Morgunblaðið - 15.01.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019
Björn Björnsson
Sauðárkróki
Fjölmargir lögðu leið sína í Safna-
hús Skagfirðinga á Sauðárkróki
síðastliðinn laugardag þegar fagn-
að var útgáfu bókarinnar Í barns-
minni. Í bókinni eru minningabrot
Kristmundar Bjarnasonar á Sjávar-
borg, sem hann ritaði aðallega á ár-
unum 2005-2006 og fjalla um
bernsku- og uppvaxtarár hans á
Mælifelli í Skagafirði.
Núverandi héraðsskjalavörður,
Sólborg Una Pálsdóttir, stýrði sam-
komunni en fram kom í máli hennar
að frá upphafi hefðu fjórir skjala-
verðir verið starfandi við Héraðs-
skjalasafnið og allir væru enn á lífi.
Því hefði það verið vel við hæfi að
fagna útgáfu bókar hins elsta
þeirra, Kristmundar, á merkum
tímamótum, en hann varð 100 ára
10. janúar sl. Kristmundur var ekki
viðstaddur útgáfuhátíðina en hann
dvelur á Dvalarheimili aldraðra á
Sauðárkróki.
Hjalti Pálsson, sem tók við kefl-
inu af Kristmundi sem héraðs-
skjalavörður, sagði frá skemmti-
legum og gefandi kynnum þeirra
Kristmundar og sama kom fram í
máli Unnars Ingvarssonar, sem við
tók af Hjalta.
Bókaútgefandinn Kristján B.
Jónasson rakti bókmennta- og
fræðistörf Kristmundar og að lok-
um kynnti Sölvi Sveinsson bókina
og las tvo kafla úr henni. Sölvi ann-
aðist útgáfu bókarinnar fyrir Sögu-
félag Skagfirðinga, en Krist-
mundur er þar heiðursfélagi.
Í máli allra ræðumanna kom
fram að í bókinni kæmi fram ein-
stök hlýja og væntumþykja höf-
undar til fósturforeldra sinna,
prestshjónanna á Mælifelli, þeirra
Önnu og sr. Tryggva Kvaran, og
alls þess fólks sem hann kynntist og
átti samskipti við á þessum árum.
Var gerður góður rómur að orð-
um ræðumanna, en að lokum þáðu
gestir veitingar í boði Sögufélags-
ins.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Útgáfuhátíð Fjölmenni var á útgáfuhátíð Sögufélags Skagfirðinga í tilefni
bókar Kristmundar á Sjávarborg, fræðimanns og fv. héraðsskjalavarðar.
Allir skjalaverðir
safnsins enn á lífi
Fjölmenn útgáfuhátíð Kristmundar
Ljósmynd/Aðsend
Skjalaverðir Kristmundur fékk
bókina í hendur frá Hjalta Pálssyni
á 100 ára afmælinu 10. janúar.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Mig hefur alltaf langað til að fá yngra
fólk í Salinn og prófa nýjar stefnur. Það
var því upplagt á meðan dagar ljóðsins
standa yfir í Kópavogi að bjóða í fyrsta
sinn upp á „Rapp í Kópavogi“, sem er
lítil eins kvölds rapphátíð þar sem fram
fara þrennir mismunandi tónleikar á
einu kvöldi,“ segir Aino Freyja, for-
stöðumaður Salarins í Kópavogi.
Að sögn Aino verður dagskráin fjöl-
breytt með rappi, hipphoppi, reggíi og
danstónlist. Aino segir Salinn vilja
þjóna öllum tónlistarunnendum. Með
rapphátíðinni fái áhugamenn að njóta
þessarar tónlistar og hlýða á frábæra
tónlistarmenn í einu besta tónleikahúsi
landsins auk þess sem ekkert aldurs-
takmark sé á hátíðina.
Rappað á norrænni tungu
Aino segir Blaz Roca, Cell7, Hugin
og Herra Hnetusmjör fulltrúa Íslands
á Rapp í Kópavogi. Frá Danmörku
komi Raske Penge, sem m.a. hefur
slegið í gegn á Hróarskelduhátíðinni,
og með honum spili Ham Der Hasse
sem þekktur er úr dönsku reggísen-
unni. Iris Gold komi fram en hún er
uppalin í Danmörku og nýtur mikilla
vinsælda þar sem og lagið Goldmine,
sem hún gaf úr árið 2015. Frá Svíþjóð
komi Lilla Namo, sem tilnefnd var til
Grammy-verðlauna sem textahöfundur
ársins, og Årets Svenska Rap og Mus-
ikguiden í P3 Gull.
„Við fengum styrk frá Nordisk kult-
urfond sem gerði okkur kleift að bjóða
erlendum tónlistarmönnunum til
landsins. Markmið sjóðsins er að gera
tónleikahöldurum fært að kynna nor-
ræna tónlistarmenn á Norður-
löndunum,“ segir Aino og bætir við að
rapp sé listgrein sem segja megi að
byggist á gömlum grunni. Hefð sé fyrir
rímnaflæði á Íslandi og rætt sé um að
rappið sé hið nýja ljóðaform. Aino seg-
ist hafa heyrt að kennarar séu farnir að
nota rapptónlist þegar þeir kenna ljóð
og uppbyggingu þeirra í íslensku-
kennslu.
Þrátt fyrir að Salurinn sé hannaður
sem klassískur salur í grunninn segir
Aino rými fyrir alla tónlist í honum.
Hún segir að vandað sé til undirbún-
ings litlu rapphátíðarinnar og m.a.
verði bætt við lýsingu.
„Það er ólíklegasta fólk sem sýnt
hefur Rappi í Kópavogi áhuga en í
rappinu mætast ryþmi, bít, texti og
melódía. Það verða sitthvorir flytj-
endur á hverjum tónleikum fyrir sig
og allir flytjendur nema tveir rappa á
eigin tungumáli. Enn eru lausir miðar
og einn miði gildir á alla tónleikana,“
segir Aino sem bendir á að tónleikarn-
ir hefjist klukkan 19, 20.30 og 22.
Rapphátíð haldin í
fyrsta sinn í Salnum
Rapparar frá þremur löndum Þrennir tónleikar á einu
kvöldi Fjölskyldan getur mætt saman á Rapp í Kópavogi
Morgunblaðið/Eggert
Rappsalur Aino Freyja, forstöðumaður Salarins, segir undirbúning Rapps í
Kópavogi ganga vel og mikill áhugi virðist fyrir fyrstu rapphátíðinni þar.
Anna Björg Þórarinsdóttir hefur
verið ráðin framkvæmdastjóri
Strandagaldurs, sjálfseignarstofn-
unar sem stendur á bak við upp-
byggingu og rekstur Galdrasýn-
ingar á Ströndum. Anna Björg er
með háskólapróf í ferðamálafræði
og þýsku frá Háskóla Íslands og
hefur bæði reynslu og þekkingu á
starfsemi Strandagaldurs. Að auki
hefur Anna Björg fjölbreytta
reynslu á sviði ferðamála.
Þær breytingar hafa orðið á
stjórn Strandagaldurs að Jón Jóns-
son þjóðfræðingur tók við stjórn-
arformennsku af Magnúsi Rafns-
syni sagnfræðingi. Stjórn Stranda-
galdurs skipa nú Jón Jónsson,
Magnús Rafnsson, Ólafur Ingi-
mundarson, Þórunn Einarsdóttir
og Valgeir Benediktsson.
Ljósmynd/aðsend
Framkvæmdastjóri Anna Björg ásamt
nýskipaðri stjórn Strandagaldurs.
Nýr framkvæmda-
stjóri Strandagaldurs
Söfnum í neyðarmatarsjóð til
matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp
Íslands fyrir þá fjölmörgu sem
lægstu framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
Guð blessi ykkur öll
Að undanförnu hafa tíu ökumenn
verið kærðir fyrir of hraðan akstur
í umdæmi lögreglunnar á Suð-
urnesjum. Sá sem hraðast ók mæld-
ist á 126 km hraða á Reykjanes-
braut, en þar er hámarkshraði 90
km á klukkustund. Sekt hans nam
86 þúsund krónum.
Skráningarnúmer voru fjarlægð
af fimm óskoðuðum eða ótryggðum
bifreiðum og nokkrir ökumenn
voru teknir úr umferð vegna gruns
um að aka undir áhrifum fíkniefna.
Ók á 126 km hraða
og fékk 86.000 sekt
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra hefur skipað sjö manna
vísindasiðanefnd til næstu fjögurra
ára. Hlutverk hennar er að meta
vísindarannsóknir á heilbrigðis-
sviði, tryggja að þær samrýmist vís-
indalegum og siðfræðilegum sjón-
armiðum, taka þátt í umræðu, veita
ráðgjöf og birta leiðbeinandi álit.
Nefndin er skipuð samkvæmt
lögum um vísindarannsóknir.
Formaður er Sunna Snædal Jóns-
dóttir og aðrir nefndarmenn eru
Rögnvaldur G. Gunnarsson, Una
Strand Viðarsdóttir, Flóki Ásgeirs-
son, Védís Helga Eiríksdóttir, Sig-
urður Guðmundsson og Henry Al-
exander Henrysson.
Ráðherra skipar
vísindasiðanefnd