Morgunblaðið - 21.01.2019, Side 2

Morgunblaðið - 21.01.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Töluvert hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og grípa íbúar tækifærið og draga fram snjósleða og snjóþotur og njóta góðrar samverustundar í snjónum. Gert er ráð fyrir kólnandi veðri í dag, en spáð er suðlægri eða breyti- legri átt, 5-13 m/s og éli, einkum sunnanlands. Þá er spáð 0-5 stiga frosti á landinu í kvöld. Morgunblaðið/Eggert Grípa tækifærið og draga fram snjósleða í stilltu veðri Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Alþingi kemur saman á ný í dag eftir jólahlé og hefst þingfundur með munnlegri skýrslu forsætisráðherra og almennum umræðum um stöðuna í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan. Ljóst er að þingið verður önnum kafið fram á sumar, en í starfsáætlun þingsins er ráðgert að það verði að störfum fram í júní að sögn Steingríms J. Sigfús- sonar, forseta Alþingis. „Á morgun fer dagurinn í pólitíska umræðu með svipuðum hætti og í fyrra, hver flokkur fær tíu mínútur og full andsvör eru leyfð. Síðan tekur við ósköp hefðbundinn þriðjudagur ef segja má, óundirbúnar fyrirspurn- ir og nokkur mál fjármálaráðherra sem sum biðu frá því fyrir áramót,“ segir Steingrímur, en þar er m.a. um að ræða frumvarp um breytingu á lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og lögum um gjaldeyrismál. „Menntamálaráðherra er í kjölfarið með nokkur mál og síðan rúllar þetta áfram koll af kolli,“ segir hann. Steingrímur segir aðspurður að samgönguáætlun sé stærsta málið sem þingið takist á við að afgreiða í vor. „Það verður í kringum mánaða- mótin, en samkomulag var gert um að stefna að því þegar málinu var frestað fyrir jól. Síðan geri ég ráð fyrir talsvert mikilli umræðu um hvítbókina um fjármálamarkaðinn. Ég geri ráð fyrir því að það verði í annarri viku þinghaldsins og hún lögð fram sem skýrsla,“ segir hann. Stjórnarfrumvörp í smíðum Sem dæmi um mál sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu leggja áherslu á má nefna frumvörp sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra til að bregðast við dómum Hæsta- réttar og EFTA-dómstólsins um innflutning á fersku kjöti og frum- varp mennta- og menningarmálaráð- herra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Þá leggur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram frum- varp um gjaldtöku í samgöngum til að fylgja eftir stefnu um framtíðar- fjármögnun vegakerfisins og frum- varp til laga um net- og upplýsinga- öryggi. Umhverfisráðherra leggur m.a. fram frumvarp um stofnun um verndarsvæði sem gengið hefur und- ir nafninu Þjóðgarðastofnun, frum- varp um bann við notkun burðar- plastpoka og Loftslagssjóður settur á stofn. Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfs- manna sem dreift verður í þinginu á næstu vikum. Þar að auki má nefna frumvarp til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands, sem felur m.a. í sér sameiningu hans og Fjármálaeftirlitsins. Utanríkisráð- herra leggur áherslu á þróunarsam- vinnu og mun leggja fram stefnu stjórnvalda í þeim efnum fyrir árin 2019-2023 á þessu þingi. Dómsmála- ráðherra leggur áherslu á breyting- ar á barnalögum og lögfestingu heimildar foreldra til að semja um að skipta búsetu barns. Félags- og barnamálaráðherra mun að fenginni niðurstöðu starfshóps um skerta starfsgetu einstaklinga leggja fram frumvarp um það málefni. Aðspurð segir Katrín Jakobsdótt- ir forsætisráðherra að nokkur mál muni eflaust verða rædd ofan í kjöl- inn. „Þriðji orkupakkinn og fiskeld- ismál eru eflaust mál sem verða rædd töluvert. Síðan er frumvarp um Þjóðarsjóð sem er komið inn í þingið sem ég tel mikið framfaramál. Niðurlagning kjararáðs og nýtt launafyrirkomulag æðstu embættis- manna er sömuleiðis inni í þinginu og þingsályktunartillaga um heilbrigð- isstefnu til ársins 2030 er á leið inn í þingið og verður örugglega mikið rædd,“ segir hún. Þingmenn taka upp þráðinn í dag Morgunblaðið/Eggert Í þingsal Þingmenn koma saman í dag eftir jólahlé. Þingfundur hefst kl. 15.  Staða stjórnmála í ársbyrjun og verkefni vorsins rædd í dag  Útlit fyrir annasamt vor á Alþingi  Samgönguáætlun, veggjöld, loftslagsmál og stuðningur við fjölmiðla meðal áherslumála ráðherra Lögreglan á Suðurnesjum fann meint fíkni- efni, lyf og stera í húsleit sem gerð var nýverið í um- dæminu að feng- inni heimild. Grunur lék á um að í húsinu færi fram fíkniefnafram- leiðsla og -sala þar sem kannabis- olíu væri blandað saman við raf- rettuvökva og hann seldur í ágóðaskyni. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir enn fremur að við húsleit hafi verið lagt hald á talsvert magn af vökvanum sem og fleiri vökva í krukkum. Meint örv- andi efni fundust einnig á staðnum sem og kannabis. Þá var lagt hald á ýmis mæliglös og önnur áhöld en lögreglan segir að málið sé í rann- sókn. Hald lagt á kannabisvökva fyrir rafrettur Til stendur að loka OZ-appinu um næstu mán- aðamót. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali við æðstu stjórnendur hugbúnaðarfyr- irtækisins OZ sem birt hefur verið á fréttavef mbl.is. Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri OZ, segir að markaðurinn hafi reynst erfiður og litlar tekjur hafi verið af OZ- appinu, sem fyrirtækið hefur haldið úti frítt fyrir notendur hér á landi. Hugmyndin að appinu byggðist á því að notendur gætu sjálfir stýrt sinni dagskrá, tekið upp efni og tekið hlé ef þeir vildu. Fyrir rúmlega tveimur árum tók fyrirtækið krappa beygju frá fyrri áformum og ákvað að snúa sér að nýjum markaði, þ.e. fram- leiðslu á beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Forsvarsmenn OZ segja að helstu ástæður þess að fyrirtækið hafi valið íþróttir séu stærð markaðarins og einnig að aðeins lítill hluti íþróttagreina fái almenna dreifingu á sjónvarpsstöðvum sem enn séu aðaldreifingaraðili beinna útsend- inga. Í viðtalinu kemur enn frem- ur fram að viðskiptamódelið gangi út á að semja við íþróttadeildir um sýningarrétt en OZ setur upp myndavélar og búnað fyrir eigið fé og með hliðsjón af því hvert áætlað áhorf er. Loka OZ-appinu um næstu mánaðamót Oz Vilja umbylta útsendingum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.