Morgunblaðið - 15.01.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.01.2019, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019 Baldvin Ómar Magnússon Lögg. Fasteignasali Sími: 585 0101 – Gsm: 898 1177 baldvin@huseign.is Suðurlandsbraut 20, 2 hæð, Reykjavík | Sími: 585 0100 | www.huseign.is Við getum boðið margar gerðir stálgrindarhúsa með fullmáluðum einangruðum samlokueining- um, gluggum, glerveggjum og fleira en þetta er líklegasti ódýrasti byggingarmátinn í dag. Nú getum við boðið stálgrindarhús frá ýmsum fyrirtækjum í Evrópu og Asíu á mjög hagstæðu verði sem uppfylla öll evrópsk skilyrði. Við vinnum með kaupanda/arkitekti eða yfir- verktaka frá fyrstu hugmynd til verkloka. Þannig verður ódýrasti byggingarmátinn staðreynd. Hugmyndir af stálgrindarhúsum: Íþróttahús, verslunarmiðstöðvar, knattspyrnuhús, skrifstofubyggingar, verksmiðjuhús, gripahús, íþróttastúkur, brýr og ýmislegt fleira. Nánari upplýsingar veitir Helgi Snorrason í síma 615 2426. Stálgrindarhús Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að leiðtog- ar Evrópusambandsins hefðu sent bréf til sín, þar sem veittar voru frekari skýringar á því hvernig „þrautavarinn“ varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands væri ein- ungis tímabundin og óhentug ráð- stöfun, en fyrirhugað er að Bretland yfirgefi Evrópusambandið 29. mars. Í bréfinu, sem undirritað var af Donald Tusk, forseta Evrópusam- bandsins, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar þess, var áréttað að ekki yrði hægt að semja upp á nýtt um viðskiptasam- komulagið sem undirritað var á síð- asta ári, en að hægt væri að veita skýringar „með lagalegt gildi“ um ákvæðin er snerta Írland. Þeir vildu hins vegar ekki veita skýran tíma- ramma varðandi endalok þrautavar- ans. May greindi frá þessu í ræðu sem hún flutti í Stoke, en þar tók hún fram að hún skildi vel að þær skýr- ingar sem Tusk og Juncker hefðu veitt myndu líklega ekki ganga eins langt og sumir þingmanna vildu, en að hún væri sannfærð um að þing- heimi hefði nú verið gert ljóst að þetta samkomulag væri það besta sem væri í boði, og að það verðskuld- aði stuðning þeirra. Stefnt er að því að neðri deild þingsins greiði at- kvæði um samkomulagið síðdegis í dag. Óvíst er hvort að það muni fá brautargengi, en margir af þing- mönnum Íhaldsflokksins hafa lýst sig andvíga samkomulaginu. Þá hef- ur norðurírski DUP-flokkurinn einnig lýst sig andvígan því en þing- menn flokksins hafa varið stjórn May vantrausti síðustu misserin. Reyna að róa þingmenn  Tusk og Juncker senda bréf um þrautavarann til May  Atkvæðagreiðsla í dag AFP Brexit Stuðningsmenn útgöng- unnar eru margir hverjir ósáttir við samkomulagið við ESB. Óeirðalögregla í Aþenu beitti táragasi til þess að leysa upp mótmæli á götum borgarinnar, en kennarar og nemendur í Grikklandi höfðu boðað til þeirra. Fyrir gríska þinginu liggur nú frumvarp til laga, sem myndi breyta því hvernig kennarar í ríkisskólum lands- ins yrðu skipaðir, en breytingarnar eru umdeildar. AFP Táragasi beitt í mótmælum í Grikklandi Mótmæla breytingum á menntakerfinu Sergei Lavrov, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði í gær að stjórnvöld í Jap- an yrðu að viður- kenna yfirráð Rússa yfir Kúríl- eyjaklasanum ef friðarviðræður ríkjanna ættu að halda áfram. Lavrov fundaði í gær með Taro Kono, utanríkisráðherra Japana í Moskvu, en tilgangur viðræðnanna er að binda formlegan enda á seinni heimsstyrjöldina. Sovéski herinn hertók eyjarnar á síðustu dögum styrjaldarinnar, og hafa Japanar gert kröfu um að fá þær til baka allar götur síðan. Lavr- ov ítrekaði í gær hins vegar að Rússar litu á eyjarnar sem rúss- neskt landsvæði, og að þeim yrði ekki skilað. Þá hafa íbúar á Sakhal- ín-skaga lýst sig mótfallna því að láta eyjarnar af hendi. Verða að viðurkenna yfirráð Rússa Sergei Lavrov RÚSSLAND David Ducken- field, lögreglu- foringinn sem stýrði aðgerðum á bikarleik Liv- erpool og Nott- ingham Forest í Hillsborough- slysinu lýsti í gær yfir sakleysi sínu, en réttar- höld yfir Duckenfield hófust í gær. 96 stuðn- ingsmenn Liverpool krömdust til bana þegar áhorfendasvæði á Hills- borough-leikvanginum í Sheffield yfirfylltust hinn 15. apríl 1989. Þetta er versta slys sinnar teg- undar í sögu Bretlands. Duckenfield er ákærður fyrir að hafa valdið andláti 95 hinna látnu með gáleysi sínu. Graham Mackrell, fyrrverandi ritari Sheffield Wed- nesday, sem á Hillsborough- leikvanginn, er einnig fyrir rétti, grunaður um brot á öryggisreglum. Réttarhöld hafin vegna Hillsborough David Duckenfield STÓRA-BRETLAND Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að viðræður væru hafnar um stofnun „öruggs svæðis“ við landamæri Tyrklands og Sýrlands. „Við viljum tryggja að þeir sem börðust með okkur gegn [Ríki íslams] séu öruggir … og um leið að hryðjuverkamenn í Sýrlandi geti ekki ráðist á Tyrk- land,“ sagði Pompeo, en hann var staddur í Sádí-Arabíu á ferðalagi sínu um Mið-Austurlönd. Ummæli Pompeo féllu eftir að Do- nald Trump Bandaríkjaforseti hafði hvatt til þess á samskiptasíðunni Twitter á sunnudaginn að 30 kíló- metra breitt „öruggt svæði“ yrði bú- ið til á landamærunum, án þess að taka fram hverjir myndu sjá til þess að því yrði framfylgt. Varaði Trump jafnframt við því að hann myndi eyðileggja efnahag Tyrkja ef þeir réðust á Kúrda í Sýrlandi. Mæltust þau orð mjög illa fyrir hjá tyrknesk- um stjórnvöldum. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráð- herra Tyrklands, sagði í gær að Tyrkir væru ekki mótfallnir því að setja upp „öryggissvæði“, en nokkur spenna hefur ríkt í samskiptum Tyrklands og Bandaríkjanna að undanförnu, þar sem Tyrkir hafa hótað aðgerðum gegn Kúrdum í Sýr- landi á næstunni. Slíkar aðgerðir myndu einkum beinast gegn YPG-hópnum, en sá tók virkan þátt með stuðningi Bandaríkjamanna í baráttunni gegn vígamönnum Ríkis íslams. Tyrkir segjast hins vegar líta á YPG sem hryðjuverkasamtök sem tengjast PKK-samtökunum, sem bönnuð hafa verið í Tyrklandi, en þau voru í fararbroddi vopnaðrar andspyrnu Kúrda gegn Tyrkjum sem hófst árið 1984. sgs@mbl.is Vilja stofna „öruggt svæði“  Viðræður hafn- ar um framtíð Kúrda í Sýrlandi AFP Kúrdar Tyrkneskar hersveitir við landamæri Sýrlands og Tyrklands. Kanadamaðurinn Robert Lloyd Schellenberg var í gær dæmdur til dauða af kínverskum dómstól fyrir stórfellt fíkniefnasmygl, en hann hafði áður verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi. Við áfrýjun komst æðri dómstóll hins vegar að þeirri niður- stöðu að dómurinn væri of vægur, og var honum því breytt sem fyrr segir. Málið er í kanadískum fjölmiðlum sett í samhengi við reiði kínverskra stjórnvalda eftir að stjórnarmaður í fjarskiptarisanum Huawei var hand- tekinn í Kanada í desember síðast- liðnum vegna framsalsbeiðni frá Bandaríkjastjórn. Schellenberg neitar enn að hann sé fíkniefnasmyglari, en kínverskir dómstólar segja staðreyndirnar tala sínu máli. Justin Trudeau, forsætis- ráðherra Kanada, sagði við fjölmiðla í gær að hann hefði miklar áhyggjur af því að Kínverjar hefðu tekið „geð- þóttaákvörðun“ um líf Schellen- bergs. Dæmdur til dauða fyrir smygl  Trudeau lýsir yfir áhyggjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.