Morgunblaðið - 14.01.2019, Page 20

Morgunblaðið - 14.01.2019, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019 Lögum samkvæmt á lífeyrir aldraðra og ör- yrkja að hækka í sam- ræmi við hækkun launa en aldrei að hækka minna en vísi- tala neysluverðs. Mikill misbrestur hefur orðið á því að þessu laga- ákvæði væri fylgt. Líf- eyrir hefur dregist aft- ur úr í launaþróun. Laun hafa hækkað margfalt meira en laun. Lítum á þróun þessara mála síðustu árin. Launahækkun 13-44% – Hækkun lífeyris 3% Árið 2015 urðu miklar almennar launahækkanir. Verkalýðshreyf- ingin krafðist þess að lægstu laun hækkuðu í 300 þús kr. á mánuði á þremur árum. Það gekk eftir. Efling og fleiri verkalýðsfélög undirrituðu nýja kjarasamninga 15. maí 2015. Samkvæmt þeim hækkuðu laun við undirritun um 14,5% en þau hækk- uðu um 40% á þremur árum, 2015- 2018. Framhaldsskólakennarar sömdu um 44% hækkun launa á þremur árum, grunnskólakennarar sömdu um 33% launahækkun á þremur árum og 11% hækkun til við- bótar gegn afsali kennsluafsláttar, læknar sömdu um 25-40% launa- hækkun á þremur árum, hjúkr- unarfræðingar fengu 23,9% hækkun á fjórum árum, BHM 13% á tveimur árum, mjólkurfræðingar 18% hækkun og svo mætti áfram telja. Þessi launaþróun leiddi í ljós 13-44% launahækkun á umræddu tímabili. Á sama tíma og þetta gerðist fengu aldraðir og öryrkjar 3% hækk- un. M.ö.o.: Það var far- ið á svig við laga- ákvæðið. Lífeyrir fylgdi ekki launaþróun. Laun hækkuðu nær tvöfalt meira en örorkulífeyrir Öryrkjabandalag Íslands fékk Talnakönnun, Benedikt Jóhann- esson, fyrrverandi fjármálaráð- herra, til þess að rannsaka þróun launa og lífeyris öryrkja á ákveðnu árabili. Útkoman var þessi: Lág- markslaun hækkuðu á tímabilinu 2008-2013 um 54,3% en lífeyrir ör- yrkja hækkaði á sama tímabili að- eins um 29%. Laun þingmanna, embættis- manna og ráðherra hækkuðu miklu meira á umræddu tímabili en al- menn laun. Þannig hækkuðu laun þingmanna um 70% á árunum 2015 og 2016. Laun háttsettra embættis- manna hækkuðu um allt að 48% með úrskurði kjararáðs 2016. Hækk- anirnar voru afturvirkar í 18 mán- uði. Laun þeirra embættismanna sem um ræddi hækkuðu upp í 1,2 millj.-1,6 millj. á mánuði. Laun ráð- herra hækkuðu um 64% 2015 og 2016, hækkuðu í 1,8 milljón kr. á mánuði; laun forsætisráðherra hækkuðu í rúmar 2 milljónir á mán- uði. Ráðherrar hafa mikil hlunnindi, t.d. frían bíl og bílstjóra, mikil fríð- indi í sambandi við ferðalög til út- landa o.fl. Þingmenn njóta einnig mikilla hlunninda, svo sem aksturs- styrkja, húsnæðisstyrkja, skrifstofu- styrkja og ríflegra dagpeninga í ferðalögum. Aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að aldraðir og öryrkjar hafa verið skildir eftir í kjara- og launaþróun. Lög hafa verið brotin á þeim. Það hefur verið níðst á öldr- uðum og öryrkjum í kjaramálum. Það er ekki unnt að orða það á annan hátt. Aldraðir og öryrkjar geta ekki sætt sig við slíka meðferð lengur. Mál er að linni. Laun hafa hækkað miklu meira en lífeyrir TR Eftir Björgvin Guðmundsson » Aldraðir og öryrkjar hafa verið skildir eftir í kjara- og launaþróun. Lög hafa verið brotin á þeim. Þeir geta ekki sætt sig við slíka meðferð. Björgvin Guðmundsson Höfundur er fyrrv. borgarfulltrúi vennig@btnet.is Maður er nefndur Jón Baldvin og er Hannibalsson. Sat á þingi 1982-1998, ráð- herra 1987-1995 og formaður Alþýðu- flokksins 1984-1996. Þá var hans mátturinn og dýrðin. „Einn sér- deilis góður og frómur herra“, samgróinn öllu sem einn toppkrata má prýða, vinur Kananna á Vell- inum, borðnautur toppanna í NATO og ávallt til þjónustu reiðubúinn við þá sem eiga Ísland. Verður þó helst í minnum hafður vegna einstakrar eljusemi við að gylla fyrir þjóð sinni inngöngu í Evrópusambandið. Þangað tókst honum og sálufélögum hans ekki að koma Íslendingum. Aftur á mótti átti hann drjúgan þátt í að koma þjóð sinni inn í forgarð þess fyrir aldarfjórðungi, Evrópska efnahags- svæðið, EES. Þar húkir Ísland nú, eftir mikil umbrot þar á bæ, ásamt tveimur öðrum þjóðum, Noregi og Liechtenstein. Nú kemur Jón Baldvin, nærri áttræður maðurinn, og á greiðan aðgang að fjölmiðlum og fordæmir það sem hann áður unni. Í viðtali við RÚV í apríl 2016 líkti hann ESB við brennandi hús sem enginn maður fer inn í. Í Útvarpi Sögu 1. nóvember og „Silfrinu“ stuttu síðar lýsti hann því hvernig draumarnir hans dýru hafa breyst í andhverfu sína. „Evrusvæðið er algjörlega misheppnað,“ sagði hann. „Það er vegna þess að það er kerfislægur galli í hönnuninni. Þetta er eins og hús sem er skakkt á grunninum og heldur hvorki vatni né vindum.“ Nokkuð góðar þessar húsasamlík- ingar hjá honum. Og það var meira blóð í kúnni. EES-ríkin þrjú búa við það sem Jón Baldvin kallar e-mail-lýðræði. Sem þýðir að þótt þau teljist full- valda fá þau æ meira magn lög- gjafar sent í pósti þessum og eru að auki háð eftirliti og dómsúrskurðum EFTA-dómstólsins. Hann sagði líka: „Evr- ópa er í fjár- málakreppu með spillt og rotið fjármálakerfi. Hefur ekki tekið á því og hún er pólitískt for- ystulaus. Mamma Merkel hefur aldrei tekið eina einustu ákvörðun um að leysa mál út frá neinu öðru en skammtímahags- munum Þýskalands.“ Í Silfrinu hnykkti hann betur á þessu atriði og sagði: „Pólitíkin í ESB er eins og hún er í fyrsta lagi út af for- ustuleysi og í öðru lagi vegna þess að fjármagnseigendur ráða þarna lögum og lofum.“ Hefði alveg mátt bæta því við að þýsk heims- valdastefna hefur næstum náð því sem henni tókst ekki í tveimur heimstyrjöldum; að læsa klónum í þær féþúfur Evrópu sem einhver veigur er í. Jón Baldvin sagði einnig í viðtal- inu í Útvarpi Sögu að innleiðing á orkupakka 3 frá ESB myndi leiða til þess að orkuverð á Íslandi hækkaði. Þetta er rétt. Þeir kost- uðu líka sitt orkupakkar nr. 1 og 2, sem búið er að innleiða. Þar var kveðið á um að aðskilja skyldi framleiðslu og dreifingu á orku. Sá „aðskilnaður“ er nú ekki meiri en svo að orkuframleiðslufyrirtækin eiga dreifingarfyrirtækið Landsnet hf. með húð og hári. Eigendur Landsnets hf. eru: Landsvirkjun 64,74%, Orkubú Vestfjarða 5,98%, Rarik 22,50% og Orkuveita Reykja- víkur 6,78%. Það eina sem gerðist var að búið var til fokdýrt bákn, Landsnet hf., sem teygir anga sína vítt um land, með tilheyrandi skrif- stofum, stjórn, stjórum og starfs- fólki. Reikningurinn sendur orku- notendum í landinum, öðrum en þeim sem eru með langtímasamn- inga (stóriðjan). Með þessu var ESB að undirbúa jarðveginn fyrir mögulega nýtingu Evrópu á orku frá Íslandi. Með orkupakka 3 verða Íslendingar að undirgangast allt regluverkið sem þar liggur að baki og afsala sér yfirstjórn á eigin orkumálum til ACER, yfirþjóð- legrar orkustofnunar Evrópu. Í ályktun á Landsfundi Sjálf- stæðisflokksins í mars 2018 um iðn- aðar- og orkumál var klykkt út með þessum orðum: „Sjálfstæð- isflokkurinn hafnar frekara fram- sali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópu- sambandsins. Hluti sjálfstæðis- manna undir forustu iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ætlar þó að virða þessa ályktun að vettugi. Eru sjálfstæðismenn aftur orðnir langs- um og þversum eins og fyrir meira en öld? Á flokksþingi Framsókn- arflokksins í mars 2018 voru nánast einróma samþykktar ályktanir gegn frekara framsali fullveldis á sviði orkumála. En svo hefur Fréttablaðið orðrétt eftir iðnaðar- ráðherra: „Það er engin óeining innan ríkisstjórnarinnar um málið.“ Guð hjálpi þér, mannlega eymd. Hvað er að frétta hjá verkalýðs- hreyfingunni um þetta mál? Graf- arþögn þar á bæ. Öðru vísi mér áð- ur brá. Hún barðist af hörku gegn afsali íslenskra landsréttinda og gegn erlendri hersetu á Íslandi, einkum á árunum 1945-1951, gegn inngöngu Íslands í NATO 1949, gegn inngöngu Íslands í Efnahags- bandalag Evrópu 1962 og fyrir út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur í fjórum áföngum á ár- unum 1952-1975. Veralýðshreyf- ingin var pólitísk og pólitísk bar- átta er ekki það sama og hags- munabarátta gegn atvinnu- rekendum og ríkisstjórn. Fagfélagsstefna heitir það og breytir ekki þjóðskipulaginu á nokkurn hátt. Maður var nefndur Eftir Ólaf Þ. Jónsson »Nú líkir Jón Baldvin ESB við brennandi hús sem enginn maður fer inn í. Ólafur Þ. Jónsson Höfundur er skipasmiður. Vormenn Íslands voru þeir nefndir sem í byrjun 20. aldar efldu þjóðerniskennd lands- manna, stöppuðu stáli í þjóðina og börðust fyr- ir sjálfstæði og bjartri framtíðarsýn. Nú er öldin önnur og sú óáran virðist hrjá sumt fólk að hafa þörf fyrir að tala niður til eigin þjóðar og þeirra starfa sem helgað hafa brauðstritið í erfiðisvinnu gegnum árin. Verst er þó þegar talað er niður til unga fólksins og sagt að það sé ofdekrað og framtakslaust. Raddir bölmóðsins heyrast víða og oft meðal þeirra sem lítið þekkja til erfiðisvinnu, vanmeta náungann og ofmeta sjálfan sig. Það er algengt að heyra því haldið fram að við Íslendingar séum íhalds- samir á okkar menningu og tökum ekki nógu vel á móti útlendingum og komi það fyrir að útlendingar sem hér dvelja kvarta undan einhverju þá er strax ákveðið að það sé allt Íslend- ingum að kenna. Raddir bölmóðsins telja eðlilegt að erlendir innflytjendur varðveiti menningararf uppruna síns en jafn sjálfsagt að nauðsynlegt sé að lappa upp á gömul og góð íslensk gildi með erlendum áhrifum. Ef útlend- ingar læra ekki íslensku þá er það álit bölmóðsins að það sé allt Íslendingum að kenna. Svona ofurgestrisni flokkaðist í mínu ungdæmi undir það sem kallað var undirlægjuháttur. Sem betur fer eru erlendir innflytjendur langflestir ánægðir hér og bera landsmönnum vel söguna og ástæðulaust að fela það. Sá áróður hefur lengi verið í gangi að Íslendingar vilji ekki vinna í fiski og raunar ekki verkamannastörf yf- irleitt. Hvort þessum áróðri var hrundið af stað til að réttlæta gegnd- arlausan innflutning útlendinga í lág- launastörf veit ég ekki, en þarna er á ferðinni niðurlægjandi umræða um undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar, sem túlka mjög auðmýkjandi viðhorf til verðugra starfa verkafólks. Þegar svo við þennan áróður bætist að unga fólkið okkar er sagt sérhlífið og latt og alið upp í ofdekri, keyrt í skóla og hangi þess á milli yfir tölvu- leikjum, þá er viðurstyggð eyðilegg- ingarinnar í áróðri orðin niðurbrjót- andi afl á sjálfsímynd þjóðarinnar og gróinni verkmenningu. Sem svar við nefndum andstyggð- aráróðri kemur hér lítil frásögn. Mér er minnisstætt þegar sjón- varpsfréttakona var stödd, að ég held á Vopnafirði, fyrir nokkrum árum. Þar var þá sú staða að óvenjumikið var að gera í fiskverkun og svo mikið að unglingar voru kallaðir til starfa eins og algengt var fyrr á árum. Fréttakonan beindi hljóðnemanum að tveim stúlkur á að giska 14 ára göml- um og spurði þær hvort þeim fyndist ekki leiðinlegt að vinna þessa vinnu. Önnur stúlkan svaraði á þessa leið „Nei, þetta er ekki leiðinlegt, þetta er sko gaman.“ Viðtalið var þar með bú- ið. Blessuð stelpan svaraði spurning- unni eins og sönnum Íslendingi sæm- ir, því íslenskum ungmennum hefur alltaf þótt og mun alltaf finnast gam- an að reyna á skrokkinn og takast á við erfið lík- amleg störf, þau eru ungum og hraustum lík- ama áskorun og þjálfun til uppbyggingar fyrir heilbrigt andlegt og lík- amlegt líf. Í dreifðum byggðum landsins skiptir atvinna öllu máli. Fólk spyr ekki hvort störfin séu leið- inleg, það að hafa vinnu er það sem máli skiptir. Verkamannastörf eru undirstaðan undir öll önnur störf, þar lærir fólk að stilla saman hug og hönd, beita vél- um, verkfærum og sýna verktækni. Enda segir Biblían að verður sé verkamaðurinn launa sinna. Atvinnurekstur Það er þjóðarmein að lagalegt um- hverfi skuli vernda kennitöluflakk. Enginn á að hagnast á því að fara á hausinn. Þeir óhæfari halda þá velli en þeir sem standa vilja og falla með atvinnurekstri sínum hrekjast frá því að samkeppnisumhverfið er heið- arleika og manndómi í óhag. Breytt siðferði í atvinnurekstri er nú þjóðarsmán. Gömlu gildin um virðingu fyrir starfsfólki í láglauna- störfum virðist hjá sumum fyr- irtækjum liðin tíð. Hagnaðarsjón- armið og arðgreiðslur til skráðra eigenda eru nú málið og andi maura- púkans situr við stjórnvölinn. Reglan sem áður var „skilvísi og sátt við sam- félagið“ er nú „greiða sem minnst og taka sem mest“. Íslenskir iðnaðarmenn og verka- fólk, sem þekkti rétt sinn og starfs- skyldur, hraktist úr landi á hrun- árunum og tók með sér mikinn mannauð í starfsþekkingu og siðferð- issýn í atvinnuháttum. Afleiðingin var óöldinni hagstæð og flóðgátt opn- aðist, þar sem erlent verkafólk streymdi/streymir inn í landið. Fólk sem, samkvæmt fréttum, er svikið í kaupi og kjörum og sagt er að þræla- hald blómstri nú á Íslandi. Sumir vilja selja raforkuna úr landi sem er í líkingunni svona álíka vit- rænt fyrir framvindu atvinnulífsins og að selja úr sér blóðið. Það er gott þegar gengur vel í atvinnurekstri og fyrirtæki skila arði undir góðri stjórn, en það er slæmt ef blind auðhyggja tekur öll völd og gerir þjóðfélagið að ræningjabæli. Fjölmenningarvellan sem reynir að stjórna viðhorfum Íslendinga með því að læða neikvæðum viðhorfum minnimáttarkenndar inn í þjóðarsál- ina er í eðli sínu árás á sjálfstæðisvit- und landsmanna. Jákvæð viðhorf í orði og verki eru vorboðarnir nú eins og í byrjun 20. aldar. Íslandi allt. Ég bið íslenskri þjóð Guðs friðar. Bölmóður eða manndómur? Eftir Ársæl Þórðarson Ársæll Þórðarson » Verkamannastörf eru undirstaðan undir öll önnur störf, þar lærir fólk að stilla saman hug og hönd, beita vélum, verkfærum og sýna verktækni. Höfundur er húsasmiður. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.