Morgunblaðið - 14.01.2019, Qupperneq 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
Guðrún Heiður Ísaksdóttir, myndlistarkona, sviðslistarkona,skáld og plötusnúður, á 30 ára á afmæli í dag. „Þessa daganaer ég að vinna mikið með hljómsveitinni minni the Post Per-
formance Blues Band sem er líka gjörningalistahópur. Við spiluðum
með FM Belfast núna í desember og erum að fara í æfingahelgi út á
land að æfa gott sjóv, en hljómsveitin heldur tónleika í London síðar á
árinu.“ Guðrún sér meðal annars um taktana í hljómsveitinni en hún
er einnig plötusnúður og gengur undir nafninu Byssukisi. „Ég spila
alls konar tónlist, hef verið að rifja upp pönkið sem mér hefur fundist
vanta í bænum en svo fer það eftir því hvar ég er að spila.“
Árið 2017 kom út fyrsta ljóðabók Guðrúnar, Mörufeldur, móður-
hamur og er sú bók hluti af Meðgönguljóðum hjá útgáfunni Partus.
Ljóð Guðrúnar hafa einnig birst á öðrum vettvangi, m.a. í bókinni Inn-
vols og tímaritinu Neptún.
Eiginmaður Guðrúnar er Sveinn Steinar Benediktsson, listamaður
og plötusnúður, og dóttir þeirra heitir Dýrfinna og er 4 ára.
Guðrún var ekki alveg búin að ákveða hvað hún ætlaði að gera í til-
efni dagsins þegar blaðamaður ræddi við hana fyrir helgi. „Ég var bú-
in að hugsa mikið hvað ég ætlaði að gera, en dóttir mín er með
streptókokkasýkingu svo ætli ég verði ekki bara heima með henni að
byggja virki. En það er aldrei að vita hvað gerist.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afmælisbarnið Guðrún er plötusnúður og er einnig í hljómsveitinni
Post Performance Blues Band sem er ekki blúshljómsveit.
Í æfingabúðir með
gjörningalistahópi
Guðrún Heiður Ísaksdóttir er þrítug í dag
H
elgi Magnússon fædd-
ist í Reykjavík 14.
janúar 1949. Fjöl-
skyldan bjó þá á
Grenimel en flutti á
Einimel um miðjan sjöunda áratug-
inn. Helgi bjó í Reykjavík fyrstu
árin eftir að hann flutti að heiman
en hefur búið á Seltjarnarnesi
síðustu 40 árin.
Hann gekk í Melaskóla og Haga-
skóla, brautskráðist frá Verslunar-
skóla Íslands 1970 og lauk prófi í
viðskiptafræði frá Háskóla Íslands
1974. Helgi varð löggiltur endur-
skoðandi í apríl 1975.
Hann hefur verið Valsari alla ævi
þrátt fyrir að vera fæddur og upp-
alinn í miðju KR-hverfi. Helgi er
beðinn um skýringu á þessu:
„Ég tók þetta upp eftir pabba,
sem var einlægur Valsari. Og
vegna þess hve einn ég var með
þessa hugsjón á mínum æskuslóð-
um varð ég bara enn meiri Vals-
maður en ella. Á því er ekkert lát.“
Helgi er spurður um önnur
áhugamál en Val. „Ég hef alltaf les-
ið mikið. Mér líður vel ef ég les mér
til gagns 30-40 bækur á ári. Ég er
mjög forvitinn og fylgist vel með
fjölmiðlum, einkum stjórnmálum
og viðskiptalífinu. Ég stundaði
lengi vel laxveiðar mér til ánægju
með skemmtilegum félögum, en
áhuginn hefur dvínað eftir því sem
meiri áhersla hefur verið lögð á að
„veiða og sleppa“. Þess í stað hef ég
valið „að sleppa því að veiða“. Á
seinni árum höfum við hjónin snúið
okkur að golfinu í vaxandi mæli.
Þar fer engum sögum af mínum
afrekum!
Þegar ég var ungur þótti mér
sjötugt fólk gamalt. Mér finnst það
ekki lengur. Alla vega ekki hvað
sjálfan mig varðar. Ég er á fullri
ferð enda nýt ég þess að vinna og
hafa nóg fyrir stafni. Þannig sækist
ég eftir að hafa það sem lengst.“
Helgi starfaði við endurskoðun
hjá öðrum og í eigin rekstri til árs-
ins 1986. Eftir það var hann for-
stjóri ferðaskrifstofunnar Útsýnar,
ritstjóri Frjálsrar verslunar og tók
árið 1992 við starfi framkvæmda-
stjóra Hörpu hf. Hann stýrði því
fyrirtæki og síðar Hörpu Sjöfn hf.
þar til snemma árs 2005.
Frá þeim tíma hefur Helgi sinnt
fjárfestingum og átt sæti í ýmsum
stjórnum. Hann var í bankaráði Ís-
landsbanka 1997-2005, sat í stjórn
Samtaka iðnaðarins í tólf ár, þar af
sem formaður 2006-2012 og þá
samtímis í stjórn og framkvæmda-
Helgi Magnússon framkvæmdastjóri – 70 ára
Ljósmynd/Gígja Einarsdóttir
Framkvæmdastjórinn Helgi nýtur þess að vinna og hafa nóg fyrir stafni og vill hafa það þannig sem lengst.
Valsari úr Vesturbænum
Hjónin Arna og Helgi í Kaupmanna-
höfn síðastliðið sumar.
Reykjavík Agnes
Elva Ingadóttir
fæddist 25. júlí
2018 kl. 17.08. Hún
vó 3.090 g og var
48 cm löng. For-
eldrar hennar eru
Sandra Dögg
Jónsdóttir og Ingi
Þór Jónsson.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Við notum ekki MSG í súpuna okkar.
Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins.
Súpan er fullelduð og aðeins
þarf að hita hana upp
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is