Morgunblaðið - 15.01.2019, Page 24

Morgunblaðið - 15.01.2019, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019 ✝ Nanna GuðrúnJónsdóttir fæddist 23. desem- ber 1928 á Melum á Djúpavogi. Hún andaðist á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 2. jan- úar 2019. Foreldrar Nönnu Guðrúnar voru Jón Guðmundsson, bóndi og verkamað- ur, f. 29. júní 1884 á Hofi í Geit- hellnahreppi, d. 3. nóvember 1969, og Jónína Krístín Jóns- dóttir húsmóðir, f. 2. júlí 1898 á Rannveigarstöðum í Suður- Múlasýslu, d. 11. október 1986. Systkini Nönnu: Halldór, f. 1921, d. 2004, Vilborg Kristbjörg, f. 1923, d. 2007, Guðlaug Sigríður, f. 1926, d. 2010, Rósa, f. 1930, og f. 1957. Sambýlismaður hennar er Sigurjón Sigurbjörnsson. 4) Atli, f. 1960. Kona hans er Guð- finna Árnadóttir. Barnabörn Nönnu og Ólafs eru ellefu og barnabarnabörnin sautján. Að loknum unglingaskóla á Djúpavogi hóf Nanna að vinna hjá prestshjónunum séra Pétri Oddssyni og Unni Guðjóns- dóttur á Hofi í Álftafirði og flutti með þeim að Hvammi í Dölum 1946 en fór til Reykjavíkur ári seinna. Hún starfaði um hríð á Hvítabandinu í Reykjavík og stóð hugur hennar til hjúkr- unarnáms þótt af því yrði ekki. Hún réðst síðar í kaupamennsku á Skeiðum. Hún vann við fisk- vinnslu í Keflavík og var verk- stjóri um tíma í frystihúsi Sjö- stjörnunnar. Hún starfaði á barnadeild Kópavogshælis og síðar á Landspítalanum við Hringbraut þar til hún lét af störfum 1997. Útför Nönnu Guðrúnar Jóns- dóttur verður gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag, 15. janúar 2019, klukkan 13. Matthildur Katrín, f. 1934. Hálfsystkin samfeðra: Guðný, f. 1907, d. 1981, og Þórir, f. 1907. Eiginmaður Nönnu frá 1951 var Ólafur Hannesson, sjómaður, mat- sveinn og kjötiðn- aðarmaður, frá Litla-Vatnshorni í Dölum, f. 20.10. 1927, d. 19.2. 2013. Þau hófu bú- skap í Reykjavík en bjuggu síðar í Keflavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði og áttu annað heimili í sumarbústað sínum í Eilífsdal. Börn þeirra eru: 1) Ómar, f. 1947. Kona hans er Sig- ríður Eysteinsdóttir. 2) Stefán, f. 1951. Kona hans er Edda Andrésdóttir. 3) Jónína Kristín, Jóladagur í upphafi níunda áratugarins. Hæðin í húsinu við Kársnesbraut er björt af ljósum og í minningunni verður dagur- inn eins og sumardagur. Ég kem með seinni skipum inn í fjöl- skyldu Stefáns og hitti hana nú alla í fyrsta sinn heima hjá vænt- anlegum tengdaforeldrum mín- um, Nönnu og Óla. Nanna við stjórnvölinn eins og æ síðan. Það er létt yfir henni og birta í aug- unum. Jólaboðið orðið fastur lið- ur svipað og rauður þráður teygi sig í gegnum tímann með hangi- kjöti, meðlæti og heimabökuðu laufabrauði sem bragðast ein- hvern veginn betur þarna en ann- ars staðar. Íslenskt eins og það getur orðið. Líkt og Nanna sjálf. Sjálfstæður dugnaðarforkur sem vill hafa hlutina á hreinu. Hvar- vetna. Í vinnu, heima við og í sumarbústað þeirra Óla í Eilífs- dalnum. Hún er með báða fætur á jörðu. Jörðu, sem hún græðir með elju og grænum fingrum, svo jafnvel urð og grjót gefa eftir og breytast í iðjagrænan gróanda með blaktandi trjám og blómum og hún fær verðlaun fyrir í fyll- ingu tímans. Það er ekkert rugl í kringum Nönnu Jóns, eins og þau kalla hana oft í fjölskyldunni. Þau sem eru sjaldnast langt undan og æv- inlega nálæg þegar fer að halla undan fæti. Það er eins og hún missi aldrei jarðtenginguna í lífs- ins ólgusjó, ekki einu sinni í veik- indunum. Hún tekst bara á við það sem að höndum ber og sýnist hafa samviskusemi að leiðarljósi. Svo skjóta minningar upp koll- inum. Kirkjuferð að gefnu tilefni austur fyrir fjall á aðventu. Kyrrt myrkrið yfir. Nanna í aftursæt- inu og liggur vel á henni; hún spjallar meira en oftast og rifjar upp minningar sem hún á frá þessum slóðum. Ferðin sem við vitum ekki þá að verður sú síðasta sem við för- um með henni í Eilífsdal. Ljúfur dagur og teygist úr honum. Hér hefur hún unað sér best með sín- um – og ein. Rifjast upp fyrir mér svarið þegar ég spurði hana einu sinni hvort hún væri ekkert hrædd við að vera þar ein þegar færi að dimma. „Maður þarf ekki að vera hræddur við myrkrið. Myrkrið verndar mann,“ sagði hún. Komin Þorláksmessa 2018. Af- mælisdagurinn hennar og hún orðin 90 ára. Situr nú í hjólastól, í nýjum kjól. Fjölskyldan allt um kring. Kaffi og með því. Hún er merkt af veikindunum sem hafa gengið nærri henni en hugurinn samur svo manni flýgur í hug eitt af þessum íslensku blómum sem sýnast geta skotið rótum alls staðar í landinu sínu, jafnvel í grýttustu jörð. Fínleg en harð- gerð. Einmitt eins og myndin sem ég mun geyma í huga mínum – af Nönnu. Edda Andrésdóttir. Elsku besta amma mín, þetta er allt svo sárt og erfitt, að þú skulir í alvöru vera farin frá okkur. Þetta síðasta ár er búið að vera þér mjög erfitt með veikindum og aðgerðum en þú varst eins og köttur og hafðir níu líf og með fjölskylduna þér við hlið lentirðu alltaf aftur á fótunum. Á tímum sem þessum ylja minningarnar en þegar þær eru margar og góðar er sorgin svo rosa sár. Það var alltaf gott að koma í ömmu og afa hús, amma gaf sér alltaf mikinn tíma fyrir okkur barnabörnin og í seinni tíð lang- ömmubörnin. Hún eldaði góðan mat, sem gikkurinn ég vildi ekki einu sinni sjá heima hjá mér. Amma gerði líka heimsins bestu pönnukökur og ef maður var heppinn setti hún nokkra mola í skál á sófaborðið inni í stofu. Ég var mikið hjá ömmu og afa sem barn og svo voru þær líka ófáar ferðirnar upp í Kjós í sum- arbústaðinn. Amma var alltaf hress og glöð og mikið hlegið. Hún hafði unun af útiveru og að skoða og hugsa um gróðurinn, fáir með jafn græna fingur og hún. Ég vildi að ég hefði getað feng- ið fleiri ár með þér en minning- arnar um þig og samverustundir okkar munu lifa um ókomna tíð. Ég vona að þú sért komin til afa og þið hafið það gott saman. Ég elska þig og sakna svo sárt. Þín sonardóttir, Ólöf. Það er með miklu þakklæti sem við fjölskyldan minnumst nú sæmdarkonunnar Nönnu Guð- rúnar Jónsdóttur frá Djúpavogi, sem var gift honum Óla bróður og frænda, sem við höfum átt sam- fylgd með í svo mörg ár. Hún var yndisleg, kærleiksrík kona og gædd mörgum mannkostum. Hún var hæglát og yfirveguð en hafði engu að síður ákveðnar skoðanir á þjóðfélagsmálum. Þá var hún hreinskiptin og hafði sterka réttlætiskennd og þoldi ekki misrétti né ranglæti. Nanna var röggsöm og hörkudugleg og lét hendur standa fram úr ermum í stórum sem smáum verkefnum. Gott dæmi um umhyggju hennar og þeirra hjóna fyrir umhverfi sínu er fallega lóðin við sumarbú- stað fjölskyldunnar í Eilífsdal í Kjós, þar sem þau undu hag sín- um sérstaklega vel. Þar voru sannir fagurkerar á ferð, enda hlotnaðist þeim viðurkenning sumarbústaðafélagsins fyrir fal- lega lóð. Nanna var lífsglöð, alltaf jákvæð og hress og skemmtileg í góðra vina hópi. Hún var mjög hláturmild og hafði dillandi hlát- ur. Við fjölskyldan eigum mjög góðar minningar um samveruna með Nönnu og fjölskyldu, hvort sem var í heimsóknum í Keflavík- ina á árum áður eða samveru- stundir vestur í Dölum að Litla- Vatnshorni við silungsveiðar og heyskap, þaðan sem Ólafur var ættaður. Þá eru eftirminnilegar stundirnar úr Kjósinni með Óla og Nönnu og fjölskyldu, hvort sem var kaffihittingur, að grilla, tína ber eða í kringum hesta- mennskuna. Við vottum fjölskyldu Nönnu okkar innilegustu samúð. Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir og fjölskylda. Nanna Guðrún Jónsdóttir ✝ Ingibjörg Pét-ursdóttir fædd- ist í Tungukoti á Vatnsnesi 11. júní 1934. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 5. janúar 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Pét- ur Theodór Jóns- son, f. 6. mars 1892, d. 21. sept. 1941, frá Stöpum á Vatnsnesi, bóndi í Tungukoti, og kona hans Kristín Jónsdóttir, f. 12. júlí 1892, d. 31. júlí 1961, frá Seljatungu í Gaul- verjabæ í Flóa. Ingibjörg var yngst níu barna þeirra og kveður síðust þeirra. Hin voru: Jón Kristinn, f. 1918, d. 1978, Magnús, f. 1919, d. 1955, Sig- urður Marjón, f. 1921, d. 1960, Margrét, f. 1923, d. 2012, Sigríð- ur Helga, f. 1925, d. 1971, Hrefna, f. 1926, d. 1982, Haukur, f. 1927, d. 1999, og Vigdís, f. 1928, d. 2012. Ingibjörg var jafnan kölluð vana drengur 10. ágúst 1959. Ingibjörg missti föður sinn ung og flutti skömmu síðar ásamt móður sinni til Reykja- víkur þar sem hún bjó síðan. Þær bjuggu á Bræðraborgarstíg til vorsins 1961 þegar þau Gunnar fluttu í Stóragerði ásamt móður hennar sem lést seinna það sama ár. Ingibjörg gekk í Mýrarhúsa- skóla á Seltjarnarnesi og Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar þaðan sem hún lauk gagnfræðaprófi. Hún vann við verslunarstörf áð- ur en hún giftist og einnig eftir að dæturnar voru orðnar stálp- aðar, samhliða heimilisstörfum. Auk þess hafði hún unnið við heimilishjálp um tíma. Eftir að Gunnar féll frá fluttist hún í þjón- ustuíbúð á Norðurbrún og bjó þar síðustu árin. Ingibjörg var bókhneigð, las alla tíð mikið og kunni fjölda ljóða og söngtexta. Útför Ingibjargar fer fram frá Áskirkju í dag, 15. janúar 2019, klukkan 13. Imma af fjölskyldu sinni og æskuvinum. Ingibjörg giftist 5. apríl 1958 Gunn- ari Guðmundssyni múrara frá Bol- ungarvík, f. 2. júlí 1932, d. 20. apríl 2012. Foreldrar hans voru Jensína Ólöf Sólmundsdóttir og Guðmundur S. Ásgeirsson. Börn Ingibjargar og Gunnars eru: 1) Guðbjörg, f. 7. desember 1957, gift Pétri Inga Guðmundssyni. 2) Kristín Sigríður, f. 30. september 1961, maki Sigþór Þórarinsson. Dætur Kristínar eru Sigríður Sigurjónsdóttir, gift Ármanni Andra Einarssyni, dóttir þeirra er Elín Lilja og sonur Andri Björn, og Kristína Mekkin Har- aldsdóttir. 3) Ástrós, f. 24. júlí 1964, gift Þorfinni Ómarssyni. Sonur Ástrósar er Baltasar Breki Samper, sambýliskona hans er Anna Katrín Einarsdóttir. Ingi- björgu og Gunnari fæddist and- Við andlátsfregn heiðurs- konunnar Ingibjargar Péturs- dóttur leitar hugurinn til baka á æskuslóðirnar í Stóragerði, sem var í uppbyggingu á árunum upp úr 1960. Þangað flutti barnafólk- ið svo að hverfið iðaði af athafna- semi, lífi og bjartsýni. Þannig kynnist ég Ingibjörgu ung að árum og í mínum huga er hún alltaf Ingibjörg „á móti“ þar sem hún bjó ásamt Gunnari og dætrunum í íbúðinni á móti for- eldrum mínum. Í fyrstu var sjóndeildar- hringurinn smár hjá okkur ung- viðinu, bundinn við nánasta um- hverfi, og því varð heimili þeirra hjóna fljótlega að tryggu at- hvarfi sem alltaf var okkur börn- unum opið. Samgangur á milli var því tíður, hvort sem það var í leik eða kaffi og góðu spjalli. Oft hefur móðir mín talað um það hvað þau voru stálheppin með nágranna, slíkt væri ekki sjálfgefið og því þakkarvert. Ingibjörg var glöggskyggn og fljót að átta sig á hvaða mann fólk hafði að geyma. Hún spáði stundum fyrir okkur stúlkunum í spil eða bolla sem voru spenn- andi stundir og við bárum mikla virðingu fyrir henni. Hún var með eindæmum bóngóð og hjálpsöm og segja má með sanni að hún hafi með áratugunum orðið eins konar hornsteinn í Stóragerði 28, vissi hvernig hlut- um var háttað þar og reyndist einnig nýjum íbúum traust og aðstoðaði þá eftir bestu getu. Með árunum urðum við Ingi- björg góðar vinkonur og fyrir það er ég ómetanlega þakklát. Þakklát fyrir að hafa kynnst svona einstakri konu og fengið að njóta hennar góðu velvildar í minn garð í gegnum árin. Móðir mín Alda Jónsdóttir minnist hennar einnig með hlýju og þakklæti fyrir afar trygga og góða vináttu í gegnum öll árin. Ástvinum þínum öllum ég sendi blóm fagurrautt úr brjósti mínu, legg það við sárin, læt tárin seytla í þess krónu, uns sorgin ljómar. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku Gugga, Stína, Ástrós og fjölskyldan öll. Einlægar sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Minning hennar lifir í hjörtum okkar. Helga og Alda. Ingibjörg Pétursdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÓBERT RÓBERTSSON vörubifreiðarstjóri frá Brún, Biskupstungum, Grænumörk 2, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 8. janúar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 17. janúar klukkan 13:30. Bryndís G. Róbertsdóttir Anna Rósa Róbertsdóttir Tómas Luo Shunke Róbert Sveinn Róbertsson Þórunn María Bjarkadóttir Álfgeir A. Önnuson, Bjarki Fannar og Birkir Róbert Róbertssynir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI KRISTÓFERSSON, Háaleitisbraut 43, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 30. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Margrét Einarsdóttir Guðrún Helgadóttir Kristófer Helgason Bylgja Elín Björnsdóttir Einar Helgason Rakel Ýr Ísaksen Aron Kári, Karen Erla, Lena Rut, Gabríel Eric, Felix Dagur, Hekla Rán, Saga Katrín og Björg Viktoría Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALMA BIRGISDÓTTIR sjúkraliði, lést á Siglufirði 28. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Birgir Jens Eðvarðsson Anna Margrét Ólafsdóttir Vilmundur Ægir Eðvarðsson Filippía Ásrún Eðvarðsdóttir Sigurður Jón Arnbjörnsson barnabörn og langömmubörn Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA ÁRNADÓTTIR handavinnukennari á Akureyri, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 7. janúar. Útför verður haldin í kyrrþey. Árni Finnsson Hrafnhildur Arnkelsdóttir Karitas Sumati Árnadóttir Lára Debaruna Árnadóttir Jóhanna Erla Birgisdóttir Arnaldur Birgir Magnússon Anna Árnadóttir Andri Freyr Magnússon Inga Kristín Sigurgeirsdóttir Sigrún María Magnúsdóttir Aldís Ósk Arnaldsdóttir Árný Helga Arnaldsdóttir Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, mágur, afi og langafi, ÞORSTEINN SIGURÐSSON, Lambastekk 1, Reykjavík, lést laugardaginn 12. janúar á hjúkrunarheimilinu Eiri. Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 22. janúar klukkan 15. Erla Hermína Þorsteinsdóttir Sara Bertha Þorsteinsdóttir Kristinn Hilmarsson Sigríður H. Þorsteinsdóttir Páll Ásgeir Pálsson Sigurður Þorsteinsson Caroline Tayar Lilja Þorsteinsdóttir Sverrir Ágústsson Margrét Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.