Morgunblaðið - 15.01.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019
Vilji Björns Inga Hrafnssonarsegir:
Greinilegt er að stjórn-málamenn af vinstri vængn-
um eru eftir-
sóttur
starfskraftur
þegar kemur
að stjórnun
verkalýðsfélag-
anna hér á
landi.
Viljinn skýrði í morgun fráráðningu Magnúsar Más
Guðmundssonar, varaborgarfull-
trúa Samfylkingarinnar, í starf
framkvæmdastjóra Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja
(BSRB).
Stutt er síðan tilkynnt var aðFlosi Eiríksson, fv. bæjar-
fulltrúi Samfylkingarinnar í
Kópavogi, hefði verið ráðinn
framkvæmdastjóri Starfsgreina-
sambandsins.
Hann tók við því starfi af Drífu
Snædal sem er orðin formaður
ASÍ, en hún var áður fram-
kvæmdastjóri Vinstri-grænna.
Þá er ótalinn Viðar Þor-steinsson, nýr fram-
kvæmdastjóri Eflingar, en hann
situr í framkvæmdastjórn Sósíal-
istaflokksins. Flokkssystir hans
þar er Sólveig Anna Jónsdóttir,
formaður félagsins.
Einnig má nefna ÞórunniSveinbjarnardóttur, fv. þing-
konu Samfylkingarinnar, sem er
formaður BHM.
Þetta er ekki tæmandi upptaln-ing, en í lokin má einnig rifja
upp að ríkissáttasemjarinn sjálf-
ur, Bryndís Hlöðversdóttir, er fv.
þingmaður Samfylkingarinnar.
Ljúfa leiðin
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
20–60%
afsláttur
af völdum raftækjum meðan birgðir endast.
Rýmum fyrir nýjum vörum.
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Ofnar.
Keramik–, span– og gashelluborð.
Veggháfar og veggviftur.
Gaseldavélar.
Kæliskápar.
LAGERHREINSUN
Á aukaaðalfundi Landssambands
fiskeldisstöðva (LF) í desember var
tekin sameiginleg ákvörðun aðildar-
fyrirtækjanna um að óska eftir aðild
að Samtökum fyrirtækja í sjávar-
útvegi (SFS). Jafnframt var ákveðið
að leggja niður daglega starfsemi LF
og mun henni framvegis verða sinnt
af SFS. Fiskeldi hér á landi hefur
aukist á undanförnum árum og verk-
efni landssambandsins hafa þar með
orðið fleiri og fjölþættari. Það er mat
stjórnar landssambandsins að þeim
verkefnum verði betur sinnt innan vé-
banda Samtaka fyrirtækja í sjávar-
útvegi.
Ákveðið hefur verið að Einar K.
Guðfinnsson, formaður stjórnar
Landssambands fiskeldisstöðva,
verði hluti af teymi SFS og sinni þar
verkefnum er snúa að fiskeldi.
Umfangsmeiri verkefni
Í fréttatilkynningu er eftirfarandi
m.a. haft eftir Einari: „Það hefur ver-
ið mikil uppbygging í fiskeldi á und-
anförnum árum og verkefnin sem
þarf að leysa úr eru orðin umfangs-
meiri og kannski að sumu leyti flókn-
ari en áður. Ég tel þetta því rökrétt
skref í þróun samtakanna og fiskeldis
á Íslandi, að verða hluti af samtökum
sem byggjast á gömlum grunni. Lax-
eldi hefur alla burði til þess að verða
undirstöðuatvinnugrein á Íslandi á
sama hátt og sjávarútvegurinn hefur
verið um langt skeið og verða þar með
enn ein stoðin undir efnahagslegri
hagsæld Íslendinga.“
Jens Garðar Helgason, formaður
stjórnar SFS, segist í tilkynningunni
fagna komu fiskeldis í samtökin.
Næstu vikur og mánuðir fari í að sam-
þætta starfsemina undir hatti SFS og
er vonast til þess að þeirri vinnu verði
lokið fyrir sumarið. Nokkur fyrirtæki
í fiskeldi hafi um alllangt skeið átt að-
ild að SFS og styrkur sé að því að
fjölga þeim. aij@mbl.is.
Fyrirtæki í fisk-
eldi í raðir SFS
Einar K. Guðfinnsson verður hluti af
teymi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Einar K.
Guðfinnsson
Jens Garðar
Helgason
Mánaðarlaun borgarfulltrúa í
Reykjavík og greiðslur vegna starfs-
kostnaðar hækkuðu 1. janúar í sam-
ræmi við launavísitölu. Launin upp-
færast í janúar og júlí á hverju ári
miðað við vísitölu launa, eins og fram
kemur í bréfi skrifstofu borgar-
stjórnar til forsætisnefndar Reykja-
víkurborgar.
Þar segir að grunnlaun borgar-
fulltrúa séu eftir breytinguna
742.357 krónur, þau voru áður
726.748. Hækkunin nemur því
15.609 krónum eða 2,14%. Greiðsla
vegna starfskostnaðar er nú 53.613
kr, var áður 52.486. Hækkunin er
1.127 kr eða 2,14%.
Ennfremur segir í bréfinu að í
grunnlaununum felist að fullu
greiðslur fyrir setu í nefndum og
ráðum borgarinnar, þ.m.t. for-
mennsku í öðrum nefndum en fasta-
nefndum, innkomur sem varamenn
og setur sem áheyrnarfulltrúar.
Laun borgarfulltrúa hækkuðu 1. janúar
Grunnlaun og starfskostnaður þeirra hækkuðu samtals um 16.736 krónur
Morgunblaðið/Eggert
Borgarstjórn Laun kjörinna fulltrúa í Reykjavíkurborg hækka um 2,14%.