Morgunblaðið - 21.01.2019, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Skilaboð sem þér berast kunna að
reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara
eftir þeim. Láttu það eftir þér að kaupa
eitthvað handa sjálfri/sjálfum þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Hjálpsemi þín í garð vinnufélaganna
mun fyrr en varir koma þér vel í starfi. Þú
ert stoð og stytta foreldra þinna. Einhver
hefur þig fyrir rangri sök.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt hlutirnir gangi ekki alveg
eins hratt fyrir sig og þú vilt er engin
ástæða til að skeyta skapi sínu á öðrum.
Reiknaðu út hvað þú átt og hvað þú skuld-
ar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Því afslappaðri sem maður er, því
meiru kemur maður í verk. Gættu þess að
fara ekki yfir strikið í vinnuseminni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þig langar til að taka þátt í heillandi
og ástríðufullu ævintýri, en veist að maður
leikur sér ekki að eldi. Einhver ágreiningur
gæti komið upp varðandi heimilisþrifin.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Deilur innan fjölskyldunnar halda
fyrir þér vöku. Þótt einhver lofi þér gulli og
grænum skógum er lítið að marka það.
Mundu að hugsa þig tvisvar um áður en þú
lofar einhverjum einhverju.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er mikið að gerast í ástamálum.
Vinátta gæti staðið eða fallið með ein-
hverju sem vinur lætur út úr sér. Hlustaðu
vandlega á þau ráð sem þér eru gefin.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert með ýmsar vangaveltur
í sambandi við ákveðna samstarfsmenn
þína. Ekki hika við að bera þig eftir því
sem þú vilt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú þegar þú hefur fengið fólk
til liðs við þig þarftu að gæta þess að vera
ekki of stjórnsamur/söm. Þú ert með
hjartað á réttum stað.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Staldraðu við og þakkaðu fyrir
hvað það er mikil ást í lífi þínu. Orka þín er
mikil þessa dagana og þú færð útrás fyrir
hana í göngum, hlaupum eða jóga.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér hættir til að taka sjálfa/n
þig of hátíðlega. Fólk þarfnast þeirrar
hjálpar sem þú getur veitt og er til í að
borga vel fyrir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú vilt taka stórt stökk fram á við
en eitthvað heldur aftur af þér. Gullhamrar
gleðja þig og þér finnst þér allir vegir fær-
ir.
Sigurlín Hermannsdóttir segirsvo frá á Leir á fimmtudaginn:
„Ég fór í bráðskemmtilegt 75 ára
afmæli Ragnars Inga og varð mér
úti um nýju limrubókina hans. Frá-
bær bók og nú hugsa ég bara í limr-
um. – Út á stoppustöð:“
Á regnköldum mánudagsmorgni
er maður í keng úti á horni.
Við stóreflis poll
tók strætó sinn toll.
Hann biður að buxur hans þorni.
Í þriðjudagsþræsing og kulda
eftir þristinum ennþá beið Hulda
sem vildi að hún gæti
nú valið sér sæti
hjá Kidda með kynþokkann dulda.
Í mæðu á miðvikudegi
væntir Mangi að Costco brátt eygi
en vaknar upp síðan
(hann sofnar svo tíðan)
í myrkri á Vesturlandsvegi.
Í Kringlu á fimmtudagskveldi
við kostakjör trúi ég hún dveldi
af vagninum missti
með varninginn gisti
sem förðunarfræðingur seldi.
Í föstudagsfíling ei svíkið
að fara með strætó í ríkið
þar hálfpott að kaupa
á heimleið sig staupa.
Undir sæti svo losna við líkið.
Þetta er frábærlega vel ort og
skemmtilegt. Og sem ég skrifa
þessar línur er ég nýbúinn að fá í
hendur „Bragarblóm“, hina nýju
limrubók Ragnars Inga, sem inni-
heldur 75 limrur, eina fyrir hvert
ár sem hann hefur lifað. Aftan á
bókarkápu er þessi limra:
Mitt egó í braglínum ber ég,
á bragarins reiðgötum fer ég
um heiðlöndin hljóð
með mín hástemmdu ljóð.
Ég yrki og þess vegna er ég.
Ég hlakka til að lesa bókina og
mun gera henni nánari skil í Vísna-
horni á morgun, en skýt inn til
gamans gamalli limru eftir Ragnar
Inga og er mér að skapi: „Heims-
endaspá, jákvæðar hliðar“:
Þegar jörðin í sæinn er sokkin
og sólin af standinum hrokkin –
það er þó leið
þungbær en greið
til að losna við Framsóknarflokkinn.
Og nú er best að gefa öðrum
limruskáldum orðið. Davíð Hjálmar
Haraldsson yrkir:
Smjörið er kolgrænt í kúpunni
og kasúldin bringan á rjúpunni
á veitingastað
en verst er þó að
kokkurinn situr í súpunni.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af limrugaldri
„ÉG VIL FÁ KÖRFUNA MÍNA TIL BAKA.
OG ÞÚ MÁTT EKKI MÆTA OFTAR Í
GRILLVEISLUR FYRIRTÆKISINS.”
„VIÐ HEFÐUM GETAÐ FLETT
FJÖLSKYLDUALBÚMUNUM ÞÍNUM OG
SPARAÐ OKKUR TVÖÞÚSUNDKALL.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... samhæfing!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
TAKK FYRIR
SAMFYLGDINA
AF HVERJU
ER HANN Í
NÁTTFÖTUM?
GÓÐA
NÓTT
ÉG ER BARA TRJÁSNYRTIR ÞORPSINS,
EN ÉG VIL GJARNAN GANGA TIL LIÐS
VIÐ HÓPINN!
HVENÆR GETURÐU BYRJAÐ?
HÖGG
Margt forvitnilegt var að finna íMorgunblaði helgarinnar.
Áhugaverð var frásögn af breyt-
ingum sem spáð er að verði á lífs-
háttum Vesturlandabúa. Hafra-
grautur í morgunmat, hrísgrjón í
hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt
aðeins til spari. Svona gæti matseðill-
inn orðið árið 2050, ráði sérfræðingar
í heilbrigðis- og umhverfismálum för.
Þetta er áhugavert. Í ljósi fyrr-
greindrar frásagnar er því áhugavert
að velta fyrir sér hver framtíð ís-
lensks landbúnaðar sé. Hvað segir
Guðni Ágústsson?
x x x
Vert er að gef gaum hugmyndumum vernd víðerna við Dranga-
jökul, sem sagt var frá. Eftir ferðalög
um landið er Víkverja ljóst að ósnort-
in svæði eru fágæti. Að því leyti eru
til dæmis Eyjabakkar og Þjórsárver
gullkistu líkust. Einnig Horn-
strandafriðlandið þar sem Dranga-
jökull er nærri. Áhugi Vestfirðinga
fyrir aflstöð við Hvalá í Árneshreppi
er skiljanlegur enda eru fáir orku-
kostir aðrir í boði vestra. Því er
spurning hvort hægt sé að fara milli-
leið, það er að bæði vernda og virkja.
Reynir þar á list hins mögulega.
x x x
Í kaupbæti með Mogga helgarinnarvar aukakálfurinn Sigraðu sykur-
inn. Þar var ýmis fróðleikur um for-
varnir og líf með áunna sykursýki.
Sjálfur er Víkverji að kljást við þenn-
an kvilla og hefur verið að reyna að
breyta lífsstíl sínum. Að hreyfa sig,
borða mátulega mikið, sleppa aug-
ljósri óhollustu og haga lífi sínu sam-
kvæmt heilbrigðri skynsemi. Það eru
mikilvæg tök á sjúkdóminum og
blaðið góða skerpti á þeim skila-
boðum.
x x x
Í dagblöðum og á netinu voru umhelgina eftirhreytur af gagnrýni á
unga konu sem hvatti fólk í sjálfs-
vígshættu eða glímir við almenna
vanlíðan að vera sjálfu sér nægt og
standa með sjálfu sér þegar á móti
blæs. „Þú ert nóg“ voru skilaboðin.
Undir þessi saklausu orð ættu allir
að geta tekið. Já, verum bara sátt við
sjálf okkur og lífið, nú þegar daginn
er farið að lengja. vikverji@mbl.is
Víkverji
Ef einhver er í Kristi er hann orðinn
nýr maður, hið liðna varð að engu,
nýtt er orðið til.
(Síðara Korintubréf 5.17)