Morgunblaðið - 21.01.2019, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019
Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi
Góð
heyrn
glæðir samskipti
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða,
tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með
takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Frumvarp til laga um öryggi net- og
upplýsingakerfi mikilvægra innviða
tryggir ekki aðgengi netöryggissveit-
ar að nauðsynlegum upplýsingum
með ótvíræðum hætti þannig sveitin
geti uppfyllt hlutverk sitt samkvæmt
frumvarpinu.
Þetta kemur fram
í athugasemdum
Póst- og fjar-
skiptastofnunar
um frumvarpið.
Telur stofnunin
núgildandi lög
ekki hafa virkað
sem skyldi hvað
þetta varðar og að
með frumvarpinu
sé í raun viðhaldið
óbreyttu ástandi.
Í frumvarpinu er fjallað um upplýs-
ingaöryggi mikilvægra innviða og
meðal annars er svokallað netumdæmi
netöryggissveitarinnar útvíkkað þann-
ig það nái yfir sjö geira hér á landi,
þ.m.t. rekstraraðila bankastarfsemi,
heilbrigðisþjónustu, orku-, hita- og
vatnsveitna og stafrænna grunnvirkja.
Í athugasemdunum kemur fram að
samhliða þessu þurfi að tryggja net-
öryggissveitinni fjármagn og viðeig-
andi heimildir svo hún geti sinnt hin-
um nýju lögbundnu verkefnum.
Upplýsingagjöf ekki skylda
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að
íslenskt samfélag sé sífellt háðara
umræddum innviðum. Hann segir
lykilatriði að hægt sé að draga fram
svokallaða ógnarmynd, þannig að
strax megi koma upplýsingum á
framfæri um veikleika eða aðferðir
við netógnir sem þekkt eru hverju
sinni. Þetta geti breyst daglega, jafn-
vel nokkrum sinnum á dag.
„Margra ára reynsla hérlendis og
erlendis sýnir að ef það er þekktur
veikleiki á einum stað, þá er nánast
öruggt að það verður reynt að nota
hann annars staðar. Til að fyrir-
byggja þetta er mikilvægt að það sé
upplýst um veikleika strax þannig
það sé hægt að vara alla hina við. Það
er kjarni málsins; að búa til nægilega
góða yfirsýn yfir það sem er að gerast
af því að það er aldrei hægt að fyr-
irbyggja þannig að það gerist aldrei
neitt. Þó að einn lendi í netárás er enn
verra ef aðrir sex eða sjö lenda í henni
líka,“ segir hann.
Tryggi upplýsingar í rauntíma
Rauntímaupplýsingar úr kerfum
viðkomandi aðila eru nauðsynlegar til
að heildarmynd mótist að mati Hrafn-
kels. „Ef það gerist ekki með sæmi-
lega liðugum og sjálfvirkum hætti, þá
teljum við að það verði ekki hægt að
fá almennilega ástandsmynd af þess-
um hlutum þannig hægt sé að vara við
ógnum fyrirfram. Þá er bara hægt að
vara við eftir á,“ segir hann.
„Þetta er auðvitað ákvörðun þings-
ins, en þetta er spurning um hvort
þessir sjö geirar upplýsi okkur eftir
atvikum, eða hvort þeir leggi allir í
púkkið til að hægt sé að búa til ein-
hverja ógnarmynd. Eins og staðan er í
dag, þá er þeim þetta heimilt en ekki
skylt. Samkvæmt okkar tillögu þá
getum við mælt fyrir um að þessir að-
ilar miðli til okkar upplýsingum. Það
þarf að skoða fyrir hvern geira hvað
er eðlilegt að gera og þeir geta verið
gerólíkir,“ segir Hrafnkell og bendir á
að í orkugeiranum sé t.d. mest um iðn-
aðarstýritölvur sem ekki eru tengdar
internetinu, en í bankastarfsemi séu
kerfi í meiri mæli í tengslum við netið.
Engir samningar verið gerðir
Samkvæmt núgildandi lögum geta
netöryggissveitin og rekstraraðilar
ómissandi upplýsingainnviða gert
með sér þjónustusamning þar sem
fjallað er um samstarf, upplýsinga-
flæði o.fl., en slíkir samningar hafa
ekki verið gerðir til þessa.
„Meginástæðan fyrir því að ekki
var gengið til samninga við þessi fyr-
irtæki held ég að sé sú að menn vildu
sjá hvað kæmi út úr þessu regluverki.
Nú liggur það fyrir. Hins vegar hefur
verið lenska á Íslandi að halda þess-
um spilum þétt upp að brjóstinu. Á Ís-
landi erum við með örsmátt samfélag
og ég held að erlendis, þar sem þús-
undir aðilar eru t.d. að bankakerfun-
um, standi slíkar einingar svo vel út
úr hnefa að þær geti starfað sjálf-
stæðar að þessu leyti,“ segir Hrafn-
kell.
Ónógar upplýsingar um netógn
Nýtt frumvarp tryggir netöryggissveit ekki nægar upplýsingar Lykilatriði að móta ógnarmynd
Engir samningar verið gerðir um upplýsingaflæði Netárásir og nýjar aðferðir jafnvel oft á dag
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Raforka Undir svokallað netumdæmi netöryggissveitar munu samkvæmt frumvarpinu falla rekstraraðilar nauð-
synlegrar þjónustu hér á landi, t.d. á sviði bankastarfsemi, flutninga, orkuveitu og heilbrigðisþjónustu.
Hrafnkell V.
Gíslason