Morgunblaðið - 14.01.2019, Side 27
Við biðjum Sigurbjörgu
blessunar og munum minnast
hennar með söknuði og þakk-
læti fyrir vináttu og allar góðu
stundirnar með henni. Innilegar
samúðarkveðjur sendum við
Hauki og allri fjölskyldu henn-
ar.
Fyrir hönd Ljóðahóps Gjá-
bakka,
Sigurlaug Ólöf og
Sigurlín.
Kveðja frá Félagi eldri borg-
ara í Kópavogi.
Það var mikill fengur fyrir
hið unga félag eldri borgara í
Kópavogi fyrir 25 árum þegar
Sigurbjörg Björgvinsdóttir hóf
störf sem yfirmaður fé-
lagsstarfs eldri borgara í bæj-
arfélaginu. Drifkrafturinn sem
henni fylgdi var hreint ótrúleg-
ur og sköpunarverkið hennar,
sem hún nefndi: Gerðu það
sjálfur, góði, mun ávallt lýsa
leiðina í félagsstörfum eldri
borgara í bænum. Hún hafði oft
orð á því að í upphafi hefði
stundum verið tekið eitt skref
áfram og annað aftur á bak, en
oftar en ekki hefðu skrefin orð-
ið tvö fram á veginn og eitt til
baka. Með þessi viðhorf Sigur-
bjargar að leiðarljósi féll fé-
lagsstarfið smátt og smátt í
þann farveg sem það er í í dag.
Að leiðarlokum er þakklæti
mér efst í huga fyrir hönd Fé-
lags eldri borgara í Kópavogi.
Frumkvöðulsstarf Sigurbjargar
og þau leiðarljós sem hún
kveikti munu eflaust lýsa leiðina
til framtíðar: Ekki bíða eftir því
að aðrir geri hlutina fyrir þig,
„Gerðu það sjálfur, góði“, og
áfram skal gengið, þótt einstök
skref verði til baka!
Baldur Þór Baldvinsson.
Mikil merkiskona er fallin í
valinn. Sigurbjörg Björgvins-
dóttir hefur lokið gifturíku
starfi og er horfin af heimi. Hún
var ættuð úr Fljótum í Skaga-
firði og bar með sér áræði,
kraft og félagshyggju sem ein-
kennt hefur marga Fljótamenn.
Sigurbjörg hafði einstakan
hæfileika, útgeislun, sem smit-
aði út frá sér og hreif hún fólk
með sér til góðra verka. Um
þessar mundir kallast þetta fé-
lagsfærni og þykir dýrmætur
eiginleiki. Fyrr á tíðum var ein-
faldlega sagt að fólkið væri
skemmtilegt og að frá því staf-
aði hlýja og léttleiki. Þá
skemmdi ekki fyrir Sigurbjörgu
að hafa einnig meðfædda leið-
togahæfileika.
Allt þetta í senn gerði það að
verkum að Sigurbjörg náði ein-
stökum árangri í félagsstarfi
fyrir fólk á góðum aldri. Starf-
semin í þjónustumiðstöðvunum
Gjábakka og síðar Gullsmára í
Kópavogi varð að viðmiði um
land allt í félagsstarfi aldraðra.
Það er fáum gefið að ná slíkum
árangri.
Sigurbjörg þráði eins og
margar konur að mennta sig, en
fæstar þeirra gátu látið þann
draum rætast hér áður fyrr.
Þegar Öldungadeildin við
Hamrahlíð var stofnuð gaf hún
mörgum sem ekki höfðu haft
færi á því á yngri árum lang-
þráð tækifæri til að svala
menntunarþránni. Það þarf
dugnað og áræði til að fara í
skóla komin undir fimmtugt, en
þá var Sigurbjörg búin að ala
upp börnin sín fimm. Hún lét
ekkert aftra sér í að sækja sér
menntun. Hún hélt áfram námi
eftir Hamrahlíðina í félagsfræði
og félagsráðgjöf í Háskóla Ís-
lands uns hún tók við sem for-
stöðumaður Gjábakka árið 1993.
Framsóknarkonur hafa reynt
að halda á lofti minningu um
atorku fyrstu þingkonunnar
okkar, Rannveigar Þorsteins-
dóttur, sem segja má að hafi
brotið hvað fyrst kvenna gler-
þakið – að fara í skóla um miðj-
an aldur. Þeim brá víst strákun-
um í lögfræðinni í HÍ þegar
þangað kom „kerling“ á aldur
við mæður þeirra! Þegar braut
hefur verið rudd er auðveldara
að feta hana fyrir aðra. Stjórn-
mál eiga að snúast um að ryðja
brautir og skapa svigrúm til
betra lífs. Sigurbjörg var gegn-
heil í sínum skoðunum og sann-
aði sjálf með lífi og starfi hvað
félagslyndi og samvinna getur
hjálpað og gefið mörgum lífsfyll-
ingu.
Sigurbjörg var einlægur
stuðningsmaður Framsóknar-
flokksins og vann á þeim vett-
vangi ómetanlegt starf. Hún
gekk til verka af ósérhlífni og
fórnfýsi en ætlaðist ekki til ann-
arra launa en þeirra að vita sig
hafa leyst af hendi vel unnin
störf. Framsóknarmenn hugsa
með miklu þakklæti til þessarar
einbeittu baráttukonu. Fé-
lagsstarf flokks okkar í Kópa-
vogi byggði um langt árabil á
hennar verkum, ekki hvað síst
helgaði hún félaginu Freyju
krafta sína.
Við vonum að margir feti
brautina sem Sigurbjörg ruddi
með meðfæddri félagsfærni og
glaðsinni. Ævikvöld margra
urðu frjó og skemmtileg vegna
hæfileika hennar. Þökk sé henni
og hennar líkum.
Við vottum Hauki eiginmanni
hennar og aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Sigur-
bjargar Björgvinsdóttur.
Sigrún Magnúsdóttir
og Páll Pétursson.
Sigurbjörgu Björgvinsdóttur
kveð ég með miklum trega. Hún
var einstaklega kraftmikil og
heil í öllu því sem hún tók sér
fyrir hendur. Leiðir okkar Sig-
urbjargar lágu saman í starfi
framsóknarmanna. Hún var öfl-
ugur jafnréttissinni og lagði
þung lóð á vogarskálar kven-
réttinda á vettvangi Framsókn-
arflokksins og víðar. Sigurbjörg
var um tíma formaður Freyju,
félags framsóknarkvenna í
Kópavogi. Hún gegndi fjölmörg-
um trúnaðarstörfum fyrir fram-
sóknarmenn í Reykjaneskjör-
dæmi og síðar Suðvestur-
kjördæmi. Það var aldrei
lognmolla í kringum Sigur-
björgu. Hún vildi takast á við
verkefnin, var réttsýn, úrræða-
góð, baráttuglöð og föst fyrir
þegar á þurfti að halda. Þessir
eiginleikar komu sér vel á um-
brotatímum þegar konur hösl-
uðu sér æ ríkari völl í stjórn-
málastarfi á Íslandi. Fjölmargar
framsóknarkonur nutu góðs af
uppbyggilegri samvinnu við
Sigurbjörgu, þar á meðal ég.
Fyrir það vil ég þakka. Sig-
urbjörg starfaði í Landssamtök-
unum Málfreyjum sem unnu að
sjálfsstyrkingu kvenna. Sá fé-
lagsskapur varð síðar að Lands-
samtökunum ITC á Íslandi og
svo POWERtalk International á
Íslandi. Sigurbjörg vann einnig
mikilsvert sjálfboðaliðastarf
með Mæðrastyrksnefnd Kópa-
vogs til stuðnings þeim sem
höllum fæti standa, sérstaklega
konum og börnum þeirra. Bar-
áttugleði, þekking og framsýni
Sigurbjargar efldi einnig hag
eldri borgara þessa lands svo
eftir var tekið. Hún var braut-
ryðjandi við að ryðja þeim hug-
myndum til rúms að aldraðir
ættu og gætu verið virkir þrátt
fyrir að aldur færðist yfir.
Hennar þáttur var svo mikill að
forseti Íslands sæmdi hana heið-
ursmerki hinnar íslensku fálka-
orðu fyrir störf í þágu aldraðra
lýðveldisdaginn 2017. Að leið-
arlokum vil ég þakka Sigur-
björgu hlýhug í minn garð,
stuðning á mikilvægum tíma-
mótum og góðar minningar frá
allskyns verkefnum sem við
unnum að. Einnig votta ég
Hauki, afkomendum Sigur-
bjargar og öðrum ástvinum
mína dýpstu samúð vegna frá-
falls hennar. Guð blessi minn-
ingu Sigurbjargar.
Siv Friðleifsdóttir.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
✝ Jón Traustifæddist í
Reykjavík 9. apríl
1985. Hann lést á
heimili sínu 22.
desember 2018.
Jón Trausti var
elsta barn
hjónanna Sölva
Jónssonar vél-
virkja, f. 18. jan-
úar 1954, d. 28.
október 1992, og
Erlu Bragadóttur lífeindafræð-
ings, f. 31. maí 1961. Bræður
Jóns Trausta eru 1) Sölvi
Freyr, f. 1988, og 2) Sæþór
Bragi, f. 1993, kærasta hans er
Eva Ósk Brynjarsdóttir, f.
1997. Hálfsystkini Jóns
æfði fótbolta með ÍR frá 6 ára
aldri og fram á unglingsár
þegar handboltinn fór að eiga
hug hans allan. Jón Trausti
gekk í Seljaskóla og lauk
grunnskólaprófi þaðan 2001.
Hann hóf nám í húsasmíði við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti
og komst á samning hjá fyr-
irtækinu Eykt ehf. Jón Trausti
þurfti að láta af draumi sínum
um smíðar aðeins 19 ára gam-
all þegar hann greindist með
taugahrörnunarsjúkdóminn
SMA en sá sjúkdómur olli því
að hann missti nánast allan
kraft í höndum. Þrátt fyrir
erfið veikindi Jóns Trausta
bæði líkamleg og andleg var
alltaf stutt í góða skapið og
húmorinn. Hann var hvers
manns hugljúfi, einstaklega vel
gerður drengur og vel liðinn
meðal fjölskyldu og vina.
Útför Jóns Trausta fór fram
frá Fríkirkjunni í Reykjavík, 7.
janúar 2019.
Trausta samfeðra
eru 3) G. Ragn-
heiður, f. 1974,
sambýlismaður Ár-
mann Guðmunds-
son, f. 1969, og
eiga þau soninn
Guðmund Sölva, f.
2009, 4) Sigurður
Ívar, f. 1978, sem
ólst upp hjá föður
sínum og Erlu,
dóttir hans er Kar-
lotta Sjöfn, f. 1999, og 5) Hall-
dór Andri, f. 1984, eiginkona
hans er Gosia Laskowska, f.
1980.
Jón Trausti ólst upp með
foreldrum sínum og bræðrum í
Seljahverfi í Reykjavík. Hann
Elsku drengurinn minn, það er
sárt að þurfa að kveðja þig og erf-
itt að hugsa um lífið án þín. Þú
varst ekki einungis sonur, heldur
einnig góður vinur.
Móðurást
Komstu til mín
með þreytta fætur
lagðir þig
í fangið mitt.
Strauk þér blítt
um vanga rjóða
lítill drengur,
vinur minn.
Fann þitt hjarta
við barm minn slá.
Kyssti á kinn
um þig tók.
Áttum saman
stundarkorn,
Fagra stund,
sem í hjarta
mínu geymi,
alla tíð.
(Höf. óþekktur)
Hvíl í friði kæri vinur.
Kveðja,
mamma.
Rétt fyrir jól barst mér sú
harmafregn að Jón Trausti, syst-
ursonur minn, væri fallinn frá í
blóma lífsins, 33 ára gamall.
Hjartað fylltist sorg og vantrú,
erfitt að kyngja þeirri staðreynd
að við munum aldrei hittast aftur,
aldrei spjalla, aldrei aftur kaldur
húmor, engar frekari fréttir.
Okkur Kidda, fyrrverandi eig-
inmann minn, langar að minnast
Jóns Trausta með nokkrum orð-
um en hann dvaldi mikið á okkar
heimili og voru fjölskyldur okkar
nánar og samgangur mikill.
Jón Trausti var góður drengur,
ljúfur, ábyrgðarfullur, jafnan kát-
ur og stutt í húmorinn. En hann
gat einnig verið alvarlegur og at-
hugull. Hann passaði vel upp á
yngri bræður sína og gætti þess
að þeir gleymdu ekki húfum, vett-
lingum eða öðru dóti og sýndi
mikla ábyrgðartilfinningu gagn-
vart þeim.
Svo var hann mikill íþrótta-
strákur og prófaði sig áfram í
ýmsum boltaíþróttum, en valdi að
lokum fótboltann sem hann spil-
aði lengi vel með góðum árangri.
Þegar sumarhúsið okkar var í
byggingu var Jón Trausti mikið
með okkur og hjálpaði til við hin
ýmsu smíðaverk innan dyra og ut-
an. Á meðan stóð Dímon, hund-
urinn hans og félagi, vaktina í lóð-
inni og gætti þess að óviðkomandi
hundar væru ekki að þvælast inn
á hans umráðasvæði. Jón Trausti
hafði mikla ánægju af því að vera
með okkur í sveitasælunni og
lagði alúð í þau verk sem hann tók
sér fyrir hendur þar.
Þegar barnabörnin okkar
komu til sögunnar fékk Jón
Trausti það hlutverk að vera
„skemmtilegi frændinn“ en börn-
in dýrkuðu hann. Enda var hann
mjög barngóður og gaf sér alltaf
tíma til að leika við krakkana,
spjalla eða það sem var skemmti-
legast – að ærslast svolítið.
Jón Trausti hafði mikinn áhuga
á að vinna við smíðar og læra til
smiðs. Hann vann hjá Eykt og
fann sig vel í stórum hópi smiða
og annarra iðnaðarmanna. Hann
byrjaði í Fjölbraut í Breiðholti í
smíðanámi en varð að hætta, því á
þeim tíma greindist hann með
sjaldgæfan erfðasjúkdóm (SMA)
sem rændi hann öllum kröftum í
efri hluta líkamans. Að geta ekki
stundað það nám sem hugur hans
stóð til var Jóni erfitt en þarna var
draumur sem ekki gat ræst.
Jón Trausti mun alltaf eiga sér-
stakan stað í hjörtum okkar, við
kveðjum hann með kærleik og
virðingu og þökkum honum sam-
fylgdina.
Ragnheiður Bragadóttir,
Kristinn Pétur Pétursson
(Ragga frænka og Kiddi).
Elsku frændi, vinur og bróðir í
lífinu. Núna þegar þú ert horfin
allt of ungur frá okkur, hefur ver-
ið skuggi yfir okkur öllum sem
misstum þig. En skuggi getur
ekki orðið til nema það sé ljós, og
það er það sem þú varst. Stöðugt
ljós, eins og viti á grýttri strönd
sem ávallt leiddi bræður þína
heim aftur á réttan stað. Fjöl-
skyldan var þér alltaf ákaflega
mikilvæg og við frændsystkinin
öll náin og það var sjaldgnæft ef
þú mættir ekki þegar við vorum
að gera eitthvað saman. Ef mig
vantaði hjálp að flytja varstu allt-
af mættur eða ef manni vantaði
bara einfaldlega félagsskap.
Við frændsystkinin ólumst
flest upp í sama hverfi og sam-
skiptin voru mikil. Þegar faðir
þinn féll frá löngu fyrir sinn tíma
þéttust raðir okkar og við urðum
öll tengdari sterkari böndum en
áður. Meðan við vorum yngri
passaði ég ykkur bræðurna
ósjaldan og þið grallararnir voruð
stundum miklir púkar, sem að
gerði stundir okkar skemmtilegri
saman. Eftir því sem árin liðu
urðuð þið ætíð meiri og meiri vinir
mínir og blóðböndin styrktust
með hverju ári. Börnin mín eltust
og þið bræðurnir sýnduð þeim
alltaf mikinn kærleik og hélduð
yfir þeim verndarhendi ef þurfti.
Sérstaklega var ykkur umhugað
um son minn og það hefur hlýjað
mér daglega að þið gerðuð það í
slíkri einlægni. Þegar ég tala um
þig þá tala ég mikið um ykkur
bræðurna sem heild í stað bara
um þig, en það er einfaldlega
vegna þess að þú sást sjaldan án
þess að hafa einhvern bróðurinn
með. Þér var alltaf svo áberandi
umhugað um þá, þannig að það er
hálf erfitt að kljúfa frásögn um
ykkur í sundur. Sérstaklega þú og
Sölvi Freyr bróðir þinn, þið voruð
eiginlega samvaxnir. Þú elskaðir
bræður þína og þeir þig, enginn
mun fylla það skarð sem þú skilur
eftir.
Í sumar var síðasta skiptið sem
við hittumst tvo ein og ræddum
saman langt fram eftir morgni út
á svölum hjá mér. Við höfðum
ekki hist í nokkurn tíma, en eins
og ávallt var vináttan og kærleik-
urinn þannig að það skipti engu
máli. Við ræddum um heima og
geima, líkt og hjá elstu og bestu
vinum voru tengslin svo sterk að
þó maður hittist ekki daglega
breytti það engu um hversu gam-
an var þegar við hittumst. Núna
þegar ég horfi á hvítu stólana á
svölunum sé ég þig sitja þar og
finn aftur tilfinninguna sem fylgdi
þessari löngu samræðu okkar i
sumar. Söknuðurinn yfir að vita
að ég mun aldrei geta átt slíka
stund með þér aftur er eins og
kalt tómarúm í hjarta mínu. ég
vona að þú hafir vitað að þú varst
einstakur og þú gafst mér svo
margt í lífinu og gladdir svo
marga í kringum þig aftur og aft-
ur. Ég neyðist til að kveðja að
sinni, en ég veit að einhverstaðar
einhvern tímann aftur mun leið
mín liggja aftur að vegi til þín.
Þín frænka og svo margt fleira,
Ingibjörg Ósk Elíasdóttir.
Elsku litli frændi minn.
Þegar ég sit hér og reyni að
setja eitthvað niður á blað reikar
hugur minn aftur í tímann.
Ég man þegar þú fæddist. Ég
man þig þegar þú varst lítill gutti
með rauðar kinnar og fallegt bros.
Ég man að þú varst uppáhalds-
barnið sem ég passaði sem ung-
lingur, alltaf svo stilltur og góður.
Fallegu augun þín horfðu upp til
mín og báðu svo fallega um sögu
fyrir svefninn.
Ég rifjaði upp síðasta samtalið
okkar. Í afmæli bræðra þinna í
sumar hlógum við að því hversu
óþekkir bræður þínir voru alltaf
þegar ég var að passa ykkur og þú
hristir hausinn hlæjandi og sagðir
„...það hefur ekkert breyst,
frænka, þeir eru ennþá óþekkari
en ég“. Við hlógum ennþá meira
að því að mér þættu bræður mínir
líka óþekkari en ég. „Já, frænka,
þannig á það líklega bara að vera“
– við vorum sammála um það. Við
spjölluðum um heima og geima,
dýrauppeldi og allskonar. Við
föðmuðumst og ég sagði þér hvað
mér þætti vænt um þig.
Þessi minning er sú síðasta
sem ég átti með þér og það yljar
mér um hjartað að ég náði að
segja þér að þú hefur alltaf átt
stað í mínu hjarta.
Það er óstjórnlega erfitt að
kveðja 33 ára ungan mann. En
minningin um góðan, ljúfan dreng
með rauðar kinnar og falleg augu
lifir innra með mér.
Ég trúi því að þú sért á betri
stað, umvafin fjölskyldumeðlim-
um sem fóru á undan þér, elsk-
aður og verndaður.
Allan tímann á meðan ég var að
skrifa, þá ómaði lagið Hótel Jörð í
huga mér, svo ég ákvað að leyfa
textanum af því að fylgja hér með.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá,
en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og
bíða.
En það er margt um manninn á svona
stað,
og meðal gestanna er sífelldur þys og
læti.
Allt lendir í stöðugri keppni’ um að koma
sér að
og krækja sér í nógu þægilegt sæti.
Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur
gefst
né færi á að ráðstafa nokkru betur.
Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst –
í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur.
(Tómas Guðmundsson)
Elsku Jón Trausti minn, hvíldu
í friði.
Guðrún frænka.
Jón Trausti
Sölvason
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGIBJÖRG E. DANÍELSDÓTTIR,
Ársölum 1, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 9. janúar s.l.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 18. janúar kl 13:00
Jón Sigurðsson
Sigurður Reynisson Hildur Kristín Friðriksdóttir
Daníel Reynisson Sólrún Rúnarsdóttir
Egill Rúnar Reynisson Inga Birna Traustadóttir
Jóhanna Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar