Morgunblaðið - 15.01.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019
„Það voru veitt um 60 leyfi, það er
alveg svipað og hefur verið undan-
farin ár. Þar af voru reyndar tvö
sem ekki varð af, rannsóknir sem
ekki varð af,“ segir Sigurður Berg-
steinsson, verkefnastjóri og forn-
leifafræðingur hjá Minjastofnun,
spurður um rannsóknir síðasta árs.
Þau leyfi sem ekki voru notuð
voru fyrir framkvæmdarannsókn á
Akureyri sem hætt var við og svo
aðra rannsókn í Baldursheimi í
Mývatnssveit. Sigurður segir rann-
sóknir ársins í fyrra hafa verið af
öllum stærðum og gerðum. „Þær
voru misjafnlega stórar rannsókn-
irnar, allt frá því að vera pínulitlar
framkvæmdarannsóknir vegna línu-
lagna eða skurðgraftar upp í mjög
stórar.“
Einungis einn erlendur aðili er á
lista yfir þá sem fengu leyfi til
fornleifarannsókna og var það Uni-
versity of Massachusetts Boston.
Að sögn Sigurðar hafa þeir verið
hér árum saman að rannsaka í
Skagafirði. „Það er mjög stór og
mjög dýr rannsókn sem dreifist yf-
ir stórt svæði. Stór hluti Skaga-
fjarðar er undir. Aðallega könn-
unarskurðir í Hegranesi.“
Um 60 leyfi til fornleifa-
rannsókna veitt í fyrra
Fornleifagröftur Nóg var um að
vera í fornleifarannsóknum í fyrra.
Vísindamenn frá
Boston í Skagafirði Fornleifarannsóknir2018
» Um 60 leyfi veitt á árinu.
» Tvær rannsóknir ekki fram-
kvæmdar.
» Svipað hlutfall fram-
kvæmda- og vísindarannsókna
og síðustu ár.
Komum skipa í hafnir Faxaflóahafna
sf. fækkaði á síðasta ári frá árinu
2017, þar af fækkaði komum fiski-
skipa í hafnirnar um 8% milli ára.
Hefur fiskiskipum fækkað jafnt og
þétt í höfnunum undanfarin ár. Á
móti kom, að brúttótonnatala skipa í
höfnunum hækkaði töluvert og fjölg-
un farþegaskipa heldur áfram.
Faxaflóahafnir annast rekstur
hafna og hafnarsvæða á Akranesi,
Grundartanga, í Borgarnesi og
Reykjavík. Samkvæmt yfirliti, sem
birt er á heimasíðu félagsins komu
samtals 1.475 skip í hafnirnar s á
árinu 2018, 41 færra en árið áður og
er það samdráttur um 3%. Komur
flutningaskipa í fyrra voru 610 tals-
ins, fækkaði um 15, og komur fiski-
skipa voru 449, fækkaði um 37 eða
8%. Komum annarra skipa, svo sem
skúta og snekkja, fækkaði um 22%
eða úr 65 í 51.
Alls komu 152 farþegaskip í hafn-
irnar á síðasta ári, fjölgaði um 17 frá
fyrra ári eða um 12%. Þessum skipa-
komum hefur fjölgað mikið und-
anfarin ár, voru sem dæmi 68 árið
2011.
Þá fara skip, sem koma í höfnina,
stækkandi. Á árinu 2017 komu skip
samtals að stærð rúmlega 11,2 millj-
ónir brúttótonna til hafna Faxaflóa-
hafna en á síðasta ári var þyngd
þeirra samtals 12,1 milljón brúttó-
tonna.
Ekki mikil áhrif á innviði
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa-
flóahafna, segir að þróun undanfar-
inna ára hafi ekki haft mikil áhrif á
innviðina, þ.e. hafnarbakkana. Fiski-
skipin séu enn af þeirri stærð sem
viðlega, einkum í Gömlu höfninni,
geri ráð fyrir. Breytingin í flutn-
ingaskipunum sé af sama toga, þ.e.
að viðlegan og dýpi sé til staðar til að
þjóna þeim skipum sem koma. Og
þrátt fyrir stækkandi farþegaskip sé
djúprista þeirra innan marka þannig
að stærstu skip geti lagst að Skarfa-
bakka.
„Nýr hafnarbakki utan Klepps er
hins vegar það verkefni sem á að
þjóna nýrri kynslóð flutningaskipa
sem verða stærri, breiðari og djúp-
ristari en þau sem nú sigla,“ segir
Gísli. „Nýja bakkanum fylgir að
dýpka þarf í sundinu utan bakkans,
það verkefni er í undirbúningi, en
beðið er svara og leyfa til að hefja
það.
Almennt séð erum við ágætlega í
stakk búin til að glíma við þær
breytingar á stærð og fjölda skipa
sem þróunin ber með sér, hvort
heldur er í Reykjavík eða á Grund-
artanga, auk þess sem aðstaðan á
Akranesi getur þjónað ákveðnum
stærðum skipa. Ekki er fyrirséð
þörf fyrir nýja hafnarbakka og aukið
dýpi á allra næstu árum umfram það
sem nýr bakki utan Klepps kallar á,“
segir Gísli.
Skipum fækkar
en þau stækka
Fiskiskipum fækkar jafnt og þétt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í höfn Togarar HB-Granda liggja
við festar í Reykjavíkurhöfn.
Skipakomur í Faxaflóahafnir 2010-2018
Fjöldi skipa eftir tegundum og samtals brúttótonnatala
800
600
400
200
0
Skipafjöldi
Milljónir
brúttótonna
12
9
6
3
0
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Heimild:
Faxafl óahafnir
Fiskiskip Flutningaskip Farþegaskip
Önnur skip Samtals brúttótonn
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Hákon Ásgeirsson, teymisstjóri
Umhverfisstofnunar á Suðurlandi,
segir óvíst hvenær Fjaðrárgljúfur
verður opnað að nýju. „Það fer bara
eftir veðráttu. Staðan er þannig að
það er ekki hægt að hafa stígana
opna að vetri til þegar það er frost
og þíða til skiptis.
Þeir eru bara
ekki til þess
gerðir að vera
með vetrar-
umferð,“ segir
Hákon.
Fjaðrárgljúfur
er afar vinsæll
ferðamannastað-
ur en Umhverfis-
stofnun ákvað í
síðustu viku að
loka svæðinu vegna tíðarfars og
ágangs ferðamanna. „Ástandið var
orðið mjög slæmt. Göngustígar voru
ófærir vegna drullu og þá er gengið
utan stíga, sem veldur því að gróður
umhverfis þá hverfur mjög fljótt,“
segir Hákon. „Við erum að sækja
um í landsáætlun um uppbyggingu
innviða að fá fjármagn til að klára
uppbyggingu á göngustígum með-
fram Fjaðrárgljúfri.“
Landvörður lent í ýmsu
Þegar Umhverfisstofnun lokar
svæðum er landvörður hafður á
staðnum meðan lokunin varir. Hann
sér til þess að enginn fari inn á
svæðið og segir Hákon að landvörð-
ur hafi lent í ýmsum uppákomum.
„Skilti hafa verið fjarlægð og hlið
verið tekin niður. Sumir fara vísvit-
andi inn á svæðið og aðrir telja
þetta ekki vera svo stranga lokun,“
segir Hákon.
Hanna Valdís Jóhannsdóttir,
landvörður í Fjaðrárgljúfri, segir að
þrátt fyrir ýmsar uppákomur virði
flestir lokunina. „Það eru svona
nokkrir bílar sem koma uppeftir.
Flestir snúa við þegar þeir sjá lok-
unarskilti þvert yfir veginn en einn
og einn gerir tilraun til að fá að
labba uppeftir. Það er skilti niðri við
gatnamót og svo annað skilti ofar
sem fer bara þvert yfir veginn og þú
þarft þá að hafa fyrir því að tína þau
í burtu ef þú ætlar að fara á bíl.
Mestmegnis hefur þetta gengið vel
og enginn verið með leiðindi,“ segir
Hanna.
Á heimasíðum nokkurra ferða-
þjónustufyrirtækja eru enn auglýst-
ar ferðir í Fjaðrárgljúfur sem hluti
af rútuferðum um Suðurlandið.
Jón Þór Gunnarsson, forstjóri
Arctic Adventures, segir í samtali
við Morgunblaðið að ekki séu farnar
ferðir á svæði sem Umhverfisstofn-
un hefur lokað. „Ég get staðfest að
við förum ekki ferðir þangað sem
Umhverfisstofnun hefur lokað,“
segir Jón Þór. Hann bendir á að á
heimasíðu fyrirtækisins séu alltaf
fyrirvarar um að svæði geti verið
lokuð vegna veðráttu eða annars.
Ljósmynd/Fanney Gunnarsdóttir
Lokun Að sögn landvarðar hafa einhverjir ferðamenn reynt að fara framhjá skiltum um lokun í Fjaðrárgljúfri.
Óvíst hvenær Fjaðrár-
gljúfur verður opnað
Ferðamenn hafa reynt án árangurs að komast að gljúfrinu
Hanna Valdís
Jóhannsdóttir
Áætlaður kostnaður við að
ljúka uppbyggingu nýs göngu-
stígs meðfram Fjaðrárgljúfri
að austan er 48 milljónir
króna og hefur Umhverfis-
stofnun lagt til að fram-
kvæmdin verði fjármögnuð á
þessu ári. Vinna við göngu-
stíginn hófst í sumar og til
þessa hefur tíu milljónum
króna verið varið í verkefnið.
Hákon Ásgeirsson, teymis-
stjóri Umhverfisstofnunar,
segir í samtali við mbl.is
brýna nauðsyn að klára upp-
byggingu göngustíga á svæð-
inu og að eingöngu sé beðið
eftir fjármagni. Niðurstöður
talninga Rögnvaldar Ólafs-
sonar og Gyðu Þórhallsdóttur
á fjölda gesta í Fjaðrárgljúfri
frá 1. júní til 30. september í
fyrra sýna að 181.910 manns
heimsóttu svæðið. Þetta eru
um 15.200 fleiri gestir en á
sama tímabili árið 2017 og
76.648 fleiri en á sama tíma-
bili árið 2016.
Þurfa 48
milljónir
FJAÐRÁRGLJÚFUR