Morgunblaðið - 26.01.2019, Page 1
Hann dó meðbros á vör
Hvað
verður
klukkan?
K
27. JANÚAR 2019SUNNUDAGUR
Verður næsti forsetiBandaríkjanna kona?
Stilling klukk-unnar ermálamiðlun.Fleira en sólar-gangurinn hefuráhrif á líkams-klukkuna.16 Verkefni stórvinkvenna
Ásthildur Kjartansdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir tengdust
sterkum vinaböndum gegnum vinnu við kvikmyndinaTryggð 18
Kapphlaupið um Hvíta húsið er
hafið og margir ætla að taka þátt 6
L A U G A R D A G U R 2 6. J A N Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 22. tölublað 107. árgangur
Settu punktinn
yfir ferðalagið
RAKEL GENGIN
TIL LIÐS VIÐ
READING
FORSÝNING
Í HÁSKÓLA-
BÍÓI
TRYGGÐ 47ARSENAL NÆST ÍÞRÓTTIR
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta staðfestir allt sem ég hef sagt í
Samherjamálinu og staðfestir að
stjórnendur Seðlabankans vissu allan
tímann að þeir máttu hvorki kæra
fólk né leggja á það sektir. Það hafi
verið gert af ásetningi og illum hug
og þar að auki var aldrei um brot að
ræða,“ segir Þorsteinn Már Baldvins-
son, forstjóri Samherja.
Umboðsmaður Alþingis gerir at-
hugasemdir við stjórnsýslu Seðla-
bankans vegna stjórnsýslusektar
sem lögð var á Þorstein Má vegna
meints brots á gjaldeyrisreglum.
Telur umboðsmaður að svar Seðla-
bankans við kröfu Þorsteins Más um
afturköllun sektarinnar hafi ekki ver-
ið í samræmi við lög og gerir athuga-
semdir við svör bankans til sín og
skýringar. Beinir umboðsmaður því
til Seðlabankans að taka erindi Þor-
steins til nýrrar meðferðar æski hann
þess og haga þá meðferð þess í sam-
ræmi við sjónarmiðin í álitinu.
Þorsteinn Már segist bíða eftir
skýrslu bankaráðs um Samherjamál-
ið sem forsætisráðherra hefur óskað
eftir áður en hann tekur afstöðu til
málsins.
Bankaráð Seðlabankans fjallaði
um álit umboðsmanns Alþingis í gær-
morgun og ályktaði að það teldi að
bankinn ætti að hafa frumkvæði að
því að taka málið upp að nýju og af-
greiða í samræmi við álit umboðs-
manns. Jafnframt að skoða hvort
sama gildi um önnur mál sem kunni
að vera sambærileg. Þegar leitað var
eftir viðbrögðum Más Guðmunds-
sonar, seðlabankastjóra, fékk Morg-
unblaðið það svar frá Seðlabankanum
að bankinn tæki ábendingum um-
boðsmanns alvarlega og myndi fara
eftir tilmælum hans. Það væri nú í
lögfræðilegri skoðun hvað í því fælist.
Gylfi Magnússon, formaður banka-
ráðsins, sagði í gær að mjög hörð
gagnrýni kæmi fram á stjórnsýslu
Seðlabankans í áliti umboðsmanns og
bankaráðið tæki hana alvarlega.
Spurður hvenær von væri á skýrslu
bankaráðsins um Samherjamálið
sagðist Gylfi ekki treysta sér til að
nefna ákveðna dagsetningu en von-
andi færi að styttast í það.
Gagnrýnir Seðlabankann
Formaður bankaráðs Seðlabankans segir að ráðið taki gagnrýni umboðsmanns
á stjórnsýslu alvarlega Forstjóri Samherja segir málið hliðstætt Samherjamáli
MSvar ekki í samræmi við lög »10
Þorragleði var haldin víða í grunnskólum landsins á bónda-
daginn í gær og var á mörgum stöðum boðið upp á hefð-
bundinn þorramat. Þessir kátu krakkar í Ísaksskóla í
Reykjavík voru fremstir í röðinni þegar ljósmyndara Morg-
unblaðsins bar að garði. Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skóla-
stjóri Ísaksskóla, segir þorragleðina hafa verið haldna í
skólanum árum saman. Fyrst hafi börnin sungið á sal, líkt
og aðra föstudaga, en nú hafi stúlkurnar sungið minni karla
og drengirnir minni kvenna auk þess sem önnur lög sem
tengist árstíðinni séu sungin. Að söng loknum fái börnin að
smakka á þorramat. „Þetta er hluti af því að halda í hefðina
og kynna börnunum um hvað þorramaturinn snýst,“ segir
Sigríður Anna en bætir við að ekki séu öll börnin jafnhrifin
af hinum hefðbundna þorramat. „Það er haldið fyrir nefið
en flest prófa samt.“
Þorramaturinn lagður á borð fyrir börnin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Það er enginn
staður á Íslandi
fyrir ungt fólk
með fram-
heilaskaða,“ seg-
ir Kristín Þórs-
dóttir.
Í dag er hún
ung ekkja með
þrjú börn en hún
missti manninn
sinn úr heila-
krabba árið 2017.
„Ég fór á fund með hellingi af
læknum og Vigfúsi [Bjarna Alberts-
syni] presti til þess að finna einhver
úrræði því það var svo mikið álag
fyrir fjölskylduna að sinna ein-
staklingi sem er ekki í lagi í koll-
inum. Það var hægt að senda hann á
heilabilunardeild á hjúkrunarheim-
ili, en hann var 35 ára!“ segir hún.
Enginn staður fyrir
unga heilabilaða
Kristín
Þórsdóttir