Morgunblaðið - 15.01.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Starfsmenn RR-ráðgjafar eru nú að
hefja greiningu á kostum og göllum
sameiningar fjögurra sveitarfélaga á
Austurlandi í eitt. Bæjar- og sveitar-
stjórnir á Fljótsdalshéraði, í Borgar-
fjarðarhreppi, Seyðisfjarðarkaupstað
og Djúpavogshreppi ákváðu í fyrra-
haust að hefja formlegar viðræður
um sameiningu en bollaleggingar um
slíkt hafa lengi átt sér stað. Ráðgjaf-
arfyrirtækið er tekið við stjórn verk-
efnisins og mun á næstunni safna
upplýsingum um fjárhagsstöðu hvers
sveitarfélags um sig. Jafnframt á að
kanna afstöðu íbúanna til þess hvern-
ig þeir vilji sjá þjónustu og starfsemi
háttað ef íbúar samþykkja tillögu um
sameiningu sveitarfélaganna.
Raunhæfar tillögur mótist
„Okkur finnst sjálfsagt að taka þátt
í þessum viðræðum, þar sem vanda
þarf til verka. Áformað er að kjósa
um sameiningartillöguna í lok þessa
árs, en aðalatriðið er að vanda til
verka í upplýsingaöflun og stefnu-
mótun sem þarf að eiga sér stað
ásamt víðtæku samtali við íbúa.
Þannig mótast raunhæfar tillögur um
hvernig málum skuli háttað í samein-
uðu sveitarfélagi,“ segir Hildur Þóris-
dóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðis-
fjarðar. „Tryggja þarf að mikilvæg
nærþjónusta á hverjum stað fái að
halda sér þrátt fyrir að sveitarfélög
verði sameinuð. Þar nefni ég til dæm-
is grunnskólann hér á Seyðisfirði, þar
sem unnið er framsækið og gott
starf.“
Spurt um jarðgöng
Af hálfu ríksins hefur verið þrýst á
um sameiningu sveitarfélaga enda
séu þau í dag of fámenn til að geta
mætt auknum verkefnum og nýjum
kröfum. Hildur segir að sameining-
arstarfið eystra taki vissulega mið af
þessu viðhorfi – en ríkið verði líka að
leggja sitt af mörkum. Þannig hafi
Seyðfirðingar og raunar fleiri lengi
þrýst á um gerð jarðganga undir
Fjarðarheiði og mikilvægt sé nú að fá
svör samgönguráðherra um hvort
eða hvenær farið verði í þá fram-
kvæmd svo og gerð heilsársvegar um
Öxi.
„Bæjarstjórnin hér á Seyðisfirði er
að móta sér sameiginlega sýn um
hvað við viljum og viljum ekki fá út úr
sameiningu. Þar er horft til stórra
hagsmunamála eins og til að mynda
Fjarðarheiðarganga,“ segir Hildur.
Sameinað sveitarfélag, sem hefur
vinnuheitið Austurland, myndi
spanna víðfeðmt svæði; frá Möðru-
dalsöræfum og Jökulsárhlíð suður að
Vatnajökli, yfir Borgarfjörð eystri,
Loðmundarfjörð, Seyðisfjörð, allt
Fljótsdalshérað og svo Djúpavogs-
hrepp, það er Berufjörð og nærliggj-
andi svæði. Íbúar á þessu svæði eru í
dag um 4.800 talsins. Fljótsdals-
hreppur, sem landfræðilega þó til-
heyrir þessu svæði, stendur utan við
viðræður þessar.
Tryggja stöðu hverrar byggðar
„Ef verður af sameiningu sveitar-
félaga á því víðfeðma svæði sem hér
er undir er mikilvægt að tryggja
stöðu hverrar byggðar um sig. Slíkt
gæti gerst með hverfisráðum sem
hefðu í vissum málum ákvörðunar-
vald og úr fjárheimildum að spila,“
segir Stefán Bogi Sveinsson, forseti
bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, í
samtali við Morgunblaðið. Hann segir
ljóst að núverandi sveitarfélagaskip-
an standist ekki til lengdar og eining-
arnar þurfi að verða burðugri og fjöl-
mennari. Komi til þvingaðrar
sameiningar á næstu árum sé kostur
að vera fyrri til og vinna málið á eigin
forsendum líkt og nú sé ætlunin á
Austurlandi.
Kosið um sameiningu fyrir lok árs
Sveitarfélagið Austurland er á teikniborðinu Fjögur sveitarfélög eystra eru í viðræðum um
sameiningu Ráðgjafar greina kosti og galla Víðfeðmt svæði Einingar þurfa að vera burðugri
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Seyðisfjörður Rætt er um hverfisráð með takmarkað ákvörðunarvald og
fjárráð verði af þeirri sameiningu austanlands sem nú er í undirbúningi.
Íbúafjöldi í dag
Seyðisfjarðarkaupstaður 679
Fljótsdalshérað 3.548
Borgarfjarðarhreppur 108
Djúpavogshreppur 461
Hildur
Þórisdóttir
Stefán Bogi
Sveinsson
ryksugur
20%
afsláttur
Gerið góð kaup!
15-50% afsláttur
af gæðavörum ORMSSON
janúar
dagar
lágmúla 8
SÍmI 530 2800
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
Pottar og pönnur
30%
afsláttur
40%
afsláttur
Þótt örplastsmengun í kræklingi og
plast í maga fýla reynist minni hér
við land en í ýmsum öðrum löndum
breytir það ekki því að Ísland er
ekki laust við plastmengun í hafi,
segir á heimasíðu Umhverfisstofn-
unar. Til að afla upplýsinga um
þessa mengun gerði stofnunin tvo
samninga í fyrra; við Rannsóknaset-
ur Háskóla Íslands á Suðurnesjum
um rannsókn á örplasti í kræklingi á
völdum stöðum við Ísland og við
Náttúrustofu Norðausturlands um
rannsókn á plasti í maga fýla.
Á heimasíðu Umhverfisstofnunar
segir að plast hafi fundist í um 70%
fýla og um 16% þeirra verið með
meira en 0,1 gramm af plasti.
Meðalfjöldi plastagna í meltingar-
vegi hafi verið 3,65 og meðalþyngdin
0,0486 grömm. Meðalþyngd plasts í
fýlum frá Norðausturlandi hafi verið
0,0518 g, aðeins meiri en frá Vest-
fjörðum, 0,0452 g. Marktækt meira
plast hafi verið í kvenfuglum bæði
hvað varðar fjölda agna og þyngd.
Minna en í fyrri rannsóknum
Á heimasíðu NNA segir að alls
hafi 43 fýlum verið safnað á línubát-
um út af Vestfjörðum og Norðaust-
urlandi. Lítill munur var á plasti eft-
ir svæðum. Minna af plasti hafi
fundist í fýlunum en komið hafi fram
í fyrri rannsóknum á plasti í fýlum
við landið. Hins vegar hafi magnið
verið yfir þeim mörkum sem OSP-
AR stefni að og feli í sér að innan
við 10% fýla hafi yfir 0,1 gramm af
plast í meltingarvegi. Miðað við fýla
á öðrum svæðum við N-Atlantshaf
sé lítið plast í íslenskum fýlum. Al-
mennt sé minna plast í þeim eftir
því sem norðar dregur og fjær þétt-
býli.
77 agnir í 120 kræklingum
Á heimasíðu Ust. kemur fram að
örplast hafi fundist í fjörukræklingi
á öllum stöðum sem voru kannaðir.
Kræklingi á stærðarbilinu 4 til 5
sentimetrar var safnað neðarlega í
fjöru á sex stöðvum við Faxaflóa,
Snæfellsnes og Vestfirði.
Fjöldi örplastagna var á bilinu 0
til 4 í hverjum kræklingi og fundust
plastagnir í 40-55% kræklings á
hverri stöð. Alls fundust 77 örplast-
agnir í 120 kræklingum sem voru
skoðaðir frá öllum stöðum. Meðal-
fjöldi örplastagna í heild var 1,27 á
krækling og 0,35 á gramm krækl-
ings (votvigt). Plastagnirnar voru
aðallega þræðir og voru af ýmsum
gerðum og litum. Ekki reyndist
marktækur munur á fjölda örplast-
agna í kræklingi á milli stöðva.
aij@mbl.is
Plast fannst
í um 70% fýla
Meira plast reyndist vera í kvenfuglum
Í meirihluta kræklinga á sex stöðum
Ljósmynd/Náttúrustofa Norðausturlands
Plast Alls voru 43 fýlar krufðir í rannsókninni. Fýll sem var veiddur í ná-
grenni Bolungarvíkur 14. maí í fyrra átti met í fjölda plastagna í maga.
Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson
hefur stefnt Leikfélagi Reykjavíkur
og Kristínu Eyþórsdóttur leikhús-
stjóra vegna uppsagnar hans í
Borgarleikhúsinu í desember 2017.
Hann fer fram á 10 milljóna króna
skaðabætur og þrjár milljónir í
miskabætur. Málið verður þingfest
í héraðsdómi í dag.
Atli var rekinn frá leikfélaginu
eftir að ásakanir um kynferðislega
áreitni voru settar fram gegn hon-
um. Hann sendi frá sér tilkynningu
í kjölfarið þar sem sagði að sér
hefði ekki verið greint frá því hvers
eðlis ásakanirnar væru.
Í tilkynningu frá Leikfélagi
Reykjavíkur segir að það vilji fara
varlega í að tjá sig um einkamálefni
fyrrverandi starfsmanns en að það
virði rétt hans til að setja málið í
farveg dómstóla. Tekið hafi verið á
málinu á þann hátt sem stjórnendur
leikfélagsins töldu og telji enn hafa
verið það eina rétta í stöðunni.
Atli krefst
13 milljóna
frá LR