Morgunblaðið - 14.01.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 14.01.2019, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019 Íslenskt efnahags- líf hefur náð sér á strik eftir kreppuna. Þetta hefur gerst þrátt fyrir alþjóð- legan mótbyr í kjölfar hennar og misráðna efnahagsstefnu, hringlandahátt og undirmál í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Kaupmáttur heimilanna hefur vaxið hröðum skrefum og er nú hærri en nokkru sinni fyrr í hagsögunni. Þessi bati vekur aðdáun erlendis en telst varla fréttnæmur í innlendum fjölmiðlum. Á Alþingi Íslendinga verður þessi bati tilefni til að krefjast aukinna útgjalda ríkisins. Sumar þessara krafna eiga rétt á sér. Umræðan bendir á hinn bóg- inn ekki til þess að á Alþingi gæti aðhalds eða umhyggju fyrir aflafé heimilanna. Á sama tíma halda nýir for- kólfar verkalýðshreyfingarinnar galvaskir inn á margtroðnar lend- ur gamaldags kjarabaráttu. Á þeirri eyðimörk, sem við þvæld- umst um í tvo áratugi, hækkaði krónutala launanna en kaupmátt- urinn lækkaði og þjóðin safnaði skuldum. Á áratugunum þeim hlutu margir sína eldskírn í launa- baráttu og í stjórnmálum. Laskað réttarfar Þótt íslenskt samfélag hafi náð vissum efnahagslegum bata eftir kreppuna 2008 er ýmislegt enn í ólagi sem þá laskaðist. Það á m.a. við um réttarfarið sem beið alvar- legan hnekki í pólitískum réttar- höldum. Til þeirra var efnt fyrst og fremst af mikilli heift. Þeir hat- römmustu hafa enn ekki allir bitið úr nálinni. Þeim er vorkunn, enda virðast þeir ekki hafa mikið annað að nærast á en heiftina. Réttarhöldin fóru fram annars vegar á Alþingi og hins vegar í Landsdómi þar sem minnihlutinn bjargaði heiðri dómsins, að svo miklu leyti sem það var hægt. Nú er gerð tilraun til að leiðrétta það sem þá gerðist á Al- þingi. Fyrir þinginu liggur í annað sinn ályktunartillaga 16 þingmanna um að rangt hafi verið að höfða mál gegn fyrr- verandi ráðherrum, en í kjölfar þeirrar ákvörðunar var fyrr- verandi forsætisráð- herra, Geir H. Haarde, einn dreg- inn fyrir landsdóm. Það kemur í ljóst hvernig þessari þingsálykt- unartillögu reiðir af. Minnkandi aðhald Á sama tíma eru að gerast tíð- indi innan Seðlabanka Íslands. Sú var tíðin að þremur seðla- bankastjórum þess banka var vik- ið úr starfi með sérstakri laga- setningu – og það fyrir engar sakir. Þó lá það fyrir að einn seðlabankastjórinn hafði haft uppi þau orð að Íslendingar ættu ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Það fékk hann síðan staðfest í dómsorði EFTA dómstólsins. Bankastjórarnir voru sviptir emb- ætti á grundvelli lögleysu og póli- tískra undirmála. Mun meira umburðarlyndi ef ekki hreint tómlæti ríkir nú innan ríkisstjórnar Íslands í garð núver- andi seðlabankastjóra. Hann hef- ur árum saman misbeitt valdi sínu og brotið lög m.a. á fyrirtækjum í sjávarútvegi, eins og nýgengnar niðurstöður í dómskerfinu sýna glögglega. Ein af sérkennilegri af- leiðingum fjármálakreppunnar virðist vera sú að æðstu embætt- ismenn búa nú við minna aðhald en áður. Tvístígandi stjórn- málaflokkar Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki náð vopnum sínum. Flokkarnir þurfa öflugt flokksstarf og öfluga formenn. Margt má eflaust segja um Jón Baldvin Hannibalsson, en það verður ekki af honum skafið að hann var leiðtogi. Brautin sem hann ruddi orkaði tvímælis, svo vægt sé tekið til orða. Það segir hins vegar sína sögu um leiðtoga- hæfileikana, að löngu eftir að Jón Baldvin hafði látið af formennsku hlutu sósíaldemókratar íslenskir – hvaða flokksheiti sem þeir kusu að skýla sér á bak við – ekki sálu- hjálp, fyrr en gamli foringinn ráð- lagði þeim að flytja ekki inn í brennandi hús og átti þar við Evr- ópusambandið. Viðvörun Jóns dugði þó ekki öllum til. Heim- ilisfangið – þar sem núverandi for- maður Samfylkingarinnar brenn- ur í skinninu að hýsa þjóðina til framtíðar – er sjálf brunarústin, sem Jón Baldvin varaði við. Mínum gamla flokki hefur ekki tekist að öðlast fyrri styrk og fer því raunar fjarri. Þó hefur hann löngum verið talinn trúverðugur í efnahagsmálum, sem nú standa vel þótt blikur séu á lofti. Eftir gjörningaveðrið sem gekk yfir þjóðina í kjölfar kreppunnar, vissi Sjálfstæðisflokkurinn hvorki fylli- lega í hvorn fótinn ætti að stíga né hvort styðja ætti manninn, sem taldi að Íslendingar ættu ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Það kom yfir flokkinn umkomuleysi sem kostaði hann mikið. Á ögur- stundu var ekki laust við að skipið ræki fyrir veðri og vindum. Menn geta leyft sér að hika á örlaga- stundu til að freista þess að sigla milli skersins og bárunnar. En til lengdar þarf fumlausa siglingu og góða kjölfestu. Hugsjónir Sjálfstæðisflokksins taka lit af samtímanum, hver sem hann er. En þær breytast ekki í grunninn. Virðing fyrir ein- staklingnum og frelsi hans til að taka ábyrgð á eigin lífi heldur sínu gildi. Ríkisvald þarf að njóta tiltrúar og hvíla á sterkum efna- hagslegum grunni. En þrúgandi ríkisbákn og sligandi skattheimta grafa undan lýðræðinu. Brýnt er að forysta Sjálfstæð- isflokksins tali á nýjan leik af ein- urð fyrir grunngildum sínum. Með þeim hætti einum getur flokkurinn náð sínum fyrri styrk og á nýjan leik orðið boðberi skynsemi í íslenskum stjórn- málum og kjölfestan í vönduðu stjórnarfari. Stór álitaefni Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn nýtur stuðnings tæps fjórðungs kjósenda í skoðanakönnunum og situr í þriggja flokka stjórn, má gera ráð fyrir að flokkurinn verði að leita málamiðlana. Á hinn bóg- inn er óskynsamlegt fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að forðast umræðu um stærstu stjórnmálaleg álita- efni samtímans eða frysta þau í þeim tilgangi að tryggja setu flokksins í ríkisstjórn. Álitamálin snerta annars vegar Evrópusambandið og þá upplausn og óeiningu, sem þar hefur búið um sig. Hins vegar varða þau Ís- land og EES-samninginn. Hann er aðgangur okkar að fjórfrelsinu svonefnda en teygir sig æ meir út yfir þann ramma, sem markaður var við samningsgerðina. Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra telur að kröfur ESB til EFTA-ríkja um einsleitni hafi vaxið. Hann telur áhyggju- efni í Evrópusamvinnunni „að það þyki boðlegt gagnvart Íslandi að krefjast þess að vald sé framselt til stofnana sem við eigum enga aðild að“. Ég deili skoðun hans og finnst ólíklegt að hún muni spilla samstarfi ríkisstjórnarinnar. Ég tel mig vita að mikill meirihluti sjálfstæðisfólks hafi einnig af þessu talsverðar áhyggjur. Nú hefur skotið upp kollinum sú hugmynd að sníða stjórnarskrá Íslands sérstaklega að því reglu- verki, sem veitir okkur aðgang að fjórfrelsinu. Regluverkið hefur með tímanum breikkað þennan aðgang og ríður með hverju árinu þéttara net um það svigrúm sem höfum til að ráða málum okkar sjálf. Þessi nýja hugmynd um stjórnarskrárbreytingu er ann- arleg og ekki beinlínis til merkis um að grundvöllur lýðræðisins sé að styrkjast. Uppruni regluverks EES getur ekki með góðu móti flokkast undir alþjóðasamstarf, eins og þeir sem enn styðja aðild að ESB gjarnan leggja áherslu á. Evrópusam- bandið er ekki alþjóðastofnun, frekar en Sovétríkin á sínum tíma. ESB er fjölþjóðlegt, pólitískt tollabandalag, sem dregur í sí- auknum mæli til sín fullveldi þeirra þjóða, sem sambandið mynda. Þessa valdaafsals hefur gætt hér á landi fyrir tilverknað EES-samningsins. Hann hefur reynst vera ásælinn. Þau svið, sem talin voru skýrt afmörkuð við samningsgerðina, hafa þanist út. Fyrir utan þær áhyggjur, sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur viðrað og lúta að EES- samningnum, er full ástæða til þess að fylgjast vel með vegferð lýðræðisins undir merkjum Evr- ópusambandsins. Fyrir utan innri lýðræðishalla, sem ESB hefur nefnt svo og glímt við lengi án ár- angurs, fylgjast menn nú með því í forundran hvernig ein rótgrón- asta lýðræðisþjóð heimsins engist og spriklar í neti Evrópusam- bandsins. Virðist hvorugur að- ilinn, hvorki Evrópusambandið né Bretland, ráða við það úrlausn- arefni að finna því síðarnefnda út- gönguleið sem virðir lýðræðislega ákvörðun, lágmarkar erfiðleikana, og leggur grunn að samstarfi und- ir nýjum merkjum. Allt hefur þetta áhrif á okkur. Það er skylda okkar að fylgjast náið með þessari þróun og draga af henni ályktanir um hagsmuni Íslands. Eftir Tómas Inga Olrich » Þessi nýja hugmynd um stjórnarskrár- breytingu er annarleg og ekki beinlínis til merkis um að grundvöll- ur lýðræðisins sé að styrkjast. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Uppdráttarsýki Fleiri lifa nú leng- ur og betur en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Einstaklingar gera vel í því ævilangt að huga að heilsunni og temja sér heilbrigðan lífsstíl, sem að jafn- aði skilar sér í bættri heilsu. Á efri árum safnar fólk á sig langvinnum sjúkdómum, þó að á heildina litið hafi dregið úr fötl- un. Ef fólk fellur ekki skyndilega frá má reikna með því að allra síðasta æviskeiðið einkennist af veikindum og færnitapi af margvíslegu tagi. Gagnstætt hug- myndunum um hinn helga stein og áhyggjulaust ævikvöld er ellin undir það síðasta ekkert lamb að leika við. Birtingarmyndir lífsins á efri árum eru margvíslegar. Fyrst er að telja að fólk getur verið frískt og sjálfbjarga lengst af en fallið frá skyndilega eða með þyngri veikindum að lokum. En eldra fólk getur einnig þurf að glíma við margvísleg veikindi frá fyrri árum, allt frá fötlun í æsku til fíknisjúkdóma og alvarlegra geð- sjúkdóma. Þá glímir margt eldra fólk við sjúkdóma sem gefa sig fyrst til kynna á miðjum aldri eða efri árum, svo sem krabbamein, hjarta-, æða- og eða lungnasjúkdóma, taugahrörnunarsjúk- dóma eða heilaáföll, til það nefna það sem algengast er. Og þá er ekki aðeins um einn sjúkdóm að ræða heldur marga sjúkdóma samtímis. Þessum sjúkdómum fylgir alloft vitræn og/eða líkamleg skerðing og andleg vanlíðan. Að lokum fellur fólk frá. Það getur gerst skyndilega en oftast er aðdrag- andi, sem getur verið stuttur eða langur. Lífsskrá – óskir um meðferð Það þyrfti að endurvekja hug- takið um lífsskrá, þar sem fólk getur látið á lögformlegan hátt í ljós óskir sínar um meðferð ef al- varlegir sjúkdómar gera vart við sig og ef fólk missir ráð og rænu tilnefnt umboðsmann sinn í sam- skiptum við hlutaðeigandi aðila í heilbrigðisþjónustunni. Þetta verkefni var komið á góðan rek- spöl innan Embættis Landlæknis en það dróst úr hömlu að rafvæða þessar óskir fólks þannig að upp- lýsingarnar yrðu aðgengilegar að- ilum í heilbrigðisþjónustunni all- an sólarhringinn árið um kring. Í stað þess að taka skrefið til fulls var verkefnið slegið út af borð- inu. Þar sem verkefni af þessu tagi hafa verið útfærð vel og vandlega hefur fólk verið vald- styrkt í aðkomu sinni að hvað mikilvægustu ákvörðunum í lífi hverrar manneskju. Sú tilfinning er til þess fallin að skapa fólki ró. Og um leið og lífsgæði og ánægja með heilbrigðisþjónustu hafa vax- ið herfur einnig verið sýnt fram á að lífsskráin er innlegg í aukna hagkvæmni heilbrigðisþjónust- unnar. Víða þjónusturof Öldrunarþjónusta á höfuð- borgarsvæðinu er ekki eins og smurð vél eða keðja þar sem allir hlekkir eru jafnsterkir. Ég tel að halda megi fram með nokkrum rétti að þjónusturof komi víða fram. Þó að ýmislegt sé vel gert er samtenging ýmissa þátt mjög oft veikburða, svo sem milli heilsugæslulækna og sérfræð- inga, heilsugæslulækna og heima- hjúkrunar og sjúkrahúss og heilsugæslu og heimahjúkrunar. Eða þá að það eru átök um ábyrgð á viðfangsefnum eins og sést í sumum atriðum milli sveit- arfélaga og ríkis, þar sem ekki verður betur séð en sum sveit- arfélög meðhöndli málaflokkinn af mjög svo tamörkuðum metn- aði. Allt sem fer úrskeiðis í þjón- ustu við eldra fólk í samfélaginu er líklegt til þess að leiða til inn- lagna á bráðamóttöku og í fram- haldinu á sjúkrahúsið og auka þrýsting á fjölgun hjúkrunar- rýma. Þetta er hið kunnuglega stef. Nú eru nálægt 300 ein- staklingar á hverjum tíma með færni- og heilsumat fyrir hjúkrunarrými, þar af um 50 manns á sérhæfðum deildum Landspítala, um 70 manns á Víf- ilsstöðum og Vesturlandi en aðrir búa heima með stuðningi ætt- ingja, heimahjúkrunar og sumir með aðgengi að dagþjálfun fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóm. Úr þessum viðjum þarf að brjótast með nokkurri aukningu hjúkrunarrýma en til þess að þetta verði ekki sagan endalausa þarf að beita hugviti og þróa fjöl- breyttar lausnir til að mæta þörf- um eldra fólks og tryggja því sjálfstæði sem lengst á eigin veg- um. Fjölgun rýma yrði til bóta Það vekur athygli að árið 2017 létust um 180 manns með gilt færni- og heilsumat í bið eftir varanlegri dvöl og á árinu 2018 er fjöldinn vel yfir 100. Flestir þess- ara einstaklinga falla frá á fyrstu 12 vikunum. Meginskýringin á þessum háu dánartölum fólks með færni- og heilsumat fyrir hjúkrunarrými er hörgull á líknarrýmum. Flestir þeirra ein- staklinga sem deyja skömmu eftir færni- og heilsumat hafa verið sjálfbjarga í eigin búsetu en greinast fremur skyndilega með útbreiddan eða lokastigssjúkdóm. Það ætti ekki að fara framhjá fagfólki að einstaklingarnir hafa verulega skertar lífslíkur. Þessu fólki er beint í þann farveg að sækja um hjúkrunarrými þegar lífslokanálgun ætti fremur við. Tíu rúma líknardeild fyrir eldra fólk var lokað í kjölfar hrunsins. Sú deild þjónaði hundrað manns á ári með meðallifun einn mánuð. Með því að fjölga rýmum í líkn- arþjónustu um 10 til 15 mætti stórbæta þjónustu við þetta fólk. Áherslan væri þá á lífsgæði og einkennameðferð en ekki hvaða hjúkrunarheimli ætti að sækja um án þess að tekið sé á hugs- uninni að lífslok eru í nánd. Stað- reyndirnar liggja fyrir um þenn- an hóp sem beinlínis er settur í rangan þjónustufarveg. Lausnin er til þess að gera einföld og full- reynd áður. Hér ætti ekki að þurfa miklar fundarsetur eða skýrslugerð til þess að koma mál- um á framkvæmdastig. Eftir Pálma V. Jónsson » Gagnstætt hug- myndunum um hinn helga stein og áhyggju- laust ævikvöld er ellin undir það síðasta ekkert lamb að leika við. Pálmi V. Jónsson Höfundur er yfirlæknir öldrunar- lækninga á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Ný hugsun, lífsskrá og líknar- rými í öldrunarþjónustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.