Morgunblaðið - 14.01.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
✝ Alda Þorgríms-dóttir fæddist í
Hjarðarholti við
Hofsós 11. ágúst
1936. Hún lést á
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 4. janúar
2019.
Hún er næst-
yngsta barn
hjónanna Þorgríms
Þorleifssonar, f.
1901, og Kristjönu
Guðrúnar Tómasdóttur, f. 1908.
Systkini Öldu eru: Herdís, f.
1931, d. 2016, Margrét, f. 1932,
Pálína, f. 1935, og Tómas Ingi, f.
1939.
Alda giftist Garðari Að-
alsteinssyni, f. 1931, d. 2011, frá
Jórunnarstöðum í Eyjafirði á
sumardaginn fyrsta 1956. Hann
er sonur hjónanna Aðalsteins
Tryggvasonar, f. 1889, og Pál-
ínu Frímannsdóttur, f. 1888.
Alda og Garðar bjuggu allan
sinn búskap á Akureyri. Börn
þeirra eru: 1) Ómar, f. 1956,
giftur Rannveigu
Benediktsdóttur,
þeirra dætur eru
Alda og Tinna Lóa.
2) Smári, f. 1957, á
börnin Sylvíu og
Sölva með Arnheiði
Tryggvadóttur. 3)
Páll Sævar, f. 1959,
giftur Sigurði Erni
Guðbjörnssyni. 4)
Guðrún Eydís, f.
1965, í sambúð með
Bjarna Einarssyni, þeirra börn
eru Garðar og Bergdís Lind. 5)
Viðar, f. 1969, giftur Sigríði
Ágústu Viðarsdóttur, þeirra
synir eru Kristófer Páll, Jóel
Páll og Leon Páll. Barnabörn
Öldu og Garðars eru fimm.
Alda vann ýmis störf um æv-
ina. Lengst vann hún á veitinga-
húsinu Bautanum, allt frá opnun
þess, og þar lauk hún starfsferli
sínum.
Alda verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju í dag, 14. jan-
úar 2019, klukkan 13.30.
Elsku Alda tengdó, eins og ég
var vön að kalla hana, er látin.
Mig langar til að kveðja hana
með fáeinum orðum.
Í minningunni var hún ein dug-
legasta kona sem ég hef kynnst í
gegnum tíðina. Það var nánast al-
veg sama hvað hún tók sér fyrir
hendur; það virtist allt leika í
höndunum á henni, hvort sem það
var eldamennska, bakstur eða
handavinna.
Ég var sextán ára þegar ég
kom fyrst inn á heimilið til ykkar
og við erum búnar að bralla ým-
islegt saman í þessi 45 ár sem við
höfum fylgst að.
Ég minnist ferðarinnar sem
við Ómar fórum með ykkur
Garðari á Austfirðina, það var svo
notaleg ferð, þar sem við keyrð-
um um í góðu veðri og nutum
þess að stoppa á hverju einasta
kaffihúsi sem við sáum. Þetta er
aðeins ein minning af fjölmörgum
góðum stundum sem við áttum.
Elsku Alda mín, takk fyrir allt.
Guð geymi þig.
Rannveig Benediktsdóttir.
Ég man vel eftir því þegar ég
hitti Öldu fyrst. Það var í fyrstu
ferð minni norður til Akureyrar
með syni hennar, Palla. Við kom-
um við í Skipagötunni, bönkuðum
upp á í Alþýðubankanum þar sem
hún var að vinna við þrif. Og eins
og þessi fyrsta mynd af fundi
okkar Öldu hefur síðan lifað í
huga mér, þá mun síðasta myndin
gera það líka. 2. janúar kvaddi ég
hana á Sjúkrahúsinu á Akureyri,
þar sem hún hafði legið mestan
hluta aðventunnar og yfir hátíð-
irnar. Sjálfur var ég gestur á
heimili hennar þessi jól, líkt og
mörg árin á undan. Að þessu
sinni var þó allt með öðrum brag,
Alda glímdi við erfið veikindi, en
þrátt fyrir þrautir var skopskyn
hennar samt við sig og eftir að
hafa kvatt bætti hún við „ og ætl-
arðu ekki að þakka fyrir terturn-
ar og veitingarnar “. Og vissulega
voru jólin ólík öðrum jólum í
þessu sem öðru.
Á þeim rúmu þrjátíu árum sem
liðu milli þessara mynda er
margs að minnast, margt að
þakka. Alltaf var gott að koma
norður, fyrst á Eyrarveginn og
svo í Brekkugötu, með stuttu
stoppi í Tjarnartúni. Þar sá ég
fljótt að ég átti öruggt athvarf og
gerði mér grein fyrir úr hvaða
jarðvegi mannkostir sem ég hef
kynnst hjá syni þeirra eru
sprottnir. Traust, ósérhlífni og
fágætt æðruleysi, vissa um að
þarna átti ég athvarf sem mér bar
að rækta. Oft var ekið um Norð-
urland, fram í fjörð, stoppað í
Tjarnargerði þar sem fjölskyldan
eyddi mörgum sumarstundum.
En einnig var ekið um æskuslóðir
Öldu í Skagafirði. Þar gengum
við eitt sinn að tröppunum á
Hjarðarholti við Hofsós sem ein-
ar standa eftir af æskuheimili
hennar. Þar sagði hún sögur af
uppvexti sínum og systkina sinna,
lífi þeirra við ystu hafsbrún.
Eins var gaman að taka á móti
henni í Reykjavík, í heimsóknum
hennar til borgarinnar eða á leið í
og úr ferðum hennar með Palla,
syni sínum, til útlanda. Oft rifjuðu
þau upp þessar ferðir og eftir að
heilsu Öldu hrakaði og hún hætti
sjálf að ferðast hefur hún verið
nálæg á ferðalögum okkar Palla
og þannig verður það áfram. Úr
sömu sveit og Alda er ljóðskáldið
Hannes Pétursson sem á liðnu
hausti gaf út ljóðabókina Haust-
augu og með ljóðlínum úr þeirri
bók vil ég kveðja Öldu og þakka
fyrir allt sem ónefnt er hér.
Hinstu þakkarorð sem ég skrifa
þau skrifa ég
eingöngu
með andardrætti mínum
Sigurður Örn Guðbjörnsson.
Elsku amma Alda, það er
skrítið að hugsa til þess að þú sért
ekki meðal okkar lengur.
Amma, þú varst engin venju-
leg kona heldur sannkallaður
dugnaðarforkur sem fórst létt
með hlutina. Það var alveg sama
hvenær við litum inn, það var allt-
af nóg til af brauði og bakkelsi og
það fannst okkur systrunum ekki
slæmt. Svo við tölum nú ekki um
hið eina sanna þorrablót sem þú
hélst á heimili þínu fyrir alla fjöl-
skylduna ár eftir ár þar sem öllu
var til tjaldað. Það var alltaf svo
hreint og fínt í kringum þig og
þannig leið þér best.
Við eigum margar góðar minn-
ingar um ykkur afa síðan við vor-
um litlar. Það sem stendur upp úr
eru allar ferðirnar í Tjarnargerði
og heimsókn í sveitina til Dísu
frænku á Stapa. Við munum líka
eftir öllum ferðunum sem við fór-
um í berjamó með ykkur afa þar
sem við tíndum ber í fötu og feng-
um svo nesti, en það var aðalmál-
ið hjá okkur.
Í seinni tíð höfðum við skapað
okkur skemmtilega hefð, þar sem
við systurnar buðum þér í skötu-
veislu á Þorláksmessu. Síðasta
ferðin er afar eftirminnileg, þar
sem við fengum svo agalegt hlát-
urskast sem ætlaði engan enda að
taka.
Elsku amma okkar, takk fyrir
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman. Við munum sakna þín.
Þínar
Alda og Tinna Lóa.
Alda
Þorgrímsdóttirí hans uppáhaldi. Þetta fyrsta ár
mitt á Stampesgade var upphaf
að góðum tengslum við Tryggva
og Gerði. Tryggvi var þá með
vinnustofuna í Stampesgade og
var gestagangur á heimilinu mik-
ill. Á næstu árum kynntist ég
mörgum listamönnum, en eftir-
minnilegir í þeim hópi eru Flóki
og Eyjólfur. Tryggvi hafði sér-
stakt álit á Flóka og sagði að þeg-
ar Flóki kom á sýningar þar sem
landinn var að sýna sín málverk
hefði hann gengið rösklega um
sýningarsalinn og ef hann fór
strax út var sýningin ekki góð en
ef hann tók annan hring og stopp-
aði við einhver verkin var sýn-
ingin í góðum málum.
Að reiða fram góða kjötrétti
var nokkuð sem Tryggvi var fær í
og var einn þeirra „den sorte
gryde“ sem var nautagúllas soðið
í sterku kaffi og út í það látið
danskt ákavíti. Þessi réttur var í
uppáhaldi hjá okkur Eyjólfi.
Djass var í sérstöku uppáhaldi
Tryggva og sótti hann eitt sinn
Tívolí til að hlusta á Louis Arm-
strong. Hann sagði mér að þetta
hefði verið mikil upplifun, svo
ekki sé minnst á það að hafa náð
að taka í höndina á Armstrong og
þakka fyrir. „Maður var nú ald-
eilis ekki að þvo höndina næstu
vikurnar,“ sagði hann og hló.
Tryggvi er af þjóðinni þekktur
sem einn af okkar bestu lista-
mönnum enda var hann sæmdur
fálkaorðunni af forseta Íslands
og Dannebrogsorðunni af Mar-
gréti Danadrottningu.
Nú hefur Tryggvi kvatt þenn-
an heim og ég veit að við í fjöl-
skyldunni minni munum sakna
hans sárlega. Tryggvi var lán-
samur í einkalífi með sína ynd-
islegu eiginkonu Gerði, börnin
Stíg, Gígju og Þránd og barna-
börn.
Ég vil þakka honum innilega
fyrir hans dýrmætu vináttu í
minn garð. Gerði, börnum og fjöl-
skyldum þeirra sendum við Dúa
okkar hjartanlegustu samúðar-
kveðjur.
Kristján og
Guðrún (Dúa).
Minningar leita á hugann. Við
erum á leið í Louisiana-safnið á
Sjálandi. „Við skulum fara
Strandvejen,“ segir Tryggvi
Ólafsson. Það sagði hann alltaf
þegar við ókum þessa leið. Nán-
ast alla leiðina sagði hann sögur
af því sem fyrir augu bar. Sögur
af fólki, húsunum og landinu. Það
var afskaplega gaman að fara
með honum að skoða söfn og sýn-
ingar. Hann hafði yfirburðaþekk-
ingu á listasviðinu. Stundum nut-
um við þess að hafa Braga
Ásgeirsson með okkur og þá var
ferðin fullkomnuð. Þessa tvo fé-
laga skorti aldrei umræðuefni.
Myndlist, pólitík og þjóðfélags-
mál voru hæst á baugi. Þessar
ferðir eru ógleymanlegar.
Tryggvi Ólafsson var meðal
merkustu listmálara íslensku
þjóðarinnar. Hann var einn af
brautryðjendum popplistar á Ís-
landi og stíll hans var auðþekkj-
anlegur. Hann var ástsæll lista-
maður og verk hans eftirsótt.
Hann lét sér fátt um finnast hvað
aðrir sögðu. Þótt stefnur og
straumar breyttust hélt hann
ávallt sínu striki. Tryggvi hélt
ótal sýningar á verkum sínum,
aðallega hérlendis og í Dan-
mörku þar sem hann bjó og starf-
aði lungann úr ævinni.
Við í Fold nutum þess að hýsa
nokkrar sýningar Tryggva og
voru þær ávallt meðal best sóttu
sýninga í galleríinu. Tryggvi
Ólafsson fékk margar viðurkenn-
ingar fyrir störf sín og í heimabæ
hans, Neskaupstað, hefur verið
sett upp myndarlegt safn með
verkum hans. Er það nánast eins-
dæmi hérlendis að sett hafi verið
upp safn með verkum núlifandi
listamanns.
Tryggvi Ólafsson var afskap-
lega vinsæll maður og skemmti-
legur. Heimili þeirra Gerðar í
Kaupmannahöfn stóð Íslending-
um ávallt opið. Þangað komu vin-
ir og ættingjar og margir fengu
húsaskjól í lengri eða skemmri
tíma. Oft mun hafa verið glatt á
hjalla og sagði Tryggvi stundum
skemmtilegar sögur af gesta-
gangi á heimilinu. Þegar þau hjón
fluttu heim til Íslands hélt sendi-
ráð Íslands í Kaupmannahöfn
veglega kveðjuveislu fyrir þau í
sendiherrabústaðnum. Þangað
komu fjölmargir vinir og kunn-
ingjar, bæði Íslendingar og Dan-
ir. Margir tóku til máls og
kvöddu hjónin með miklum trega
og þakklæti.
Líf Tryggva var ekki ávallt
dans á rósum. Lífsbaráttan
fyrstu árin eftir að hann flutti til
Kaupmannahafnar var erfið, en
þau Gerður voru samhent í bar-
áttunni. Það var svo mikið reið-
arslag þegar Gerður slasaðist
mjög alvarlega. Hún hefur barist
við afleiðingar þess alla ævi. Ann-
að slys varð svo til þess að
Tryggvi skaddaðist illa og notaði
hjólastól til æviloka. Hann gafst
þó aldrei upp og þótt hann gæti
ekki stundað listmálun sína gat
hann unnið að grafík og teikning-
um. Þá fór hann í nokkrar ferðir
til útlanda, aðallega í þeim til-
gangi að skoða söfn og sýningar.
Áhuginn á myndlistinni var óbil-
andi.
Nú er komið að leiðarlokum. Í
huga okkar eru minningar um
skemmtilegan og góðan félaga og
þakklæti fyrir alla samveruna.
Við sendum hugheilar samúð-
arkveðjur til eftirlifandi ættingja
Tryggva Ólafssonar.
Fólkið í Gallerí Fold;
Elínbjört, Tryggvi,
Jóhann, Margrét, Sólveig,
Margrét (Maddý), Iðunn,
Elínborg, Friðrik, Sóley,
Hans og Georg.
Það var alveg á hreinu að ég
ætlaði ekki að láta hann Tryggva
sjá að ég væri nú ekkert sérstak-
lega hrifin af kjötbollunum hans,
laukurinn var alltof gróft skorinn
og innst inni langaði mig bara að
fá mér pylsu við brautarstöðina.
Það var svo ekki fyrr en löngu
seinna sem ég uppgötvaði að
hann gerði heimsins bestu kjöt-
bollur eldaðar af kærleika og
takti frá Dexter Gordon eða þess
vegna Billie Holiday. Að fá að
dvelja á Stampesgötu 4 í ævin-
týraborginni Kaupmannahöfn
voru forréttindi. Það var eitthvað
ævintýralegt við það að dvelja
heima hjá Gerði frænku og
Tryggva. Maður lærði allt um
kúnst, bjórinn átti að vera kjall-
arakaldur, það væri mikilvægt að
lesa góðar bækur og skoða lista-
verk. Ég get dregið upp mynd af
okkur öllum gangandi á eftir
Tryggva þar sem hann gekk
ákveðnum skrefum í flaksandi
frakkanum inn á eitthvert safnið
til að upplifa og sjá eitthvað sem
skiptir máli. Svo sat maður
kannski á eftir við borðstofuborð-
ið og gat gleymt sér við að horfa á
stóru hendurnar hans Tryggva,
steinhissa á að hann, með þessar
hendur, gæti gert þessi stórkost-
legu listaverk. Mér þótti ofur-
vænt um Tryggva, helst hefði ég
viljað skrifa þetta á fallegt kort
og senda honum, svona eins og
hann kenndi mér að gera. Í stað-
inn sit ég í stofunni minni, Billie
raular tregafullan söng og ég sé
hann fyrir mér kátan í röndóttu
skyrtunni sinni í sveitinni ljúfu í
Ræveskifted að heilgrilla lamb
með stríðnisglampa í augum og
mikla matarlyst. Við Torfi og
krakkarnir sendum Gerði, Gígju,
Ara, Þrándi, Stíg og öllum sem
elskuðu Tryggva kærleiksríkt
faðmlag. Við eigum eftir að sakna
hans.
Sigurlaug Margrét
Jónasdóttir.
Tryggvi Ólafsson
Ástkær tengdamóðir okkar, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG SIGRÍÐUR
GUÐBRANDSDÓTTIR
frá Ási í Laxárdal,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Hrafnistu í
Hafnarfirði 8. janúar.
Hún verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 17.
janúar klukkan 13.
Hjálmfríður Hafliðadóttir
Sigríður Gunnarsdóttir
Guðbjörg, Hulddís, Hermann, Hafrún, Elínborg, Gunnar
og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar,
ÓLÖF HELGA SIGURÐARDÓTTIR
BREKKAN,
tannlæknir,
lést fimmtudaginn 10. janúar sl.
Útförin fer fram frá Neskirkju við Hagatorg
fimmtudaginn 17. janúar klukkan 13.
Friðrik Brekkan Jóhanna Jóhannsdóttir
Elísabet Brekkan Þorvaldur Friðriksson
Hólmsteinn Brekkan
Helga Brekkan
Hanna Brekkan
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN SIGURÐSSON
svæfingalæknir,
sem lést laugardaginn 29. desember,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
þriðjudaginn 15. janúar klukkan 15.
Ásdís Magnúsdóttir
Sigurður Örn Jónsson Sigríður Oddný Guðjónsdóttir
Þorbjörg Jónsdóttir Sæþór Ólafsson
Hermann Páll Jónsson Éva Tóth
barnabörn og barnabarnabarn
✝ Steinunn Sig-ríður Jón-
asdóttir fæddist í
Norðurgötu 27, Ak-
ureyri, 19. sept-
ember 1939. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Hlíð á Akur-
eyri 16. desember
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Fanný Clau-
sen, f. 27. febrúar
1915, d. 9. ágúst 1983, og Jónas
Stefánsson, f. 9. september 1916,
d. 11. júní 1967. Systkini Stein-
unnar sem eru á lífi eru Svan-
fríður, f. 28. júlí 1937, og Bjarni
Fannberg, f. 21. september 1941.
Látnir eru Óskar, d. 1945, Hauk-
ur, d. 1949, Axel Björn, d. 1985,
og Vöggur, d. 2004.
Hinn 14. apríl 1960 giftist
Steinunn Brynjari Jónssyni, f. 24.
desember 1937, d. 28. júní 2013.
Foreldrar Brynjars voru Stefán
Jón Valdimarsson, f. 9. febrúar
1898, d. 13. febrúar 1986, og
María Guðrún
Árnadóttir, f. 9. des-
ember 1896, d. 8.
október 1986. Börn
Steinunnar og
Brynjars eru: 1) Jó-
hann Svan, f. 24.
desember 1959.
Börn hans eru
Brynja, f. 1981,
Hjörtur, f. 1985,
Bryndís, f. 1991, og
Daníel, f. 1993. 2)
Fanný María, f. 5. nóvember
1967. Eiginmaður hennar er
Birgir Rúnar Davíðsson og eiga
þau saman tvo syni, Davíð Stein,
f. 2001, og Sigurstein Ými, f.
2007. Sonur Fannýjar úr fyrra
sambandi er Magnús Brynjar
Orrason, f. 1992.
Brynjar og Steinunn hófu bú-
skap sinn á Akureyri en fluttu til
Hríseyjar árið 1961. Þau fluttu
aftur til Akureyrar 1976 og
bjuggu þar til æviloka.
Útför Steinunnar fór fram frá
Akureyrarkirkju 3. janúar 2019.
Þú kvaddir okkur rétt fyrir jól-
in, en jólin voru þinn uppáhalds-
tími. Þú varst búin að gera fallegt
í kringum þig og varst ánægð í
nýja herberginu á Hlíð. Þú fórst í
friði og ert nú komin aftur til
Binna þíns, þangað sem þú vildir
fara. Heimilið ykkar var alltaf
svo fallegt og það var gott fyrir
börnin að koma þangað, sérstak-
lega í desember, þá var heimilið
eins og fallega upplýst ævintýra-
land og alltaf eitthvert góðgæti í
boði. Síðustu árin voru þér erfið
en við vitum að nú hefurðu fundið
frið.
Nú falla tár. Þér fagnið þá
er finnast vinir himnum á
og samvist hefst í sælubyggð
þá sorg mun gleymd og dauðans
hryggð.
Svo krjúpið hljóð við kisturnar
og kveðjið þá er blunda þar
og flytjið kvöldbæn hægt og hljótt.
Af hjarta segið: Góða nótt.
(Valdimar V. Snævarr)
Guð geymi þig.
Jóhann Svan, Fanný María,
Birgir Rúnar og fjölskyldur.
Steinunn Sigríður
Jónasdóttir