Morgunblaðið - 21.01.2019, Side 19

Morgunblaðið - 21.01.2019, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019 „Veistu það, Ásta! að ástar þig elur nú sólin?“ Þetta var fyrsta kveðja tengdaföður míns til undirritaðrar er ég kom til þeirra heiðurshjóna til kvöld- verðar og kynningar fyrir nokkr- um árum, eftir að ég og yngsti sonur þeirra, Guðmundur Jens, rugluðum saman reytum. Vitnaði hann þar í ljóðlínur úr kvæði Jón- asar Hallgrímssonar, Ásta, sem átti vel við. Og þetta var alls ekki í fyrsta og eina sinn sem hann fór með ljóð eða heilu ljóðabálkana fyrir mig. Hvílíkt minni! Og ég hreifst svo sannarlega með. Ekki það að ég kynni öll bestu ljóð þjóðarinnar aftur á bak og áfram eins og þessi öðlingsmaður, held- ur hreifst ég af gáfum hans og þeirri góðmennsku sem hann svo sannarlega sýndi mér frá okkar fyrstu kynnum. Hann var óspar á að slá mér gullhamra eins og sönnum sjentilmanni hæfði og það þótti mér ofurvænt um. Hjá þeim góðu hjónum átti ég margar góðar og ljúfar stundir, hvort sem var við eldshúsborðið á Þorragötunni, í matarboðum eða í sveitasælunni á Seljum á Bjarni Bragi Jónsson ✝ Bjarni BragiJónsson fædd- ist 8. júlí 1928. Hann lést 1. júlí 2018. Útför Bjarna fór fram 13. júlí 2018. Mýrum. Þau tóku mér svo innilega vel að á stundum fannst mér þau koma mér nánast í foreldra stað, en ég hafði misst mína fyrir aldur fram. Þótt kynni okkar hafi ekki spannað marga áratugina fannst mér alltaf eins og ég hefði þekkt þau alla ævi. Það var og er notaleg tilfinn- ing. Bjarni Bragi var fræðimaður og fagurkeri. Hann var náttúru- barn, söngmaður góður, hnytt- inn, orðheppinn með eindæmum og fróðleiksmaður í fyllstu merk- ingu þess orðs. Hann var fylginn sér, maður orða sinna og sagði sínar skoðanir á mönnum og mál- efnum hispurslaust. Það átti vel við mig. Ættfræði átti hug hans allan eftir að hann lét af störfum sem farsæll hagfræðingur og aðstoð- arbankastjóri Seðlabankans fyr- ir aldurs sakir. Hann rakti ættir mínar á fyrsta hálftíma okkar kynna og þegar hann sá að við tengdumst merkum höfðingjum þessa lands var ég þar með tekin í sátt. Það var gaman að fylgjast með honum grúska í ættum, vinna að endurminningum sín- um, sem sannarlega var mér mikill og góður fróðleikur um líf hans allt og fjölskyldu. Ófáar sögurnar voru sagðar um horfna tíma og þreyttist maður sjaldan á að heyra þær, þó svo að þær væru gjarnan margendurteknar. Hann hafði gaman af að hafa sig í frammi og þótt sumum þætti oft á tíðum nóg um, þá elskaði ég þessa eiginleika hans. Mér fannst hann skemmtilegur kar- akter og enn og aftur hreifst ég með. Sjaldan minnist maður á Bjarna Braga án þess að nefna rósina hans, hana Rósu, í sömu andrá, hana sem var hans hald- reipi fram á síðasta dag. Sam- band þeirra var fallegt og ein- lægt og ég gleymi aldrei meðan ég lifi þeirra síðustu kveðju- stund. Ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa getað aðstoðað tengdamóður mína Rósu síðustu mánuði er veikindi Bjarna tóku þá stefnu að hann gat ekki lengur notið sín heima við. Hann eyddi síðustu tveimur mánuðunum á hjúkrunarheimilinu Grund og verður seint þakkað það hlýja viðmót og umhyggja sem starfs- fólkið þar sýndi honum og okkur, oft við erfiðar aðstæður. Bjarni Bragi var fyrst og síð- ast góður drengur og er það svo um suma menn sem maður kynn- ist á lífsleiðinni að þeir eru öðrum fremri og gleymast seint. Þannig er það með ástkæran tengdaföð- ur minn Bjarna Braga Jónsson sem ég kveð með miklum söknuði og þakklæti í hvívetna. Takk fyrir mig og veistu Bjarni Bragi að sannarlega ástar mig elur nú sólin. Og þú átt nú stóran þátt í því! Ég sé glettið bros þitt fyrir mér núna og þannig minnist ég þín ævinlega. Þín tengdadóttir, Ásta Hrönn. ✝ Kristín JónaGuðlaugsdóttir fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1937. Hún lést á Landa- koti hinn 7. desem- ber 2018. Foreldrar hennar voru þau Guðlaugur Júlíus Þorsteinsson, stýrimaður og síðar fisksali, f. 27. júlí 1909 í Reykjavík, d. 9. september 1974, og Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. júní 1911 á Bala í Gnúpverjahreppi, d. 28. október 2014. Kristín Jóna giftist Kristjáni Karli Pálssyni prentara hinn 27. nóvember 1954. Hann lést 4. nóv- ember 2012. 2014, eftirlifandi maki Sigríður Rósa Víðisdóttir f. 14. júní 1961. Börn Hjörtur, f. 31. janúar 1988, Kristján Karl, f. 29. júlí 1991, Hanna Kristín, f 10. ágúst 1997, Petra Ósk, f. 8. apríl 2000. Barna- börnin eru 17. Kristín lærði sjúkraliðann og starfaði á Landakotsspítalanum þegar hann var rekinn af St. Jós- efs-nunnureglunni til margra ára. Fór síðan í einkaritaraskól- ann og vann eftir það hjá Hús- næðisnefnd Reykjavíkurborgar sem launagjaldkeri. Kristín átti sæti í aðalstjórn Víkings sem gjaldkeri í nokkur ár. Hún fylgd- ist alla tíð mikið með íþróttum, bæði fótbolta og handbolta. Kristín hafði mikinn áhuga á bridge og spilaði það til margra ára og allt fram á síðustu mánuði lífs síns. Hennar aðaláhugamál var að fylgjast með íþróttum og þá sérstaklega enska boltanum og átti þar uppáhaldslið, sem var Chelsea FC. Útför fór fram í kyrrþey. Börn þeirra: 1) Gunnar Örn, f. 18. janúar 1955, maki Birna Hafnfjörð Rafnsdóttir, f. 23. júní 1954. Börn Kristján Rafn, f. 19. júní 1976, Auðunn Örn, f. 26. ágúst 1977, Andri Björn, f. 26. september 1982, og Tinna Björk, f. 29. apríl 1994. 2) Hafþór, f. 4. október 1956, sam- býliskona Sólveig Björk Jakobs- dóttir, f. 9. maí 1950. Börn Linda Björk, f. 17. september 1975, Pét- ur Þór, f. 15. júlí 1977, Ingi Karl, f. 17. október 1982, Hafþór Gísli, f. 25. ágúst 1988. 3) Steinar, f. 18. september 1960, d. 24. september Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í stað, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (TG) Mágkona mín, hún Systa eins og hún var alltaf kölluð, var glæsileg kona og fylgin sér. Hún hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum svo umræður gátu orðið dálítið snarpar og líflegar. Það var engin lognmolla í kring- um hana. Við áttum samleið frá 1956, jafnöldrur og náðum vel saman. Hún og Kristján bróðir minn reyndust mér með afbrigð- um vel. Þau veittu mér ómetan- legan stuðning þegar þau gættu sonar míns þegar hann var á fyrsta ári og ég var að vinna og síðar er ég fór utan til náms. Systa lét aldrei bilbug á sér finna þó erfiðleikar steðjuðu að. Henni var mikið í mun að láta sem minnst á þeim bera. Sem móðir var hún vakandi yfir vel- ferð barna sinna og síðar barna- barna sem hún var alltaf reiðubú- in til að gæta og gaf óspart af sér til þeirra sem hún unni. Eftir að Kristján bróðir lést flutti hún frá Dísarborgum í íbúð Eirar í Fróðengi. Þar var hún svo heppin að fá alveg einstaklega skemmtilega og bjarta íbúð. Skömmu áður en hún flutti lést yngsti sonur hennar, Steinar, sem var henni mikið áfall en hann hafði átt í langvarandi veikind- um. Stuttu seinna létust systir hennar, bróðir og móðir. Flutn- ingarnir dreifðu huganum þó oft væri erfitt að sætta sig við líðandi stund. Margar minningar um samskipti okkar koma upp í mín- um huga. Oftast góðar og skemmtilegar en þar sem við er- um báðar skapmiklar lenti okkur stundum saman í ágreiningi um menn og málefni. Sjálfstæðis- flokkurinn var hennar flokkur og ef ég gagnrýndi sjálfstæðismann eða gjörðir þeirra var eins og ég ýtti á hnapp og hún fór strax í vörn fyrir sinn flokk. Með fráfalli hennar hafa sjálfstæðismenn misst eitt öruggt atkvæði. Einu sinni fór ég og börnin mín ásamt foreldrum mínum í laxveiði með þeim hjónum í Langá og var það afar skemmtileg þriggja daga veiðiferð. Skömmu síðar fórum við mágkonurnar tvær saman með þrjú börn einn dag í veiði í Leirvogsá. Við komum í veiðihús- ið að kvöldlagi og vorum tilbúnar að fara út kl. sjö að morgni. Þá birtast tveir aðrir veiðimenn, sem einnig áttu veiðileyfi. Þeir horfðu undrandi á okkur, tvær konur með börn í veiði. Þetta var ekki algeng sjón fyrir 50 árum. Krist- ján bróðir kom svo morguninn eftir í áframhaldandi veiði og það fyrsta sem mennirnir sögðu við hann hneykslaðir á svipinn: „Í gær voru hérna tvær konur, aleinar með þrjú börn, og þær fengu lax en við engan!“ Systa hefur sl. 15 ár átt við mikil veik- indi að stríða svo hvíldin var henni kærkomin. Við töluðum oft um dauðann og þegar heilsan er farin er hann blessun. Víst sakna ég hennar en um leið samgleðst ég henni að vera laus við þján- ingar. Ég votta sonum, tengda- dætrum og barnabörnum samúð mína og ég veit að hennar er sárt saknað. Máltækið segir: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Blessuð sé minning henn- ar. Hafðu þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Þú munt ekki gleymast, þú lifir í minningunni. Hvíl í friði. Þórunn Sigurborg Pálsdóttir Kristín Jóna Guðlaugsdóttir Það fer ekki fram hjá neinum að mikil undir- alda er meðal launamanna varðandi laun þeirra og að mik- il óvissa er í tengslum við komandi kjara- samninga, kjara- samninga sem kunna að hleypa mikilli launaskriðu af stað. Þetta hefur legið algerlega ljóst fyrir um langan tíma og það hefur valdið mér undrun að meginhluta ný- liðins árs virtist sem ríkis- stjórn landsins gerði sér litla sem enga grein fyrir ástandinu. Undanfarin misseri höf- um við Íslendingar búið við mikla fjármálaveltu, og að því er virðist við allgóð lífs- kjör, þótt þeim sé nokkuð misskipt. „Allgóð lífskjör,“ hvers vegna segi ég það? Ég byggi það m.a. á því að ég veit um fólk sem er að greiða niður sínar skuldir, kaupir sér nýja bíla, endur- bætir húseign sína, stundar utanlandsferðir og hljóta allir að samgleðjast slíku fólki. En afkomunni er mis- skipt og kvartað hefur verið undan lélegum örorkubótum og lágum atvinnuleysis- bótum. Líklega er sú kvört- un réttmæt en þó eru til ör- yrkjar sem geta brugðið sér á vínveitingahús og fólk sem a.m.k. var á atvinnu- leysisbótum sást varla öðru vísi en reykjandi eða akandi á bíl sínum, í stað þess að nota „tvo jafnfljóta“ stuttar vegalengdir. Fyrst hinn almenni mað- ur hefur það allbærilegt má vissulega spyrja hvers vegna eru meiri kaupkröfur í gangi en verið hafa um langan tíma og hvers vegna hafa hinir nýju verkalýðs- forkólfar öflugt bakland? Meginástæðurnar held ég að séu þrjár og skulu þær nú tilgreindar: 1. Flest venjulegt fólk stefnir að því að eignast eigið húsnæði. Sumt í kring- um það eignaferli er miklu kostnaðarsamara en þyrfti að vera og leiðir það til þess að það er hópurinn sem virkilega þyrfti hærri laun. Til eru leiðir til að gjör- breyta því kerfi og á ég þar ekki við breytingar á banka- vöxtum. 2. Fyrir tæpum tíu árum skall bankahrunið yfir á Ís- landi. Persónulega þekki ég ýmsa sem þá töpuðu margra ára sparnaði, sem ætlaður hafði verið ýmist til sérverk- efna, eða sem sjóður til efri ára. Einn maður öskraði og gargaði út í loftið þar til kona hans náði loks að róa hann nið- ur. Annar hætti að kjósa flokk- inn sinn sem hann hafði nánast fæðst inn í og hafði best treyst fyrir fjármálum þjóðarinnar. Þriðju hjónin urðu að losa hluta fjármuna sinna úr banka vegna við- gerða á húsnæði sínu og þá ráðlagði starfsmaður bank- ans þeim eindregið að taka út peninga af venjulegum bankareikningi en hreyfa alls ekki við því sem var inni á „sjóðum“ í bankanum. Þetta ver gert og töpuðu hjónin öllu sem í sjóðunum var. Allt þetta fólk hafði viljað stöðugleika og kyrrð í þjóðfélaginu, en biturleikinn og gremjan út í ráðandi öfl varð slík að a.m.k. sum þeirra glöddust síðla hausts þegar fréttist að eldar log- uðu á Austurvelli. Nú er nær áratugur lið- inn og margir kynnu að ætla að þessir atburðir væru gleymdir og hefðu því ekki áhrif á viðhorf til átakamála líðandi stundar. Nei, sumir gleyma engu og fyrirgefa aldrei neitt. Þessir atburðir höfðu svo sterk og mótandi áhrif á marga að þeir hafa síðan engan hlý- hug borið til alþingismanna eða ríkisstjórna, hvernig svo sem þær hafa verið samsettar. Það styður þessi viðhorf manna að vegna hrunsins og aðdraganda þess hafa stjórnmálamenn ekki verið dregnir til þeirr- ar ábyrgðar sem skyldi. Bankastjórarnir (með lög- fræðingastóð í kringum sig) sem létu starfsfólk sitt veita viðskiptamönnum fé- flettandi ráðleggingar virð- ast litla dóma hafa fengið. Það er eins og enginn eigi að bera ábyrgð á neinu. Sama má segja um þá sem „stálu“ sjóði Samvinnu- trygginga, í stað þess að greiða það mér og öðrum eigendum hverjum fyrir sig. Verk allra þessara manna virðast vera verk glæpa- manna og þjófa. 3. Meginástæðan nú fyrir réttlátri reiði hins almenna manns í aðdraganda kom- andi kjarasamninga er úr- skurður Kjaradóms fyrir um ári. Tölurnar hef ég ekki nú fyrir framan mig en einhver sagði að launa- hækkanir æðstu embættis- manna væru í engu sam- ræmi við lægst launaða fólkið. Í samræmi við þenn- an úrskurð hafa laun alþing- ismanna og ráðherra verið uppfærð. (Hvað hefur fólkið að gera með alla þessa pen- inga?). Þetta hefur sært réttlætiskennd fólks og það er eðlilegt að margir venju- legir launamenn hugsi og segi, „annars vegar eru það þau í yfirlaunaelítunni og hins vegar erum það við“. Margir stórglöggir menn telja að það sem Katrín for- sætisráðherra og ríkisstjórn hennar eigi nú að gera sem lið í lausn kjaradeilnanna sé að afnema þennan ársgamla úrskurð Kjaradóms og aðr- ar þær launahækkanir sem hafa fylgt í kjölfarið. Ég var undrandi á að þetta var ekki gert fyrir ári. Þetta mun ríkisstjórnin hins veg- ar ekki gera því ráðherrum og alþingismönnum þykir og vænt um laun sín og aðra launatengda hagsmuni, sem eru ekki í neinu sam- ræmi við kaup og kjör venjulegs fólks. Þetta ætti ríkisstjórnin nú að gera og það nú strax með bráða- birgðalögum. Þau lög kæmu síðar til meðferðar Alþingis, löggjafarþingsins sem rétt- ara væri að nefna „kjafta- þing“, m.v. hvernig sumir alþingismenn töluðu þar rétt fyrir jólin. Þá kæmi líka í ljós að afstaða sumra flokka í stjórnarandstöðunni er önnur en ætla mætti. Laun æðstu embættismanna þjóðarinnar ættu að ákvarð- ast út frá lágmarkslaunum verkafólks og að hámarki ekki að vera hærri en þau þreföld. Það verður aldrei friður til frambúðar á íslenskum vinnumarkaði, á meðan hróplegt launamisrétti er í gangi. Ef stjórnmálamenn sjá þetta ekki, þá hafa þeir ekki pólitískt „nef“ frekar en fiðurfé. Hitt er líklegra að þeir vilji ekki skilja þessi sannindi og þeirra er meg- insökin fyrir því hvernig nú horfir. Eftir Gunnar Guðmundsson » Það verður aldrei friður til frambúðar á ís- lenskum vinnu- markaði á meðan hróplegt launamis- rétti er í gangi. Gunnar Guðmundsson Höfundur er fræðimaður frá Heiðarbrún. Ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur og kjarasamningarnir Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðsló- góinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem lið- urinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítar- legar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skrán- ingarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgun- blaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.