Morgunblaðið - 14.01.2019, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
✝ Birna JóhannaJónsdóttir
fæddist í Reykjavík
5. apríl 1931. Hún
lést á Landspít-
alanum 1. janúar
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Kristín
Júnía Einarsdóttir
og Jón Björgvin
Jónsson.
Systkini hennar
voru Óskar Jónsson hálfbróðir,
Erna Sigurveig Jónsdóttir og
Sigurður Jónsson. Erna er ein
eftirlifandi þeirra.
Hinn 1. apríl 1961 giftist Birna
manni sínum, Haraldi Ólafssyni.
Foreldrar hans voru Sesselja
Ólafsdóttir og Ólafur Jósúa Guð-
mundsson. Birna og Haraldur
bjuggu á Patreksfirði, lengst af á
Strandgötu 19.
Haraldur lést í sjó-
slysi 5. júní 1990.
Dóttir þeirra er
Kristín Viggósdótt-
ir og maður hennar
er Hilmar Jónsson.
Börn þeirra eru
Haraldur Kristinn,
Bárður og Birna
Kristín. Barnabörn-
in eru: Aðalbjörg
Birna Haralds-
dóttir, Jökull Myrkvi Haraldsson,
Elsa María Bárðardóttir, Freyja
Sif Bárðardóttir, Sara Bárð-
ardóttir, Blíða Líf og Bjarmi Þór.
Minningarathöfnin fer fram í
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14.
janúar 2019, klukkan 13.
Birna Jóhanna verður jarðsett
í Patreksfjarðarkirkjugarði 19.
janúar 2019 klukkan 14.
Amma kær, ert horfin okkur hér
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau, er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð
og allt hið mesta gafst þú hverju sinni.
Þinn traustur faðmur okkur opinn stóð
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra,
nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá,
í hljóðri sorg, og ástarþakkir færa.
(Ingibj. Sig.)
Þín
Sísí og fjölskylda.
Jæja, þá er komið að þessu,
elsku amma mín. Sama hvernig
maður reynir að undirbúa sig fyrir
dauðann þá er það bara ekki hægt.
Erfiðast var að tilkynna dóttur
minni andlátið, eða nöfnu þinni
eins og þú kallaðir hana alltaf.
Þegar ég tilkynnti henni þetta þá
vildi hún endilega hringja í þig, því
það gæti verið að hún myndi ná
þér áður en þú færir til himna.
Heldur var hún ekki sátt með að
þú yrðir jörðuð á Patró, því þá
gætum við ekki heimsótt þig þeg-
ar við vildum. En ég sagði henni að
það eina sem amma vildi í þessum
heimi væri að láta jarða sig við
hliðina á Halla afa. Mikið skil ég
það vel að vilja hvíla í kirkjugarð-
inum á Patró. Á fallegasta staðn-
um og vera með besta mann
heimsins sér við hlið.
Að alast upp hjá Birnu ömmu
voru forréttindi, það var allt gert
fyrir mig, sama hvort ég suðaði
um pening í bíó eða að baka
pönnsur eða klatta nálægt mið-
nætti ef þess þurfti. Eftir að afi dó
árið 1990 þá varð ég þinn maður í
lífinu. Við ferðuðumst saman, fór-
um í heimsóknir út um allt land,
brunuðum á ættarmót á tveggja
ára fresti. Þú varst nú ekki mikið
að skipta þér af hvað maður gerði í
lífinu, en það voru nokkur atriði
samt. Þú lagðir mikla áherlsu á að
ég kláraði stúdentspróf. Ég klár-
aði það og mikið varstu stolt af
mér, ég held að enginn á Íslandi
hafi klárað það jafnvel og ég að
þínu mati. Svo verð ég nú að minn-
ast á allar bílferðirnar þínar. Þau
skipti sem þú keyrðir með mann í
Reykjavík þá þurfti maður nú iðu-
lega að valsa nærbrókina. Eitt
skipti vorum við að keyra suður í
bæinn og tókum einn puttaling
upp í. Þá kemur skyndilega blind-
hæð og þú ekur eins og rallýöku-
maður yfir eina blindhæðina og
gleymdir beygjunni sem var fyrir
aftan hana. Við skutumst út í móa
með öll dekk fríhjólandi. Afsökun-
in fyrir þessu var ekki of mikill
hraði á malarvegi, nei, puttaling-
urinn talaði svo mikið. Ég hlæ nú
alltaf upphátt að því þegar þú
varst nærri búin að keyra inn í
íbúðina þína á elliheimilinu á
Patró. Þrumaðir á handriðið og
stórskemmdir bílinn. Afsökunin
var að þú hefðir ruglast á bremsu
og bensíngjöf. Síðast þegar ég
vissi þá er bremsan alltaf í miðj-
unni.
Svo getur maður ekki skrifað
þessa grein án þess að minnast á
allar sjómannadagshelgarnar sem
þú þurftir að þola mig og alla mína
vini. Ætli það hafi ekki verið 2005
þegar við byrjuðum á að hafa
fiskisúpu fyrir gesti og gangandi á
föstudeginum fyrir sjómannadag.
Fyrsta árið voru nú bara nokkrir
strákar. Svo fór þetta að spyrjast
út og varð alltaf stærra. Endaði að
mig minnir 2009 og þá voru eitt-
hvað yfir 40 manns. Hljómsveitir
og skemmtikraftar sem ætluðu að
troða upp á helginni mættu í súp-
una. Þetta var hefð sem þú vildir
alls ekki missa því félags-
skapurinn var yndislegur, mikið
hlegið og eflaust drukkið miklu
meira en var hlegið. Sama hvaða
axarsköft ég og vinir mínir gerð-
um á þessum klassísku sumarfyll-
eríum þá stóðstu alltaf með okkur
og talaðir okkar máli. Enda varstu
svo stolt af því að eiga í góðum
samskiptum við vini mína. Þú
varst ein af okkur, svo komu þess-
ir strákar hver á eftir öðrum og
spurðu hvort þeir mættu kalla þig
ömmu. Þú varst nú ekki maður
með mönnum ef þú kallaðir Birnu
ekki Birnu ömmu.
Elsku besta amma mín, þú
fórst aðeins of fljótt fyrir mig og
börnin en nú geturðu dansað inn í
eilífðina með Halla afa. Næst þeg-
ar við hittumst þá sit ég með nikk-
una og þið hjónin dansið gömlu
dansana.
Kv., Hallinn þinn.
Haraldur Kristinn
Hilmarsson.
Meira: mbl. is/andlat
Elsku amma okkar, nú ertu far-
in frá okkur og eftir sitjum við
með minningarnar, en þar er af
nægu að taka. Við munum hvað þú
varst alltaf elskuleg við okkur og
hvað við upplifðum okkur velkom-
in til þín og þú kenndir okkur ansi
margt. Það skemmtilegasta var að
spila yatzy og vera með þér.
Svo sagðir þú alltaf við mig að
ég héti Birna eftir þér og þú yrðir
alltaf í nafninu mínu. Svo sagðir
þú við mig og Jökul að við værum
uppáhaldsbarnabörnin sín.
Þú elskaðir barnabörnin þín og
settir þau í fyrsta sæti og þú munt
lifa áfram í minningarhuganum
okkar. Við fengum ekki að kveðja
þig, þó langaði mig að gera það,
mér fannst mjög leiðinlegt að þú
skyldir deyja. En við kvöddum þig
á aðfangadag og þá sagðir þú hvað
það var ofboðslega gaman að eyða
með okkur þessu skemmtilega
kvöldi og svo kysstir þú okkur
bless í bílnum.
Elsku amma, sama hvað ég
geri, þá skil ég ekki dauðann;
hvers vegna fólk fer alltaf frá
manni þegar maður elskar það.
Það er svo mikið eftir og margt
ósagt, margt ógert, ótal faðmlög
sem aldrei verða aftur. Ég veit
hvað verður, elsku amma, og ég
veit að þér líður betur þegar ást-
vinir þínir fagna komu þinni. Viltu
passa ömmu uppi á himni, afi, og
vera með henni?
Aðalbjörg Birna og
Jökull Myrkvi Haraldsbörn.
Elsku amma okkar, takk fyrir
að vera alltaf svona góð við okkur.
Það var alltaf svo gott að koma til
þín og fá ömmuknús. Takk fyrir
alla sleikjóana sem þú áttir alltaf
svo mikið af í vasanum þínum, þú
áttir alltaf bleikan fyrir mig. Takk
fyrir ljósabangsana sem þú gafst
okkur. Takk fyrir öll skemmtilegu
spjöllin okkar. Takk fyrir sam-
veruna, við söknum þín og elskum
þig. Mig langar svo í ömmuknús.
Aníta Rún og Bjarki Rúnar.
Birna var gift móðurbróður
okkar, honum Halla, en þau
bjuggu allan okkar uppvöxt á ris-
inu hjá afa og ömmu í Krók á Pat-
reksfirði. Birna rifjaði oft upp árið
1959 þegar hún flutti frá Reykja-
vík til Patreksfjarðar og hóf bú-
skap með fallegasta og besta
manni í heimi. Birna og Halli voru
mjög stór hluti af lífi okkar systk-
ina og voru okkur afar góð.
Það var gaman að alast upp í
návist Birnu. Hún var glaðleg og
sóttist eftir að fá okkur í heimsókn
og oft fengum við að sofa á milli.
Birna var höfuðborgarskvísa.
Hún vildi gjarnan vera fín, var
glysgjörn og litskrúðug. Hún átti
fullt af snyrtivörum, varalitum og
naglalökkum og það var ekki ama-
legt fyrir litlar stelpur að komast í
snyrtibudduna hennar. Svo átti
hún líka fullt af háhæluðum skóm
sem við stálumst til að fara í.
Birna spilaði á gítar og hafði fal-
lega söngrödd. Ekki leiddist henni
að syngja og spila fyrir okkur
krakkana. Birna sagði sögur af
uppvexti sínum í Reykjavík og frá
starfi sínu á Hreyfli. Hún bjó ætíð
að þeirri reynslu og átti aldrei í
erfiðleikum með að keyra og rata í
Reykjavík.
Birna var alltaf mjög gjafmild
og þótti gaman að gefa. Margir
eiga í sínum fórum muni sem hún
annaðhvort perlaði, skar út, mál-
aði á, prjónaði eða heklaði. Fyrir
síðustu jól málaði hún á 32 jóla-
dúka og gaf þeim fjölskyldum sem
henni stóðu nærri.
Birna ók eins og herforingi á
milli Patreksfjarðar og Reykja-
víkur á öllum árstímum. En það
var henni þungbært þegar hún
lagði bílnum eftir að hún flutti til
Hafnarfjarðar.
Samband okkar við Birnu rofn-
aði aldrei. Á tímabilum dvaldi hún
hjá okkur systrum þegar hún kom
í bæinn. Hún gaf sér alltaf tíma til
að kíkja í heimsókn í öllum sínum
bæjarferðum.
Birna var afar félagslynd, var í
raun partíljón, vildi vera innan um
fólk og fá að taka þátt í atburðum
sem fylgja hefðbundnu fjölskyldu-
lífi. Boðum um að koma í heim-
sókn, fá snarl að borða og horfa á
sjónvarp í félagsskap annarra
hafnaði hún aldrei. Hún elskaði að
dansa og harmonikkuböllin á
Hrafnistu voru stór þáttur í lífi
hennar. Þegar henni var sagt að
hún gæti ekki búist við því að geta
dansað sagði hún að það væri
versti hluti veikindanna. En á síð-
asta harmonikkuballi fyrir jól náði
hún að stíga nokkur dansspor með
mömmu okkar. Á Patró stundaði
Birna félagsstarf eldri borgara af
krafti. Söng með kirkjukórnum og
síðan með kórnum á Hrafnistu
eftir að hún flutti í bæinn. Birna
var pólitísk fram á síðasta dag og
sannur sósíalisti. Sérstaklega var
hún áhugasöm um samgöngur,
vegamál, kjör og aðbúnað aldr-
aðra.
Birna var mikil barnagæla.
Hún var gjarnan með eitthvert
góðgæti í veskinu sem hún gauk-
aði að hverju barni sem hún hitti.
Það voru fleiri en hennar eigin
barnabörn sem kölluðu hana
ömmu. Best þótti henni að vera í
návist barnabarna og langömmu-
barna.
Í hvert sinn sem við kvöddum
Birnu lét hún í ljós væntumþykju
sína og þau orð hlýja. Við erum
þakklátar fyrir allar samveru-
stundir okkar og fjölskyldna okk-
ar með Birnu og góðvild hennar í
okkar garð. Þær minningar lifa.
Sesselja og Kristjana.
Nokkuð óvænt var nafna mín
kölluð á brott úr þessum heimi. Þó
svo að líkaminn hafi verið farinn
að gefa sig var aðdáunarvert hvað
hún var með á nótunum varðandi
allt sem var að gerast hjá fólkinu í
kringum hana.
Birna ólst upp í Reykjavík og
bjó þar þangað til hún fluttist
vestur á Patreksfjörð sem ung
kona. Þar lágu saman leiðir Birnu
og Haraldar, eða Halla eins og
hann var alltaf kallaður, móður-
bróður míns. Þau giftu sig og
bjuggu öll sín hjúskaparár á Pat-
reksfirði. Halli lést í sjóslysi árið
1990 og var þetta slys Birnu mikið
áfall. Þeim hjónum varð ekki
barna auðið en þau tóku að sér
stúlku, Kristínu sem þau ólu upp.
Kristín var þeirra stoð og stytta
meðan þau lifðu.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að vera skírð í höfuðið á
Birnu og yngri bróðir minn var
svo skírður í höfuðið á Halla
frænda. Ef mér varð það á í mess-
unni að segjast vera skírð eftir
henni var hún fljót að leiðrétta
mig og segja að ég væri skírð í
höfuðið á henni, hún væri nú ekki
dauð ennþá. Þau hjónin Birna og
Halli kölluðu okkur systkin oft
litlu hjónin, sem mér fannst alltaf
svo skemmtilegt. Þau voru ætíð
góð við okkur nöfnu og nafna.
Komu þau alltaf færandi hendi á
afmælum okkar og jólum. Eftir-
minnilegasta gjöfin var gömul
Moskvich-bifreið sem við litlu
hjónin fengum mörgum árum áð-
ur en við höfðum aldur til að keyra
bíl. Mér fannst það ekkert smá
flott að eiga bíl.
Birna hugsaði vel um útlitið og
var ávallt vel til höfð og flott í
tauinu. Hún átti á sínum yngri ár-
um mörg háhæluð skópör sem
ekki var leiðinlegt að fá að plampa
í sem stelpa. Ég var ekki orðin svo
gömul þegar ég óx upp úr skó-
númerinu hennar en hún var með
mjög nettan fót og þar með var
skóævintýrinu mínu lokið. Birna
var mikið fyrir skartgripi og var
oft það fyrsta sem hún tók eftir ef
einhver var með fallegan hring
eða hálsmen. Þá þurfti hún að fá
að snerta og skoða nánar. Þannig
var hún allt til enda, vel snyrt,
naglalökkuð og fín.
Síðustu árin dvaldi Birna á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar líkaði
henni vel og var virk í öllu fé-
lagslífi fram á síðasta dag. Hún
missti helst ekki af föstudagsböll-
unum, þar sem hún reyndi eftir
fremsta megni að dansa við harm-
ónikkutóna, sem hún elskaði.
Einnig tók hún þátt í söngstund-
um enda hafði hún prýðilega söng-
rödd og hafði m.a. verið í kirkju-
kórnum á Patreksfirði. Birna var
einstaklega lagin í höndunum og
eftir hana liggja margir fallegir
munir sem hún prjónaði, perlaði
eða málaði.
Ég minnist nöfnu minnar sem
sterkrar og ákveðinnar konu sem
ekki lét vaða yfir sig. Hún hafði
sínar skoðanir á ótrúlegustu hlut-
um. Birna varð að fá kaffið sitt
blandað í réttri röð, mjólkina átti
að setja fyrst í bollann og svo
mátti hella kaffinu saman við,
punktur. Almesta B-manneskja
sem ég hef kynnst var nafna mín
enda varð ég steinhissa um daginn
þegar hún sagðist undanfarnar
vikur hafa vaknað klukkan sjö á
morgnana. Einnig mun ég muna
eftir nöfnu minni sem gjafmildri,
glaðværri og hláturmildri mann-
eskju sem elskaði að dansa og
syngja.
Kæra Kristín og fjölskylda. Ég
votta ykkur mína innilegustu sam-
úð.
Birna Jóhanna Ólafsdóttir.
Birna amma var ekki amma
mín í hefðbundnum skilningi en
ávallt kölluð Birna amma af minni
fjölskyldu. Þegar við bjuggum á
Patreksfirði á sínum tíma var
stutt í húsið hennar Birnu og við
bræðurnir þar tíðir gestir með
foreldrum okkar. Sveinn bróðir
kallaði víst allar eldri konur ömm-
ur sínar og Birna, sem þótti þetta
yndislegt, sagðist svo sannarlega
geta verið amma hans líka. Eftir
að við fluttum svo til Reykjavíkur
voru ávallt pakkar undir jólatrénu
frá Birnu ömmu og samgangurinn
alltaf eins mikill og kostur var á.
Það var svo á unglingsaldri
þegar ég vandi komur mínar til
Patreksfjarðar á sumrin til að
vinna að ég lærði virkilega að
meta alla þá ást og umhyggju sem
hún Birna bar til okkar bræðra og
hversu sterkt samband var milli
hennar og foreldra minna og þá
sérstaklega mömmu minnar, Sig-
ríðar.
Smám saman urðum við Birna
perluvinir og eftir að ég kynntist
konu minni, Sigurðu, tókst einnig
með þeim mikill vinskapur. Birna
hefur reynst mér, konu minni og
börnum ákaflega vel í gegnum tíð-
ina og svo sannarlega stutt okkur
með ráðum og dáð. Hún heklaði
heimferðaföt barna minna og var
þeim ómetanlega góð alla tíð. Hún
hýsti mig í heila fimm mánuði
meðan ég vann upp sveinstíma í
rafvirkjun á Patró en þá bjuggum
við fjölskyldan á Ísafirði og ég
keyrði heim um helgar þegar
hægt var. Þau voru ófá kvöldin
sem við sátum saman í stofunni
talandi um það sem helst lá okkur
á hjarta hverju sinni.
Birna var sérlega hjartahlý
kona og voru ansi margir úr vina-
hóp barnabarns hennar, Harald-
ar, sem vöndu sig á að kalla hana
ömmu. Henni varð tíðrætt um
hversu vænt henni þætti um það
og hversu gaman henni þætti að
elda kjötsúpu ofan í liðið á sjó-
mannadögunum meðan hún
treysti sér til.
Hennar verður vafalaust
minnst af mörgum með þeirri
hlýju sem hún hafði sjálf svo gott
lag á að gefa.
Ástvinum sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Pétur Þór Erlingsson.
Birna Jóhanna
Jónsdóttir
✝ MagnhildurMagnúsdóttir
fæddist 10. desem-
ber 1940. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir 23. desember
2018.
Magnhildur ólst
upp í Fagurhlíð í
Landbroti og for-
eldrar hennar voru
Magnús Dagbjarts-
son, f. 5.1. 1906, d.
10.1. 1986, og Jónína Kristín
Sigurðardóttir, f. 7.10. 1912, d.
19.2. 1989. Systkini Magnhildar
eru Gunnheiður Magnúsdóttir,
f. 11.3. 1935, d. 18.12. 2010, Gísli
Magnússon, f. 8.3. 1938, Ólafía
Magnúsdóttir, f. 21.1. 1942, Sig-
rún Magnúsdóttir, f. 22.2. 1944,
Guðlaug Magnúsdóttir, f. 8.4.
1946, Gunnar Magnússon, f.
Dalheim, sonur þeirra er Alfreð
Alexandersson.Ýmir Kalman
Fróðason, f. 16.11. 1991, Jón
Styrmir Fróðason, f. 26.4. 1993.
Elfa Kristín Sigurðardóttir, f.
19.3. 1963, eiginmaður Björgvin
Kristjánsson, f. 13.9. 1969,
þeirra börn eru Ólöf Tara
Smáradóttir, f. 23.10. 1985, sam-
býlismaður Ólafur Örn Jónsson,
Þuríður Nótt Björgvinsdóttir, f.
24.5. 1998, sambýlismaður
Bjarki Fannarsson. Dóra Berg-
lind Sigurðardóttir, f. 12.9.
1964, eiginmaður Óskar Krist-
inn Bragason, f. 29.4. 1961,
þeirra börn eru Daníel Björn
Óskarsson, f. 4.2. 1992, Nikulás
Óskarsson, f. 19.11. 1995. Stúlka
Sigurðardóttir, f. 27.7. 1965, d.
7.8. 1967.
Útför Magnhildar fór fram
frá Hjallakirkju 10. janúar 2019.
31.5. 1948, Helgi
Magnússon, f. 18.8.
1959, Einar Sig-
urður Magnússon, f.
27.5. 1953, Ólafur
Magnússon, f. 16.12.
1954, og Kjartan
Magnússon, f. 25.6.
1957.
Fyrrverandi sam-
býlismaður Magn-
hildar var Sigurður
Jónas Jónasson, f.
22.3. 1937, d. 14.12. 2011. Eig-
inmaður Magnhildar var Magn-
ús Hjörtur Ásgeirsson, f. 19.4.
1947, d. 24.3. 2013.
Börn Magnhildar og Sigurðar
eru Íris Björk Sigurðardóttir, f.
21.3. 1962, eiginmaður Fróði
Hjaltason, f. 25.1. 1954, börn
þeirra eru Alexander Fróðason,
f. 9.6. 1985, í sambúð með Tone
Mamma var mikið náttúrubarn
og ferðaðist mikið um Ísland og
þekkti hvern stokk og stein. Hún
og Maggi voru á fjöllum, jöklum, í
dölum og úti um allt. Ferðamátinn
var ekki eingöngu á jeppum held-
ur einnig á skíðum, hjólum og hún
á hestum. Saman fórum við
mamma og Böggi ríðandi um
Þórsmörk og er sú ferð dýrmæt í
minningabankanum.
Hún var lífsglöð og alltaf bros-
andi, elskaði að dansa og dillaði
sér við húsverkin eftir tónlist í út-
varpinu og eru margar minningar
tengdar óskalögum sjúklinga og
óskalögum sjómanna þegar hún
söng með og dansaði um húsið
með tuskuna á lofti. Hún var lestr-
arormur og las allt sem hún náði í,
hvað sem það var, og oft sátum við
á morgnana saman, ég, hún og
Maggi, í eldhúsinu í Furuhjalla og
lásum yfir fréttirnar og höfðum
skoðanir á öllu. Á hverjum morgni
fóru þau hjónin í gönguferð um
dalinn í Kópavogi og eftir að
Maggi hvarf yfir móðuna miklu
tókum við tvær alltaf morgun-
göngu saman þegar ég kom suður.
Alltaf var jafn gaman og ynd-
islegt að fá þau austur í heimsókn
og við mamma spjölluðum yfir
kaffi og prjónum og fórum í
gönguferðir um fallegt umhverfi
Egilsstaða og Fellabæjar, hún
tíndi upp í sig berin við hvert tæki-
færi ef við rákumst á berjalyng.
Þú hvarfst
þér sjálfum og okkur
hvarfst
inn í höfuð þitt
dyr eftir dyr luktust
og gátu ei opnast á ný
þú leiðst
hægt á brott
gegnum opnar bakdyr
bústaður sálarinnar
er hér enn
en stendur auður
sál þín er frjáls
líkami þinn hlekkjaður
við líf
sem ekki er hægt að lifa
þú horfðir framhjá mér
tómum augum
engin fortíð
engin framtíð
engin nútíð
við fengum aldrei að kveðjast.
(Tove Findal Bengtsson –
þýð. Reynir Gunnlaugsson)
Í hjarta mínu trúi ég að ferð þín,
elsku mamma, sé hafin á vit stóru
ástarinnar í líf þínu, Magga, og
saman fljúgið þið á vængjum
vindsins, ferðist um alheima, til
vetrarbrauta, tungla og stjarna.
Hvíl saman í faðmi Guðs.
Elfa.
Magnhildur Magnúsdóttir