Morgunblaðið - 14.01.2019, Page 17

Morgunblaðið - 14.01.2019, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019 SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR-LAUSU Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Lengi hefur verið deilt um það hvort Lýðveldið Makedónía eigi nokkurt tilkall til nafnsins Makedóníu. Nú hefur þessi deila teflt framtíð ríkis- stjórnar Alexis Tsipras, forsætisráð- herra Grikklands, í tvísýnu. Panos Kammenos, varnarmála- ráðherra Grikklands, sagði af sér embætti í gær vegna deilna sinna við Tsipras um fyrirhugaða breyt- ingu á nafni Lýðveldisins Makedón- íu. Kammenos er formaður Sjálf- stæðra Grikkja, sem sitja í ríkisstjórn Grikklands ásamt flokki forsætisráðherrans, Syriza. Tsipras hefur síðasta árið staðið í samninga- viðræðum við Zoran Zaev, forsætis- ráðherra Makedóníu, um að Make- dónía skuli héðan í frá heita Lýðveldið Norður-Makedónía. Tsipras og Zaev undirrituðu samn- ing þess efnis hinn 17. júní síðastlið- inn og Makedóníumenn staðfestu hann á föstudaginn. Arfleifð Alexanders Deilan um nafn Makedóníu kann að virðast léttvæg en hún hefur í reynd mikla þýðingu fyrir framtíð landsins. Frá því að Makedónía hlaut sjálfstæði hafa Grikkir verið heldur ósáttir við nafn landsins og hafa því beitt sér gegn því að Make- dónía hljóti aðild að Evrópusam- bandinu og Atlantshafsbandalaginu. Ástæðan er sú að Makedónía er einnig nafn á héraði í norðurhluta Grikklands og Grikkir óttast að grannríkið í norðri geri tilkall til þessa landsvæðis með því að notast við sama nafnið. Á fornöld var hell- eníska konungsríkið Makedónía þar sem gríska héraðið Makedónía er nú, en þar fæddist Alexander mikli. Nafnið Makedónía hefur því mjög þjóðernislega merkingu í huga Grikkja og er þeim lítt skemmt yfir því að slavneska fyrrverandi Júgó- slavíulýðveldið til norðurs reyni að eigna sér arfleifð Alexanders. Fyrri ríkisstjórnir Makedóníu hafa verið duglegar að reisa styttur af honum og nefna flugvelli í höfuðið á honum. Síðasta tækifæri Tsipras Viðræður um að breyta nafni Makedóníu í Norður-Makedóníu hófust árið 2017 eftir að Zoran Zaev og Jafnaðarmannabandalagið kom- ust til valda í Makedóníu. Mörgum Grikkjum finnst sú nafnbreyting hins vegar ekki nógu róttæk og vilja ekki að ríkið kenni sig við neinn hluta Makedóníu. Þess vegna hefur Kammenos nú sagt af sér ráðherra- embætti sínu og hyggst kjósa gegn Tsipras í fyrirhugaðri atkvæða- greiðslu um traustsyfirlýsingu sem Tsipras hefur kallað til á gríska þinginu. Tsipras vonast til þess að vinna traust á þinginu og samþykki fyrir nafnbreytingunni með hjálp eigin flokksmanna, andófsmanna úr flokki Kammenosar, og þingmanna flokksins To Potami. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Nýtt lýðræði, er mjög mótfallinn nafn- breytingunni og þykir sigurstrang- legur í kosningum sem haldnar verða á árinu. Því má samningurinn heita dauður ef Tsipras tekst ekki að fá samþykki fyrir honum núna. Stofnar grísku stjórninni í hættu  Varnarmálaráðherra Grikklands segir af sér vegna deilna um nafn Makedóníu  Alexis Tsipras kall- ar eftir atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu á stjórn sína og samþykkt samnings um nafnbreytingu Venesúelamenn búsettir í Argentínu komu sam- an í Búenos Aíres á laugardaginn til að mótmæla stjórn Nicolás Maduros, forseta Venesúela. Hér sjást mótmælendur með grímur af andliti forset- ans. Á rauðu línunni yfir andliti hans stendur: „Ég viðurkenni þig ekki.“ Maduro var endur- kjörinn í fyrra en eftirlitsmenn efast um að kosn- ingarnar hafi farið sómasamlega fram og mörg ríki viðurkenna ekki lögmæti stjórnar hans. AFP Fjöldamótmæli gegn Nicolás Maduro í Argentínu Þróunarsam- band Suður- Afríkuþjóða (SADC) kallaði í gær eftir endur- talningu á at- kvæðum eftir forsetakosning- arnar sem fóru fram í Austur- Kongó um ára- mótin. Félix Tshisekedi, einn af frambjóðendum stjórnarandstöðunnar, var lýstur sigurvegari kosninganna þann 10. janúar en Martin Fayulu, annar frambjóðandi stjórnarandstöð- unnar, telur að kosningatölum hafi verið hagrætt. Hann heldur því fram að Tshisekedi hafi gert sam- komulag við flokk Josephs Kabila, fráfarandi forseta landsins, um að deila völdum. Því hafi ríkisstjórnin hjálpað Tshisekedi að hafa rangt við. SADC kallaði eftir stofnun þjóð- stjórnar sem skuli halda utan um endurtalningu á atkvæðunum. End- urtalning myndi að sögn þeirra „styrkja almenningstraust, reisa brýr og treysta lýðræðisstofnanir“. AUSTUR-KONGÓ Kallað eftir endurtalningu Stuðningsmenn Martins Fayulu Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Bólivísk yfirvöld handtóku í fyrra- dag Cesare Battisti, fyrrum meðlim í ítölskum kommúnískum skæruliða- samtökum, sem sakfelldur var fyrir fjögur morð á Ítalíu á áttunda ára- tug síðustu aldar. Battisti var meðlimur í samtökum Vopnaðra öreiga fyrir kommúnisma (ítalska: Proletari Armati per il Comunismo) sem voru virk á hinum svokölluðu „blýárum“ Ítalíu á átt- unda áratugnum. Hann var hand- tekinn árið 1979 en flúði úr fangelsi tveimur árum síðar og slapp til Frakklands. Árið 1987 var hann dæmdur, að sér fjarverandi, í lífs- tíðarfangelsi fyrir ferfalt morð. Battisti hafði síðustu ár verið bú- settur í Brasilíu og hafði notið verndar þáverandi forseta landsins, Luiz Inácio Lula da Silva. Lula hafði ekki fallist á að framselja Battisti til Ítalíu en Michel Temer, sem var for- seti þar til um áramótin, féllst á framsal hans í desember. Jair Bolsonaro, núverandi forseti Brasilíu, hafði gert handtöku og framsal Battisti að kosningaloforði í aðdraganda kjörs síns í fyrra. Batt- isti lagði á flótta eftir að Bolsonaro náði kjöri en var í fyrradag handtek- inn í Bólivíu. Áætlað er að hann verði fluttur til Brasilíu og síðan framseldur til Ítalíu. Framsal Battisti innsiglar banda- lag ríkisstjórna Brasilíu og Ítalíu, sem báðar þykja popúlískar og hneigjast lengst til hægri. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, var einn af fyrstu ráðamönnum Evr- ópu sem studdu framboð Bolsonaros opinberlega. Battisti hefur neitað því að vera sekur um morðin og heldur fram að hann muni sæta pyntingum í fang- elsi á Ítalíu. Gamall skæruliði loks handtekinn  Gómaður eftir nærri 40 ár á flótta AFP Skæruliði Battisti eftir að hann var handtekinn í Bólivíu um helgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.