Morgunblaðið - 26.01.2019, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Horfur eruekki góð-ar á evru-
svæðinu. Á þriðja
fjórðungi liðins
árs dró úr hag-
vexti á svæðinu og var hann
aðeins 0,2%, en hafði verið
0,4% á tveimur fyrstu fjórð-
ungum ársins. Í frétt frá AFP
segir að flestir sérfræðingar
séu þeirrar hyggju að tölur
fjórða ársfjórðungs 2018
muni einnig valda von-
brigðum.
Þessi staða á evrusvæðinu
leggst ekki vel í forkólfa í
þýsku athafnalífi. Í gær var
birt niðurstaða könnunar,
sem gerð var meðal níu þús-
und fyrirtækja og sýndi að
trú á viðskiptalífið í landinu
hefur ekki verið minni í þrjú
ár. Í fyrsta skipti síðan í des-
ember 2012 gæti svartsýni
hjá þeim um horfur í við-
skiptum.
Mario Draghi, yfirmaður
seðlabanka evrusvæðsins, tal-
aði meira að segja um að hall-
aði á þegar hann brást við á
fimmtudag, en gætti þess þó
að skella skuldinni á utan-
aðkomandi vá, það er „viðvar-
andi óvissuþætti sem tengjast
alþjóðastjórnmálum, hótun-
inni um verndarhyggju, við-
kvæmni nýmarkaða og óstöð-
ugleika fjármálamarkaða“.
Bætti Draghi því hins veg-
ar við að það væri ekki rétt að
seðlabanki evrusvæðisins
væri orðinn bensínlaus eða
uppiskroppa með verkfæri til
að bregðast við vaxandi mót-
vindi.
Draghi getur vitaskuld ekki
gengist við því að hann sé
bjargarlaus, vextir bankans
verði ekki mikið lægri og það
hafi litlu skilað að dæla ódýru
fjármagni inn á evrusvæðið.
Staðan í dag ber því í raun
vitni hvað evran er óburðug.
Á vefsíðu breska vikuritsins
The Economist birtist í vik-
unni ágæt greining á vanda
evrunnar frá upphafi. Þar
segir að myllumerkinu
#evruuppsveifla (#euro-
boom) hafi verið skeytt við
hverja frétt um að evrusvæð-
ið væri að hjarna við. Fyrst
hafi það verið brandari, svo
hafi það virst eiga við stoð að
styðjast, en nú væri annað að
sjá. Búast mætti við því að
þegar tölur síðasta árfjórð-
ungs 2018 yrðu birtar kæmi í
ljós að efnahagur Ítalíu hefðu
dregist saman samfellt í sex
mánuði þannig að tæknilega
teldist þar ríkja samdráttur
og Þjóðverjar hefðu með
naumindum sloppuð við að
falla í þann flokk. Evrusvæð-
ið, sem myndað var í janúar
1999, gæti orðið
tvítugt á barmi
nýrrar kreppu.
Skoðun blaðsins
er sú að evran hafi
verið erkiklúður
frá upphafi. Á evrusvæðinu
hafi hagvöxtur verið minni en
í öðrum þróuðum hagkerfinu
og í Evrópusambandinu í
heild frá því til hennar var
stofnað. Þannig hafi það verið
fyrir fjármálakreppuna, með-
an á henni stóð, evrusvæðið
hafi setið eftir þegar þar fór
fram sérstakur eftirmáli við
kreppuna og meira að segja
þegar mjakaðist upp á við
undanfarin tvö ár hafi það
verið eftirbátur annarra.
„Ef til vill hefði gengið jafn
illa á evrusvæðinu án eins
gjaldmiðils,“ segir höfundur,
en dregur það um leið í efa.
Tilraunir til að meta frammi-
stöðu evrusvæðisins út frá því
að ekki hefði verið stofnað til
þess gefi það til kynna.
Undanfarinn áratugur hafi
verið evrusvæðinu sérlega
grimmilegur. Listinn yfir þá,
sem hafa staðið sig verst þeg-
ar kemur að vergri lands-
framleiðslu á mann síðan 2008
sýni það. Á þeim lista eru
lönd, sem nálgast ekki bara
efnahagslega heldur pólitíska
upplausn. Hagvöxtur hafi
verið meiri í Súdan og Úkra-
ínu, en Grikklandi. Kýpur og
Ítalía hafi lotið í lægra haldi
fyrir Brasilíu og Íran. Frakk-
ar og Hollendingar hafi staðið
sig verr en Bretar.
Blaðið bætir því við að
margar ástæður séu fyrir því
að nú blasi nýr afturkippur
við evrulöndunum. Þær eru
meðal annars utanaðkomandi
líkt og Draghi segir, en að
stofni til heimatilbúnar.
Dregið hefur úr framleiðslu
bíla í Þýskalandi þar sem
framleiðendur vinna að því að
ná nýjum útblástursstöðlum,
efnahagur Ítalíu er valtur
vegna baráttu stjórnvalda þar
við valdið í Brussel og franskt
efnahagslíf höktir vegna mót-
mælenda í gulum endurskins-
vestum.
Þá hafa stjórnvöld á evru-
svæðinu verið sett í spenni-
treyju aðhalds þannig að þau
geta ekki notað útgjöld á fjár-
lögum til að blása lífi í efna-
haginn og hvað sem Draghi
segir um verkfærakistuna
sína eru vextir seðlabanka
evrusvæðisins í reynd nei-
kvæðir nú þegar, þannig að
ekki verður mikið meira að
gert þar.
Evran var vanhugsuð frá
upphafi. Hún var pólitískur
gjörningur reistur á efna-
hagslegum sandi.
Enn blasir sam-
dráttur við á
evrusvæðinu}
Viðvarandi evruvandi
K
arl G. Kristinsson, prófessor við
Háskóla Íslands og yfirlæknir á
sýklafræðideild Landspítalans,
hefur verið óþreytandi að vara Ís-
lendinga við hvaða áhrif aukið
sýklalyfjaónæmi getur haft á heilsu þjóðarinnar.
Hefur hann m.a. bent á hættuna sem fylgt getur
hráu kjöti og grænmeti. Karl er ekki sá eini sem
fjallað hefur um skaðann sem af sýklalyfja-
ónæmi getur hlotist, um það hefur m.a. verið
fjallað í hinu virta læknariti Lancet (www.the-
lancet.com). Í frétt sem lesa má í nýjasta tölu-
blaði Bændablaðsins er vitnað í fyrirlestur sem
Karl G. Kristinsson hélt á nítjándu líf- og heil-
brigðisvísindaráðstefnunni. Þar sagði Karl m.a.
frá miklum fjölda þvagfærasýkinga í borg í
Bandaríkjunum sem rekja má til kjöts á mark-
aði. Þá bendir hann réttilega á að alþjóðaverslun
með matvæli færist í vöxt og því skipti máli hvaðan matur-
inn sem við neytum komi. Mest sé notað af sýklalyfjum á
Kýpur, svo Spáni þá Ítalíu, Portútgal og Hollandi. Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin (WHO), hefur einnig varað við
hættunni af sýklalyfjaónæmi. Á sextugasta og áttunda
heimsþingi stofnunarinnar 2015 var m.a. kynnt heimsáætl-
un (Global action plan on antimicrobial resistance) til að
berjast gegn hættunni. Fram til þessa hafa neytendur lítið
getað áttað sig á því hvort þær matvörur sem þeir neyta
geti innihaldið leifar af sýklalyfjum og þannig tekið meðvit-
aða ákvörðun um hvort þeir kaupi vöru sem getur innihaldið
mikið magn af sýklalyfjum eða lítið. Á áðurnefndu heims-
þingi WHO voru samþykkt fimm meginmark-
mið þar sem efst á blaði er að auka vitund og
skilning á hættunni sem fylgir auknu sýkla-
lyfjaónæmi. Þegar við stöndum við kjötborðið í
verslunum þá höfum við ekki hugmynd um
hvort og í hvaða magni lyf, þ.m.t. sýklalyf, hafi
verið notuð við framleiðslu vörunnar. Við sjáum
í mörgum tilfellum upprunaland vörunnar sem
vissulega var til bóta en þær merkingar eru litl-
ar og lítt sjáanlegar.
Neytendur eiga að hafa aðgang að upplýs-
ingum um lyfjanotkun og mögulegar lyfjaleifar
eða annarra efna í þeim matvörum sem þeir
kaupa. Það hlýtur að geta verið sameiginlegt
markmið okkar allra að leita sem flestra leiða til
að sporna við þessari lýðheilsuvá og ein leið til
þess er einmitt að auka vitund og skilning neyt-
enda. Þessa dagana er því unnið að laga-
frumvarpi þar sem markmiðið er að koma þessum upplýs-
ingum til neytenda með eins skýrum hætti og mögulegt er.
Ætlun mín og annarra þingmanna Miðflokksins er að frum-
vapið geri neytendum kleift að sjá eða nálgast upplýsingar
um þau lyf sem notuð hafa verið við framleiðslu vörunnar
sem þeim stendur til boða. Þeir geti þannig valið hvort þeir
láti þær upplýsingar hafa áhrif á það sem þeir velja í sína
matarkörfu eða ekki. Munu lögin ná til erlendra og inn-
lendra vara. gunnarbragi@althingi.is
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Viltu vita hvaða lyf eru í matnum þínum?
Höfundur er alþingismaður Suðvesturkjördæmis
og varaformaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Stjórnendur Fiskistofu takaundir margt af því sem framkemur í stjórnsýsluúttektRíkisendurskoðunar á starf-
semi stofnunarinnar. Þeir segja að í
skýrslunni sé réttilega bent á marg-
víslega erfiðleika sem við sé að glíma
vegna eftirlits með fiskveiðum, en
margt af því hefur áður verið til um-
ræðu. Eftirlit á sjó er einn þessara
þátta og segir Eyþór Björnsson fiski-
stofustjóri að það þurfi að efla með
auknum mann-
afla, en jafnframt
að nýta tæknina í
auknum mæli.
„Ég myndi
vilja sjá þríþættar
aðgerðir,“ segir
Eyþór. „Fyrst og
fremst þurfum við
að skoða mögu-
leika sem tæknin
getur fært okkur
hvort sem um myndavélaeftirlit er að
ræða eða aðrar lausnir. Myndavélar
um borð í fiskiskipum geta verið
maki margra eftirlitsmanna og aukið
dekkun í sjóeftirliti gríðarlega mikið.
Við þurfum líka meiri mannskap
vegna þess að verkefnin eru mörg og
krefjandi, en til þess vantar okkur
fjármagn. Í þriðja lagi er það reglu-
verkið. Við þurfum að skoða hvort
það sé nógu skilvirkt og hvort viður-
lögin hafi varnaðaráhrif eins og þau
eiga að gera.“
Þessi atriði eru meðal þeirra
sem Ríkisendurskoðandi bendir á í
sinni skýrslu. Meðal tillagna til úr-
bóta er einnig að kanna þurfi hvort
og þá hvernig hægt sé að auka sam-
starf Fiskistofu og Landhelgisgæslu
við eftirlit með brottkasti.
Veikburða og ómarkvisst
Í skýrslunni er að finna umsögn
sjávarútvegsráðuneytisins og er tek-
ið undir mikilvægi þess að koma í veg
fyrir brottkast. Þar kemur fram að
um þessar mundir sé verið að skipa
samráðsnefnd ráðuneytis, Fiskistofu
og Landhelgisgæslunnar sem eigi að
móta áherslur, fyrirkomulag og sam-
starf við fiskveiðieftirlit á hafi úti.
Meðal þess sem Ríkisendur-
skoðandi vekur sérstaka athygli á í
skýrslu sinni er að eftirlit stofnunar-
innar með brottkasti sé veikburða og
ómarkvisst. Í skýrslunni segir:
„Ríkisendurskoðandi bendir á að
Hafrannsóknastofnun hefur ekki ráð-
ist í neinar rannsóknir á tegundaháðu
brottkasti í rúman áratug auk þess
sem gagnasöfnun um lengdarháð
brottkast hefur dregist talsvert sam-
an undanfarin ár … Taka verði alvar-
lega áhyggjur og vísbendingar um að
brottkast sé stundað.“
Bent er á að eftirlitið sé ýmsum
vandkvæðum háð enda eigi mögu-
leikinn á brottkasti við um allan ís-
lenska flotann sem árið 2017 var
1.342 skip og bátar. Nú eru 22-23 sjó-
eftirlitsmenn við störf hjá Fiskistofu
og eru þrír þeirra sérhæfðir til eftir-
lits um borð í skipum sem vinna
aflann.
Eftirlitsmönnum hefur fækkað
um fjórðung á áratug, fyrst og fremst
vegna kröfu um hagræðingu í rekstri,
að sögn fiskistofustjóra. Vinnslu-
skipum hefur á sama tíma fækkað í
flotanum og vinnuaðferðum verið
breytt hjá Fiskistofu. Eyþór vekur
athygli á því að starfsfólki hafi fækk-
að á flestum sviðum starfseminnar og
séu veiðieftirlitsmenn nú jafn stórt
hlutfall af heildarfjölda starfsmanna
Fiskistofu og þeir voru árið 2007.
Árið 2017 fóru eftirlitsmenn í
305 veiðiferðir, þar af 24 með vinnslu-
skipum og 281 með öðrum fiskiskip-
um. Ferðir þessar stóðu samtals yfir í
1.173 daga, en fjölgaði í 1.250 á ný-
liðnu ári. Árið 2013 voru sjódagar
hins vegar 1.743.
Myndavélar á við
marga eftirlitsmenn
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eftirlit Íslensk fiskiskip eru mörg og af ýmsum stærðum og gerðum.
Eyþór
Björnsson
Í tilkynningu á heimasíðu
Fiskistofu er greint frá því
að stofnunin vilji ráða tvo
starfsmenn í veiðieftirlit og
bent er á að starfandi veiði-
eftirlitsmenn séu nær ein-
göngu karlar. Því er athygli
kvenna sérstaklega vakin á
starfinu í þeim tilgangi að
jafna kynjahlutföll. Eyþór
fiskistofustjóri segir að
ekki sé verið að fjölga eftir-
litsmönnum, heldur að ráða
í stöður sem séu lausar eða
að losna. Nú séu þrjár kon-
ur við þessi störf.
Vorið 2017 birti Fiskistofa
auglýsingu þar sem auglýst
var eingöngu eftir konum í
starf eftirlitsmanns. Fiski-
stofu var gert að afturkalla
þá auglýsingu þar sem vafi
léki á að auglýsingin stæð-
ist lög. Stofnunin hafði þó
haft Jafnréttisstofu með í
ráðum við gerð auglýsing-
arinnar.
Vilja jafna
kynjahlutfall
VEIÐIEFTIRLIT