Morgunblaðið - 14.01.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 14.01.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Engin fjárfesting í byggðar- málum er betri en að bæta innviði í samgöngum. Það er mín bjarg- fasta sannfæring enda höfum við oft séð straumhvörf og þróun mála snúast við þegar jarðgöng eða betri vegir eru komnir. Ég tel því engan vafa leika á því að með Vaðlaheiðargöngum muni margt breytast við Eyjafjörð og í Þing- eyjarsýslum og að á næstu árum verði það eitt helsta vaxtarsvæði landsins,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Norðaust- urkjördæmis. Andstaða var víða Vaðlaheiðargöng voru opnuð formlega síðastliðinn laugardag. Langþráður draumur var þar með í höfn en um tuttugu ár eru síðan hugmynd kom í umræðuna. Fljót- lega var svo farið að þrýsta á þing- menn kjördæmisins um liðsinni. Þegar Hvalfjarðargöngin voru komin í gagnið 1998, gerð af Speli ehf, ýtti það við fólki og farið var í fullri alvöru að skoða hvort fara mætti svipaða leið við Vaðla- heiðargöng. „Sjálfur var ég í upphafi vantrúaður á að umferð væru svo mikil að veggjöld gætu alfarið staðið undir kostnaði við göng um Vaðlaheiði. Var því áhugasamur um að ríkið kæmi einnig að stofn- framkvæmdum. Fyrir slíku var ekki pólitískur stuðningur og því tók hlutafélagið málið alla leið,“ segir Steingrímur sem dregur enga dul á að verkefni þetta hafi víða mætt andstöðu. Margir hafi sagt kostnað of mikinn og ganga- gerðin tefði önnur brýnni verkefni í vegagerð. „Þetta er misskilningur. Tímabundið brúarlán til fram- kvæmda voru veitt af ríkinu, sem svo eignast göngin þegar lang- tímalán hafa verið greidd upp eft- ir 30 ár eða svo,“ segir Stein- grímur. Mikil andstaða Sem samgönguráðherra 1988-1991 kom Steingrímur að fyrstu samningum ríkisins við Spöl um Hvalfjarðargöng, en deilt var mjög hart á það verkefni. Ýmsir héldu því t.d. fram að gangagerð væri óframkvæmanleg og ef hún tækist myndu flestir aka áfram fyrir fjörð enda væru veggjöld engum boðleg. „Röksemdirnar gegn Vaðla- heiðargöngum voru mjög svipaðar og varðandi Hvalfjörðinn. Ef við svo skoðum þetta langt aftur þá hafa sennilega allar stór- framkvæmdir í samgöngumálum á Íslandi verið umdeildar. Við mun- um sum t.d. hve andstaðan gegn Borgarfjarðarbrúnni var mikil. Þar gekk mikið á. Sama má segja um Vestfjarðargöngin, hvar sumir vildu hætta við legginn sem er úr þeim miðjum niður í Súg- andafjörð. Svona gæti ég nefnt fleiri dæmi. Og hver segist í dag með stolti hafa barist gegn Hval- fjarðargöngunum, sennilegu arð- bærasta framkvæmd á Íslandi fyrr og síðar,“ segir Steingrímur sem úr tíð sinni í samgönguráðuneyt- inu minnist gerð Ólafsfjarðar- ganga, sem voru opnuð 1. mars 1991. „Opnun Ólafsfjarðarganga er mesta gleðihátíð sem ég hef nokkru sinni verið á. Finna ánægj- una, fá faðmlögin og sjá hvern ein- asta Ólafsfirðing brosa út að eyr- um. Vegurinn um Múlann var hættulegur og að fara þar um lá eins og mara á fólkinu eftir þau hræðilegu slys sem þarna höfðu orðið. Með jarðgöngunum breytt- ist allt. Sama vil ég trúa að gerist núna með Vaðlaheiðargöngum, þegar við erum laus við Víkur- skarðið, farartálma þar sem ég hef setið fastur í bílnum mínum klukkustundum saman um hánótt í blindbyl. Nefni ég þá ekki neyðina þegar sjúkrabílar hafa stöðvast þarna á leiðinni með fárveikt fólk eða fæðandi konur.“ Í þágu samfélagsins alls Á næstu vikum verður tekið til umfjöllunar frumvarp sam- gönguráðherra sem gerir ráð fyr- ir að framkvæmdir við samgöngu- bætur á og við höfuðborgarsvæðið verði fjármagnaðar með veg- gjöldum. Ríkið eða fyrirtæki þess slái lán fyrir vegagerð og þau verði svo greidd af þeim sem nota nýju vegina. „Ég skynja að fólk er í dag tilbúið að skoða nýja leiðir við fjár- mögnun í samgöngumálum. Okkar bíða risavaxin verkefni í vegagerð og þrýstingurinn á um að hafist verði handa er mikill. Svigrúmið er þó lítið og nú er komið að endurhugsa þarf alla gjaldtöku af umferðinni þegar bílar sem nota skattlagt jarðefnaeldsneyti eru á útleið og rafknúin ökutæki að taka við. Tekjumódelið sem hefur gilt til þessa er að hrynja og því þarf að nálgast málin upp á nýtt með heildstæðri nálgun. Þar þarf póli- tíska rökræðu sem ég, sem forseti Alþingis, ætla að halda mig utan við en get sagt almennt að ég er opinn fyrir veggjöldum séu út- færsla verkefnanna rétt og í þágu samfélagsins alls,“ segir Stein- grímur að síðustu. Norðurland verður vaxtarsvæði með Vaðlaheiðargöngum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Alþingismaður „Allar stórframkvæmdir í samgöngumálum hafa verið umdeildar,“ segir Steingrímur. Bjargföst sannfæring Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Borgarskjalasafn hefur til athugun- ar hvort safnið skuli aðhafast í tengslum við Braggamálið svo- nefnda, en Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, hefur farið fram á að Borgarskjalasafn athugi hvers vegna ýmis skjöl hafi ekki reynst til- tæk og verið eytt. „Þegar það liggur fyrir þá verða menn að taka afstöðu til þess hvað er gert,“ sagði hann í samtali við mbl.is, en fulltrúar úr borgarminnihlutan- um munu á næsta borgarstjórnar- fundi flytja tillögu þess efnis að Braggamálinu verði vísað til héraðssak- sóknara. Svanhildur Boga- dóttir, borgarskjala- vörður, kveðst lítið geta tjáð sig um málið og að til skoð- unar sé hvort safnið aðhafist í málinu, m.a. með hliðsjón af nýlegum ákvæð- um laga um opinber skjalasöfn, en safnið heyrir undir skrifstofu borg- arstjóra og borgarritara. „Við erum að byrja að skoða málið og munum kanna hvort við gerum eitthvað í því. Við munum tilkynna um það ef við ákveðum að gera eitt- hvað í þessu,“ segir Svanhildur, en hún kveðst nú bíða þess að verða kölluð fyrir borgarráð. „Ég hef ekki verið boðuð á ákveðinn fund, en mér er sagt að það verði á næstunni. Þá mun ég fara yfir þessi mál með borgarráði,“ segir hún. Skoða yfirleitt ekki einstök mál Aðspurð segir Svanhildur að ekki hafi áður komið upp mál af þessum toga enda séu eftirlitsákvæði lag- anna nýleg. Því þurfi að athuga hvernig Borgarskjalasafn beri sig að í málinu. „Samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn, þá höfum við eftirlit með skjalavörslu hjá Reykjavíkurborg,“ segir Svanhildur, en hún segir að- spurð að venjulega séu einstök mál ekki skoðuð af Borgarskjalasafni, heldur hafi safnið almennt eftirlit með skjalavörslu. T.a.m. hafi verið gefin út skýrsla síðasta haust um stöðu skjalavörslu hjá borginni. „Við eigum eftir að skoða hvað við gerum í sambandi við þetta mál,“ segir hún. Kanna hvort safnið aðhafist í málinu  Borgarskjalasafn skoðar Braggamálið  Athuga hvernig safnið skuli bera sig að skv. nýjum lögum Svanhildur Bogadóttir Morgunblaðið/Hari Bragginn Verkefnið hefur orðið að einu stærsta bitbeininu í Reykjavík. JóiPé og Króli eru vinsælustu tón- listarmenn ársins 2018 samkvæmt Tónlistanum og Lagalistanum sem unnir eru hjá Félagi hljómplötu- framleiðenda. Á Tónlistanum koma fram vinsælustu plötur ársins en á Lagalistanum þau vinsælustu. Á toppi heildarlista Tónlistans fyrir árið 2018 trónir plata JóaPé og Króla, Afsakið hlé, í öðru sæti er Floni með plötuna Floni en JóiPé og Króli eiga einnig þriðja sætið á list- anum með plötunni Gerviglingri. Við vinnslu Tónlistans er tekið mið af heildarspilun platna á tónlist- arveitunni Spotify og hún umreikn- uð í seld eintök platna í nokkrum verslunum. Eiður Arnarsson, for- maður Félags hljómplötuframleið- enda, segir aðferðina vera sam- kvæmt alþjóðlegum stöðlum. „Þúsund spilanir á tíu laga plötu teljast eitt eintak. Þetta er nálgun sem langflest lönd í Evrópu hafa notað og miðast gróflega við verð- mæti spilunar,“ segir Eiður. Tvímenningarnir sitja einnig á toppi Lagalistans með lagið Í átt að tunglinu, af plötunni Afsakið hlé. Í listanum felst samantekt á mest spiluðu eða vinsælustu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, Xinu 977, Rás 2 og K100, en auk þess er tekið mið af fjölda spil- ana á Spotify. Íslenskir listamenn koma oft við sögu á listunum og eru t.a.m. fjórir efstu listamenn Tónlistans íslenskir, en á eftir Hugin, sem situr í fjórða sæti listans með plötuna Eini strák- ur (Vol. 1), kemur bandaríski tónlist- armaðurinn Post Malone með plöt- una beerpong and bentleys. Á Laga- listanum er að finna mun fleiri erlenda listamenn en í 22 sætum á eftir topplagi JóaPé og Króla sitja erlend lög. Í 24. sæti er Friðrik Dór ásamt Jóni Jónssyni með lagið Á sama tíma á sama stað. JóiPé og Króli vinsælastir í fyrra  Á toppi Lagalistans og Tónlistans Morgunblaðið/Eggert Efstir JóiPé og Króli eru efstir á Lagalistanum og Tónlistanum. Árið gert upp » Afsakið hlé var vinsælasta platan en á eftir henni komu Floni og Gerviglingur. » Vinsælasta erlenda platan var beerpongs and bentleys með Post Malone. » Í átt að tunglinu var mest spilað í útvarpi. » One Kiss með Calvin Harris og Dua Lipa var næstmest spil- aða lagið. » Í þriðja sæti Lagalistans var Aldrei heim með Aroni Can. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.