Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 21
lífinu. Strax á fyrsta fundi átt- aði hún sig á því að þau systk- inin hefðu búið í sama húsi og amma mín þegar þau voru öll litlir krakkar. Stundum er ótrú- legt hvað heimurinn getur verið lítill. Næst þegar við hittumst kom hún með kort sem langamma mín sendi mömmu Jonnu árið 1930. Jonna hafði haldið upp á kortið öll þessi ár, jafnvel þótt hún hefði flutt heimshorna á milli! Myndin á kortinu var af langömmu, lang- afa og börnum þeirra en enginn í stórfjölskyldunni kannaðist við myndina og því mikill feng- ur að fá hana. Jonna sagði mér líka að hún hefði „gifst“ ömmu- bróður mínum þegar þau voru bæði fjögurra ára, hvorugt þeirra giftist og þau því bæði virt heitin. Það var alltaf stutt í glettnina hjá Jonnu. Fljótlega Þegar ég flutti til Santa Barbara í Kaliforníu haustið 2005 vissi ég að fram undan væru spennandi en al- gjörlega ófyrirsjáanlegir tímar. Ekki vissi ég að eitt af því væri Árdís Jóna Freymóðsdóttir ✝ Árdís JónaFreymóðs- dóttir fæddist 25. júlí 1922. Hún lést 27. september 2018. Bálför Árdísar hefur farið fram í Kaliforníu og jarð- arför á Íslandi fór fram í kyrrþey. að ég myndi kynn- ast systkinunum Jonnu og Braga og að við yrðum góðir vinir. Ég man ekki nákvæmlega á hvaða Íslendinga- samkomu við hitt- umst en við náðum frá upphafi afar vel saman. Jonna var alltaf ótrúlega já- kvæð og talaði allt- af vel um alla. Hún hafði ein- stakt lag á að finna og benda á jákvæðar hliðar fólks. Jonna var ótrúlega skörp og virtist muna allt sem hana hafði hent í fórum við Jonna og Bragi að hittast oftar en á Íslendinga- samkomunum og buðu þau mér margoft út að borða eða heim til sín í kaffi. Mér var alltaf mjög vel fagnað með alls kyns kræsingum og sama átti við þegar fjölskylda mín heimsótti mig. Við höfðum alltaf nóg um að tala og sátum oft klukku- stundum saman og töluðum um allt milli himins og jarðar. Skipti þá engu að 60 ár að- skildu okkur í aldri. Það var ákaflega erfitt að kveðja þau systkinin þegar ég flutti aftur til Íslands árið 2012. En það var afskaplega gaman að geta hitt Jonnu og gist hjá henni þegar ég heimsótti Santa Barbara aftur vorið 2014. Ég hugsa oft til Jonnu og sakna skemmtilegu og hjartahlýju vinkonunnar minnar. Ásdís Helgadóttir. ✝ Kristín Ingv-eldur Ingólfs- dóttir, Kiddý, fæddist 7. febrúar 1938. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 17. desember 2018. Foreldrar henn- ar voru Sigurjóna Anna Sófusdóttir, f. 26. janúar 1916, d. 16. febrúar 1984, og Ingólfur Eyjólfsson, f. 3. apríl 1916, d. 30. júlí 1952. Þau skildu. Bræður Kristínar voru Már Ingólfur Ingólfsson, f. 30. maí 1942, d. 24. mars 2002, og Magnús Nordgulen, f. 14. nóv- ember 1949, sem Sigurjóna eignaðist með seinni eigin- manni sínum Alfred Nordgu- len. Eiginmaður Kristínar var Ásgeir Andri, f. 3. janúar 1986, Sigþór Ingi, f. 30. nóv- ember 1989, Kristín Sóley, f. 22. maí 1993, og Arnór Valur, f. 22. janúar 1998. 3) Kristrún, f. 10. október 1970. Eigin- maður hennar er Sigurður Bjarnason. Börn Kristrúnar eru Svanur Þór, f. 11. júlí 1991, og Ásta Berglind, f. 26. mars 1997. Sonur Ástu er Gabríel Dagur, f. 22 október 2018. Kristín fæddist í Hafnarfirði og gekk í Flensborgarskóla. Kristín og Ásgeir hófu sinn búskap í Reykjavík en árið 1957 fluttu þau til Selfoss. Þau bjuggu þar í sambýli með Ólöfu systur Ásgeirs og Hirti Þórarinssyni eiginmanni henn- ar á Tryggvagötu 5. Árið 1961 hófu þau byggingu íbúðarhúss á Engjavegi 30 sem þau flutt- ust í árið 1963 og bjuggu þar allar götur síðan. Kristín starfaði lengst af við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Árnesinga og síðustu árin með eigin verslunarrekstur. Útför Kristínar fór fram frá Selfosskirkju 7. janúar 2019. Ásgeir Sigurðsson, f. 11. nóvember 1933, og gengu þau í hjónaband 11. nóvember 1956. Börn Kristínar og Ásgeirs eru: 1) Anna, f. 15. apríl 1956. Eiginmaður hennar er Christ- opher John New- man, f. 25. apríl 1955. Börn Önnu eru Daði Hrafn, f. 11. ágúst 1977. Eiginkona hans er Sigurlaug Jóhannesdóttir. Börn Daða eru Lilja Bríet, f. 31. mars 2005, og Kristófer f. 15. apríl 2009. Hannah Ýr, f. 4. febrúar 1994, og Orlando Thor, f. 26. október 1997. 2) Sigurður Ingi, f. 13. mars 1959. Eigin- kona hans er Guðrún Sigurð- ardóttir. Börn Sigurðar eru Elsku mágkona mín, við er- um búnar að vera samferða í gegnum lífið í 54 ár og margs er minnast frá þeim tíma. Ég var lánsöm að eignast svo trausta, góða og hlýja mág/vinkonu eins og þig. Þú tókst mér opnum örmum og þrátt fyrir níu ára aldursbil varst þú alltaf svo ung í anda og léttlynd að við smull- um saman. Ég man fyrsta skiptið sem við hittumst, það var veturinn 1965. Við Már heitinn vorum nýtrúlofuð og hann fór með mig að heimsækja systur sína austur á Selfoss. Þú ætlaðir svo aldeilis að hafa allt fínt þegar tilvonandi mágkona þín kæmi í heimsókn. Þvoðir allt hátt og lágt, skúffur og skápa en eitthvað gekk illa með hnífaparaskúffuna. Skúffan stóð á sér þegar átti að leggja á borð og endaði Geiri á því að fara yf- ir í næsta hús og fá lánuð hnífa- pör til að borða með. Eftir þennan kvöldverð urðum við vinkonur og höfum oft hlegið að hnífaparaskúffunni. Fjölskyldan var þér mikilvæg og eru þið Geiri rík af börnum, tengda- börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þú varst mikil barnagæla og í hvert skipti sem þú hélst á litlu barni sem fæddist í fjölskyldunni sástu Brúsastaðasvipinn á því. Þegar Anna og Siggi voru ung- lingar og áður en Kristrún fæddist komst þú oft í Hafn- arfjörðinn til okkar Más til að fá Þorstein og Sveinbjörn lán- aða í helgarheimsóknir. Eftir að við Már fluttum á Selfoss var alltaf mikill samgangur á milli okkar og ýmislegt brallað. Ekki var nú minni spenningurinn hjá þér en mér þegar ég gekk með tvíburana. Þið Geiri pössuðuð tvíburana reglulega og tala þau enn um ristaða brauðið í gull- grindinni og kakómaltið hjá frænku og Geira. Í rúmlega 30 ár skiptumst við á að halda veg- leg jólaboð fyrir stórfjölskyld- una, þar til hópurinn varð hreinlega of stór. Frænkubúð- ingur hefur alltaf verið eftir- rétturinn og kemur til með að verða það um ókomna tíð. Árið 1983 eignuðumst við saman sumarparadísina okkar Árdal. Þröngt mega sáttir sitja og átti það svo sannarlega við um okkur. Við eyddum helgum þar saman í sátt og samlyndi. Við héldum árlega fjölskylduhá- tíð þar sem við klæddum fjöl- skyldurnar upp eins og Ewing- fjölskylduna úr Dallas. Fórum í veiðiferðir upp í Apaá um mið- næturbil og áttum góðar stund- ir. Við rákum saman tískuvöru- verslun í 18 ár og aldrei slettist upp á vinskap okkar. Margar ferðir fórum við saman í Bella Center og Turnana í Amster- dam til að versla fyrir búðina okkar. Þar var mikið hlegið og minningarnar sem við eigum þar frá eru svo margar og nokkrar sem ekki er hægt að rita á blað. Síðastliðinn 20 ár höfum við einnig starfað saman í Oddfel- low-reglunni okkur til gleði og ánægju. Elsku Kiddý mín, gegnum öll árin höfum við eignast okkar einkahúmor. Það eru atvik, sög- ur og viðburðir sem við höfum upplifað saman og búið til minn- ingar sem eru mér afar kærar. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir að vera börnunum mínum heimsins besta frænka. Skál í Grand Maríner, elsku mágkona, ég á eftir að sakna þín. Elsku Geiri, Anna, Siggi, Kristrún og fjölskyldur, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar. Bryndís mágkona. Kristín var rösk, glöð og hressileg manneskja. Fyrstu búskaparárin okkar Ólafar á Selfossi vorum við í sama hús- inu, Ásgeir mágur minn og Kristín kona hans. Systkinin Ólöf og Ásgeir voru mjög sam- rýnd og var samvera okkar allra eins og um eina fjölskyldu væri að ræða. Anna, litli engillinn þeirra, fékk að fljúga á milli heimilanna og varð hún að hluta til í þykj- ustunni dóttir okkar. Hún tók svo skemmtilegan þátt í þessu hlutverki, að þegar hún kom til okkar að hitta Ólöfu frænku sína þá hét hún Sigga. Þetta er svipmynd og upphaf af því innilega sambandi sem ríkt hefur meðal okkar. Heimili þeirra Kristínar og Ásgeirs var alla tíð staður gleði og næm- leika fyrir vellíðan heimafólks og gesta. Við sem nánastir vor- um nutum að sjálfsögðu mest þessara kosta heimilisins. Kristín fagnaði gestum sínum og hélt uppi glaðværð og hisp- ursleysi sem gerði umræðuefni dagsins skemmtileg og áhuga- verð. Þessir eiginleikar voru henni svo eðlilegir að það kom ekki á óvart hvernig kunningjar og starfsfélagar tengdust henni. Hún hélt mikilli tryggð og stöðugu sambandi við vinkonur sínar frá æskudögunum í Hafn- arfirði. Þá er ómetanlegt fram- lag hennar í vinnuhópi Rauða krossins á Selfossi. Hún var í Félagi eldri borgara á Selfossi og það var oft glatt á hjalla hjá félögum hennar í glerlistahópn- um og mikið unnið þar. Lista- verk þeirra prýða mörg heimili á Selfossi. Hún var félagi í Odd- fellow-stúkunni. Þar naut hún ómetanlegrar og gagnkvæmrar systravináttu. Kristín og Bryndís mágkona hennar ráku tískuvöruverslun í nokkur ár á Selfossi. Þar kom fram smekkvísi hennar og næmleiki sem hentaði vel í þeim viðkvæma og samkeppnisharða rekstri sem þar var og er við- varandi. En framar öllu öðru var það húsmóðirin sem hugsaði um vel- ferð og framtíð barna sinna og bjó manni sínum yndislegt og aðlaðandi heimili. Þegar gestir kvöddu fóru þeir glaðari en þegar þeir komu. Veikindum sínum tók hún af mikilli ró og yfirvegun. Hún kvartaði ekki en tók þessari óhjákvæmilegu umbreytingu af miklu æðruleysi Við kveðjum Kristínu með söknuði og innilegum þökkum fyrir samfylgdina og það sem hún gaf sínum nánustu og sam- ferðafólki sínu. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Hjörtur Þórarinsson. Kristín Ingveldur Ingólfsdóttir Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bókhald NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsingar í síma 831-8682. Bátar Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðb. kl. 12:30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Félagsvist kl. 13.00. Myndlist kl. 12.30. Vatnsleikfimi´kl. 14.30. Spjallhópur kl. 15.00. Dalbraut 18-20 Brids kl.13. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl.10.10. Opin handverk- stofa kl.13.00. Boccia kl.13.30. Kaffiveitingar kl.14.30. Allir velkomnir! Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7:30 /8:15 /15:00. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9:30. Liðstyrkur . Sjál kl. 10:15. Kvennaleikf. Ásg. Kl.11:15. Stólajóga kl. 11:00. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Zumba í Kirkjuhv kl. 16:15 Gerðuberg 3-5 Opin Handavinnustofan kl 08:30-16:00. Útskurður m/leiðb. kl. 09:00-16:00. Leikfimi maríu kl. 10:00-10:45. Leikfimi Helgu Ben 11:00-11:30.. Kóræfing kl. 13:00-15:00. Allir velkomnir. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.00 Boccia, kl. 9.30 Post- ulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta. Gullsmári Postulínshópur kl 9.00 Jóga kl 9.30 Handavinna/Bridge kl 13.00 Jóga kl 17.00 Félagsvist kl 20.00 Þórrablót laugardaginn 26.jan haldið í Gullsmára félagsmiðstöð kl 18.00 Miðasala Gullsmára / Gjálbakki /Boðinn Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9 – 14. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl 13-14. Jóga kl. 14.15 – 15.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl. 10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun og listasmiðja kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Frjáls tími í Listasmiðju kl. 9-12, byrjendanámskeið í línudansi kl. 10, létt ganga kl. 10:15, hádegismatur kl. 11.30, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasd. kl. 12.30-15.30, Handavinnuhornið kl. 13-15, félagsvist kl. 13.00, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari upp. í síma 411-2790. Korpúlfar Gönguhópar Korpúlfa ganga frá Grafarvogskirkju og Borgum kl. 10 í dag og á sama tíma inni í Egilshöll. Skartgripagerð kl. 13 i Borgum. Félagsvist kl. 13 í Borgum Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 undir leiðsögn Gylfa. Kóræfing Korpusystkina með Kristínu kórstjóra kl. 16:00 í dag í Borgum. Minnum á fyrirlestur Steinunnar 23. jan og Kanadaginn 24. jan. 2019 í Borgum. Seltjarnarnes Gler neðri hæð félagsheimilisins Suðurströnd kl.9. og 13. Leir Skólabraut kl.9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum. Jóga salnum kl.11. Handavinna Skólabraut kl.13. Vatnsleik- fimi í sundlauginni kl.18.40. Á morgun þriðjudag kl. 9.45 vísiterar bil- kup Íslands félagsaðstöðuna á Skólabraut. Biskup skoðar aðstöðuna og kíkir inn í eina íbúð Kaffi í króknum. Allir velkomnir.a Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Stangarhylur 4, Zumba-byrjendur kl. 9.30 - Zumba gold framhald kl. 10.20 -Sterk og liðug leikfimi kl. 11.30 Tanya leiðir alla hópanna. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019 Eftir ævintýra- legt líf í Afríku ákváðu Fjóla og Vladimir að njóta síðustu áranna á Íslandi. Árin hans urðu ekki mörg en Fjóla bjó í Skálagerði meðan hún gat. Þangað var notalegt að koma, sitja við eldhúsborðið og spjalla. Hún sagði mér svo margt um lífið í Afríku. Stund- Fjóla Steinsdóttir Mileris ✝ Fjóla Steins-dóttir Mileris fæddist 27. maí 1923. Hún lést 25. desember 2018. Útför Fjólu fór fram 11. janúar 2018. um barst talið að fyrstu árunum í Reykjavík. Þangað flutti hún með pabba sínum og litla bróður – pabba mínum. Hún átti engar vinkonur frá þessum tíma því hún, litla stelp- an, var að sjálf- sögðu með ábyrgð á húshaldi og barni. Við systkinin eigum Fjólu frænku mikið að þakka. Nú er þessi elska í Sumarlandinu með pabba sínum, mömmu og systk- inunum tólf. Bryndís Skúladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.