Morgunblaðið - 14.01.2019, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Áhugaverðarumræðurum kjara-
mál fóru fram í
þættinum Þing-
völlum á K100 í
gærmorgun. Þar
var meðal annars staðfest hve
mikil áhrif húsnæðismál hafa
inn í þær kjaraviðræður sem
nú standa yfir. Kostnaður við
húsnæði er stór hluti af út-
gjöldum heimilanna og hátt
húsnæðisverð hefur mikil
áhrif á það hversu mikið
launamenn hafa á milli hand-
anna til annarrar framfærslu.
Skortur á húsnæði og rang-
ar áherslur í byggingu íbúðar-
húsnæðis hafa þrýst upp hús-
næðisverði. Engum blöðum er
um það að fletta að mest áhrif
hefur haft sú stefna borgar-
yfirvalda að hafna eðlilegri
þróun borgarinnar út fyrir
núverandi byggð svæði. Þétt-
ingarstefnan sem rekin er
áfram af trúarhita hefur þess
vegna haft gríðarleg áhrif á
þá stöðu sem upp er komin á
vinnumarkaði og gæti endað
með ósköpum ef allir helstu
samningsaðilar fara ekki að
sýna lipurð og semja í sam-
ræmi við raunveruleikann.
Nú er það svo að borgar-
yfirvöld gætu lagt töluvert af
mörkum til yfirstandandi við-
ræðna með því að kynna
breytta stefnu í skipulags-
málum, en því miður eru litlar
líkur á jákvæðum fréttum úr
þeirri átt inn í kjaramálin. En
hver er þá raunveruleikinn
sem semja þarf út frá? Hann
er meðal annars sá að fyrir-
tæki eiga í mestu erfiðleikum
með að standa undir þeim
kjarabótum sem þegar hafa
verið gerðar og launþegar
hafa fengið að njóta á liðnum
árum. Ekki er hægt að efast
um þetta með skynsamlegum
rökum, þó að spunamenn og
falsfréttahöfundar haldi
gjarnan fram fjarstæðu-
kenndum málflutningi um
þetta efni.
Raunveruleikinn er einnig
sá að launamenn hafa fengið
miklar kjarabætur á liðnum
árum þó að einstaka áróðurs-
menn reyni að halda öðru
fram.
Ásdís Kristjánsdóttir, for-
stöðumaður efnahagssviðs
Samtaka atvinnulífsins,
fjallaði um staðreyndir í
þessu efni í Viðskiptamogg-
anum í liðinni viku og sagði
meðal annars: „Hvort sem
flett er upp í gagnagrunni
Hagstofu Íslands, OECD eða
Hagstofu Evrópusambands-
ins segja tölurnar sömu sögu.
Á Íslandi ríkir einn mesti
tekjujöfnuður innan OECD,
meðallaun eru þau næsthæstu
innan OECD og
lágmarkslaun þau
þriðju hæstu.
Jafnvel þótt leið-
rétt sé fyrir háu
verðlagi á Íslandi
eru laun hér á
landi há í alþjóðlegum sam-
anburði. Launahlutfall á Ís-
landi er jafnframt það hæsta
innan OECD – með öðrum
orðum þá rennur hvergi
stærri hluti virðisauka efna-
hagslífsins til launþega en á
Íslandi. Þetta er ekki slæmur
félagsskapur til að vera leið-
andi í en innan OECD eru alls
36 lönd, sem flest teljast til
þróuðustu ríkja heims.“
Þá bendir Ásdís á að á
fyrstu ellefu mánuðum ársins
í fyrra hafi raunlaun hækkað
að meðaltali um 3,8% og því
verið með mesta móti miðað
við önnur OECD-ríki. Þetta
sé mun meiri hækkun en hag-
vöxturinn, sem hafi verið
2,2%, sem er enn ein staðfest-
ing þess að boginn hefur ver-
ið þaninn til hins ýtrasta.
Þeir sem nú fara fyrir fé-
lögum og samtökum launa-
manna eru í eftirsóknarverðri
stöðu. Og þetta er staða sem
fáir forverar þeirra, ef nokk-
ur, fengu að kynnast. Haldi
þeir skynsamlega á málum
geta þeir tryggt launamönn-
um áframhaldandi kjarabæt-
ur ofan á þann fordæmalausa
lífskjarabata sem náðst hefur
á liðnum árum. Þetta væri
stórsigur sem allir launa-
menn gætu fagnað. Og þetta
er ekki óraunsætt markmið,
þvert á móti er þetta það sem
blasir við ef samið verður
fljótt og á skynsamlegum nót-
um.
Hin leiðin er líka í boði en
hún væri mikill ósigur allra,
ekki síst launamanna. Það er
sú leið sem einstaka spuna-
menn blekkingarvefja tala
fyrir og hafa náð eyrum
sumra innan verkalýðshreyf-
ingarinnar. Þetta er leið
óraunsærra kröfugerða sem
setja myndi atvinnulífið á
hliðina og felur ekkert í sér
annað en verkföll og vel-
ferðartap.
Næstu dagar geta ráðið úr-
slitum um hvor leiðin verður
valin. Þeir munu þá ekki að-
eins ráða úrslitum um það
hvernig núverandi forystu-
mönnum verkalýðshreyfing-
arinnar tókst að spila úr
þeirri góðu stöðu sem þeir
fengu upp í hendur. Þeir
munu einnig ráða úrslitum
um kjör almennings hér á
landi á næstu árum. Ábyrgð
þeirra sem við samninga-
borðið sitja er því mikil og
vonandi að þeir taki sig nú á
og rísi undir henni.
Næstu dagar geta
ráðið miklu um kjör
almennings hér á
landi á næstu árum}
Mikið í húfi
Á
síðasta ári dró verulega úr
ávísunum lækna á lyf sem
valdið geta ávana og fíkn en
tölur landlæknisembættisins
sýna að ávísunum á ópíóíðalyf,
sem eru sterk verkja- og róandi lyf, og
methýlfenidat, sem er örvandi lyf, fækkaði
umtalsvert. Verkefnisstjóri hjá embætti
landlæknis segir mega rekja þennan sam-
drátt í ávísunum til vitundarvakningar
meðal lækna og breyttra áherslna í verkja-
meðferð.
Misnotkun lyfja sem valdið geta ávana
og fíkn hefur farið hratt vaxandi undan-
farin ár og haft í för með sér alvarlegar af-
leiðingar. Eitt af mínum fyrstu verkum
sem heilbrigðisráðherra var að stofna
starfshóp sem falið var að gera tillögur um
aðgerðir til að stemma stigu við mis- og ofnotkun
geð- og verkjalyfja. Hópurinn skilaði mér tillögum í
maí sl. sem miðuðu meðal annars að því að takmarka
magn ávanabindandi lyfja í umferð hér á landi, styðja
við góðar ávísanavenjur lækna og efla eftirlit. Marg-
ar af tillögum starfshópsins eru þegar komnar til
framkvæmda. Ný reglugerð um lyfjaávísanir, nr.
1266/2017, tók gildi 1. júlí sl. en í henni felast ýmis
nýmæli sem miða að því að veita læknum meira að-
hald en áður í lyfjaávísunum og stuðla að öruggari
lyfjanotkun. Má þar nefna að með tilkomu
hennar er ekki heimilt að ávísa ýmsum
lyfjum, sem valdið geta ávana og fíkn,
lengur en til 30 daga notkunar í senn. Þá
þarf að liggja fyrir lyfjaskírteini sjúklings
til að fá afgreidd lyf úr ákveðnum lyfja-
flokkum og auknar kröfur eru um að ein-
staklingar sýni skilríki í apótekum til að fá
slík lyf afgreidd.
Mikilvægt er sömuleiðis að huga að ör-
yggi þeirra einstaklinga sem þegar eru í
neyslu með skaðaminnkun að leiðarljósi. Í
samráðsgátt stjórnvalda eru nú til um-
sagnar áform mín um að koma á fót
öruggu neyslurými fyrir einstaklinga sem
neyta vímuefna með sprautubúnaði og er
umsagnarfrestur til 27 janúar.
Þrátt fyrir að dregið hafi úr ávísunum
lyfja sem valdið geta ávana og fíkn er notkun slíkra
lyfja meiri hér en annars staðar á Norðurlöndunum
og ljóst að leita þarf allra leiða til að stemma stigu
við misnotkun þeirra. Það er von mín að þær aðgerð-
ir sem gripið hefur verið til stuðli að lausn vandans
og eru tölur landlæknisembættisins um samdrátt í
ávísunum umræddra lyfja vísbending um að við séum
á réttri leið.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Jákvæð þróun í lyfjaávísunum
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Eyjólfur Guðmundsson,rektor Háskólans á Akur-eyri, segir það mjög já-kvætt að horft sé til þess
að fólk geti komið inn í háskólana á
mismunandi forsendum en það muni
hins vegar auka samkeppni um náms-
stöður. Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, hefur nú frumvarp í bígerð sem
mun rýmka heimildir háskólanna til
að taka inn nemendur án eiginlegs
stúdentsprófs. Eyjólfur segir breyt-
inguna góða fyrir samfélagið. „Það er
líka gott fyrir háskólana að vera með
fjölbreyttara námsumhverfi og gerir
ekkert annað en að setja þær kröfur á
háskólana að skilgreina vel hvað fólk
þarf að hafa í færni og hæfni til þess
að stunda tiltekið nám. Þetta þýðir þá
ekkert annað en aukna samkeppni
um þær námsstöður sem fyrir hendi
eru í dag,“ segir Eyjólfur og bætir við
að HA hafi verið að þrengja inntöku-
skilyrðin upp á síðkastið. „Við höfum
verið að taka upp fleiri svokallaða
numerus clausus þar sem við tak-
mörkum fjölda nemenda sem komast
að á fyrsta misseri vegna þess að við
erum komin yfir þak í þeim nem-
endaígildafjölda sem við fáum út-
hlutað frá ráðuneytinu,“ segir Eyjólf-
ur.
71 fékk undanþágu í HÍ
Afar fáir hafa sótt háskólanám á
síðustu árum án eiginlegs stúdents-
prófs. Samkvæmt upplýsingum frá
Háskóla Íslands fékk einungis 71
undanþágu frá skilyrðum um stúd-
entspróf við innritun í skólann árið
2018. Þar áður voru það 83 og ekki
nema 42 árið 2016.
Spurður um hlutfall nemenda án
stúdentsprófs í Háskólanum á Akur-
eyri segir Eyjólfur þá ekki vera
marga. „Það er heimild í lögunum eða
reglugerð um að vera með allt að 10%.
Við höfum aldrei fullnýtt þá heimild
fyrir skólann í heild. Kannski fyrir
einstakar námsbrautir en aldrei fyrir
skólann í heild. Síðastliðið sumar urð-
um við að skera þetta niður vegna
gríðarlegs fjölda umsókna sem komu
inn það árið, þannig að á síðasta ári
vorum við með færri en nokkru sinni
sem voru með einhvers konar
diplómanám.“
Hann bendir hins vegar á að ef
frumvarpið verði að lögum séu nokkr-
ar spurningar sem mennta-
málaráðuneytið þarf að svara. „Við
viljum fá aukna fjölbreytni og ég er
alveg 100% sammála því að það þarf
að vera tækifæri fyrir fólk með
starfsmenntun til að eiga beint að-
gengi að háskólum en í dag myndi
það einfaldlega þýða meiri sam-
keppni. Þá er stóra spurningin til
stjórnvalda: Ætlist þið þá til að við
flokkum betur eða búum til strangari
inntökuskilyrði? Ætlist þið til þess að
háskólinn stækki?“
Ábyrgðin til háskólanna
Ari Kristinn Jónsson, rektor Há-
skólans í Reykjavík, fagnar einnig
frumvarpinu og segir jákvætt að
ábyrgðin og ákvörðunarvaldið um
hverjir séu hæfir til að koma inn í há-
skóla sé hjá háskólanum. „Það er
langbesti staðurinn, þar er fólk hæf-
ast til að taka ákvörðunina. HR hefur
sér í lagi alltaf stutt við að iðnmennt-
aðir eigi leið inn í háskóla. Þar höfum
við lagt ýmislegt til; rekum náms-
brautir í iðnfræði og byggingarfræði
þar sem sveinspróf þarf bara til að
komast inn,“ segir Ari. Hann bendir á
að HR hafi alltaf getað valið hverjir
kæmust inn í nám eða ekki enda ekki
ríkisrekinn. „Það er í örfáum grein-
um sem við erum með fjöldatakmark-
anir en almenna reglan hefur verið og
mun verða áfram hjá okkur að taka
inn alla sem við teljum hafa það
sem þarf til að ljúka há-
skólanámi hjá okkur. Því að
markmið okkar er að mennta
það fólk sem íslenskt at-
vinnulíf þarf á að halda.“
Eykur samkeppni
meðal námsmanna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nýnemar í HÍ Ef frumvarp Áslaugar Örnu, þingmanns Sjálfstæðisflokks-
ins, verður að lögum geta iðnmenntaðir átt greiðari leið að háskólanámi.
Jón Atli Benediktsson, rektor
Háskóla Íslands, tók í síðustu
viku vel í fyrirhugað frumvarp
um breytingar á inntökuskil-
yrðum háskólanna. „Ef fólk
hefur þann bakgrunn sem það
þarf ætti það að vera fullnægj-
andi,“ sagði Jón Atli í samtali
við mbl.is. Að sögn Jóns Atla
kom Áslaug Arna að máli við
hann áður en hún lagði þetta
fram og kynnti tillögurnar.
„Það er lykilatriði að há-
skólastofnanir séu tilbúnar að
vera í sífelldri vinnu með inn-
tökuskilyrðin,“ segir Jón Atli.
Hann sagði að ef þetta frum-
varp yrði að lögum gæfi það
nauðsynlegt færi á enn frekari
endurskoðun á inn-
tökuskilyrðum í
háskólann.
Jafnframt
væri það verðug
spurning hvort
þetta rýrði gildi
stúdents-
prófsins. Svo
væri þó ekki,
segir hann.
Frekari skoðun
nauðsynleg
REKTOR HÁSKÓLA ÍSLANDS
Jón Atli
Benediktsson