Morgunblaðið - 14.01.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
✝ Tryggvi Ólafs-son fæddist í
Neskaupstað 1. júní
1940. Hann lést á
Droplaugarstöðum
3. janúar 2019.
Foreldrar hans
voru Ólafur Magn-
ússon skrif-
stofumaður, f. 5.
jan. 1907, d. 31.
okt. 1982, frá Foss-
árdal í Berufirði,
og Sigríður Bjarnadóttir hús-
freyja, f. 25. mars 1905, d. 24.
júlí 1957, frá Hraunkoti í Lóni.
Bróðir Tryggva var Loftur
tannlæknir, f. 24. febrúar 1942,
d. 17. nóv. 2005, kvæntur Hrafn-
hildi Höskuldsdóttur, f. 29. júlí
1942, d. 20. feb. 2012.
Tryggvi kvæntist 29. desem-
ber 1962 Gerði Sig-
urðardóttur, f. 2.
nóvember 1940.
Foreldrar hennar
voru Sigurður B.
Jónsson, loft-
skeytamaður í
Reykjavík, f. 29.
maí 1913, d. 31.
okt. 1995, og Guð-
ríður Sigurð-
ardóttir húsfreyja,
f. 13. mars 1913, d.
2. mars 1980. Börn Tryggva og
Gerðar eru: 1) Gígja, f. 13. júlí
1964, gift Ara Matthíassyni,
þau eiga þrjú börn. 2) Þrándur,
f. 1. maí 1979, kvæntur El-
ísabetu Halldórsdóttur, þau
eiga þrjú börn. Fyrir átti Gerð-
ur Stíg Steinþórsson, f. 18. jan.
1960, sem Tryggvi gekk í föð-
urstað, í sambúð með Sigur-
laugu Arnardóttur og á hann
fimm börn.
Tryggvi varð stúdent frá MR
1960. Hann lærði við Myndlista-
og handíðaskólann árin 1960-61
og síðan við Konunglega
listaháskólann í Kaupmanna-
höfn árin 1961-66. Tryggvi var
í hópi þekktustu og virtustu
myndlistarmanna þjóðarinnar
og voru verk hans í eigu fjöl-
margra listasafna á Íslandi og
erlendis og var stíll hans auð-
þekkjanlegur.
Tryggvi var riddari af
Dannebrog, handhafi fálkaorð-
unnar og hlaut verðlaun Jóns
Sigurðssonar forseta árið 2018.
Útför Tryggva fer fram frá
Neskirkju í dag, 14. janúar
2019, klukkan 13.
Ég veit að sá harmur sem ég
ber í brjóstinu eftir fráfall
Tryggva tengdaföður míns og
vinar í tæplega 35 ár stendur í
réttu hlutfalli við ást, hlýju og
leiðsögn sem ég fékk frá
Tryggva.
Það má segja að ég hafi tekið
út fyrirfram allt það sem hann
gaf mér af óbotnandi örlæti og
blíðu. Og ég veit að þær gjafir
munu duga mér ævilangt og að
þær hafa mótað mig og gert að
þeim manni sem ég er. Aldrei bar
skugga á og alltaf reyndist hann
mér vel, bæði í sorg og meðbyr.
Þess vegna eru tár mín þakklæt-
istár og Tryggvi mun alltaf verða
órjúfanlegur hluti af mér og
kannski ekki að undra þótt ég sé
svolítið meyr þessa dagana, ja
svona eins og góð Tryggvakjöt-
bolla í brúnni sósu.
En þetta er ekki kveðja því
mér dettur ekki í hug að móðga
Tryggva látinn enda lifir hann
innan í mér og verk hans tala við
mig á hverjum degi. Tryggvi
skýrði fyrir mér að listin er það
sem náttúran er ekki enda segir
hún hug listamannsins gagnvart
heiminum. Þótt það sé hægt að
telja upp það sem er á mynd þá er
slík upptalning ekki skýring á
hvað hefur gerst þegar hún var
sköpuð heldur táknar hún um-
fram allt hug listamannsins
gagnvart veröldinni, hún segir
hug listamannsins gagnvart
breytingu heimsins í tímanum.
Þess vegna get ég hitt Tryggva
aftur í myndum hans og við disk-
úterað og ég trúað honum fyrir
leyndarmálum og leitað ráða eins
og áður og fyrir það mun ég
verða þakklátur meðan ég dreg
andann.
Erfitt gæti reynst að þakka þetta allt
eins og verðugt væri.
Samt væri hægt að byrja til dæmis
með orðunum:
Ég þakka þér fyrir að sýna mér dýrðina
Ekki dýrð heimsins heldur dýrð lífsins.
(Sigurður Pálsson)
Ari Matthíasson.
Eftirvænting lá í loftinu þegar
von var á Tryggva í heimsókn.
Yfirleitt var hann með fangið fullt
af litríkum gjöfum handa krökk-
unum og afskorin blóm sem hann
hafði með sér alla leið frá Kaup-
mannahöfn. Hann var með
töskuna fulla af dýrðarinnar ost-
um, ostum sem hann hafði gaum-
gæfilega pakkað inn í gjafapappír
og merkt barnabörnum sínum og
þeir sem til þekkja vita að
Tryggvi var framúrskarandi inn-
pakkari. Gamle Ole komst greið-
lega til landsins án þess að nokk-
ur tollari yrði hans var. Svo var
alltaf Anton Berg handa frúnni.
Það gustaði um Tryggva, hann
hófst iðulega strax handa við að
elda hvítlaukskjúkling, frikadell-
ur eða coq au vin, með viska-
stykki um sig miðjan, rauðvíns-
glas og logandi vindil einhvers
staðar í eldhúsinu. Hann spurði
út í lífið og hlustaði, hafði brenn-
andi áhuga á fólki og sterkar
skoðanir á málefnum. Við rædd-
um fagurfræði og pólitík.
Tryggvi var mikill sósíalisti;
sagði mér að hann hefði aldrei
þótt prísa list sína nægilega hátt.
Sagðist miða við það að sæmilega
stór mynd ætti að kosta það sama
og grunnlaun kennara. Ef það
væri ekki nógu hátt væri eðlileg-
ast að berjast fyrir því að hækka
kennaralaunin.
Tryggvi var í senn heimsmað-
ur og höfðingi. Hann lagði sig
fram við að kynna fyrir börnun-
um liti, form og efni og opna fyrir
þeim dyrnar að allri heimsins list.
Hann sendi póstkort frá öllum
mögulegum stöðum sem hann
heimsótti, sagði frá söfnum sem
hann skoðaði, myndum sem hann
sá eða merkilegum mat sem hann
borðaði.
Fyrir nokkrum árum var ég að
skoða MOMA í New York ásamt
Freyju dóttur minni. Hughrif
hennar leyndu sér ekki þegar við
stóðum fyrir framan Dansinn eft-
ir Matisse. „Mamma! Þarna er
verkið hans afa, uppáhaldsverkið
hans.“
Það er mikil gjöf að hafa fengið
að verða samferða Tryggva um
stund. Takk elsku Tryggvi fyrir
að sýna mér litina í lífinu.
Lísa Kristjánsdóttir.
Elsku afi Tryggvi, okkur þótti
svo óskaplega vænt um þig og við
söknum þín alveg skelfilega. Bíl-
túrarnir inn í Hvalfjörðinn, Bæj-
arins bestu-pylsuferðirnar, Kola-
ports- og heimsóknirnar til þín
verða ekki fleiri og það sker í
hjörtun okkar við tilhugsunina.
Það hefur greinilega vantað
vandaðan myndlistarmann upp í
himininn því þú varst tekinn frá
okkur svona skjótt, við munum
lesa meira og teikna meira í
minningu um þig, elsku afi okkar.
Þínir afabossar:
Steinar Máni (Benjamín
tíundi), Sölvi og Sólbrá
Þrándarbörn.
In memoriam
Árið 1973 héldum við hjóna-
kornin til Kaupmannahafnar til
náms og starfa og dvöldum þar í
þrjú ár. Tveir drengpjakkar, syn-
ir okkar, Ari Gísli fimm ára og
Valgarður tveggja ára, voru með
í för. Við fengum ljómandi íbúð
hjá „en bolighaj“ sem átti að sögn
800 íbúðir viða um borgina. Um
líkt leyti flutti líka til Kaup-
mannahafnar Alfreð Flóki æsku-
vinur minn ásamt lífsförunaut
sínum Ingibjörgu Alfreðsdóttur
og bjuggu þau í næstu götu á
Söndshvilervej, sem Flóki nefndi
„Sindsygevej“ og átti það við
nokkuð að styðjast hjá þeim.
Fljótlega eftir flutninginn bauð
Flóki okkur að koma með þeim til
Tryggva Ólafssonar og konu
hans Gerðar Sigurðardóttur, sem
bjuggu stórbúi í útjaðri helsta
melluhverfis Kaupmannahafnar
– á Stampesgade 4. Það var eins
og við manninn mælt að ljúfar
ástir tókust með okkur og Gerði
og Tryggva og hélst það allar
götur síðan. M.a.s. skrifaði ég
pistil í sýningarskrá hans þegar
hann gerði stríðrekstur USA að
umfjöllunarefni í Gallerí SÚM á
áttunda áratugnum, undir ófar-
sælli stjórn Nixons forseta.
Ferðir okkar til þeirra sæmd-
arhjóna urðu margar og litríkar.
Börn voru þeim fædd, Gígja og
seinna Þrándur. Veisluborð
þeirra voru þung og næringar-
mikil og sérlega súpurnar, sem
ilmuðu af suðrænum kryddjurt-
um. Árin liðu og ég fór á stúfana
og auglýsti öðru hverju eftir ís-
lenskum munum og málverkum
og kom heilmikið út úr því. Þann-
ig eignuðumst við málverk eftir
Jón Stefansson, Júlíönu, margar
eftir Kristínu Jónsdóttur, tvö eft-
ir Mugg, nokkrar raderingar e.
Salvador Dali, útskorinn kistil
eftir Bólu-Hjálmar, útskorinn
fálka eftir Stefán Eiríksson
myndskera, myndir eftir Kjarval
og fleiri. Tryggvi reyndist okkur
ráðhollur við innkaupin. Árið
1980 tók ég þátt í alþjóðlegri
fornbókasýningu í Heilagsanda-
kirkjunni við Strikið í Kaup-
mannahöfn. Þá bjó Flóki þar
nærri og alla dagana fór ég út að
borða með þeim Ingibjörgu og
oftast á Café Stephan a Porta við
Kongens Nytorv. Stundum buð-
um við Gerði og Tryggva og voru
þetta skemmilegir fundir. Bóka-
sýningin gekk mjög vel og m.a.
seldi ég bók Blefkens, níðritið um
Ísland, sem Arngrímur lærði
andmælti, til bresks kollega sem
greiddi fyrir 400 pund með tékka
einkabanka Bretadrottningar,
„Coutts“. Tímdi ég ekki að inn-
leysa hann og á hann einhvers
staðar í fórum mínum. Oft fór
Nína Björk mín til Kaupmanna-
hafnar og vann að skrifum og
dvaldi þá í klaustri Heilagrar
Liobe. Átti hún jafnan athvarf
hjá Gerði og Tryggva. Eftir að
þau hjónin fluttu til Íslands, þá
bæði löskuð á líkama, hitti ég þau
oft og áttum við saman góðar
stundir í sús og dús. Fráfall þessa
trygga og góða vinar er sorglegt
og bið ég Gerði og börnum þeirra
allrar blessunar. Þrjá erfingja á
sérhver maður: Mennina, mold-
ina og sálarinnar meðtakara.
Bragi Kristjónsson.
Þá er hann farinn félaginn
góði; vinur og fóstbróðir í hálfa
öld. Heima hjá þeim Gerði í
Stampesgade var gott að dvelja
og listaverkin hans tæru, með lín-
unum sterku og litunum hreinu,
voru allt í kring. Djassinn hljóm-
aði í stofunni og svínabein á borð-
um, löðrandi í Tryggvasósu, og
kartöflurnar ómissandi. Milli
þess sem djassinn gladdi eyrað
sagði hann sögurnar endalausu,
kryddaðar eðlislægri fyndni.
Þegar leið á nóttu var 10 tommu
skífan með Town Hall-tónleikum
Louis Armstrongs 1947 spiluð og
rispurnar ómissandi á sínum
stað. Þegar ég gaf honum nýja
útgáfu af tónleikunum seinna var
hann lengi að venjast rispu-
leysinu.
Árið 1971 þurfti Jónína, mág-
kona mín, Guðnadóttir að flytja.
Tryggvi var í Íslandsheimsókn,
Kristján bróðir í Höfn. Við
Tryggvi hjálpuðum henni og á
eftir bauð ég honum heim. Ég
átti Clock Orange-líkjör sem
drukkinn var í sódavatni og
djassinn hljómaði fram undir
morgun. Djassinn, sem skipaði
svo stórt hlutverk í vináttu okkar,
ekki síður en sameiginlegt við-
horf til lífsins, mótað af sósíalism-
anum, sem fyrir okkur var
grundvöllur allrar siðmenningar.
Stampesgade og Jazzhus
Montmartre voru oftast helstu
áfangastaðir mínir í Höfn og fyrir
okkur, félagana í Jazzvakningu,
myndskreytti hann diska, ekki
síst vinar síns Guðmundar Ing-
ólfssonar, og gerði fín plaköt.
Stjörnur djassins voru tíð við-
fangsefni og ég þori að fullyrða
að aldrei hafa verið teiknaðar
betri myndir af Louis og Hawk-
ins, Duke, Ben og Dexter en þær
sem hann dró.
Tryggvi var þéttur á velli,
skapið mikið og stundum þrár og
þver. Það kom sér vel er hann
glímdi við lömunina eftir slysið
illa á svölunum á Italiensvej 2007.
Því tókst honum að fást við list
sína að nýju bundinn hjólastól
með kreppta fingur.
Okkur varð aldrei sundurorða;
bæði var sýn okkar á listina og
mannfélagið samstiga og svo
kunnum við að sveigja listilega
framhjá því sem óþarfi var að
ræða. Ég flaug oft til Hafnar til
fundar við Tryggva, tók við hann
viðtöl þegar þurfti og var veislu-
stjóri í hinu magnaða sextugsaf-
mæli hans á Italiensvej þar sem
helstu listamenn hins gamla
danska konungdæmis voru sam-
ankomnir og íslensk/dönsk djass-
sveit lék fyrir gesti. Tíu árum
seinna var ég aftur veislustjóri
hjá Tryggva. „Þú getur fengið
miklu fyndnari veislustjóra en
mig,“ sagði ég við hann. „Þarf
þess ekki. Þú sérð um að ræður
verði fáar og stuttar og gestirnir
skemmti sér sem best við spjall
og glaum.“ Þetta var fín veisla og
meistari Rúnar Georgsson, hel-
sjúkur, mætti til að blása til heið-
urs Tryggva.
Eftir að ástin í lífi hans, Gerð-
ur Sigurðardóttir, féll af hjóli og
skaddaðist illa varð hann að
stjórna heimilishaldi. Einhvern
veginn tókst honum að sigla milli
skers og báru og undir ævilok var
hann heimilisfaðirinn góði sem
undi sér vel með börnum og
barnabörnum og meira að segja
barnabarnabarn hafði bæst í hóp-
inn. Hans verður minnst svo
lengi sem íslensk myndlist er í
heiðri höfð og hafi hann þökk fyr-
ir tryggðina og vináttuna og
sendum við Anna Bryndís sam-
úðarkveðjur til Gerðar, Dánda,
Gígju, Stígs og barnabarnanna
allra.
Vernharður Linnet.
Þetta er bara hann Tryggvi!
Svona hófust símtöl við
Tryggva, þegar hann loksins fór
að nýta sér símatæknina, sem var
ekki fyrr en seint á áttunda ára-
tug síðustu aldar. Honum hugn-
aðist betur að hafa samskiptin
skrifleg í venjulegu bréfi eða
póstkorti enda mjög hugmynda-
ríkur og skemmtilegur penni og
var ekki fyrir hraða nútíma-
tækni. Ég var að fara í gegnum
fjöldann allan af skemmtilegum
póstkortum, bréfum og minn-
ismiðum sem Tryggvi sendi okk-
ur. Þetta eru allt svo skemmtileg
skrif, sem er dýrmætt að eiga.
Tryggva kynntist ég 1983 þeg-
ar ég fékk að koma á vinnustof-
una hans með kaup á mynd í
huga. Þá kom fljótlega í ljós að
við áttum ýmislegt sameiginlegt,
vorum báðir fyrrverandi tog-
arasjómenn, með mjög mikinn
áhuga á djasstónlist og myndlist.
Þetta var upphafið að góðri vin-
áttu okkar og fjölskyldna okkar;
margs að minnast sem ber að
þakka fyrir.
Tryggvi sigldi nokkrar ferðir
með mér þegar ég var skipstjóri
hjá Eimskip. Þá brást ekki að
hann tók pönnukökupönnuna
sína með í ferðina til að geta bak-
að ljúffengar pönnukökur á heim-
leiðinni fyrir alla skipshöfnina.
Það má segja að hann hafi bakað
sér miklar vinsældir og voru þær
ekki minni þegar hann áritaði
þrykkin sín fyrir þá sem vildu.
Þegar ég hitti þessa fyrrverandi
skipsfélaga var ég oft beðinn fyr-
ir kveðju til Tryggva.
Tryggvi kom oft á heimili okk-
ar. Eitt sinn segir hann þegar
hann horfir á plötuspilarann:
„Það vantar mynd á vegginn fyrir
ofan spilarann, hvern viltu fá?“
„Dexter,“ svaraði ég. Tryggvi
svaraði: „Já, hún þarf að vera
svona tvær spannir!“
Næst þegar ég kom til Kaup-
mannahafnar kom hann með
bestu mynd af Dexter Gordon
sem gerð hefur verið, að mínu
mati og fleiri.
Það var svo margt sem
Tryggvi fræddi mig um og sér-
staklega var hann ráðagóður
varðandi ferðalög og heimsóknir
á listasöfn. Það var mjög gaman
að fara með honum í Statens Mu-
seum for Kunst og fá hans góðu
leiðsögn. Hann var stálminnugur,
mikill sögumaður og miðlaði mér
oft fróðleik um bæði djass og list
og margt fleira, sem við höfðum
mikla ánægju af að ræða.
Blessuð sé minning Tryggva.
Innilegar samúðarkveðjur til
Gerðar og fjölskyldu.
Matthías og Katrín.
Tryggvi var einstakur maður.
Glaðvær húmoristi, nægjusamur,
lítillátur, vinmargur. Tróð sér
hvorki fram né steig á aðra, sögu-
maður af Guðs náð.
Stjórnmálaskoðanir Tryggva
komu ekki á óvart, uppalinn á
venjulegu íslensku alþýðuheimili
í Neskaupstað á tíma kalda
stríðsins. Stóð ætíð með lítil-
magnanum, gegn allri kúgun,
græðgi og ofríki en virti um leið
frelsi einstaklingsins. Frelsi til
hugar og handar skipti hann
miklu. Ætíð sjálfum sér sam-
kvæmur, hreinn og beinn. Sam-
hliða unni Tryggvi þjóð sinni og
landi og óspilltri náttúru þess.
Sagði langar fjarvistir frá Íslandi
hafa gert sér auðveldara að
þekkja landið, gæti til dæmis
teiknað og málað flest fjöll á
Austurlandi eftir minni, svo
greypt væru þau í minni sitt.
Að hitta Tryggva í Kaup-
mannahöfn var ætíð tilhlökkun-
arefni. Koma á vinnustofuna,
skoða myndir og spjalla, fá sér
saman smörrebröd, öl og snafs.
Rölta síðan um helstu krár borg-
arinnar, hlusta á djass og fylgjast
kvöldlangt með Tryggva njóta
tónanna og reykja sína sterku
smávindla.
Gönguferðir með Tryggva um
borgina voru upplifun, hann
þekkti allt; götur, torg, söfn, hús
sem þekktir Íslendingar höfðu
búið í, byggingarsöguna, síkin,
stytturnar, myndir og listaverk.
Frásögnin og fróðleikurinn rann
fram hik- og hnökralaust.
Ógleymanlegt.
Tryggvi var í raun nokkurs
konar menningarsendiherra Ís-
lands í Kaupmannahöfn til
margra áratuga, þó að hann gerði
sér ekki grein fyrir því. Til hans
sótti lista- og menningarfólk,
ekki alltaf til þess að þiggja eða
njóta aðstoðar eða leiðbeininga,
heldur fremur til að hitta víðsýn-
an skemmtilegan og listrænan
mann, fullan af visku, hugmynd-
um og umhyggju.
Vini sína ræktaði Tryggvi vel.
Hélt sambandi með bréfum,
sendi reglulega póstkort með
ábendingum og notaði mest sím-
ann eftir að heim kom og erfiðara
var með skrif. Símhringingar í
seinni tíð að lágmarki einu sinni í
mánuði, stundum í viku hverri og
jafnvel mörgum sinnum í viku
þegar mikið lá við, hugmyndir að
þróast og verkefni í vinnslu sem
gjarnan tengdust Tryggvasafni í
Neskaupstað. Skemmtileg sam-
töl. Minnisstæðir eru pappahólk-
arnir sem komu iðulega um jólin
frá Tryggva í Danmörku með
hlýlegum kveðjum og grafík-
mynd.
Tryggvi skapaði sér mjög per-
sónulegan myndlistarstíl. Fram-
an af þóttu sumar myndir hans
pólitískar, sérstaklega á tíma Ví-
etnamstríðsins, sem sumir vildu
kenna við popplist. Frá þeirri
braut hvarf hann, fékkst í staðinn
við margskonar form, tákn og liti,
stundum ef til vill með ósjálfráðri
tilvísun í Matisse og Lichten-
stein, sem hann unni. Þá teiknaði
hann og málaði átrúnaðargoðin,
Armstrong, Miles Davis o.fl.
Í mörgum myndum Tryggva
má glöggt sjá lífsviðhorf hans,
víðáttuna, frelsið, himininn, sjó-
inn, fjöllin, sjávardýr og fugla,
báta, skip og flugvélar, goðsagna-
kennt fólk, andlit, hendur, fætur.
Gleðin og birtan í marglitum
myndfleti en inn á milli dökkar
áminningar, myrkur, drungi og
hætturnar sem til staðar eru í líf-
inu, grímur, eggvopn, hnífar,
sverð, spjóts- og örvaroddar, ax-
ir, hauskúpur, bein. Þannig verð-
ur myndefnið margbreytilegt og
stundum órætt. Allt gerir þetta
myndirnar einstakar og óvenju-
legar og Tryggva sérstakan og
ólíkan öðrum íslenskum listmál-
urum.
Hugheilar samúðarkveðjur til
Gerðar og fjölskyldunnar allrar.
Þakka fyrir þau forréttindi að
hafa fengið að kynnast Tryggva
og vináttu hans í rúmlega 30 ár.
Jón Sveinsson.
Það er alltaf sérstakur blær yf-
ir kynnum íslenskra námsmanna
erlendis, þegar ungt fólk flyst
tímabundið til annars lands, sog-
ar í sig útlenda menningu og aðra
tungu, jafnvel þótt ekki sé farið
lengra en til hinnar gömlu höf-
uðborgar Íslendinga við Eyrar-
sund.
Við Tryggvi kynntumst á
námsárunum okkar í Kaup-
mannahöfn, þar sem við vorum
bæði við nám í hinum virðulega
skóla með langa nafninu sem í
daglegu tali var kallaður Kúnst-
akademíið og var í hjarta borg-
arinnar við Kóngsins nýjatorg.
Við vorum bæði að búa okkur
undir lífið hvort á sinn hátt. Þeg-
ar Gerður kom út til hans bættist
það við að við vorum með syni á
sama aldri svo að samgangur
varð meiri því að Tryggvi var
mikill fjölskyldumaður.
Þegar heim var komið var það
óhugsandi að fara í gegnum
Kaupmannahöfn án þess að koma
við hjá Tryggva og Gerði í
Stampesgade. Þau voru höfðingj-
ar heim að sækja, þar var gest-
kvæmt og einhvern vegin var þar
alltaf veisla, andleg eða veraldleg
eftir því hvernig á stóð. Tryggvi
var alla tíð trúr uppruna sínum
og skoðunum hvort sem það var
Neskaupstaður, málaralistin,
pólitíkin eða djassinn.
Í list sinni tók Tryggvi breyt-
ingum og þroska með sínu lagi en
elti hvorki tískubólur né „isma“.
Af eigin reynslu á mínu heimili
þekki ég hvað gott er að búa með
listaverkum hans áratugum sam-
an. Tryggvi tók list sína alvarlega
og var alla tíð mjög vinnusamur.
Hann var líka heimsborgari, sem
naut meiri velgengni erlendis en
flestir aðrir íslenskir listamenn.
Allt til hins síðasta vann hann að
list sinni, þrátt fyrir að hann gæti
vart haldið á blýanti, hvað þá
pensli, og hélt áfram að búa til
grafíkmyndir með tækni sem
hann réð við, grafíkmyndir sem
hafa fallið Íslendingum vel í geð.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Tryggva langan vinskap um leið
og við Ólafur vottum Gerði og
fjölskyldunni allri innilega samúð
okkar.
Albína Thordarson.
Tryggvi. Dökkklæddur og oft-
ast í velktum skóm. Þykkar hend-
ur, stór og boldangsmikill. Eins
og ímynd bátsmanns á gömlum
Tryggvi Ólafsson