Morgunblaðið - 26.01.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019
Mbl.is og Morgunblaðiðgreindu frá því í vikunni að
Helga Vala Helgadóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, hefði
síðastliðið sumar hvatt Karl Gauta
Hjaltason með tölvupósti til að
víkja af nefndarfundi alþingis til
að fá sér bjór með henni og tveim-
ur öðrum þing-
mönnum stjórnar-
andstöðunnar á
frægum Klaustur
bar.
Helga Valahefði, ásamt
hinum þingmönn-
unum sem fóru á Klaustur, átt að
vera á umræddum nefndarfundi.
Þessir þingmenn töldu rétt að
víkja af fundi og það er þeirra
mat, þó að umdeilanlegra geti ver-
ið að hvetja aðra til hins sama.
Helgu Völu mislíkaði bersýni-lega frásögnin en með henni
var þó engin afstaða tekin. Vegna
umræðu um að aðrir þingmenn,
sem fóru sem kunnugt er á sama
bar og viðhöfðu þar ósæmandi um-
mæli, hefðu gert það í vinnutím-
anum var eðlilegt að greina frá
þessu.
Staðreyndin er sú að þingmennfara iðulega á bari eða annað
og fá sér áfenga drykki. Erlendis
þekkist að í þinghúsum séu barir
og jafnvel mikill fjöldi þeirra.
Morgunblaðið gerir engar at-hugasemdir við þetta og
staðreyndin er sú að starf þing-
mannsins er ekki hefðbundið starf
með afmarkaðan vinnutíma.
Þetta er löggjafarstarf semþingmönnum ber að inna af
hendi eftir eigin samvisku og á
meðan þeir hafa til þess stuðning
kjósenda.
Helga Vala
Helgadóttir
Vinnutími
þingmanna
STAKSTEINAR
Farið var yfir fjölbreytta starfsemi
Varðbergs, samtaka um vestræna
samvinnu og alþjóðamál, á aðalfundi
samtakanna sem haldinn var 24.
janúar síðastliðinn. Björn Bjarnason,
fyrrverandi ráðherra, var endur-
kjörinn formaður og aðrir í stjórn
eru Auður Sturludóttir, meistara-
nemi í frönsku, Gustav Pétursson
alþjóðastjórnmálafræðingur, Kjartan
Gunnarsson lögfræðingur, Kristinn
Valdimarsson, stjórnmála- og stjórn-
sýslufræðingur, Magnús Örn Gunn-
arsson, svæðisstjóri frjálslyndra stúd-
enta í N-Evrópu, og Sóley Kaldal,
áhættustjórnunar- og öryggisverk-
fræðingur.
Starfsemi fé-
lagsins snýst m.a.
um að efna til
opinberra funda
fjórum sinnum á
ári og er fastur
fundarstaður
þeirra í fyrir-
lestrarsal Þjóð-
minjasafnsins.
Meðal funda sem
efnt var til á síðasta ári voru fyrir-
lestur James G. Foggo, flotaforingja
og yfirmanns flota NATO í Napólí,
sem hann hélt í aðdraganda varnar-
æfingarinnar Trident Juncture. Þá
var haldið NATO-námskeið í októ-
ber síðastliðnum þar sem flutt voru
fjögur erindi um varnarbandalagið
og aðild Íslands að því. Meðal þeirra
sem fluttu erindi voru Anna Jó-
hannsdóttir, fastafulltrúi Íslands í
NATO, sem ræddi um NATO í dag,
og Albert Jónsson, fyrrverandi
sendiherra, ræddi um NATO og
kalda stríðið.
Varðberg var stofnað í desember
2010 þegar tvö félög; Samtök um
vestræna samvinnu og Varðberg,
runnu saman. Í fyrra voru liðin 60 ár
frá stofnun fyrrnefnda félagsins.
Fjölbreytt fundahöld og margvísleg starfsemi Varðbergs í fyrra
Björn
Bjarnason
„Þetta er ágæt viðurkenning fyrir
okkur,“ segir Andri Þór Guðmunds-
son, forstjóri Ölgerðarinnar.
Í vikunni komu 45 starfsmenn
PepsiCo á Norðurlöndunum hingað
til lands og héldu tveggja daga
vinnufund í Ölgerðinni. Ástæða þess
að Ísland var valið sem fundarstaður
er að sögn Andra sá árangur sem
náðst hefur í sölu á Pepsi hér á landi.
Sala á Pepsi Max
hér á landi er til
að mynda sú
næstmesta í
heiminum á
hvern íbúa, en að-
eins Norðmenn
drekka meira
Pepsi Max en við.
Meðal gesta
hér var Anders
Boecker Peder-
sen, sem er nýr framkvæmdastjóri
PepsiCo á Norðurlöndunum. Hann
tók einmitt við starfinu í byrjun vik-
unnar og gerði það að sínu fyrsta
verki að koma til Íslands.
Að sögn Andra sýndu norrænu
gestirnir heimsókn fyrrverandi for-
stjóra PepsiCo, Indra Nooyi, árið
2013 mikinn áhuga enda var boðs-
kort Ölgerðarinnar eftirminnilegt. Á
100 ára afmæli Ölgerðarinnar gerði
fyrirtækið myndband sem fékk for-
stjórann fyrrverandi til að sækja
landið heim og halda hátíðarræðu í
Þjóðleikhúsinu. „Þessi heimsókn
kom Íslandi á kortið í þessum Pepsi-
heimi. Hún sá þennan árangur og í
kjölfarið fengum við verðlaun fyrir
söluna,“ segir Andri.
„Hápunktur ferðarinnar hjá þeim
var sjálfsagt þegar Höskuldur, vöru-
merkjastjóri hjá okkur og kennari í
Bjórskólanum, sagði þeim af
drykkjarmenningu Íslendinga í
tveggja tíma fyrirlestri sem kallast
Taste the Saga. Þar fengu þau að
heyra um bjórbannið og umræð-
urnar á Alþingi um það. Þau engdust
af hlátri. Svo leyfðum við þeim að
smakka bjórlíki.“ hdm@mbl.is
Gestirnir fengu að smakka bjórlíki
Stór vinnufundur
PepsiCo á Íslandi
Andri Þór
Guðmundsson
Í VESTURBÆ
VEITINGA-
STAÐUR
Frábært
viðskiptatækifæri!
Nánari upplýsingar gefur Guðni Halldórsson,
gudni@kontakt.is
Ha
uk
ur
01
.1
9
50 sæta skyndibitastaður í Vesturbænum er til sölu.
Staðurinn er í fullum rekstri á góðum stað
við sjávarsíðuna með 100 mkr veltu á síðasta ári.
Vegna breyttra aðstæðna hjá eigendum býðst staðurinn
nú til kaups á mjög hagstæðu verði.
Staðurinn er í góðu og hagstæðu leiguhúsnæði.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Kallað var eftir liðsinni Björgunar-
félags Vestmannaeyja í gær vegna
smábáts sem var í vanda staddur í
innsiglingunni í Eyjum. Leki kom að
bátnum þegar hann var á leið út úr
höfninni og að sögn skipverja var
hann við það að sökkva.
„Þeir rétt náðu að keyra hann upp
í fjöruna,“ sagði Sveinn R. Valgeirs-
son, forstöðumaður Vestmannaeyja-
hafnar og skipstjóri á Lóðsinum, í
samtali við 200 mílur.
Þrír voru í bátnum, sem ber nafnið
Lubba VE-27. Lóðsinn dró í kjölfar-
ið Lubbu í land og var hún hífð upp á
bryggju talsvert skemmd.
Smábátur var nærri sokkinn
Leki kom að bátnum í innsiglingunni í Vestmannaeyjum
Morgunblaðið/Óskar Pétur
Bjargað Lóðsinn og björgunarbáturinn Þór drógu bátinn að bryggju.