Morgunblaðið - 15.01.2019, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019
Vetrarskokk Þessir knáu hlauparar létu ekki snjókomu aftra sér frá því að hlaupa í kringum Vífilsstaðavatn í gær. Útlit er fyrir bjart veður á höfuðborgarsvæðinu í dag en él síðar í vikunni.
Kristinn Magnússon
Sá hluti heimsins,
sem fóstraði nútíma
lýðræði og leitast við
að hafa að leiðarljósi
frjálslynda efnahags-
stjórn, hefur ekki enn
náð sér eftir þær að-
gerðir sem gripið var
til í kjölfar láns-
fjárkreppunnar sem
skall á 2007 og breytt-
ist á árunum 2008-2009
í ósvikna efnahags-
kreppu. Enn eru ekki öll kurl komin
til grafar. En þó eru kraftarnir að
verða allvel þekktir sem þá ollu
mestum usla. Það hefur einnig
skýrst að vandinn var ekki leystur.
Að talsverðu leyti var gripið til þess
úrræðis að lengja í hengingarólinni.
Óreiðumönnum hyglað
Flestum lánveitendum, sem höfðu
gengið hratt um gleðinnar dyr, var
bjargað. Gilti það jafnt um þá sem
áttu fé og hina sem fóru með fjár-
muni annarra. Einkaaðilar og lána-
stofnanir lánuðu árum saman stór-
skuldugum ríkjum fé sem
lánardrottnunum var fullljóst að
þeir gætu ekki endurgreitt. Þessi
ævintýramennska var stunduð í
krafti þess að skuldurunum yrði
bjargað og hagur lánardrottna þar
með tryggður. Bankar fjármögnuðu
fasteignabólur og festu fé í fjár-
málavafningum, sem áttu uppruna í
Bandaríkjunum en seldust vel í Evr-
ópu. Þegar gripið var til stórtækra
aðgerða austan hafs og vestan, í
þeim yfirlýsta tilgangi
að bjarga hagkerfum,
var langflestum hinna
óábyrgu lánveitenda
bjargað.
Skattgreiðendum
var gert að greiða
skuldir óreiðumanna.
Og þar sem mörg ríki
evrusvæðisins höfðu
safnað þungum skuld-
um en bjuggu við lítinn
hagvöxt, var vandanum
að talsverðu leyti vísað
til skattgreiðenda
framtíðarinnar. Skatt-
greiðendur voru reyndar ekki spurð-
ir álits. Kjörnir fulltrúar fólksins
komu lítið að þessum ákvörðunum.
Það var ekki aðeins óreiða í lána-
stofnunum. Hún var líka í lýðræð-
inu.
Embættismenn færa
sig upp á skaftið
Á árunum 2008-2013 var mjög
slakað á stýrivöxtum í Bandaríkj-
unum og ógrynni fjár veitt til er-
lendra seðlabanka, fjármálastofnana
og fyrirtækja í því skyni að freista
þess að örva efnahagslífið. Það hafði
áhrif, alla vega til skemmri tíma.
Evrópusambandið tók með öðrum
hætti á vandanum. Í sambandinu var
gengið fram af hörku undir merki
aðhalds og meints aga í ríkisfjár-
málum. Þeirri stefnu var beitt af
meiri sannfæringu gegn jaðar-
svæðum, svo sem Grikklandi, Ítalíu,
Spáni og Portúgal, en innan kjarna
sambandsins. Seðlabanki Evrópu
stóð lengi vörð um vexti, krafðist að-
halds í ríkisrekstri, taldi hagvöxt á
næsta leiti og miklaði ekki fyrir sér
gífurlegt atvinnuleysi innan sam-
bandsins. Svo langt gekk þessi
harka og ósveigjanleiki undir for-
ystu Seðlabanka Evrópu að skömmu
áður en seðlabankastjórinn Jean-
Claude Trichet lét af störfum og
Mario Draghi tók við, síðla árs 2011,
sendi embættismaðurinn lýðræð-
islega kjörnum stjórnvöldum í jað-
arríkjunum í suðri valdsmannleg
fyrirmæli um hvernig ætti að stýra
efnahagsmálum. Lýðræðið var í
klóm embættismanna.
Skammtímaáhrif ráðstafana Evr-
ópusambandsins við kreppunni
höfðu í för með sér mikla erfiðleika
fyrir jaðarsvæði sambandsins, frá
Grikklandi til Portúgals. Lang-
tímaáhrifin eru enn að koma fram og
ekkert sem bendir til að þau séu já-
kvæð. Silaleg viðbrögð og ósveigjan-
leiki stofnana sambandsins við
kreppunni hafa leitt í ljós verulega
efnahagsveikleika, djúpstæða óein-
ingu og pólitískt stefnuleysi.
Aðildarumsóknin
Það var við þessar aðstæður sem
ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
ákvað að sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu. Það var gert í miklum
flumbrugangi og sambandsleysi við
raunveruleikann. Þjóðin snerist
fljótt til andstöðu við þessa aðild-
arumsókn.
Það þarf hins vegar mikið sjálfs-
traust og enn meira sambandsleysi
við raunveruleikann þegar því er nú
haldið fram að það hafi verið
flumbrugangur ríkisstjórnar Jó-
hönnu Sigurðardóttur einn og sér
sem hafi eflt andstöðu gegn aðild að
ESB með þjóðinni og sérstaklega
innan Sjálfstæðisflokksins. Fréttir
af efnahagslegu sjálfskaparvíti Evr-
ópusambandsins bárust í stríðum
straumum og vaxandi ótti stjórn-
valda innan sambandsins við kjós-
endur blasti við. Ef einhverjir
ímynda sér að þessar fréttir hafi
vakið þórðargleði meðal Íslendinga,
hygg ég að það sé á miklum mis-
skilningi byggt. Meðal þeirra sem
standa gegn aðild Íslands að ESB
þekki ég engan sem er andvígur
efnahagssamvinnu við sem flest
Evrópuríki. Það er þeim flestum
sameiginlegt, hygg ég, að hafa
áhyggjur af Evrópusambandinu og
vona að það finni leiðir til að vinna
sig út úr vandræðum sínum.
Farvegur fyrir æ nánara samstarf
Evrópuþjóða – einkum á sviði gjald-
eyrismála – hefur verið mótaður á
löngum tíma, í raun frá 1969 til
fyrstu ára tuttugustu og fyrstu ald-
arinnar, þegar evran varð sameig-
inlegur gjaldmiðill hluta Evrópu-
sambandsríkjanna. Farvegurinn
hefur ekki staðið undir þeim vænt-
ingum sem við hann voru bundnar.
Því fer reyndar víðs fjarri. Fyrir ut-
an gríðarlegt atvinnuleysi, sem hef-
ur haft eyðileggjandi áhrif á fjöl-
mörg samfélög Evrópusambandsins,
hefur tómlæti í garð lýðræðisins bú-
ið um sig. Þjóðþing ríkja ESB hafa
æ minna að segja um örlög umbjóð-
enda sinna, enda hafa þeir sýnt vax-
andi áhugaleysi á því sem gerist á
þjóðkjörnum þingum. Það lýðræð-
islega tómarúm hefur Evrópuþingið
ekki fyllt enda er því ekki ætlað það.
Þótt kreppan hafi haft minni áhrif
á Íslandi en innan Evrópusam-
bandsins, þá eru þau veruleg. Það er
ekki síst vegna þess hvernig á mál-
um var haldið af ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur. Grafið var undan
þeim vörnum, sem tryggðar voru
með neyðarlögunum og áherslan
lögð á að ganga – í auðmýkt og með
veggjum fram – í Evrópusambandið.
Kreppan og umsókn Íslands um
aðild að Evrópusambandinu hafa
veikt lýðræðið og skilið stjórn-
málaflokkana eftir sundraða og
þreytulega. Í mörgum málaflokkum,
sem vega æ þyngra á vogarskálum
alþjóðlegra stjórnmála, gætir
stefnuleysis og umkomuleysis.
Orkulindir, framleiðsla, flutningur
og verðlagning og umhverfisáhrif
orku er eitt þessara mála, sem hafa
fengið mikið vægi á alþjóðavísu. Nú
er deilt um svokallaðan orkupakka
Evrópusambandsins. Verður að
þeim deilum vikið í næstu grein.
Eftir Tómas Inga
Olrich » Langtímaáhrifin eru
enn að koma fram og
ekkert sem bendir til að
þau séu jákvæð. Silaleg
viðbrögð og ósveigjan-
leiki stofnana sam-
bandsins við kreppunni
hafa leitt í ljós verulega
efnahagsveikleika,
djúpstæða óeiningu og
pólitískt stefnuleysi.
Tómas Ingi
Olrich
Höfundur er fv. alþingismaður og
ráðherra.
Viðbrögð ESB við kreppunni