Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019 Innan OECD eru öll þróuð ríki,þau ríki sem við berum okkur saman við. Hvergi innan OECD fer hærri hluti heildarfram- leiðslunnar í laun til almenn- ings en á Ís- landi, eða 63%. Annað sem ekki er síður athygl- isvert er að þetta hlutfall hefur vaxið mjög hratt hér á landi. Hlut- fallið var 56,6% árið 2011.    Önnur staðreynd sem máliskiptir er að hvergi er tekju- jöfnuður ráðstöfunartekna meiri en hér á landi. Þetta kemur sjálf- sagt á óvart eftir síbylju síðustu missera um mikinn og vaxandi ójöfnuð.    Þegar horft er á eignir má sjáað þær eru líka að jafnast út. Eignajöfnuður er sem sagt að aukast, ólíkt því sem áróðursmenn hafa haldið fram.    Ennfremur skiptir máli að með-allaun hér á landi eru þau næsthæstu í heimi og lágmarks- launin eru þau þriðju hæstu í heimi. Sjálfsagt kemur þetta einn- ig á óvart eftir langvarandi áróður spunamanna um hið gagnstæða.    Og ólíkt því sem stundum erhaldið fram eru launin há í alþjóðlegum samanburði þó að tek- ið sé tillit til þess að verðlag er hærra hér er sums staðar erlendis.    Þegar allar þessar staðreyndireru hafðar til hliðsjónar er sérkennilegt að ekki sé búið að ná ásættanlegu samkomulagi á vinnu- markaði. Allir ættu að geta sam- einast um að verja þennan mikla árangur og halda áfram á þessari farsælu braut. Jafnari og hærri tekjur hér á landi STAKSTEINAR Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið hefur frestað réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis Kleifabergs RE 70, tog- ara Útgerðarfélags Reykjavíkur (ÚR). Sviptingin byggist á brottkasti fisks úr Kleifabergi og gildir í tólf vikur frá 4. febrúar, samkvæmt ákvörðun Fiskistofu. „Ráðuneytið hefur frestað gildis- töku veiðileyfissviptingarinnar á meðan kæran er skoðuð,“ segir Run- ólfur Viðar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur (ÚR), en hann býst við því að ráðuneytið taki sér einn til tvo mánuði til að skoða málið. Aðspurður kveðst hann bjartýnn á að ráðuneytið endurskoði ákvörðun Fiskistofu, en ÚR hefur gagnrýnt niðurstöðu Fiskistofu harðlega. Meðal annars hefur því verið haldið fram að ákvörðunin byggist á mjög veikum lagagrunni og meint brot séu fyrnd. Þá hafi rannsókn Fiskistofu verið ófullnægjandi. Ákvörðunin er sögð jafngilda dauðadómi yfir skip- inu enda sé með henni lagður niður 52 manna vinnustaður, skipið verði af allt að milljarði tekna og óvíst sé hvort það haldi aftur til veiða. Ákvörðun Fiskistofu frestað  Réttaráhrifum veiðileyfissviptingar frestað þar til ráðuneytið tekur afstöðu Kleifaberg Fiskistofa ákvað 2. jan- úar að skipið skyldi svipt leyfi sínu. Mánaðarlaun félagsmanna í VM, Fé- lagi vélstjóra og málmtæknimanna, sem starfa í landi, eru einna hæst í orkuverum og stóriðju ef litið er á niðurstöður eftir mismunandi starfs- greinum í nýbirtri launakönnun Fé- lagsvísindastofnunar HÍ fyrir félagið, sem gerð var meðal félagsmanna. VM er meðal stærstu fag- og stéttar- félaga landsins. Meðal þess sem fram kemur er að föst laun starfsmanna í orkuverum og stóriðju, þ.e.a.s. grunnlaun auk greiðslna fyrir óunna yfirvinnu og vaktaálag, voru að með- altali 597 þúsund á mánuði sl. haust þegar könnunin var gerð. Föst laun að meðtalinni yfirvinnu voru 727 þús. kr. að jafnaði á mánuði og heildar- greiðslur á mánuði, þ.e. að með- töldum hlunnindum á borð við bif- reiðagreiðslur, voru að meðaltali 801 þús. kr. á mánuði í orkuverum og hjá stóriðjufyrirtækjum. Félagsmenn sem starfa í fiskiðnaði í landi voru með töluvert lægri laun eða 470 þús. kr. í grunnlaun á mán- uði, 632 þúsund í föst laun með yf- irvinnu og 655 þúsund kr. að með- altali í heildarlaunagreiðslur að meðtöldum hlunnindum. Félagsmenn í VM sem eru á pakkalaunum, þ.e. föstum mánaðar- legum heildarlaunum, eru með nokkru hærri meðallaun á mánuði. Hæst eru þau í stóriðju og í orkugeir- anum eða 835 þús. kr. föst laun á mánuði að jafnaði og heildargreiðsl- urnar eru 913 þúsund kr. skv. könn- uninni. Pakkalaun í fiskiðnaði í landi eru einnig til muna hærri eða 872 þús. kr. á mánuði að jafnaði. Hæst laun í stór- iðju og orkugeira  VM birtir launakönnun félagsins Nokkru færri félagsmenn í Graf- íu stéttarfélagi í prent- og miðl- unargreinum eru ósáttir með launakjör sín í könnun sem gerð var seint á seinasta ári en í sam- bærilegum könnunum á umliðn- um árum. Nú segjast rúm 40% vera frekar eða mjög sátt með launakjör sín en 18,5% eru frek- ar ósátt og 5,8% mjög ósátt. Haustið 2017 voru rúm 30% fé- lagsmanna ósátt með launin. Færri ósáttir með laun sín LAUNAKÖNNUN GRAFÍU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.