Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 15
Ljósmynd/Flightradar24.com Ferill Hér má sjá feril flugs þotu Cargo- lux frá flugtaki uns hún lenti aftur. Flugmenn þotu Cargolux sendu út neyðarkall og sneru aftur til flug- vallarins í Kuala Lumpur í Malasíu eftir að eldur kviknaði og reyk lagði inn í stjórnklefann. Atvikið átti sér stað síðastliðinn miðvikudag, 16. janúar. Hafði flug- vélin aðeins flogið í nokkrar mín- útur er flugmennirnir fundu fyrir reyknum og óskuðu eftir að snúa tafarlaust aftur til lendingar. Að sögn Cargolux lenti þotan heilu og höldnu og áhöfnin yfirgaf flugvélina án skakkafalla. „Flug- vallarslökkviliðið hafði mikinn við- búnað og var flugbrautinni lokað fyrir annarri umferð um stundar- sakir. Hún var opnuð að nýju skömmu eftir að flugvélin var kom- in aftur á stæði,“ sagði í Cargolux. Þotan var af gerðinni 747-8F (LX- VCJ) og á leið frá Kuala Lumpur til Zhengzhou í Kína. agas@mbl.is MALASÍA Eldur kom upp í þotu Cargolux FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct.15 Verð 325.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 355.000,- Donald Trump Bandaríkjaforseti reiddist demókrötum í gær fyrir að hafna nýjustu til- lögum hans til lausnar deilunni vegna lokunar ríkisstofnana. Hefur þriðjungur stofnana alrík- isins verið lokaður í mánuð vegna ágreiningsins um fjármögnun veggjarbyggingar á landamær- um Bandaríkjanna og Mexíkó. Hefur það haft þau áhrif að rúmlega 800 þúsund opinberir starfsmenn hafa verið launalausir. Sér í lagi kastaði Trump kaldri kveðju á Twitter á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins, eftir að hún hafnaði sáttaboði forset- ans sem hann lagði fram í fyrrakvöld vegna deilu hans og meirihluta þingsins vegna fjár- lagafrumvarps stjórnarinnar. Ráða demókratar ríkjum í þinginu. Deilt er um fjárveitingu upp á 5,7 milljarða dollara til að klára að byggja vegg á landamær- um Bandaríkjanna og Mexíkó. Veggurinn var eitt af helstu kosningaloforðum Trumps. Hann hefur neitað að skrifa undir ný fjárlög þar sem þingið hefur ekki fallist á fjárveitingu til veggj- arins. „Nancy Pelosi hefur hagað sér óskynsamlega og er orðin svo vinstrisinnuð að hún er orðin róttækur demókrati,“ sagði Trump í færslunni á Twitter. Jós hann úr skálum reiðar sinnar og sagði Pelosi í leiðinni að hreinsa upp götur San Francisco þar sem þær væru ógeðslegar, en Pelosi er þaðan. Í sáttaboði Trumps fólst að hann myndi framlengja til þriggja ára heimild fyrir innflytj- endur sem falla undir svonefnt DACA-úrræði, en með því fá ungir innflytjendur leyfi til að dvelja í Bandaríkjunum á ákveðnum forsend- um. Þeir sem hafa notið góðs af úrræðinu eru gjarnan kallaðir Dreamers. Trump hefur hing- að til verið mjög mótfallinn þessu úrræði. Auk þess fólst í boðinu að framlengja lands- vistarleyfi fyrir fólk sem kemur frá stríðs- hrjáðum löndum eða löndum þar sem nátt- úruhamfarir hafa átt sér stað. Kallast það úrræði TPS. Samtals falla um 700 þúsund manns undir DACA-úrræðið og 300 þúsund undir TPS-úrræðið. Pelosi fékk ávæning af boði Trumps og sagði tilboð hans óaðgengilegt áður en hann hafði birt það. Líktu demókratar tillögunum við „gíslatöku“. Væru þær og ekkert annað en samsafn tillagna sem áður hafði verið hafnað og endurspegluðu í heild ekki heiðarlegan vilja til að tryggja stöðugleika í lífi fólks. Öldungadeildarþingmaðurinn Chuck Schu- mer sagði að Trump hefði áður upp á sitt ein- dæmi fellt niður Dreamer og TPS-verndina og sagði þær komnar aftur upp á borðið „ekki sem málamiðlun, heldur sem gíslataka“. Sögðust demókratar ekki myndu semja við ríkisstjórn- ina fyrr en opinberar stofnanir hefðu verið opn- aðar aftur, en sérfræðingar telja að enn geti orðið talsverð bið á því. Skoðanakannanir að undanförnu þykja benda til að bandarískir kjósendur kenni frekar Trump um lokanirnar en demókrötum. agas@mbl.is  Þriðjungur stofnana alríkisins hefur nú verið lokaður í mánuð vegna ágreinings- ins um fjármögnun veggjarbyggingarinnar á landamærunum við Mexíkó AFP Deila Donald Trump og Nancy Pelosi takast á. Trump gremst synjun demókrata Karlmaður hefur verið kærður fyr- ir að fljúga dróna nærri Heathrow- flugvellinum við London á aðfanga- dag. Maðurinn, George Rusu, flaug drónanum á opnu svæði skammt frá flugbrautum. Aðeins þremur dög- um áður varð mikil röskun á flugi til Gatwick vegna drónaflugs. Bitn- aði það á ferðum rúmlega eitt þús- und flugvéla um völlinn og kom við kaunin á um 140.000 farþegum. Rusu, sem er 38 ára, hefur verið kærður fyrir að fljúga „lítilli ómannaðri flugvél án heimildar frá flugumferðarstjórn. agas@mbl.is BRETLAND Kærður fyrir dróna- flug við flugvöllinn Tveir menn biðu bana og 20 slösuðust, þar af fjórir lífshættulega, í miklum eldsvoða í skíða- bænum Courchevel í frönsku Ölpunum í gær- morgun. Um 60 manns var bjargað út úr brenn- andi þriggja hæða gistihúsi. Íbúar hússins voru sofandi er eldurinn braust út skömmu fyrir dögun í húsi sem hýst hefur far- andverkamenn sem starfað hafa yfir veturinn á skíðasvæðinu í Courchevel. Meðal þeirra var fjöldi útlendinga. Þrír hinna alvarlega slösuðu voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús í Albertville. Tilkynnt var um eldsvoðann klukkan 4:30 að morgni og dreif strax 70 slökkviliðsmenn á vettvang. Niðurlögum bálsins var ráðið um fjórum stundum seinna, klukkan 8:30. Margir hinna slösuðu munu hafa meiðst er þeir stukku út um glugga á brennandi byggingunni. Lík hinna látnu fundust í rústum hússins eftir að eldar höfðu verið slökktir. Ekki höfðu kennsl verið borin á þau. Orsakir eldsvoðans höfðu sömuleiðis ekki verið leiddar í ljós í gær. agas@mbl.is AFP Bruni Slökkviliðs- og lögreglumenn að störfum við húsið sem brann í Courchevel í frönsku Ölpunum. Biðu bana á skíða- hóteli í Courchevel Franskar öryggissveitir hnepptu um 300 manns í varðhald sem efnt höfðu til spellvirkja eða veitt lögreglu mót- stöðu á tíundu laugardagsmótmælum gulvestunga í röð. „Þetta er vissulega há tala en hún endurspeglar ofbeldið af hálfu tiltek- ins hóps einstaklinga meðan á mót- mælunum stóð,“ sagði Laurent Nu- nez, aðstoðarinnanríkisráðherra í París, við sjónvarpsstöðina BFMTV. Ráðuneytið sagði í gær að 84.000 manns hefðu tekið þátt í mótmælun- um um land allt, þar af 7.000 í París. Er það sami heildarfjöldi og í vikunni áður en þúsundinu færra í París. Þótt þjóðarsamtalið sem Emmanu- el Macron forseti boðaði til er hann reyndi að lækka öldur óánægju og koma til móts við gulvestunga hafi farið brösuglega af stað hefur forset- inn notið góðs af tillögum sínum auk þess sem hann hefur verið meira áberandi síðustu daga og átt áður óþekkt samskipti við þjóðina. Þannig mælast vinsældir Macrons nú á uppleið aftur, eða um fjögur pró- sentustig 27%, samkvæmt skoðana- könnun sem birt var í blaðinu Journal de Dimanche í gær. Sögðust 5% þeirra „afar ánægð“ með forsetann, Áfram eru þó 72% Frakka óánægð með Macron, þar af 40% afar óánægð og 32% frekar óánægð. Stuðningur við forsætisráðherrann Edouard Philippe jókst um eitt prósent í 30%. Konur meðal gulvestunga hafa efnt til sérstakra mótmæla á sunnudögum í janúar til að vekja athygli á þátttöku kvenna sem krafist hafa félagslegra aðgerða af hálfu ríkisstjórnarinnar. Í þeim fyrstu tóku þátt um 10.000 kon- ur en í gær voru þær aðeins taldar vera nokkur hundruð, þar af 150 í París, sem söfnuðust saman í grennd við Sigurbogann og gengu síðan að Bastillutorginu. Á gulum vestum þeirra var áletrunin „Reiðar mömmur“ algeng. agas@mbl.is 300 handteknir við mótmælin  84 þúsund sagðir hafa tekið þátt AFP París Reiðar mömmur meðal mót- mælenda í hreyfingu gulvestunga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.