Morgunblaðið - 15.01.2019, Page 33

Morgunblaðið - 15.01.2019, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019 ICQC 2018-20 Þú sigrar aldrei með ofbeldi.Þú getur aðeins sigraðmeð því að halda reisnþinni,“ segir píanóleik- arinn Don Shirley (Mahershala Ali) við ökumann sinn Tony ,Lip‘ Valle- longa (Viggo Mortensen) í eitt af mörgum skiptum þegar hörunds- dökki og hámenntaði listamaðurinn finnur sig knúinn til að segja hinum ómenntaða og hvíta rusta frá Bronx- hverfinu í New York til. Þarna eru þeir í afar erfiðum aðstæðum, í fangaklefa djúpt í Suðurríkjum Bandaríkjanna rétt fyrir jól árið 1962, eftir að Tony hefur slegið lög- reglumann sem kallar hann negra. En Shirley, sem er fínt klæddur og virðulegur að vanda, fær að hringja eitt símtal. Og hringir í einn helsta áhrifamann landsins sem lætur sleppa stjörnunni og ökumanni hans úr grjótinu svo þeir geti haldið áfram tónleikaferð hins svarta lista- manns um kjörlendi viðurstyggilegs rasismans, þar sem hann leikur fyrir hvíta áheyrendur sem leyfa stjörn- unni ekki að nota salerni þeirra eða matast á sömu veitingahúsum og þeir. Heiti kvikmyndarinnar Green Book er sótt í leiðsöguritið The Negro Travelers’ Green Book, hand- bók sem var gefin árlega út í Banda- ríkjunum frá 1936 til 1966, og var fyrir svarta ferðamenn sem þurftu að fara um Suðurríkin svo þeir gætu fundið veitinga- og gististaði sem buðu þá velkomna, og þar sem þeir yrðu þá ekki beittir misrétti. Í upphafi kvikmyndarinnar kynn- ast áhorfendur hinum ítalskættaða Tony Lip þar sem hann starfar sem harðhentur útkastari og alhliða reddari í næturklúbbi í New York. En þegar klúbbnum er lokað um skeið vegna viðhalds er mælt með honum í starf ökumanns og lífvarðar píanóleikara sem er að fara í tveggja mánaða tónleikaferð ásamt tríói sínu um Suðurríkin. Tony mætir í viðtal í glæsileg húsakynni píanóleikarans í Carnegie Hall-tónleikahöllinni en líst ekki á blikuna þegar hann sér að listamaðurinn er svartur á hörund, enda hafa áhorfendur þegar kynnst andúð Tonys á svörtum. En svo fer að hann þiggur starfið og lagt er upp í ferð með „Grænu bókina“ í fartesk- inu, ferð sem er svo margt í senn: kostuleg, hugljúf og grimm. Þetta er sannsöguleg kvikmynd, byggð á mönnum sem raunverulega voru til og létust báðir árið 2013. Og Shirley réð Tony Lip til að vera öku- maður sinn og aðstoðarmaður á tón- leikaferðum um Suðurríkin snemma á sjöunda áratug síðustu aldar. Son- ur Tonys er einn þriggja handrits- höfunda og hefur sagst hafa gengið árum saman með þann draum að koma sögu kynna og vináttu Shir- leys og Tonys Lip á hvíta tjaldið, vináttu sem hann og fleiri sem um- gengust báða hafa sagt hafa verið raunverulega. Ættingjar píanóleik- arans – sem munu þó hafa verið í litlu sambandi við hann – hafa hins vegar stigið fram á síðustu mán- uðum og sagt að kvikmyndin dragi upp mynd af vináttu sem ekki hafi verið til staðar því Tony hafi „að- eins“ verið starfsmaður píanóleik- arans. Þess má geta að á seinni hluti æv- innar gerðist Tony Lip leikari og lék iðulega mafíósa, til að mynda í þátt- unum The Sopranos og í kvikmynd- unum Donnie Brasco og Goodfellas. Hvernig sem raunverulegu sam- bandi mannanna tveggja var háttað, þá fara aðalleikarar Green Book báðir á kostum og bera myndina á herðum sér. Hinn fjölhæfi Viggo Mortensen, sem fæst við ljós- myndun, yrkir og semur tónlist þeg- ar hann er ekki að leika, hefur bætt á sig allnokkrum kílóum til að vera trúverðugur sem hinn síborðandi og ófágaði – en rómantíski og í raun góðviljaði – ökumaður, sem hann túlkar listavel. Mahershala Ali vakti fyrst verulega athygli sem Remy Danton í þáttunum House of Cards og hreppti síðan Óskarsverðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Moonlight (2016). Hann fer ekki síður vel með sitt hlutverk og vinna leikararnir tveir frábærlega saman, hlutverkin eru vel mótuð og túlkuð með sannferðugum hætti. Ali hreppti á dögunum Golden Globe- verðlaun fyrir bestan leik í auka- hlutverki, og mun framleiðslufyrir- tæki kvikmyndarinnar vinna í að afla honum nægra atkvæða svo hann verði tilnefndur til Óskarsverðlauna, einnig fyrir aukahlutverk en Mor- tensen fyrir aðalhlutverk þótt báðir séu í raun „aðal“ og eigi verðlaun skilið fyrir snjalla túlkunina. Green Book er ekta Hollywood- drama, og það af bestu gerð, og er listavel leikið á tilfinningar áhorf- enda sem hlæja eflaust flestir bæði og gráta. Fagmennskan er líka mikil við kvikmyndagerðina, leikstjórnin traust, sagan rennur vel og kvik- myndatakan úthugsuð og vönduð. Það má annars fella myndina í nokkra hefðbundna flokka. Þetta er dæmigerð vegamynd, þar sem ólíkar persónur leggja upp í strembið ferðalag sem reynir á þær á ýmsa lund, en mótlætið eflir og í and- streyminu tengjast þær traustum vináttuböndum. Þá er þetta saga af listamanni sem tekst að finna leið til að láta list sína blómstra – Shirley var menntaður klassískur píanóleik- ari, lærði meðal annars í Sovétríkj- unum, en náði sem svartur maður ekki frama í klassíkinni sem hvítir einokuðu á þeim tíma, en fann sína braut í bræðingi djass og klassíkur. Þá kæmi ekki á óvart að þessi mynd yrði ein þeirra kvikmynda með mannbætandi boðskap sem fólk nýt- ur þess að horfa á á aðventunni og um jólin. Sagan endar einmitt á hug- ljúfan hátt á snjóþungu aðfanga- dagskvöldi í New York-borg. Green Book hreppti á dögunum verðlaun National Board of Review í Bandaríkjunum sem besta kvik- mynd liðins árs, fékk Golden Globe- verðlaunin sem besta myndin í flokki tónlistar- og gamanmynda (sér- kennileg flokkun það!) og eflaust á hún eftir að verða tilnefnd til nokk- urra Óskarsverðlauna – ekki kæmi á óvart að hún hreppti einhver. Þessi mynd er falleg áminning um það hvernig mennskan getur sigrað hræðilegustu fordóma og mann- vonskuna sem þrífst í skjóli þeirra. Hún minnir á hversu stutt það er síðan komið var fram við hörunds- dökka í Bandaríkjunum með þessum viðbjóðslega hætti; myndin á að ger- ast fyrir aðeins rétt rúmlega hálfri öld. Og samskonar mannvonska við- gengst víða enn og það er svo stutt í fordómana og hugmyndir um að- skilnað fólks út frá útliti og ólíkum bakgrunni; nægir að benda á upp- gang fasískra og mannfjand- samlegra öfgaafla víða um lönd þessi misserin því til sönnunar. Þar getur falleg kvikmynd og vel lukkuð saga sem þessi bent áhorfendum á mikil- vægi mennskunnar og vináttunnar, og að öll séum við jöfn. Mennskan sigrar fordómana Stórleikur Mahershala Ali og Viggo Mortensen fara báðir á kostum í hlutverkum sínum í Green Book. Hér eru píanóleikarinn Don Shirley og ökumaður hans, Tony Lip, staddir á veitingastað fyrir hörundsdökka í Alabama. Sambíóin Green Book bbbbn Leikstjóri: Peter Farrelly. Handrit: Nick Vallelonga, Brian Hayes Currie og Peter Farrelly. Aðalleikarar: Viggo Mortensen, Mahershala Ali og Linda Cardellini. Bandaríkin, 2018. 130 mín. EINAR FALUR INGÓLFSSON KVIKMYNDIR Fyrstu hljómsveitir tónlistarhátíð- arinnar Eistnaflugs, sem haldin verður í Neskaupstað 10.-13. júlí, hafa verið bókaðar og ber þar hæst þungarokksveitina írsku Primordi- al. „Primordial leikur keltnesk- ættaðan þjóðlagasvartmálm og er klárlega ein af þeim hljómsveitum sem ekki má missa af á árinu,“ seg- ir um sveitina á vef Eistnaflugs, eistnaflug.is. Tvær íslenskar sveitir hafa að auki verið kynntar til leiks, Nyrst og Volcanova. Primordial kemur fram á Eistnaflugi Harðir Félagarnir í Primordial. Franska kvikmyndahátíðin verður haldin í 19. skipti 6. til 17. febrúar næstkomandi í Háskólabíói og Ver- öld – Húsi Vigdísar og er nú ljóst hvaða kvikmynd verður opn- unarmynd hátíðarinnar. Hún nefn- ist Le Grand Bain, Að synda eða sökkva á íslensku og er gam- anmynd í leikstjórn Gilles Lello- uche. Myndin hefur notið mikilla vinsælda í Frakklandi, að því er fram kemur á Facebook-síðu hátíð- arinnar og hafa yfir fjórir milljónir manna séð hana. Í henni segir af hópi karla í djúpri sálarkreppu sem öðlast nýja trú á lífið þegar þeir fara að stunda samhæft sund. Sam- hliða sýningunum í Háskólabíói verður boðið á ókeypis sýningar í Veröld – Húsi Vigdísar. Að synda eða sökkva opnunarmyndin Sundkarlar Úr gamanmyndinni Le Grand Bain eða Að synda eða sökkva.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.