Morgunblaðið - 26.01.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Opið virka daga kl. 09.00-18.30
og laugardaga kl. 12.00-16.00
VELKOMIN Í
URÐARAPÓTEK
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Samtök iðnaðarins (SI) áætla að
álagðir fasteignaskattar á fyrirtæki
hafi tvöfaldast, úr 12,6 milljörðum
árið 2011 í 26 milljarða í ár. Það sé
60% hækkun skatta umfram verð-
bólgu á tímabilinu. Milli ára 2018 og
2019 sé hækkunin 13,5%.
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri SI, segir þessar tölur
sýna að sveitarfélögin, sem eru öll í
eða við hámarksskatthlutfallið, seil-
ist dýpra og dýpra í vasa atvinnu-
lífsins.
„Þetta er gríðarleg aukning á
stuttum tíma. Skattar á fyrirtæki
eru háir hér í samanburði við þau
lönd sem við viljum bera okkur sam-
an við. Þessir fasteignaskattar eru
birtingarmynd þess og ekki hægt að
bjóða fyrirtækjum upp á þetta til
viðbótar við sveiflur, óstöðugleika og
miklar innlendar kostnaðarhækkan-
ir. Þá eru laun há hér á landi í alþjóð-
legum samanburði. Nú þegar hægir
verulega á hagvextinum dregur úr
tekjum margra fyrirtækja en á sama
tíma eru sveitarfélögin að taka sífellt
meira til sín eins og við sjáum í
væntri álagningu fyrir 2019. Þá má
heldur ekki gleyma því að sveitar-
félögin eru að fá þetta til viðbótar við
útsvarið frá starfsmönnum fyrir-
tækja,“ segir Sigurður.
Mest hækkun í Reykjavík
Samkvæmt útreikningum SI
hækka fasteignaskattar á atvinnu-
húsnæði mest í Reykjavík milli ára
2018 og 2019, eða um tæp 17%. Næst
koma Seltjarnarnes og Akranes en
þar er hækkunin rúm 15%.
Sex sveitarfélög hafi lagt á yfir
milljarð í fasteignaskatta í fyrra. Þau
leggi ríflega 72% allra fasteigna-
skatta á atvinnuhúsnæði í landinu.
Stærst sé Reykjavík með ríflega 18
milljarða í álagða fasteignaskatta á
atvinnuhúsnæði, sem sé 51% allra
fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í
landinu. baldura@mbl.is
Hækkandi fasteignaskattar
SI benda á tvö-
földun skattanna
frá árinu 2011
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leiðir hækkanir Skattarnir hafa
hækkað mest í Reykjavík.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Ár svínsins gengur í garð 5. febrúar sam-
kvæmt kínverska tímatalinu. Í tilefni af því
ætla kínverska sendiráðið, Kínversk-íslenska
menningarfélagið og Íslensk-kínverska við-
skiptaráðið að halda kínverska vorhátíð í
Gamla bíói um helgina.
„Við munum standa fyrir fjölda við-
burða. Það verður „spring festival gala“ í
Gamla bíói í kvöld [í gær] og annað kvöld [í
kvöld]. Það verða tvær sýningar. Yfir 30
listamenn frá Peking munu bjóða upp á tón-
list, dans, kúng fú, loftfimleika og ýmsilegt
annað. Það verður mjög skemmtilegt og ég á
von á yfir 700 gestum sem koma til að njóta
sýningarinnar,“ segir Jin Zhijian, sendiherra
Kína á Íslandi.
Gagnvirkur viðburður í Hörpu
„Á sama tíma (í dag) frá klukkan tvö til
hálffimm verður stór gagnvirkur viðburður í
Hörpuhorni í Hörpu. Hann er opinn öllum og
aðgangur ókeypis,“ segir Zhijian.
Í Hörpu geta gestir meðal annars
smakkað kínverskar núðlur og gert brúður
úr sykri. Þá verður hægt að kynnast kín-
verskri menningu, allt frá leturgerð til tón-
listar. Að sögn Zhijians er kínverska vorhá-
tíðin mikilvægasta árlega hátíðin í Kína. „Ég
tel það vera mjög góða tímasetningu til að
bjóða á ýmsar sýningar og viðburði svo Ís-
lendingar geti kynnst kínverskri menningu.
Það er mjög mikilvægt fyrir báða aðila til að
stuðla að frekari samskiptum milli land-
anna,“ segir Zhijian og bendir á vaxandi
áhuga þjóðanna tveggja hvorrar á annarri.
„Margir kínverskir ferðamenn koma hingað
árlega og margt ungt fólk stundar nám í ís-
lenskum háskólum. Fleiri og fleiri Kínverjar
verða hrifnir af Íslandi og áhugi Íslendinga á
Kína fer líka vaxandi. Það eru margir Íslend-
ingar að læra kínversku, ferðast um Kína og
stunda viðskipti. Kínverska sendiráðið er
tilbúið að aðstoða við ýmsar aðgerðir sem
geta bætt vinsamleg samskipti þjóðanna.“
Kínversk
vorhátíð í
Gamla bíói
Morgunblaðið/Hari
Ár svínsins gengur í garð samkvæmt kínverska tímatalinu
Komandi vori fagnað Kínverskir listamenn komu fram á vorhátíð í Gamla bíói í gærkvöldi. Hátíðin heldur áfram í dag í Gamla bíói og Hörpu.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ef orkuskipti í samgöngum á landi
ganga hraðar fyrir sig en reiknað er
með í raforkuspá verður raforku-
notkun meiri næstu árin og áratug-
ina en spáin gerir ráð fyrir en notk-
unin verður þó í lok spátímans
svipuð og gert var ráð fyrir. Ekki
eru talin nein vandkvæði á að afla
orku fyrir aukna almenna notkun,
samkvæmt spám. Þó þarf að bæta
við orkuöflun sem svarar til tveggja
Búrfellsvirkjana I.
Síðasta raforkuspá var gerð árið
2015 og er uppreiknuð árlega en
endurskoðuð frá grunni á fimm ára
fresti. Á síðasta ári voru sýndar há-
og lágspár, til hliðar við spá um raf-
orkunotkun. Í nýjum endurreikningi
sem miðast við raforkunotkun á síð-
asta ári og ýmsar upplýsingar sem
fram hafa komið síðan síðasti endur-
reikningur var gerður eru sýndar
þrjár sviðsmyndir til hliðar við raf-
orkuspá. Meðal annars er litið til
stefnu stjórnvalda um orkuskipti og
umhverfismál og spár Hagstofu Ís-
lands um áætlaðan fólksfjölda.
Hægfara eða græn framtíð
Jón Vilhjálmsson, sviðsstjóri orku
hjá verkfræðistofunni Eflu, sem
vinnur með raforkuhópi orkuspár-
nefndar, segir að heildarnotkun
breytist lítið frá fyrri spám. Þó sé
meiri breytileiki í spánum vegna
þess að betur hafi verið farið ofan í
orkuskipti í samgöngum á landi.
Raforkunotkun hvers heimilis fór
lengi vaxandi ár frá ári. Á allra síð-
ustu árum hefur hún minnkað, með-
al annars vegna aukinnar notkunar
sparneytnari heimilistækja og lýs-
ingar. Jón segir að gert sé ráð fyrir
að þessi þróun gangi yfir og fari síð-
an að aukast með fjölgun rafbíla sem
hlaðnir eru á heimilum.
Fyrsta sviðsmyndin sem tilgreind
er kallast „hægar framfarir“. Þar er
gert ráð fyrir minni hagvexti en í
raforkuspá og minni áhersla á orku-
skipti. Hún sýnir 0,9% árlegan vöxt
að meðaltali, samanborið við 1,7%
vöxt í raforkuspá. Í sviðsmyndinni
„grænni framtíð“ er gert ráð fyrir
meiri hagvexti auk þess sem miðað
er við meiri áherslu á umhverfismál,
meðal annars hraðari orkuskipti.
Þessi sviðsmynd sýnir 2,2% aukn-
ingu á ári að meðaltali og mun al-
menn raforkunotkun rúmlega tvö-
faldast til loka spátímabilsins.
Þriðja sviðsmyndin er „aukin
stórnotkun“. Hún grundvallast á
þróuninni frá árinu 2008. Sam-
kvæmt þessari forsendu verður afl-
þörf stórnotenda orðin rúmlega
3.000 MW árið 2050 og samanlögð
orkuþörf almenna markaðarins og
stórnotenda 33.400 gígavattstundir.
Á næsta ári verður gefin út ný raf-
orkuspá, endurskoðuð frá grunni.
Jón telur líklegt að hún nái tíu árum
lengra fram í tímann, til ársins 2060.
Betri stýring notkunar
Jón telur að vöxturinn fram undan
sé svipaður og orkufyrirtækin þekki
frá undanförnum áratugum og eigi
vel að ráða við að sinna með virkj-
unum, orkuflutningum og dreifingu.
Að minnsta kosti fyrir almenna
notkun sem raunar er aðeins hluti af
heildarnotkuninni. Þá reiknar hann
með að hægt verði að stýra notkun-
inni betur í framtíðinni með fram-
förum í tækni. Nefnir hann sér-
staklega tækni til að stýra hleðslu
rafbíla í fjölbýlishúsum.
Til samanburðar má geta þess að
áætluð aukning almennrar raforku-
notkunar til ársins 2030 samsvarar
tveimur af nýjustu virkjunum
Landsvirkjunar, Búrfellsstöð II.
Ekki þarf tvær heilar virkjanir eins
og gömlu Búrfellsvirkjun til að sinna
þörfinni til ársins 2050.
Bæta þarf við tveimur Búrfellsstöðvum
Heimilisnotkun raforku eykst næstu
áratugina vegna rafbílavæðingar
Sviðsmyndir um raforkunotkun
Almenn notkun ásamt stórnotkun 1990-2050, þús. GWh
35
30
25
20
15
10
5
0
’90 ’94 ’98 ’02 ’06 ’10 ’14 ’18 ’22 ’26 ’30 ’34 ’38 ’42 ’46 ’50
Heimild: Orkustofnun
Sviðsmyndir:
Græn framtíð
Hægar framfarir
Raforkuspá
Aukin stórnotkun