Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 27
kvikmyndaáhugafólk „taggar“ vini
sína og reynir að fá þá með sér í
bíó. Þessi andi sem verður til
smitast síðan yfir í bíósalinn og
andrúmsloftið minnir á skemmtun
þar sem gestir leyfa sér að sleppa
fram af sér beislinu.“
Uppfræða unga fólkið
Jafnt og þétt hefur Bíó Paradís
eflst, og þökk sé styrk frá Evr-
ópusambandinu og framlagi úr
Kvikmyndasjóði tókst að nútíma-
væða sýningarbúnaðinn. Í dag
koma um 20% af tekjum fyrirtæk-
isins úr opinberum sjóðum og á
móti heldur Bíó Paradís utan um
kennslu í kvikmyndalæsi fyrir
grunnskóla- og framhaldsskóla-
nemendur. Á hverjum vetri koma
8.000 grunnskólabörn í heimsókn
og 3.000 framhaldsskólanem-
endur, og öðlast dýpri þekkingu á
því listformi sem kvikmyndir eru.
„Á skömmum tíma hefur það
gerst að menningarneysla ungs
fólks er orðin nær alfarið sjón-
ræn, og verða þau að þekkja
tungumál kvikmyndanna til að
geta móttekið það sem fyrir þau
er lagt. Ef þau skilja ekki mynd-
mál, tilvísanir og stílbrögð kvik-
myndagerðarinnar þá er hætt við
að þau geti ekki greint á milli
áróðurs og frétta.“
Og þar kemur Hrönn að því
mikilvæga hlutverki sem listræn
kvikmyndahús gegna, bæði hvað
snertir fræðslu og að tryggja að-
gengi að gömlum sem nýjum
menningarperlum. „Fyrir ekki
svo löngu hefðu Íslendingar ekki
getað gengið að því sem vísu að
sigurmyndir kvikmyndahátíðar-
innar í Cannes eða Berlín yrðu
sýndar í kvikmyndahúsum hér á
landi, og eða jafnvel að þær yrðu
gerðar fáanlegar á DVD-diski.
Bíó Paradís er líka bækistöð ís-
lenskra kvikmyndagerðarmanna
og tekur til sýninga myndir sem
alla jafna kæmust ekki auðveld-
lega að annars staðar, s.s. heim-
ildarmyndir, stuttmyndir og sjálf-
stætt framleiddar listrænar
myndir. Þá er eftir að nefna þann
fjölda framúrskarandi kvikmynda
sem verður til annars staðar en í
Hollywood.“
Taka bíó fram fyrir Netflix
En gæti fólk ekki einfaldlega
horft á stórvirki kvikmyndasög-
unnar heima í stofu, nú þegar
hægt er að streyma öllu mögu-
legu yfir netið? Veldur ekki tækni
því að þörfin fyrir listrænt kvik-
myndahús fer minnkandi? Hrönn
segir að þvert á móti geri kvik-
myndaunnendur sér grein fyrir að
upplifunin sé allt önnur af að
koma í bíó, sjá þar mynd á risa-
stóru tjaldi og deila upplifuninni
með heilum sal af fólki. „Dauða
kvikmyndahúsanna hefur verið
spáð allt frá því fyrstu sjónvarps-
tækin komu á markaðinn, og svo
VHS-spólan og núna bæði löglegt
og ólöglegt streymi yfir netið. En
það er eitthvað alveg sérstakt
sem gerist í bíósal og sést
kannski hvað best á því að vinsæl-
asta myndin hjá okkur um þessar
mundir Roma eftir Alfonso Cuar-
ón, er fáanleg á Netflix á sama
tíma. Fólk velur samt að sjá þetta
meistaraverk frekar í bíó, þar
sem það getur beint óskertri at-
hygli sinni að því að njóta mynd-
arinnar í myrkvuðum sal,“ segir
Hrönn. „Þess vegna er framtíðin
björt og ég held að ef það verður
einhvern tíma bara eitt kvik-
myndahús eftir á Íslandi verður
það Bíó Paradís.“
og sýnir hvað sem er“
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
»Sýningin Þetta vilja
börnin sjá! var opnuð
í Gerðubergi í gær en á
henni má sjá myndlýs-
ingar úr íslenskum
barnabókum sem komu
út í fyrra. Slíkar sýn-
ingar hafa verið haldnar
16 sinnum áður og að
þessu sinni taka 19
myndhöfundar þátt og
sýna verk sín.
Morgunblaðið/Eggert
Fjör Allar kynslóðir nutu sín, Linda Ólafsdóttir, Matthildur Embla Hjálmarsdóttir og Lára Rún Eggertsdóttir.
Gaman saman Steinn Sigurðsson, Agnes Ingunn Steinsdóttir og Valgerður
Sigurðardóttir nutu þess að skoða teikningarnar úr barnabókunum.
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Fim 24/1 kl. 20:00 193. s Fös 1/2 kl. 20:00 196. s Fim 7/2 kl. 20:00 199. s
Fös 25/1 kl. 20:00 194. s Lau 2/2 kl. 20:00 197. s Lau 9/2 kl. 20:00 200. s
Lau 26/1 kl. 20:00 195. s Sun 3/2 kl. 20:00 198. s
Sýningum lýkur í mars.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Mið 23/1 kl. 20:00 8. s Fim 31/1 kl. 20:00 10. s Sun 17/2 kl. 20:00 12. s
Sun 27/1 kl. 20:00 9. s Sun 10/2 kl. 20:00 11. s
5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fim 24/1 kl. 20:00 28. s Fös 1/2 kl. 20:00 29. s
Sýningum lýkur 1. febrúar.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Þri 5/2 kl. 20:00 aukas. Sun 10/2 kl. 20:00 30. s
Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Mið 6/2 kl. 20:00 aukas. Fim 14/2 kl. 20:00 31. s
Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Sun 17/2 kl. 20:00 32. s
Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Núna 2019 (Litla sviðið)
Mið 23/1 kl. 20:00 6. s Sun 27/1 kl. 20:00 7. s Mið 30/1 kl. 20:00 8. s
Núna er ekki á morgun, það er NÚNA
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Fös 25/1 kl. 20:00 5. s Lau 2/2 kl. 20:00 7. s
Lau 26/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s
Athugið. Aðeins verða átta sýningar.
Ég dey (Nýja sviðið)
Fim 24/1 kl. 20:00 5. s Fim 31/1 kl. 20:00 7. s
Sun 27/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s
Trúir þú á líf fyrir dauðann?
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s
Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka
Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn
Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn
Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn
Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn
Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas.
Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas.
Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas.
Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas.
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn
Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn
Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 15/2 kl. 19:30 Aukas. Fös 8/3 kl. 19:30 Aukas.
Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Lau 26/1 kl. 19:30 24.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn
Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Velkomin heim (Kassinn)
Lau 2/2 kl. 19:30 Frums Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn
Sun 3/2 kl. 19:30 2.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00
Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 24/1 kl. 20:00 Fös 1/2 kl. 19:30 Lau 9/2 kl. 19:30
Fös 25/1 kl. 20:00 Fös 1/2 kl. 19:30 Fim 14/2 kl. 19:30
Fös 25/1 kl. 22:30 Lau 2/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 19:30
Lau 26/1 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 22:00 Fös 15/2 kl. 22:00
Lau 26/1 kl. 22:30 Fim 7/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 19:30
Fim 31/1 kl. 20:00 Fös 8/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 22:00
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 27/1 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Bíó Paradís er menningar-
stofnun með ótal hlutverk, og
nú síðast að kvikmyndahúsið er
farið að skipa veigamikinn sess
í menningarlífi aðfluttra Pól-
verja. Hrönn segir að ekki gangi
að reyna alltaf að höfða til
sama kjarnhóps hörðustu kvik-
myndaunnenda og ánægjulegt
að með hverju árinu fjölgi gest-
um í Bíó Paradís um 10-15%.
„Við uppgötvuðum t.d. að þá
Pólverja sem hafa sest að hér á
landi þyrstir í að sjá kvikmyndir
frá sínum heimahögum, og
margar frábærar myndir sem
koma út í Póllandi. Til okkar
kemur þetta fólk – sumir alla
leið frá Reykjanesbæ – og fylla
salina. Ágætt nýlegt dæmi um
þau áhrif sem þetta hefur er
kvikmyndin Clergy sem fjallar
um spillingu og ofbeldi gegn
börnum innan kaþólsku kirkj-
unnar í Póllandi. Þrátt fyrir að
vera aðeins sýnd í einum sal í
Bíó Paradís komst þessi mynd í
fimmta sætið á aðsóknarlista
kvikmyndahúsanna á lands-
vísu.“
Pólverjarnir
fylla bíóið
FÉLAGSMIÐSTÖÐ