
bjó yfir ótrúlegum frásagnar-
hæfileikum og sagði skemmtilega
frá hvort sem það var málaralist
sem var hans svið, djass sem var
hans áhugamál eða kvikmyndir
þar sem ákveðnir leikstjórar voru