Morgunblaðið - 26.01.2019, Side 15

Morgunblaðið - 26.01.2019, Side 15
BÆJARLÍFIÐ Reykjanesbær Svanhildur Eiríksdóttir Framkvæmdir við Stapaskóla, nýj- an skóla í Dalshverfi hófust nýverið. Um er að ræða fyrsta áfanga sem áætlað er að verði tekinn í notkun í haust fyrir nemendur í 1.-5. bekk. Fullbúinn mun skólinn vera í senn grunnskóli, leikskóli og menningar- miðstöð fyrir íbúa grenndarsam- félagsins. Í bráðabirgðahúsnæði á lóðinni er nú rekið útibú frá Akur- skóla. Um þessar mundir er auglýst eftir skólastjóra en ráðið hefur verið í ýmsar kennarastöður við skólann.    Ljósanótt, menningarhátíð Reykjanesbæjar, verður haldin í 20. sinn á þessu ári. Á afmælisári verð- ur staðan á hátíðinni tekin með íbú- um og þátttakendum. Á þriðjudag verður haldinn opinn íbúafundur sem hefst kl. 19.30 í Duus Safna- húsum og verið er að kanna hug til hátíðarinnar með spurningakönn- unum.    Engar upplýsingar hafa enn borist um hvort andstæðingar stór- iðju í Helguvík hafi náð tilskildum fjölda undirskrifta varðandi kröfu um bindandi íbúakosningu. Þeir vilja að kosið verði um hvort íbúar vilji eða vilji ekki kísilver Stakks- bergs ehf. og Thorsils ehf. í Helgu- vík. Þar með verði hafnað beiðni Stakksbergs ehf. um breytingu á deiliskipulagi í Helguvík.    Tilskilinn fjöldi undirskrifta, sem er 20% íbúa skv. sveitarstjórn- arlögum, hafði ekki náðst þegar raf- rænni kosningu lauk fyrr í mán- uðinum og söfnun skriflegra undirskrifta hófst í framhaldi. Sam- kvæmt sömu lögum er ákvörðunar- vald um framkvæmd íbúakosninga hjá sveitarstjórnum.    Á fundi bæjarstjórnar sl. þriðju- dag féllst bæjarstjórn á að Stakks- berg hæfi vinnu við skipulags- og matslýsingu, sem umhverfis- og skipulagsráð hafði hafnað. Áréttað var að Reykjanesbær hefði skipu- lagsvald á svæðinu og áskildi sér rétt til að hafna tillögum. Á fund- inum skoraði meirihlutinn og fulltrúi miðflokks í bæjarstjórn á Stakks- berg og Thorsil að falla frá öllum áformum um uppbyggingu og rekst- ur kísilmálmverksmiðja í Helguvík. Fulltrúar D-lista taka ekki undir þá áskorun og skora á fyrirtækin að uppbyggingin verði bæði í samráði og sátt við íbúa og umhverfi Reykja- nesbæjar.    Rétt rúmir fjórir mánuðir eru síðan flokkunarverkefni Kölku hófst. Grænum tunnum var úthlutað til allra íbúða á Suðurnesjum og flokk- unarleiðbeiningum á þremur tungu- málum. Að sögn Jóns Norðfjörð, framkvæmdastjóra Kölku, hefur flokkunin gengið bærilega, en betur má ef duga skal. Um fjórðungur af efninu hefur farið í frekari flokkun en því miður er hluti efnisins skemmdur vegna matarleifa og blöndunar við önnur efni.    Að sögn Jóns verða frekari upp- lýsingar sendar til íbúa, þar sem þeir verða hvattir til meiri vandvirkni og þátttöku í flokkunarverkefninu. Jón segist vonast til að með tímanum verði Reyknesingar góðir í flokkun.    Íbúar Reykjanesbæjar þyrftu að gera flokkun og umhverfismál að keppni og vera leiðandi fyrir önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Árang- ur í keppnum hefur oft verið góður í Reykjanesbæ og þá sér í lagi í íþróttum, já og Útsvari, spurninga- keppni sveitarfélaga.    Liði Njarðvíkur hefur gengið vel í körfunni í vetur. Nú er liðið komið í fjögurra liða úrslitin í bikar- keppni karla í körfu og mun mæta KR 14. febrúar nk. Gengi þeirra í úrvalsdeildinni hefur einnig verið gott og trónir liðið þar á toppnum. Lið Keflavíkur er í fjórða sæti í deildinni en það er nóg af leikjum eftir og stigum í pottinum.    Þá er Keflavík í toppsæti úr- valsdeildar kvenna svo körfuknatt- leiksáhugafólk í Reykjanesbæ er nokkuð kátt þessa dagana.    Við getum haldið áfram og horft á íþróttagreinar eins og taekwondo, hnefaleika, júdó, sund, fimleika, fót- bolta og séð að þar leynist margt keppnisfólk og flottir fulltrúar Reykjanesbæjar sem vinna hvert mótið á fætur öðru.    Snjórinn kallar alltaf fram blendin viðhorf og nóg er af honum í Reykjanesbæ þessa daga. Börnin taka honum þó flest fagnandi og nýta vel þær hæðir og þá hóla sem leynast í bænum. Þeir djörfustu mæta með snjóbrettin og jafnvel skíðin á Kambinn í Dalshverfi en aðrir láta litlar brekkur í sínu ná- grenni duga við að skemmta sér á þotu eða sleða. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Stapaskóli Framkvæmdir við fyrsta áfanga eru nú hafnar. Áætlað er að fyrsti áfangi verði tekinn í notkun í haust. Skólar og menning undir sama þaki FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019 Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2019 verða birtir á vefsíðunni island.is og á Rafrænni Reykjavik á næstu dögum. Álagningar- og breytingarseðlar eru ekki sendir í pósti í samræmi við breytingu sem gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt. Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum netbanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðslu- seðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum á mínum síðum á www.reykjavik.is eða í gegnum þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar annast álagningu og innheimtu á fasteignaskatti, lóðaleigu og sorphirðugjaldi. Fasteignagjöld ársins 2019, yfir 25.000 kr., greiðast með níu jöfnum greiðslum á gjalddögum 2. febrúar, 2. mars, 2. apríl, 4. maí, 1. júní, 2. júlí, 3. ágúst, 1. september og 2. október. Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 2. febrúar. Tekjulágir elli- ogörorkulífeyrisþegar, sem fenguafslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi sem greitt er til Orkuveitu Reykjavíkur á síðastliðnu ári, fá einnig að óbreyttu afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir árið 2019 að teknu tilliti til tekjuviðmiða. Fjármálaskrifstofa framkvæmir breytingar á fasteignaskatti og fráveitugjaldi eftir yfirferð skattframtala elli- og örorkulífeyrisþega. Það þarf því ekki að sækja sérstaklega um afslátt þessara gjalda. Við álagningu fasteignagjalda í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2017. Þegar álagning vegna tekna ársins 2018 liggur fyrir í júní 2019, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega. Skilyrði afsláttar eru að viðkomandi sé elli- eða örorkulífeyrisþegi, sé þinglýstur eigandi fasteignar, eigi þar lögheimili og geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt. Einungis er veittur afsláttur vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli-og örorkulífeyrisþega vegna afsláttar fasteignaskatts og fráveitugjalds á árinu 2019 verði eftirfarandi: 100% afsláttur:Einstaklingur með tekjur allt að 4.090.000 kr. A100 Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 5.710.000 kr. 80% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.090.000 til 4.690.000 kr. A80 Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 5.710.000 til 6.340.000 kr. 50% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.690.000 til 5.450.000 kr. A50 Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.340.000 til 7.580.000 kr. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á gjaldi fyrir meðhöndlun úrgangs í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar, Höfðatorgi, Borgartúni 12-14, veitir upplýsingar varðandi álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Fasteignagjöld 2019 Borgarstjórinn í Reykjavík, 26. janúar 2019. www.reykjavik.is Póst- og fjarskiptastofnun hefur úr- skurðað að bílasölunni Islandus hafi verið óheimilt að hljóðrita símtal við viðskiptavin sinn án þess að hafa til- kynnt honum um hljóðritunina, en samkvæmt fjarskiptalögum er hljóð- ritun símtals óheimil án þess að við- mælanda sé tilkynnt um það í upp- hafi nema í undantekningartilfellum. Viðskiptavinur fyrirtækisins kvartaði til stofnunarinnar vegna málsins og taldi Póst- og fjarskipta- stofnun að viðskipti og starfsemi Isl- andus væru ekki það sértæk í eðli sínu að það gæfi viðskiptavinum réttmætt tilefni til að álykta að sím- tölin væru hljóðrituð. Með hliðsjón af þessu var niður- staðan sú að Islandus hefði brotið fjarskiptalög með því að tilkynna ekki viðskiptavininum í upphafi sím- talsins að það yrði hljóðritað. Hljóðritun var brot á fjar- skiptalögum Seinni Lottó- vinningshafinn í fjórfalda pott- inum frá þarsíð- ustu helgi hefur nú vitjað vinn- ingsins. Í til- kynningu frá Getspá segir að sá heppni hafi verið ungur maður af höfuð- borgarsvæðinu. Hann hafði farið inn á lotto.is til að tryggja sér miða, en síðar sama dag kom svo sterk tilfinning yfir hann og ákvað hann því að fara á nýjan leik inn á vefsíðuna og bæta við öðrum miða til öryggis. Sá miði skilaði honum fimm réttum og vinningi upp á tæpar 22 skattfrjálsar milljónir. Í tilkynningu er haft eftir vinn- ingshafanum að þetta væri allt mjög ótrúlegt. Það væri mikil heppni að hann skyldi hafa bætt aukamiðanum við, tilfinningin hefði komið svo sterkt yfir hann að það var ekkert annað í stöð- unni. Hann hafði enn ekki deilt gleði- fréttunum með neinum og var því ekki búinn að ákveða næstu skref. Keypti miða fyrir tilviljun og vann Lottó Maðurinn vann stórfé.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.