Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019 Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Lang- vinsælastur hollusta í hverjum bita Góðar minningar koma gjarnan upp í hugann í aðdraganda jóla og þorra sem oft- ar varðandi hið stór- brotna svæði um- hverfis Þingvallavatn og hið merka og mik- ilvæga mannlíf við vatnið fyrr og nú. Þingvallavatn lagði gjarnan um og eftir áramót og ísa leysti oftast ekki fyrr en í lok apríl eða maí og var veiði- von talin góð að vori og sumri ef vatnið var lengi á ís. Hin síðari ár hefur vatnið ekki lagt traustum ís, ástæðan hnattræn hlýnun, að sögn vatnasérfræðinga. Ísbrestir sem heyrðust þarna gjarnan á vetrum á kyrrum vetrar- kvöldum svo buldi í fjallasal Þing- valla- og Grafningsfjalla heyrast ekki lengur. Síðast þegar vatnið lagið þykkum ís varð hann víða að þunnu ísskæni á skömmum tíma, eitthvað sem heimamenn höfðu ekki séð gerast áður við vatnið um miðjan vetur sem og ýmsar aðrar breytingar síð- ar varðandi ísinn. Í nefnt skipti nefndi þekktur flugmaður í gamni að jafnvel væri hægt að lenda breiðþotu á ísnum þar sem vatnið er hvað dýpst, ís- breiða sem síðan var orðin að stórri vök og það í frosti nokkrum dögum síðar. Fyrrum var iðulega farið á skaut- um um ísilagt vatnið í leik og til að heimsækja nágranna og síðan var skautað heim að kvöldi í birtu him- intunglanna og margbreytilegra norðurljósa sem iðuðu um himin- hvolfið. Einnig var ekið eftir ísnum eftir afmörkuðum leiðum af staðkunn- ugum heimamönnum. Hættulegar vakir og sprungur gátu þó verið í ísbreiðunni og stundum var komið að grængolandi opi þar sem ísrastir höfðu skarast vegna þenslu og misgengi á ísnum. Þetta gátu því verið hættulegar ferðir og því þurfti að hafa mikla aðgát í þeim. Vegna mikilla snjóalaga á Hellis- heiði veturinn 1936 þ.e. frá því í mars og fram í apríl var ísinn á Þingvallavatni notaður sem þjóð- braut í sex vikur vegna vöruflutn- inga frá MF Selfossi til Reykjavík- ur. Ekið var upp Grímsnes og síðan eftir afmarkaðri ísleið frá Kaldár- höfða að Heiðarbæ og þaðan yfir Mosfellsheiði sem var sæmilega greiðfær eftir nýuppbyggðum vegi, en Almannagjá var ófær með öllu. Samhliða var mjólk frá MF flutt til Reykjavíkur yfir Hellisheiði á sleðum sem snjóbílar drógu. Mjólk- in var flutt á vörubílum að Kömb- um og þaðan með snjóbílum að Sandskeiði þar sem aðrir tóku við mjólkinni og fluttu til Reykjavíkur. Á sama tíma var tveggja hæða hús dregið á ís með tveimur vöru- bílum yfir vatnið þ.e. frá Mjóanesi að Heiðarbæjarlandi. Slíkir flutn- ingar á ís kæmu ekki til greina þarna í dag né nefndar ferðir. Ýmsar aðrar hættur geta skapast á Þingvallavatni með skömmum fyrirvara, t.d. komust bændur oft í hann krappan við murtuveið- ar á haustin þegar mik- ið kapp var lagt á að ná netunum upp áður en murtan dræpist í þeim. Tveir menn fórust við murtuveiðar í Hagavík haustið 1919, þeir voru á seglum stutt frá landi þegar bátnum hvolfdi. Vatnið er jökulkalt þrátt fyrir nefnda hlýnun og fljótt að breytast úr lygnu í krappa öldu og einnig eru ýmsar hættur með bökkum þess og víðar. Bændur á svæðinu veiddu gjarn- ar fyrrum nýmeti til heimilisbrúks í net niðrum ís og þá helst bleikju, en fyrr á öldum urriða á svokallaðan hoppung. Þingvallaprestur séra, Jóhann Hannesson lagði eitt sinn netstúf niðrum ís og fékk stórurriða í netið. Stækka varð vökina til að ná fisk- inum upp og þegar prestsfrúin vigt- aði fiskinn vó hann 36-37 pund. Stærri urriði hafði þó veiðst í Þingvallavatni þ.e. við Arnarfelli skömmu eftir aldamótin 1900 sem var mun stærri en stærstu laxar sem þá höfðu veiðst í Soginu og víð- ar, sennilega vel yfir 40 pund. Þekktir laxveiðibændur gerðu sér langa ferð að Arnarfelli til að berja fiskinn augum og þótti mikið til koma. Veiðifrændurnir orðvöru, Axel Jónsson frá Nesjavöllum og stór- skáldið Ólafur Jóhann, fengu eitt sinn ofururriða á stöng í Þingvalla- vatni sem slapp af agninu eftir langa viðureign úti á bládýpi vatns- ins. Þeir minntust oft þessarar við- ureignar í vöku og draumi, en voru þó fyrir vanir að handfjatla stóru- rriða við vatnið og stórlaxa í Sog- inu, en þennan fisk sögðu þeir hafa verið mun stærri. Útilegukellurnar sem voru forð- um á Þingvallasvæðinu hafa hugs- anlega notað ísinn til veiða. Sagt er að sést hafi til þeirra á vetrum við vakir á vatninu og þær haft hátt í rökkrinu ef fiskur húkkaðist á hoppunginn. Einnig kom fyrir að þær fóru í net bænda og skildu illa við báta í vör, jafnvel þannig að skaði hlaust af. Hugsanlega hafa þær komið um borð í ævaforna bát- inn sem fannst neðansjávar í Vatns- vikinu í haust? Kringum 1819 og 1920 komu vinnukonur á Nesjavallabæ að úti- legukarli í fjósinu sem dvaldi um tíma í Nesjahrauni, þar áður í Þing- vallahrauni. Þegar þær sóttu að kalli með mjólkurskjólunum forðaði hann sér með miklum bægslagangi og hávaða út úr fjósinu og hvarf á brott í átt til Dyrfjalla og fór hratt yfir. Sagt er að hin víðfræga refa- skytta á Nesjavöllum, Grímur Þor- leifsson hafi eftir þennan atburð á síðkvöldum í skammdeginu gjarnan sett eitt og eitt kröftugt púðurskot upp í loftið úr framhlaðningi sínum sem var hávær mjög, til að stugga við hugsanlegum útilegumönnum af svæðinu, en bærinn var þá við hraunjaðarinn nyrst á völlunum. Ekki bar á útilegufólki á Þingvalla- svæðinu svo vitað sé eftir 1820. Eftir Ómar G. Jónsson Ómar G. Jónsson » Ísbrestir sem heyrð- ust þarna gjarnan á vetrum á kyrrum vetr- arkvöldum svo buldi í fjallasal Þingvalla- og Grafningsfjalla heyrast ekki lengur. Höfundur fulltrúi. Ísinn á Þingvalla- vatni og atburðir honum tengdir Fasteignir Við uppsetningu þessa pistil sl. laugardag var stöðumyndum víxlað þannig að textinn passaði ekki við þær. Er pistillinn því birtur aftur og beðist er velvirðingar á mistökunum. Sigurbjörn Björnsson er efst-ur með fullt hús vinningaeftir fjórar umferðir á Skák-þingi Reykjavíkur. Hann vann Lenku Ptacnikovu sl. mið- vikudagskvöld. Í 2.-5. sæti koma Hjörvar Steinn Grétarsson, Jóhann Ingvason, Davíð Kjartansson og Vignir Vatnar Stefánsson, allir með 3½ vinning. Í annarri umferð MótX-mótsins í Stúkunni bar helst til tíðinda að Guð- mundur Kjartansson vann Jóhann Hjartarson og er efstur ásamt Hjörv- ari Steini Grétarssyni og Jóni L. Árnasyni. Þeir eru með tvo vinninga. Hjörvar og Jón L. tefla saman í 3. umferð og Guðmundur mætir Braga Þorfinnssyni. Jóhanni Hjartarsyni hefur gengið illa í viðureignum sínum við Guð- mund Kjarrtansson undanfarið en í skákum þeirra fer oft af stað sama at- burðarásin, þ.e.a.s. Guðmundur situr í viðsjárverðri stöðu í miðtafli en tekst einhverveginn að klóra sig fram úr erfðleikunum. Dæmi um þetta kom fram á þriðjudagskvöldið: Jóhann – Guðmundur Hvítur er skiptamun og peði yfir en þyrfti að bæta kóngsstöðu sína. Lítill tími var aflögu en vinningsleiðin sem „vélarnar“ bentu á er: 34. Kf1! b4 35. Ba1! Rxa5 36. Db2! f6 37. Be6+ – og síðan – Kg2 og vinnur. En Jóhann lék ... 34. Bf1? b4 35. Bb2 Hann varð að reyna 35. Bxg7 Kxg7 36. Dg5+ Dxg5 37. hxg5 þó svartur eigi betri færi eftir 37. ... Rxa5. 35. ... Re5! Ótrúlegt en satt, svarta staðan er unnin! 36. Bxe5 dxe5 37. Db4 Dxg3+ 38. Kd1 Dxf3+ 39. Kd2 Be3+ – og hvítur gafst upp. 20 jafntefli – 20 sigrar Jafnteflisdauðinn virtist hafa hel- tekið Magnús Carlsen í kappskákum hans með venjulegum umhugsunar- tíma. Í 4. umferð stórmótsins í Wijk aan Zee gerði hann sitt fjórða jafn- tefli þegar hann tefldi við Vladimir Kramnik sl. þriðjudag og jafnaði þá met Hollendingsins Giri sem fyrir einhverjum misserum síðan gerði 20 jafntefli í röð. Þess metjöfnun Magn- úsar er rakin til síðustu fjögurra jafntefla á EM taflfélaga í Porto Car- ras sl. haust, 12 jafntefla í heims- meistaraeinvíginu í London, að við- bættum þessum skákum í „Víkinni“. Gamlir aðdáendur Bobby Fischer gátu rifjað upp annað met – 20 sigur- skákir í röð! Á tíu mánaða tímabili 1970 –́71 vann Bobby sjö sinnum á lokaspretti millisvæðamótsins í Palma á Mallorca og þar á eftir 13 skákir í röð í einvígjunum við Tai- manov, Larsen og Petrosjan. En Magnús lauk runu jafntefla með því að sigra heimamanninn Jor- den Van Foreest í fimmtu umferð og er ½ vinningi á eftir Liren Ding og Jan Nepomniachtchi þegar átta um- ferðir eru eftir: Wijk aan Zee 2019; 5. umferð: Jorden Van Foreest – Magnús Carlsen Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Rd5 Rxd5 8. exd5 Re7 9. c4 Rg6 10. Da4 Bd7 11. Db4 Db8 12. h4 h5 13. Be3 a6 14. Rc3 f5 Hann lék 14. ... a5 í at-skák nr. 2 gegn Caruana – og vann! 15. O-O-O Be7 16. g3 O-O 17. Be2 e4 18. Bd4? Hann hefði átt að taka peðið, 18. bxh5 Re5 19. Be2 b5 gefur svartur vissulega bætur en hugsanlega ekki nægjanlegar. 18. ... Bf6 19. Bxf6 Hxf6 20. Db6 Re5 21. Kb1 Be8 22. Hd2 Rd7 23. Dd4 Dc7 24. Rd1 Re5 25. Re3 f4 26. gxf4 Hxf4 27. Hg1 Bg6! Eftir þennan leik teflir svarta stað- an sig sjálf. Hvítur getur ekki varið peðin á f2 og h4. 28. Ka1 Haf8 29. c5 Hxf2 30. Dc3 Dxc5 31. Dxc5 dxc5 32. d6 Kh7 33. d7 Rf3 – og hvítur gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Pálmi Pétursson Kóngspeðið komið af stað Jón L. Árnason og Kristján Eðvarðsson við taflið í Stúkunni á Kópavogsvelli. Situr í viðsjárverðri stöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.